Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 22
22 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNARMIÐ FRÁ siðferðilegu sjónarmiðiætti fermingin varla að eigasér stað fyrr en við 16 áraaldur. Frá lagalegu sjónar- miði, meðan ekki þykir ástæða til að fella eldri réttarheimildir úr gildi, á kirkjan að fara að lögum um trúfélög og hækka fermingaraldur- inn upp í 16 ár. Þetta eru lokaorð B.Ed.-ritgerðar Sigrúnar Valdi- marsdóttur, en hún útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) fyr- ir ári. Hún á rætur norður í Eyja- fjörð, en er búsett í Hafnarfirði, þar sem hún er fastráðinn kennari við Víðistaðaskóla. Lokaverkefni henn- ar úr Kennaraháskólanum nefndist „Fermt barn forðast ...“ og var könnun á viðhorfum framhalds- skólanema til fermingar, trúar og trúariðkunar. Við tókum hús á Sigrúnu eitt kvöldið og spurðum hana m.a. um niðurstöður umræddrar könnunar, en fyrst langaði okkur þó að vita hvers vegna einmitt þetta efni hefði orðið fyrir valinu sem rannsóknar- verkefni til B.Ed.-prófs. Lengi haft áhuga á fermingunni „Ástæðan er einfaldlega sú, að ég hef lengi haft áhuga á fermingunni, aðallega vegna þess hvað mér hefur fundist trúarlegi þátturinn hafa skipt litlu en félagslegi þátturinn mun meira máli og svona verið að velta fyrir mér hvað veldur,“ sagði Sigrún. „Með tilkomu borgaralegu fermingarinnar fór ég síðan að velta þessu enn frekar fyrir mér, hvað ferming væri í raun í huga fólks. Það sem gerði síðan útslagið og olli því að ég ákvað að ráðast í að gera könnun sem hluta af lokarit- gerð minni, var þegar ég var í æf- ingakennslu í KHÍ og var að kenna fermingarárgangi trúarbragða- fræði. Í þeirri kennslu var ég öllum stundum að gera samanburð á þeim trúarbrögðum sem voru til umfjöll- unar og svo kristinni trú. Þarna voru 40 ungmenni sem voru búin að ganga til prestsins í meira en hálfan vetur og voru við það að fara að fermast en höfðu vægast sagt afar takmarkaða þekkingu, hvað þá skilning, á kristinni trúfræði. Flest viðurkenndu reyndar að þau væru að fermast vegna hefðarinnar og gjafanna. Og þar sem kennari minn í KHÍ, Gunnar J. Gunnarsson, var að vinna að könnun um trúarleg efni í grunnskóla, langaði mig að skoða hvaða viðhorf framhalds- skólanemar hefðu til fermingar og trúar. Hvað fermingin væri í augum þeirra sem höfðu fermst – eða ekki – nokkrum árum áður.“ Guðfræði Lúthers hefur ekki náð að festa rætur En skyldi eitthvað hafa komið Sigrúnu á óvart? „Nei, ég held að það hafi ekki verið neitt sem kom mér sérstak- lega á óvart í niðurstöðum könn- unarinnar. Ég fór af stað með ákveðnar hugmyndir og tilgátur, s.s. að flestir álitu ferminguna hefð og fermdust þess vegna, sem og að trúariðkun þeirra væri ekki mikil. Engu að síður kom ýmislegt athygl- isvert fram í könnuninni. Það fyrsta var sú niðurstaða að 64% sögðu fermingarundirbúning- inn EKKI hafa haft áhrif á trúaraf- stöðu þeirra. Hver sem trúaraf- staða þeirra var fyrir, jákvæð, persónuleg, efahyggja eða hvað, skyldi maður ætla að árangur ferm- ingarstarfanna væri meiri. Að þeir sem trúa hefðu t.a.m. styrkst í trúnni, að þeir sem voru efins hefðu e.t.v. fundið eitthvað við sitt hæfi eða jafnvel orðið enn meira efins. Og þeir sem ekki trúa styrkst jafn- vel enn í þeirri afstöðu. Þeir sem aftur á móti svöruðu því til að ferm- ingarundirbúningurinn hefði haft áhrif á afstöðu þeirra urðu í flestum tilfellum fyrir jákvæðum áhrifum og styrktust í trúnni, sem er mark- mið fermingarstarfanna. Annað sem er athyglisvert er