Morgunblaðið - 28.03.2001, Síða 2
FLUGMÁLASTJÓRN Íslands hef-
ur sent lögreglunni í Reykjavík bréf
þar sem óskað er rannsóknar á full-
yrðingum sem fram hafa komið í fjöl-
miðlum, um að flugvél hafi flogið
með fleiri farþega en heimilt er frá
Vestmannaeyjum til Selfoss hinn 7.
ágúst árið 2000. Þorgeir Pálsson
flugmálastjóri sagði að ef þetta
reyndist vera staðreyndin væri það
litið mjög alvarlegum augum.
„Við höfðum engar spurnir af
þessu fyrr en við heyrðum þetta í
fjölmiðlum,“ sagði Þorgeir. „Athygl-
in beinist náttúrlega fyrst og fremst
að flugmanninum en hann hefur
mjög ríka ábyrgð í svona málum.“
Í fréttatilkynningu frá Flugmála-
stjórn kemur fram að í bréfinu til
lögreglunnar sé vakin athygli á þeim
fullyrðingum sem komið hefðu fram í
ljósvakafréttum undanfarna daga.
Þá er einnig vakin athygli á fram-
burði farþega sem fullyrti að hann
hefði verið í umræddri flugvél og
verið annar tveggja farþega sem
ekki hefði fengið sæti í henni.
Flugmálastjórn greinir lögregl-
unni í bréfi sínu frá loftförum í þeim
stærðarflokki sem nefndur var og
voru í förum milli Vestmannaeyja og
Selfoss að morgni 7. ágúst á síðasta
ári.
Athyglin
beinist að
flugmann-
inum
Flugmálastjórn óskar
eftir lögreglurannsókn
♦ ♦ ♦
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
8 SÍÐUR
Sérblöð í dag www.mb l . i s
Teiknimyndasögur
Myndir
Þrautir
Brandarar
Sögur
Pennavinir
KA varð deildameistari í
handknattleik / B1
Dúfa Dröfn norskur meistari í
körfuknattleik / B1
8 SÍÐUR 4 SÍÐUR
CeBIT er
stærsta og fjöl-
mennasta sýn-
ing í heimi en
þar sýna átta-
þúsund fyr-
irtæki ríflega
800 þúsund
gestum fram-
leiðslu og
lausnir.
netið
CeBIT
Hin árlega CeBIT-sýning, sem
haldin er í Hannover í Þýskalandi, er
stærsta tæknisýning sinnar teg-
undar í heiminum. Símar og lófatölv-
ur voru í aðalhlutverki að þessu
sinni en á CeBIT sýndu 8.000 fyr-
irtæki fyrir ríflega 800.000 gesti
framleiðslu sína og lausnir. 6
Symbian
Symbian-fyrirtækið var stofnað á
liðnum áratug til þess að þróa stýri-
kerfi fyrir farsíma framtíðar, en
Nokia, Psion og Ericsson eru meðal
fyrirtækja sem eiga hlut að Symb-
ian. Fyrstu símarnir frá Ericsson og
Nokia með slíku stýrikefi hafa nú lit-
ið dagsins ljós en ljóst er að bar-
áttan verður hörð á milli framleið-
enda stýrikerfa. 3
Tactica
Oz hefur hannað herkænskuleik
sem nefnist Tactica, en hann tengir
Netið við farsímakerfið og getur
fjöldi manns spilað hver gegn öðr-
um. Leikurinn, sem snýst um að
eigna sér vefsvæði, byggist á
iPulse-kerfinu en gert er ráð fyrir að
íslenskir leikjaáhugamenn geti tekið
þátt í leiknum á næstunni. 10
i l I - i ,
l i í í l i,
i i i -
í i i . í l f l -
í l l i
i i I . f -
i i f i ífl . i
f l i l í l i .
i -f i i f
li il i-
fi f i f í f í ,
i , i i l
f i j i l -
i . í i f i
i lí i fi f li -
i i lj lj -
illi f l i -
i f .
f l i
f i i , i
i i f í fi
fj l i il -
. i i ,
i f i, i
i l - fi f i
í l i l i j i i
í l i i.
