Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 42
42 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐALHEIÐUR í Kaffitáriog Sonja Grant kaffibar-þjónn mæla með eftirfar-andi réttum í fermingar- veisluna.Vart þarf að koma á óvart að kaffi er hér í nokkru aðalhlut- verki. Fleiri uppskriftir er að finna í Öðruvísi Kaffitári. Fyrst ber að telja einfaldan kaffi- drykk með jarðarberjasírópi og kakói, þá amarettó-kaffi, ostatertu, perutertu, kaffifrauð, kaffiköku með kaffiglassúr, kjúklingabringur með apríkósum og kaffihjúp, suður-amer- ískan sjávardýraforrétt, rækju- og ostasalat og vínber í kryddlegi sem Aðalheiður segir gott að bera fram með roast beef. Sumarsæla Hálfur bolli heitt súkkulaði ½ bolli sterkt uppáhellt kaffi – Vín- arkaffi, Suðurnesjakaffi, expressókaffi 1 tsk. náttúrulegt DaVinci jarð- arberjasíróp Smá þeyttur rjómi ofan á Skreytt með jarðarberjum og jafnvel súkkulaðispæni Sírópið er sett í botninn á bollan- um, síðan kaffið og súkkulaðið, og nauðsynlegt að hræra aðeins í boll- anum áður en rjómanum er skellt of- an á. Einnig er gott að setja rommsíróp í staðinn fyrir jarðarberjasírópið og til þess að búa til drykk sem nefndur er Vínarvals. Bjarka- mæra Botn 500 g músli, 100 g smjör 100 g sykur 50 g súkkulaðihúðaðar kaffibaunir Fylling 300 g rjómaostur, 125 g sykur, 6 blöð matarlím, ½ lítri þeyttur rjómi, 1½ bolli expressókaffi Gott er að byrja þessa uppskrift á því að bretta upp ermarnar og búa sig undir skemmtilegan bakstur. Okkur finnst best að byrja á tertu- botninum. Smjörið er brætt á pönnu, sykurinn og múslíið (okkur finnst best að nota gróft og ósætt músli sem er fullt af hnetum, rúsínum og risastórum höfrum) er sett saman við og brúnað stutta stund. Á meðan blandan er að kólna er gott að nota tímann og saxa niður Uppskriftir frá Kaffitárskonum Peruterta Jasonar. Ljósmynd/Áslaug Snorradóttir Kjúklingur með kaffibaunahjúp. AÐALHEIÐUR Héðins- dóttir, eigandi Kaffitárs, lét ferma í fyrra og sinnir jafnframt ferming- arráðgjöf í ár, þar sem ferming er á næsta leiti í fjölskyldunni. Hún gefur góð ráð varðandi ferm- ingarundirbúning og læt- ur jafnframt af hendi fá- einar góðar uppskriftir. „Hildur Pedersen, sem er með mér í Félagi kvenna í atvinnurekstri, kenndi mér ein- falda leið til þess að halda ferm- ingarveislu. Ég fór að hennar ráð- um og keypti tilbúið kjöt, matreitt og niðurskorið, í Gallerý Kjöt, og eina tegund af sósu. Ef allir rétt- irnir eru kaldir er ekkert vesen á sjálfan fermingardaginn. Með kjötinu, sem var roast beef og drottningarskinka, bar ég fram grænt salat með ristuðum hnet- um, kartöflusalat og rækju- og ostasalat. Rækjusalatið er bæði gott sem forréttur og frísklegt og gott með kjötinu. Ég hafði kart- öflustrá með matnum fyrir börnin, þar sem þau eru ekki hrifin af kart- öflusalati, og maískorn. Gott er að hafa bara hefðbundið kartöflu- salat. Einnig bar ég fram gulrætur með púðursykursgljáa á sínum tíma. Þetta er einfalt og þægilegt fyrir konur sem hafa mikið að gera og svilkona mín ætlar að fara alveg eins að,“ segir hún. Til þess að gera und- irbúninginn sem auðveld- astan kveðst Aðalheiður, sem búsett er í Keflavík, hafa kallað til konurnar í Átthagafélaginu. „Ég bauð þeim í heimsókn daginn fyrir athöfnina og fékk þær til þess að undirbúa mat- inn. Hið eina sem ég þurfti að gera var að segja hver ætti að skera hvað og bera fram kaffi og líkjör. Þetta var rosalega skemmtilegt og þeg- ar matarundirbúningnum var lokið fékk ég þær til þess að hjálpa mér við að skreyta. Fermingarbarnið fylgdist með úr fjarlægð og hafði reyndar vit á því að þakka þeim sérstaklega fyrir hjálpina í ræðu sem hann flutti í veislunni næsta dag þótt hann hefði ekki lyft litla- fingri sjálfur. Það bræddi þær al- veg.“ Þúsundkall á mann Veislan var fyrir 80 manns og segir Aðalheiður hana hafa kostað um 80.000 krónur að kertum, servíéttum og skreytingum með- töldum, en að maturinn einn og sér hafi kostað rúmlega 60.000 krónur. „Svilkona mín ætlar að hafa kransaköku í eftirrétt og gera hana sjálf. Hráefnið í hana kostar um 3.000 krónur með skreyt- ingum og öllu. Það er alger óþarfi að hafa of mikið af kökum í eft- irrétt. Ef margar sortir eru bornar fram í einu fær fólk sér sitt lítið af hverju sem bara tefur framreiðsl- una. Það er ekki gott að hafa 80 manns í biðröð í húsnæði sem með góðu móti rúmar kannski bara 30. Það þarf að huga að svona hlutum líka við undirbúninginn og best að hafa veisluna sem einfaldasta.“ Aðalheiður mælir líka með skóg- arkaffi eftir matinn og að börn- unum sé boðið upp á ís og nammi í skálum, svo sem nóakropp og lakkrís. „Ef kaffi er borið fram eftir mat, drekkur fólk oftast 1–2 bolla og þá er best að velja bragðmikið kaffi eins og skógarkaffi eða vín- arkaffi. Skógarkaffi hentar líka ágætlega með kökuhlaðborðum, eins hátíðakaffi og Gvatemala- kaffi. Ef veislan er mjög fjölmenn þarf að byrja snemma á því að hella á könnuna og þá er Gvate- mala-kaffi besti kosturinn, það stendur svo vel.“ Aðalheiður mælir með því að þeir sem standa í fermingarund- irbúningi leggi megináhersluna á ánægjulegan dag, í stað þess að keyra sig út við undirbúninginn. „Fermingarveisla þarf hvorki að vera erfið né dýr. Ég heyri mörg dæmi þess að fólk sé að eyða stórfé í mat og skreytingar, sér- prentaðar servíéttur, boðskort og myndatökur. Að efna til veislu sem tekur mörg ár að borga upp er hrein bilun að mínu mati,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir athafna- kona að endingu. Ferming án mikillar fyrirhafnar Aðalheiður Héðinsdóttir Á FERMINGARBORÐIÐ Ljósmynd/Áslaug Snorradóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.