að aðeins einn einstaklingur af 284 svaraði því að ferming væri fyrirbænarat- höfn, en samkvæmt Lúther er það hin eiginlega guðfræðilega merking fermingarinnar; 35% líta á ferm- inguna sem staðfestingu á skírninni sem er skilgreining heittrúarstefn- unnar frá miðri 18. öld og 13% sem játningu við að fylgja Jesú. Alls eru þetta 48%, eða um helmingur, sem líta á fermingu sem staðfestingu á trú. Það gefur sterklega til kynna að guðfræði Lúthers hafi ekki náð að festa rætur í samfélaginu, hvorki meðal presta né almennings, en samkvæmt henni er fermingin ekki staðfesting á skírninni; skírnin er eins og endanlegur sáttmáli Guðs við menn – eða öllu heldur ómálga börn – og verður ekki staðfestur síðar. Fermingin er fyrirbænarat- höfn þar sem blessun Guðs er veitt fermingarbarninu að undangeng- inni fræðslu, þar sem réttur skiln- ingur og notkun á fagnaðarerindinu er áréttuð. Um persónulega játn- ingu og staðfestingu fermingar- barns á sáttmála Guðs er því ekki að ræða, en aftur á móti gefst þeim kostur á að játa að leitast við að lifa sem kristinn einstaklingur.“ Sigrún telur niðurstöður könnun- arinnar sýna ótvírætt að mikill hluti fermingarbarna láti fermast hefð- arinnar vegna; félagslegi þátturinn sé mun sterkari en sá trúarlegi. „Í fyrsta lagi má nefna að 48% líta á ferminguna sem trúarlega at- höfn en þeir eru færri sem segja Jesú vera son Guðs og frelsara, eða 42,5%. Ef ferming er trúarleg at- höfn þar sem veitt er blessun Guðs og börn játa að leitast við að fylgja Jesú, sem er hvorki sonur Guðs eða frelsari, hvert er þá trúarlegt inn- tak athafnarinnar? Í ljósi þess hversu margir líta á ferminguna sem trúarlega athöfn, þ.e. 48% eða tæpur helmingur, er merkilegt að aðeins 27%, eða innan við þriðjung- ur, létu fermast vegna trúarafstöðu og einungis 21% játar kristna trú. Langflestir, eða allt að 64%, láta fermast hefðarinnar og gjafanna vegna. Það sýnir hversu djúpar rætur fermingin á sem félagslegur viðburður. Hið félagslega hlutverk tengist fyrst og fremst Félagslegi þátturinn gríðarlega sterkur fjölskyldunni og þó að oftast sé svo haft á orði að fermingarbarnið taki sjálft ákvörðun um ferminguna er raunin kannski oft önnur. Ferm- ingarveislurnar snerta t.a.m. for- eldra og fjölskyldu ekki síður en barnið. Beinn og óbeinn þrýstingur kemur frá foreldrum og ekki síður öðrum ættingjum, s.s. ömmum og gömlum frænkum, sem endurspegl- ar hin sterku fjölskyldu- og ættar- tengsl Íslendinga. Undirbúningur fermingarinnar tekur margar vikur og allt upp í mánuði og lendir oftast á móðurinni. Foreldrarnir sýna allri ættinni, og gott betur en það, ábyrgð sína gagnvart fermingar- barninu með því hvernig það er klætt, með fermingarveislunni og öðru tilstandi sem þessari athöfn fylgir. Með tilliti til þessa má skoða fermingargjafirnar, en andvirði þeirra hleypur oft á tugum ef ekki hundruðum þúsunda. Gjafirnar beinast nú að barninu og eru um leið tákn um að foreldrarnir eru að koma barni sínu til manns, ferming- arbarnið er stolt og stöðutákn for- eldranna. Þá má heldur ekki gleyma áhrifum félaganna, sem eru gríðarleg á þessu þroskaskeiði; unglingar leitast við að uppfylla væntingar þeirra vinahópa sem þeir tilheyra. Með því að skera sig ekki úr, fylgja fjöldanum og gera eins og vinirnir, tryggja þeir virð- ingu og stöðu sína í hópnum, burt- séð frá því hvort breytnin er sam- kvæmt eigin samvisku eða ekki. Annað, sem styrkir það enn frek- ar hversu sterkur félagslegi þátt- urinn er, er borgaraleg ferming á vegum húmanistafélagsins