Viðtal við Óla Palla á Rás 2 sem stýrir þáttunum Rokkland og Poppland. Athyglisverðar
heimildarmyndir um landslagsmyndir úr geimnum verða sýndar í Ríkissjónvarpinu. Þátturinn Adrenalín á
Skjá einum er tæplega eins árs um þessar mundir og Formúlan er byrjuð á nýjan leik í Ríkissjónvarpinu.
i l i i l l li
i il i l l i i í í i j i i
j i l i i j j l i í í i j i
adagskrá
AÐSÓKN AÐ ÁHUGAMÁLA-
VEFNUM HUGI.IS HEFUR
VAXIÐ JAFNT OG ÞÉTT
FRÁ ÞVÍ AÐ HANN TÓK TIL
STARFA OG SEGIR UNNAR
SNÆR BJARNASON VEF-
STJÓRI AÐ MARGIR LES-
ENDUR SÉU EINFALD-
LEGA HÁÐIR VEFNUM. 5
Í Verinu í dag er m.a. sagt frá verðmyndun á grá-
sleppuhrognum, rætt við Kristbjörn Árnason skip-
stjóra og dr. Klaus Vieten, annan tveggja fram-
kvæmdastjóra Hussmann & Hahn í Þýskalandi.
12 SÍÐUR
PÓST- og fjarskiptastofnun hefur sent Landssíma
Íslands bréf þar sem vakin er athygli á því að
Landssíminn hefur frá 1. apríl á síðasta ári veitt
stigvaxandi afslátt af símtölum innanlands án þess
að tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun um það en
samkvæmt 29. gr. fjarskiptalaga hvílir sú skylda á
fjarskiptafyrirtækjum að tilkynna Póst- og fjar-
skiptastofnun um afslætti áður en gjaldskráin er
birt.
Upphaf þessa máls er að í lok síðasta árs und-
irrituðu Hafnarfjarðarbær og Landssíminn samn-
ing um síma- og gagnaflutninga sem veitti bænum
afslátt af þjónustunni. Fjarskiptafyrirtækið Títan
kærði þennan samning til Samkeppnisstofnunar
og benti m.a. á að samningurinn styrkti Landssím-
ann og þrengdi möguleika nýrra aðila eins og Tít-
an til að komast inn á fjarskiptamarkaðinn. Eftir
að Títan lagði fram kæruna dró Landssíminn til
baka afturvirka afslætti en vísaði athugasemdun-
um að öðru leyti á bug.
Samkeppnisstofnun með afskipti af málinu
Í framhaldi af svarbréfi Landssímans ritaði yf-
irmaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar,
Póst- og fjarskiptastofnun bréf þar sem vakin er
athygli á því að Landssíminn hafi ekki uppfyllt
lagaskyldu um að tilkynna Póst- og fjarskipta-
stofnun um afslættina fyrir fram. Samhliða til-
kynnti Landssíminn Póst- og fjarskiptastofnun
bréflega um þessa afslætti.
Í gær ritaði Póst- og fjarskiptastofnun Lands-
símanum svo bréf þar sem vakin er athygli á
ákvæðum fjarskiptalaga. Í bréfinu segir m.a.: „Þá
er og rétt að ítreka 3. mgr. 29. gr. fjarskiptalaga
þar sem segir að rekstrarleyfishafar með umtals-
verða markaðshlutdeild skuli eigi síðar en fjórum
virkum dögum fyrir gjaldtöku nýrra eða breyttra
skilmála og/eða gjaldskrár senda Póst- og fjar-
skiptastofnun skilmála og/eða gjaldskrár til um-
sagnar. Póst- og fjarskiptastofnun lítur það alvar-
legum augum að Landssíminn skuli ekki hafa virt
ákvæði greinarinnar. Stofnunin verður að geta
treyst því að Landssíminn sendi inn breytingar á
skilmálum og gjaldskrá."
Fram kemur í bréfinu að Póst- og fjarskipta-
stofnun og Samkeppnisstofnun munu á sameig-
inlegum fundi 29. mars taka ákvörðun um fram-
hald málsins.
Póst- og fjarskiptastofnun sendir Landssímanum áminningarbréf
Síminn ekki sinnt lagaskyldu
um að tilkynna um afslætti
ÚTTEKT Flugmálastjórnar Íslands
á starfsemi Leiguflugs Ísleifs Otte-
sen er ekki lokið og því mun stofn-
unin ekki senda samgönguráðherra
eða Tryggingastofnun ríkisins svör
við erindum frá í fyrradag um mat á
fyrirtækinu í framhaldi af skýrslu
Rannsóknarnefndar flugslysa á TF–
GTI sem fórst 7. ágúst í fyrra og LÍO
átti og rak.
