Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 C 35 SAGA FERMINGARKVERANNA FLJÓTLEGA varð mönnum ljóst, að Fræðin minni voru eiginlega ekki við barna hæfi án þess að skýringar kæmu til. Því voru samd- ar bækur, eða svonefnd kver, þar sem efni þeirra er skýrt og greint í sundur. Ýmist voru Fræðin minni þá prentuð fremst eða jafnharðan, eftir því sem hver grein þeirra um sig var útlistuð. Eins kom það fyrir, að Fræðin minni væru ekki prent- uð, heldur lögð til grundvallar. Oft var efnið reitt fram í spurninga- formi og því talað um barnaspurn- ingar og að ganga til spurninga. Voru spurningakverin framan af ekki aðeins ætluð börnum heldur einnig fullorðnum. Gissur Einarsson Skálholtsbisk- up mun fyrstur hafa þýtt Fræðin minni á íslensku, árið 1542, en lík- legt er talið að þau hafi fyrst verið prentuð að Breiðabólstað í Vest- urhópi 1562 í þýðingu Odds Gott- skálkssonar sem mun hafa verið gerð úr latínu. Elsta útgáfa Fræð- anna minni sem varðveist hefur er frá 1594, í þýðingu Odds en líklega endurskoðuð af Guðbrandi Þorláks- syni Hólabiskupi. Fræðin minni voru á ný prentuð á Hólum 1599 í „Biblia laicorum það er Leikmanna biblía“ eftir Johann Aumann, í þýðingu Guðbrands Þor- lákssonar. Og annað rit, „Biblia parva eður almennilegur Catech- ismus með sjálfum ritningarinnar orðum stuttlega útlagður úr latínu máli á norrænu af Arngrími Jóns- syni“, var tvívegis prentað á Hólum, 1596 og 1622. Þetta er sjálfstætt kver og fylgir ekki Fræðunum minni. Höfundur er ókunnur. Gísli Þorláksson biskup á Hólum samdi einnig rit af þessum toga og kom það út á Hólum 1674. Það nefndist „Examen catecheticum. Það er stuttar og einfaldar spurn- ingar út af þeim litla Catechismo Lutheri. Hvar til að leggjast nokkr- ar góðar og nauðsynlegar bænir fyrir ungdóminn út af þeim tíu Guðs boðorðum og öðrum Catech- ismi pörtum.“ Eins ritaði Jón Vídalín Skálholts- biskup barnaspurningakver og nefndist það „Stutt og einföld und- irvísun um kristindóminn“. Það kom út þrívegis, raunar ekki fyrr en eftir dauða biskups, var fyrst prentað í Kaupmannahöfn 1729 en kom út síðast 1748. Jón Árnason Skálholtsbiskup kemur næstur við þessa sögu en hann lét í vígsluför sinni, 1722, prenta kver eftir sig, fól prestum dreifingu þess er hann kom til landsins aftur og fór ekki dult með, að hann myndi hafa nánar gætur á hvernig prestar ræktu fræðslu- skyldu sína. Kverið ber heitið- „Spurningar út af Fræðunum. Sam- anteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki“. Kom það með vissu þrívegis út eftir þetta, prentað í Kaupmannahöfn 1733, 1737 og 1741 og e.t.v. einnig 1727. Kverið, sem var einkum notað á Suðurlandi, gekk í daglegu tali undir nafninu Jónsspurningar. Kverin líta dagsins ljós Marteinn Lúther Bjarni Thorsteinsson (1781– 1876) amtmaður lýsir kvernámi sínu þannig, en honum var gert að lesa undir fermingu „Sann- leika guðhræðslunnar“ eftir Erik Pontoppidan, en bókin gekk í daglegu tali undir nafn- inu Ponti: „Faðir minn var, eftir því sem gera er hér á landi, allvel hagur á tré og járn og aðrar smíðar. Mér fannst líka sjálfum í barnæsku að til slíkrar vinnu væri ég best fallinn, en síður til lesturs og utanbókarnáms, en móðir mín mat þetta síðara mest eftir þeirra tíma námsað- ferð. Hún kenndi mér kristin- dóminn eftir kveri Pontoppid- ans, barnalærdómsbókinni langorðu, sem þá tíðkaðist. Mér var alveg ómögulegt að læra Ponta alveg orðrétt utan bókar, því annaðhvort gleymdi ég ein- hverju eða bætti einhverju inn í frá eigin brjósti, sem bæði móð- ur minni og prestinum líkaði stórilla...“ [Bjarni Thorsteinsson: „Skráð af honum sjálfum.“ Merkir Íslend- ingar. Ævisögur og minningar- greinar. 2. bindi. Reykjavík 1947. Bls. 265–266.] „Píndur undir Ponta“ Bjarni Thorsteinsson Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Skál kr. 6.300 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.