Sið- menntar. Félagið gefur sig m.a. út fyrir að fremja athafnir við merk tímamót í lífi fólks og þar á meðal fermingu. Ferming er trúarleg at- höfn, eðli og inntak athafnarinnar er trúarlegt og hvað er þá borg- araleg ferming annað en félagsleg- ur viðburður, hefðin, að við 14 ára aldur er haldin einhvers konar manndómsvígsla með veislu og gjöfum? Áður fyrr hlutu þeir sem ekki fermdust í þjóðkirkjunni borg- araleg réttindi við 14 ára aldur, s.s. réttindi varðandi hjónavígslu. Þetta heyrir sögunni til og í dag öðlast 14 ára unglingar engin borgaraleg réttindi. Þeir sem kjósa að fermast borgaralega eru því – að ég álít – einungis að því hefðarinnar vegna, veislunnar og gjafanna. Þeir hafa kjark til að hafna fermingunni sem trúarlegri athöfn og þá væntanlega vegna trúarafstöðu en hafa aftur á móti ekki burð í sér til að segja nei við veraldlega þættinum, hvort heldur það er vegna þrýstings eða ekki. Þess vegna segi ég að það sé auðveldara að afneita Jesú en gjöf- unum.“ Fræðsla kirkjunnar æði slök „Að síðustu fannst mér töluvert merkilegar niðurstöðurnar um það hvar unglingarnir höfðu lært mest um kristna trú, ekki síst í ljósi orða biskups, herra Karls Sigurbjörns- sonar, en í formála að nýrri nám- skrá fermingarstarfanna, sem kom út í fyrra, segir hann, að nú sé kennsluskylda í kristinfræði komin á herðar prestanna, umfram allt, og að trúaruppeldi heimilanna og kennsla grunnskólans virðist ekki skila því sem kirkjunnar menn vildu sjá; því miður komi allt of mörg fermingarbörn til prestsins nánast ólæs á mál og hefðir og grundvallaratriði trúarinnar. En niðurstöður könnunar minnar eru kirkjunni hins vegar síður en svo í hag. Samkvæmt þeim er staða skól- ans sterkust, eða 45,5%, og þó að varla geti talist nokkur munur á milli stöðu kirkjunnar, 18%, og heimilanna, 19%, þá eru engu að síður fleiri sem segjast hafa lært mest um kristna trú heima en í kirkjunni. Samkvæmt þessu stend- ur kirkjan verst að vígi. Svipaða sögu er að segja um mótunaráhrif þessara aðila, þ.e. hlutfall þeirra sem trúa í ljósi þess hvar þeir lærðu mest um trú. Þar stendur skólinn einnig nokkuð vel að vígi ekki síst í ljósi þess að honum er einungis ætl- að að sinna fræðsluhlutverkinu. Sjö af hverjum tíu sem þar hafa mest lært um trú segjast trúaðir, en átta af hverjum tíu sem mest lærðu hjá kirkjunni. Á meðan starfshættir kirkjunnar eru óbreyttir skila fermingarstörf- in seint því sem prestar vilja sjá, þ.e. að heimilin sinni skírnar- fræðslunni betur, að börnin tileinki sér boðskapinn persónulega og verði virk í söfnuðinum,“ sagði Sig- rún Valdimarsdóttir að lokum. „Fermt barn forðast ...“ Sigrún Valdimarsdóttir ákvað að fermast ekki á sín- um tíma, þá búandi norður í landi. Þó er hún mjög leitandi og hefur alltaf verið og trúaðri en margur sem telur sig vel kristinn. En henni finnst eitthvað vera að í kerfinu, eitthvað sem gengur ekki upp, og breytinga þörf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigrún Valdimarsdóttir telur ýmislegt vera í ólagi í fermingarmálum á Ís- landi, m.a. allt of lágur aldur þeirra ungmenna sem láta fermast, og segir eðlilegra að miða við 16 ár hið fyrsta.  (!2$(/'!!,+'(B  2'('"!!C6'"!#!                0$5$#,&$"(/'!!,+'C (B#   C$(!2              !"     0$()""(/'!!,+'> (B       #$  $    %&   $ #$  $   %&   '( (  $   ) "  *     ( + , $" (/'!!,+' (B   #*)/ 2/B,," ('"!) #-(B,,$ (%&'(" B,,  %&' ,, E              E E E CE C E   C E  C E   C    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.