Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 34
34 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAGA FERMINGARKVERANNA ALLT frá 12. öld hafa kaþólskir menn talið ferminguna með sakra- mentunum, en Marteinn Lúther hafnaði réttmæti þess. Í skírninni veitist heilagur andi og þar með réttur guðs barna og öll gæði hins kristna lífs, sagði hann. Fermingin lagðist af með tilkomu evangelísk- lútherskrar kirkju á 16. öld. Hins vegar lögðu siðbreytingarmenn ríka áherslu á, að tekin væri upp fræðsla ungmenna í kristnum fræðum, sem lyki með prófi, og kæmi það með vissum hætti í stað fermingar. Í þessu skyni ritaði Lúther bókina „Der kleine Kat- echismus“ árið 1529. Bókarheitið merkir eiginlega „Litla kverið“. Gríska sagnorðið katechizein merkir „að kenna“ og þaðan eru mynduð orðin katekismus (trú- fræðsla, kver, barnalærdómur) og katekoumenos (trúnemi). Þessi bók Lúthers var snemma þýdd á íslensku og fékk þá heitið „Fræðin minni“. Tveimur árum eftir fyrstu útgáfu bókarinnar gekk Lúther frá henni í endanlegum búningi. Áttu útgáfur þessa rits eftir að verða æði margar á næstu öldum. Í kirkjuskipan frá 1537, ættaðri frá Kristjáni III. Danakonungi, er svo fyrir mælt, að hvern sunnudag eigi að halda sérstakar fræðaguðs- þjónustur í kaupstöðum, þ.e. „leggja út nokkra grein“ af Fræð- um Lúthers. Í sveitum átti aftur á móti seinni helmingur predikunar, sem stóð alls eina klukkustund, að gjöra grein fyrir einhverjum þætti Fræðanna. Prestar áttu að sjá um, að börnin lærðu Fræðin, og þá ut- an að. Átti fólk ekki að fá að ganga innar sem kallað var, þ.e.a.s. fara til altaris, fyrr en að þessu upp- fylltu. Því til árétt- ingar lét konungur á prestastefnu 1573 samþykkja, að ef nokkur prestur veiti sakramenti þeim, sem ekki kann „hið minnsta“ Fræðin öll, skuli honum refsað með því að missa svo mikinn hluta af tíundum sínum sem biskupi þyki hæfilegt. Og fleiri samþykktir um fræðanámið lét hann gera á næstu árum. Úti í Þýskalandi var fermingin tekin aftur upp árið 1539, en í breyttri mynd frá því sem áður var. Nú var þetta ekki sakramenti, heldur viðhafnarsiður. Ekki er víst að ferming hafi nokkru sinni lagst af með öllu hér á landi eftir siðbreytingu. A.m.k. er ljóst að Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup beitti sér fyrir því að hún yrði almennt tekin upp og Gísli Jónsson Skálholtsbiskup tók brátt undir við hann. Guðbrandur tekur af skarið og gefur árið 1596 út rit, þar sem hann mælir fyrir um, að í Hólabiskupsdæmi skuli upp tekin ferming og lýsir svo þeirri athöfn. Rit þetta er jafnan nefnt „Sú rétta confirmatio“ eftir þremur fyrstu orðum í titlinum. Mun það vera elsta leiðbeining um fermingu í lútherskum sið á Norðurlöndum. Hún virðist sniðin eftir kirkjuskip- an frá Lauenborg í Neðra-Sax- landi 1585. Ekki er vitað hvort fermingar voru teknar upp í Skálholtsbisk- upsdæmi á þessum tíma, né hvort stöðugt framhald varð í Hólabisk- upsdæmi eftir dauða Guðbrands, 1627. Konungsvaldið veitti nefni- lega biskupunum engan atbeina í þessu efni á 17. öld. Virðist sem erfiðlega hafi gengið að koma henni á að evangelísk-lútherskum hætti, og hún jafnvel lagst niður með öllu aftur, áður en hún var lögskipuð hér með konungsbréfi 9. júní 1741. Hafði ferming þá ekki verið lögboðin fyrstu tvær aldir siðbreytingartímans. Mikil áhrif lít- illar bókar Úr bókinni: Frosti F. Jóhannsson (ritstjóri). Íslensk þjóðmenning. V. Reykjavík 1988. ,-$  .$/00 $,1$ $" &  2-$  .$30  $"( $$$$$$$$$$$$$$ $" &  4-$  .$ $05$  $  $+$  $* $$$$$$$$$$$$$$ $ &  6-$  .$7 & $ + 8-$  .$9 *  $ $   :-$  .$7 & $ $  ( + ;-$  .$<0 $0$ * $$$$$$$$$$$$$$*0* $0$"   5$%- - $$$$$$$$$$$$$$ $   $ $ $( $$$$$$$$$$$$$$ $   $  $$$$$$$$$$$$$$     G G0 H IJ  G G Baðstofa. Pennateikning frá 1864. Drengurinn á myndinni gæti verið að lesa kverið. < $9"  )0$  =  $   ?+ $'0 ( 0 )$@ 0 )$'-$ + + # $300 " $) 0 A B0 $#  $/ C $   $/   $ ( ( 0 !0 $D     $/   $  + 0 / $/ 0 '0  $D ( 0 ?   $#  0 )0*$) 0   $ -$ @ + $A+ 0 3( $3( 0 #** $  0E! $/ F  )$C G E  $H 0 ? $3 )$I 0  $ 9  * * + / * $$      $C B #J $B B  B )    $0$  $  +  $     $  "    9  $/ 9"  $  $    $" &   D   $*   9  D  $ .$*$   *  A( *$+$   $*  D $ $    *"   D  $*     $  *-$  $ 9+$0$( 9       *"   D  $" 9+$ $) " #$%"$*$    '&  J  9 K   K   K   L  K   L  L  K   A0  K   K   K   K   K   K   K   K   K         K   ,8:2 ,8MM ,8M: ,:;6 ,;22 ,;2M ,;6: ,;;1 ,;M: ,N:: ,N;; ,NMM ,M1: ,M4, ,M42 ,M4; ,M66 ,M66 ,M84 ,M8; ,M:6 ,M;1 ,M;: ,MN: ,MM6 09: H:  : G = 1?A  : : A=F F: =: K L F  6 F=6 )*+,-.$/01+2345/6372$)83,91:59+$9;<+1=593>6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.