Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 2
Fermingu má líkja við nokkurs konar manndómsvígslu fyrir bæði kynin og er í ætt við svokallaðar áfangaathafnir sem víða er að finna með þjóðum heims og eiga sér ævafornar rætur. Ferming hefur tíðkast æði lengi á Íslandi og margir gengið ýmist léttum eða þungum skrefum inn kirkjugólfið, yfirleitt eftir langa og erfiða baráttu við lærdóms- kverið. Um það finnast margar sögur. Á næstu vikum og mánuðum mun fjöldi ungmenna leitast við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns, nú sem fyrr. Enginn veit fyrir víst hversu mörg börn kjósa að fermast en samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu Íslands voru rúmlega 4.000 nemendur í 8. bekk grunnskólans síðastliðið haust. Borgaraleg ferming er í vexti og munu fleiri en nokkru sinni hafa þann háttinn á nú í aprílbyrjun og stíga þetta mikilvæga skref í átt til fullorðinsáranna, án þess að játast einu eða neinu. Enn aðrir, svo sem hvítasunnu- menn, láta ferminguna liggja al- gerlega milli hluta með þeim rök- um að hvergi sé minnst á slíka athöfn í Biblíunni. Auk þess sem til eru börn og ungmenni sem ekki trúa á tilvist Guðs. Margir hafa líka neitað að ferm- ast í gegnum tíðina og vilja að fenginni reynslu og athugun á þroska ungmenna láta hækka fermingaraldurinn í að minnsta kosti 16 ár. Skyldi það breyta ein- hverju? Könnun sem vitnað er í hér í blaðinu leiðir a.m.k. í ljós að trú ungs fólks á Guð fer þverrandi í eldri bekkjum grunnskólans. Mörgum þykir núorðið umgjörð fermingarinnar og annarra árs- tíðabundinna kirkjulegra athafna bera innihaldið ofurliði og þess eru dæmi að fjölskyldur séu mörg ár að greiða niður kostnað vegna veisluhalda og gjafa. Fermingarbörn kváðu til dæmis vera farin að gefa hvert öðru gjaf- ir og heyrst hafa sögur af börnum sem biðja um vélsleða eða rán- dýra stásshunda í fermingargjöf. Hvað sem því líður og viðhorfi manna til athafnarinnar og trú- mála yfirleitt er sjálfsagt mikil- vægast að unga fólkið eigi nota- lega stund með fjölskyldu sinni og vinum og í framtíðinni góðar minningar um þennan stóra áfanga á lífsleiðinni. Helga Kristín Einarsdóttir Sigurður Ægisson Morgunblaðið/Kristinn 2 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Aðdragandi og saga fermingarinnar ................... 4 Borgaraleg ferming aldrei vinsælli en nú ..........8 Fermingarundirbúningnum lýkur í heita pottinum ......10 „Þetta hefur verið rosalega gaman“ ............11 Sálmur fíkniefnafáráðsins ...........11 Fermingin er nokkurs konar manndómsvígsla ............12 Kynþroski – inngangur að fullorðinsárum ............12 Vígsluathafnirnar kostuðu suma lífið .......... 12 Engin barnaskírn og því engin ferming .................. 14 Óvenjuleg fermingarathöfn ..............14 Blúndukjólar, bleik herra- bindi og kanínuskinn .......16 Átti enga skó ....................16 Ein leið til þess að hella upp á könnuna ................18 Buxnakjólar, blúnduhanskar og bleikar töskur .............18 Í bestu fötum ...................19 Hver er munurinn á lúth- erskri trú og kaþólskri? ...20 „Fermt barn forðast. . .“ 22 „Samvinnufélag heilagra“ ..........................23 Unglingar og trú ...............23 Fermingarbörn með falleg- asta hárið......................... 24 Andlitsförðun við allra hæfi ..........................26 Bleikt, blátt og örlítið væmið ..............................28 Skírn og ferming náskyldar .........................29 Ferming hjá huldufólki .... 30 Fróðleikur um heilaga ritningu .............................31 25 þúsund skeyti til fermingarbarna ........... 32 Hangikjöt og uppstú í veislunni ............33 Mikil áhrif lítillar bókar ....34 Kverin líta dagsins ljós ...35 „Píndur undir Ponta“ .......35 Fermingin lögboðin .........36 „Og nú var eg þá orðinn maður . . .“ .......................36 Helgakver og arftakar þess ...................37 Jurtafæðisveisla frá Hollum mat .................38 Síðdegishlaðborð undir hækkandi sól ...................40 Uppskriftir frá Kaffitárskonum ...............42 Ferming án mikillar fyrirhafnar ........................42 Forsíðumynd: Kjartan Þorbjörnsson Fyrirsæta: Rakel Magnúsdóttir ferming- arbarn, í Kópavogskirkju Hár: Rut Danelíusdóttir hjá hárgreiðslustofunni Scala Förðun: Lína Rut Wilberg Efnisyfirlit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.