Samgönguráðuneytið óskaði eftir
því um síðustu helgi að fá frá Flug-
málastjórn tafarlausa umsögn um
hvort ávirðingar sem fram koma í
skýrslu Rannsóknarnefndar flug-
slysa gætu valdið uppsögn á samn-
ingi ráðuneytisins við félagið. Erind-
ið var lagt fram í samráði við
heilbrigðisráðuneytið en ráðuneytin
sömdu við Leiguflug Ísleifs Ottesen
um að fyrirtækið annaðist sjúkraflug
og áætlunarflug.
Í frétt frá Flugmálastjórn í gær
kemur fram að úttekt stofnunarinn-
ar á fyrirtækinu sé ekki lokið og því
hafi svar ekki getað legið fyrir í gær
en í fyrradag hafði flugmálastjóri
látið að því liggja að svo gæti orðið.
Úttekt Flugmála-
stjórnar á Leiguflugi
Ísleifs Ottesen
Svari til
ráðherra
frestað
KARLMAÐUR búsettur á Seltjarn-
arnesi vann ríflega 9,3 milljónir
króna þegar dregið var í Happ-
drætti Háskóla Íslands í gær. Að-
alvinningurinn kom á miða númer
40900 sem er trompmiði.
Vann 9,3
m.kr.
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ gerir allt sem það
getur til að koma sjónarmiðum Íslands á framfæri
við rússnesk yfirvöld og fá undanþágu fyrir fisk-
afurðir vegna innflutningsbanns Rússlands á mat-
væli frá Evrópu en bannið kemur meðal annars í
veg fyrir útflutning á sjávarafurðum frá Íslandi til
Rússlands að öllu óbreyttu.
Á mánudag bönnuðu rússnesk yfirvöld innflutn-
ing á matvælum, þ.á m. sjávarafurðum, frá Evr-
ópulöndum vegna gin- og klaufaveiki. Sverrir
Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri í utanrík-
isráðuneytinu, segir að þegar hafi verið gripið til
þess ráðs að kalla á rússneska sendiherrann. Í
gær hefði honum verið gerð grein fyrir því að vís-
indalega gæti bannið ekki staðist og hann hvattur
til að kynna sjónarmið Íslands fyrir rússneskum
yfirvöldum nú þegar svo hægt verði að aflétta
banninu hvað varðar fiskinnflutning frá Íslandi.
Sendiherrann fékk auk þess yfirlýsingar frá yf-
irdýralækni þess efnis að gin- og klaufaveiki og
margir aðrir dýrasjúkdómar væru ekki á Íslandi.
Sverrir Haukur segir að sendiherranum hafi jafn-
framt verið bent á að þótt Bandaríkin hafi hert
mjög á innflutningi matvæla til Bandaríkjanna
vegna gin- og klaufaveiki hafi þau ekki gripið til
þess ráðs að banna innflutning á fiski.
Á næstunni er gert ráð fyrir að að minnsta kosti
þrjú skip landi í höfnum við Eystrasalt frystri
loðnu og öðrum fiskafurðum, sem eiga að fara til
Rússlands, samkvæmt upplýsingum sem utanrík-
isráðuneytið hefur aflað sér. Að sögn Sverris
Hauks hefur ráðuneytinu verið tjáð að um sé að
ræða varning að verðmæti hundruð milljóna
króna. Íslenski sendiherrann í Moskvu hafi haft
samband við rússnesk yfirvöld og á hann fund með
þeim fyrir hádegi í dag.
Óstaðfestar fregnir herma að bannið gildi í 21
dag til að byrja með og er ein undantekning varð-
andi innflutning á fiski. Hann er leyfður ef komið
er með fiskinn að landi með veiðiskipum. „Við ger-
um allt sem við getum til að fá undanþágur fyrir
fiskafurðir,“ segir Sverrir Haukur.
Innflutningsbann Rússlands á matvæli frá Evrópu
Ísland reynir að fá undan-
þágur fyrir fiskafurðir
BALLETTSKÓLI Guðbjargar
Björgvins hélt sína árlegu nem-
endasýningu í Borgarleikhúsinu í
gærkvöldi undir yfirskriftinni Haf-
tónar. Lauk þar með 18. starfsári
skólans og ballettdansarar frá fjög-
urra ára aldri túlkuðu óð til hafsins
við tónlist eftir Verdi, Rossini og
fleiri. Baksviðs var allt gert klárt
og vissara að hafa ballettskóna í
góðu lagi áður en tjaldið lyftist.
Tilbúnar
á sviðið
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins