Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 42
 OLIL Amble, heimsmeistari í fjórgangi, er ákveðin í að nýta sér ekki rétt sinn til að mæta með Kjark frá Horni og freista þess að verja titilinn. Gildir þar einu þótt henni takist ekki að vinna sér sæti í liðinu með öðrum hesti. Segist hún líta svo á að ef ekki sé hægt að mæta með hestinn jafngóðan eða betri en þegar þau unnu titilinn sé betur heima setið í þeim efnum. Hún sagðist engin tök hafa á að þjálfa hest í öðru landi en hún býr í og Kjarkur hefði að hennar mati ekki fengið þá þjálfun sem þarf til að vera hæfur í titilvörn og þar með hafi hún afgreitt hlutina fyrir sig.  OLIL er hinsvegar með mörg járn í eldinum, bæði hvað varðar þátttöku í íþróttahlutanum og eins kynbótadóma á HM. Sagði hún að Kvistur frá Hofi væri efstur á blaði þessa stundina hvað íþróttakeppn- inni viðkæmi en vissulega kæmu fleiri hross til greina sem of snemmt væri að nefna til sögunnar. Olil sagðist vera með sex stóðhesta og þar á meðal væru Snerrir frá Bæ sem hún segir að gæti vel komið til greina sem HM-kandídat, til dæmis í fjórgangi. Þá er hún með þá Ljós- vaka frá Akureyri sem henni líkaði mjög vel við og segist geta sett hvern sem er á bak, vel taminn og ljúfur hestur. Flygill frá Leirár- görðum er einnig hjá henni og sömuleiðis Þráinn frá Sigtúni.  ÞRÁINN var sem kunnugt er sagður undan Ófeigi frá Flugumýri en nú mun komið á daginn að hann sé undan Viljari frá Skarði sem er reyndar undan Ófeigi.  ELÍAS Þórhallsson hefur einu sinni freistað inngöngu í íslenska landsliðið í hestaíþróttum en ekki haft erindi sem erfiði. Nú er hann búinn að setja stefnuna á úrtökuna í júní og hyggst mæta með stóðhest- inn Frama frá Ragnheiðarstöðum í fimmganginn og jafnvel reyna að komast með hann í samanlagða sæt- ið.  BENEDIKT Líndal keppti síð- ast 1987 á heimsmeistara- eða Evr- ópumóti í Austurríki en mótið verð- ur einmitt haldið þar í ár. Þótt liðin séu fjórtán ár frá því hann var síð- ast í íslenska landsliðinu segist hann enga löngun hafa til að komast í liðið á nýjan leik. „Ég er eiginlega vaxinn upp úr þessu,“ segir Bene- dikt og hlær við.  LÉTTIR frá Ási, keppnishestur Benedikts, þætti sjálfsagt góður fyrir íslenska landsliðið en hann er ekki falur, að sögn Benedikts sem ætlar að eiga hann sér til skemmt- unar. Hann hyggst stefna með hann á fjórðungsmótið í sumar og svo eru þeir félagar skráðir á Ístöltið um næstu helgi. Önnur plön eru ekki fyrirliggjandi á þeim bænum en frekari þátttöku sagði Benedikt ráðast af því hvað hentaði sér eins og til dæmis þátttaka á Íslandsmóti. Stórsýning í Arnargerði Enn slær Smári frá Skagaströnd í gegn Öðru sinni efndu hestamenn í Austur-Húnavatnssýslu til sýningar í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi en á síðasta ári var byggingin vígð með fyrstu sýningunni. Valdimar Kristinsson brá sér norður og skoðaði hvað Húnvetningar höfðu upp á að bjóða í hestakosti á miðjum vetri. EKKI þarf að orðlengja það að til- koma reiðhallarinnar á Blönduósi veldur straumhvörfum í hesta- mennsku á félagssvæði Neista í Austur-Húnavatnssýslu. Þeir sem stunda hestamennsku á Blönduósi geta leitað skjóls við þjálfun hrossa þegar veður gerast válynd og hinir sem eiga lengra að sækja njóta hennar við námskeiðshald ýmiskon- ar og svo gæti hún nýst ágætlega fyrir samkomur af ýmsu tagi. Á sýningunni á laugardag komu hross nokkuð víða að. Auk heima- hrossa var komið með kynbóta- hross úr Eyjafirði og Skagafirði. Þá fjölmenntu nokkrir vaskir svein- ar að sunnan með bæði stóðhesta og vekringa. Af þeim hrossum sem þarna komu fram voru það að sjálfsögðu stóðhestarnir sem augu manna beindust helst að og mátti vel skynja þarna að stóðhestasam- keppnin er mikil og virðast menn leita allra leiða til að kynna sína gripi sem vonlegt er. Eins og á reiðhallarsýningu í Víðidalnum í fyrravor var það Safírssonurinn Smári frá Skagaströnd sem aftur sló í gegn og má hiklaust útnefna hann hest sýningarinnar á Blöndu- ósi. Þessi hestur virðist einstakur í allri framgöngu, mjúkur og fjaðr- andi með góðri fótlyftu og fram- gripi og fasi sömuleiðis. Þarna virð- ist fara eðlisgæðingur sem óhætt er að spá í. Það var eigandi hestsins, Hlynur Unnsteinn Jóhannesson, sem sýndi hann og liðu þeir létt um salarkynnin í Arnargerði við góðar undirtektir sýningargesta. En það voru fleiri athyglisverð hross sem þarna gat að líta. Adam frá Ásmundarstöðum er í feikna góðu formi hjá Loga Laxdal, sem sýndi klárinn í sólósýningu auk þess að taka þátt í skeiðkeppni og vinna þar á nýju vallarmeti 4,18 sek. ef svo má að orði komast. Þá stóð Randver frá Nýjabæ vel fyrir sínu ásamt Vigni Jónassyni, litfag- ur og hreyfingamikill en skeiðinu haldið til hlés að þessu sinni. Það olli vonbrigðum margra að stóð- hesturinn Hróður frá Refsstöðum mætti ekki til leiks eins og til stóð, en mikil stemmning virðist í kring- um þann hest. Þrjú ræktunarbú úr Húnavatns- sýslum sýndu afurðir sínar á sýn- ingunni og bar þar að sjálfsögðu hæst hrossin frá Steinnesi, en það var fyrr á árinu útnefnt ræktun- arbú ársins í Austur-Húnavatns- sýslu. Í þeim hópi voru fjögur hross og vakti þar athygli brún- skjóttur foli á fimmta vetri sem Gammur heitir, undan Sprota frá Hæli og Sif frá Blönduósi. Þar er á ferðinni fallegur og ganggóður foli sem vert er að spá frekar í. Frá Þóreyjarnúpi komu fram tveir hestar og var annar þeirra stóðhesturinn Skinfaxi, sem nú er orðinn níu vetra gamall kraftmikill hestur en töltið dálítið skeiðborið við þessar aðstæður. Þá komu fram fjögur hross frá Hofi í Vatnsdal þar sem einn af þremur HM-kandídöt- um Ásgeirs Svan Herbertssonar, Flóra frá Hofi, var í fylkingar- brjósti, glæsileg tölthryssa undan Orra frá Þúfu og Fríðu frá Hofi. Þá má einnig nefna efnilega Kolfinns- dóttur sem Hríma heitir og er í móðurlegginn undan Hlökk frá Hólum sem var aftur undan Feyki frá Hafsteinsstöðum. Þá kom fram glæsihryssan Birta frá Ey sem Gísli Gíslason sýndi ásamt Kólfi frá Stangarholti, kraftahestur undan Kolfinni frá Kjarnholtum sem Mette Mannseth sýndi. Tveir synir Gusts frá Hóli II voru sýndir, þeir Kraftur frá Bringu sem Sverrir Reynisson sýndi og Kjarni frá Árgerði sem Sigurður V. Matthíasson sat. Þá fór Daníel Jónsson mikinn á Garpi frá Auðsholtshjáleigu. Ekki verður svo skilið við hesta- kost sýningarinnar að geta ekki- gæðingsins gamla Hjúps frá Leys- ingjastöðum sem Tryggvi Björnsson sýndi. Hann er nú átján vetra gamall og engin ellimörk að sjá á honum. Var virkilega gaman að sjá þennan höfðingja og það hversu vel hann eldist, gangteg- undir og fas ekki síðra en þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar. Nú til dags sjást varla orðið hjálmlausir knapar á opinberum sýningum og í keppni er það hreint og klárt bannað að koma fram án slíks öryggistækis. Húnvetningar virðast mjög frjálslyndir í þessum efnum því margir knapar komu þarna fram án hjálma athuga- semdalaust. Sumir höfðu sett á sig húfur, hvort sem það var nú fyrir kulda sakir eða að þeir voru að reyna breiða yfir hjálmleysið. Völlurinn í reiðhöllinni á Blöndu- ósi er aðeins 20 x 40 metrar og set- ur það vissulega skorður í öllu sýn- ingarhaldi. Nálægð áhorfenda við hestana er mikil og truflaði suma þeirra talsvert. Stór kostur er að hægt er opna í gegnum höllina þannig að sýna má skeið í gegnum hana. Þá er alltaf breytilegt hvern- ig hross bregðast við í litlu rými og ber vissulega að taka tillits til þess. Allt fór þetta ágætlega fram og vissulega er það góð tilbreyting fyrir hestaáhugamenn að fá sýn- ingu sem þessa einu sinni á vetri. „Einhver varð að gera þetta“ Allir fagna tilkomu reiðhallarinn- ar á Blönduósi en menn gera sér þó grein fyrir því að eitt er að reisa mannvirki og annað að reka það. Það var að frumkvæði Árna Þor- gilssonar á Blönduósi sem höllin var reist eða eins og hann svaraði þegar hann var spurður um ástæð- ur þess að hann réðst í þessa bygg- ingu „Það varð einhver að gera þetta.“ Næsta skrefið hjá honum var að fá fleiri aðila í eignarhlut- deild og nú þegar hafa Samtök hrossabænda í Austur-Húnavatns- sýslu keypt tæplega 10% hlut í höllinni. Leitað hefur verið til ým- issa aðila um koma að rekstrinum að sögn formanns samtakanna, Björns Magnússonar á Hólabaki, og hafa aðeins komið jákvæð við- brögð frá sveitarfélögum í sýslunni. Sagði Björn að auka þyrfti nýtingu hallarinnar og nefndi hann sem dæmi að hún hefði staðið auð og ónotuð í allt fyrrasumar. Knatt- spyrnumenn hafa nýtt sér reiðhall- ir víða um land að vetrarlagi en ekki hefur verið um slíkt að ræða á Blönduósi enn sem komið er. Ekki er annað hægt að segja en Húnvetningar séu vel búnir reið- höllum, því auk Arnargerðis er reiðhöll á Þingeyrum og Gauksmýri í vestursýslunni og vel kann að vera að einhverjir séu búnir að breyta hlöðum eða hluta af þeim í einhvers konar innanhússvinnuað- stöðu til tamninga og þjálfunar hrossa. Af þessu má ætla að góðar fram- farir blasi við Húnvetningum á næstu árum í reiðmennsku og verð- ur fróðlegt að fylgjast með fram- vindu mála í þessum efnum. Morgunblaðið/ValdimarSmári frá Skagaströnd var án efa hestur sýningarinnar. Knapi er eigandinn Hlynur Unnsteinn Jóhannesson. Eins og vera ber hófst sýningin með fánareið heimamanna. Lengi hefur verið vitað um gott tölt í Adam frá Ásmund- arstöðum en nú er hann að sanna sig. Knapi er Logi Laxdal. Gísli Gíslason verður án efa illvígur í tölt- keppni sumarsins á Birtu frá Ey sem þykir fá- dæma efnileg tölthryssa. Hjúpur frá Leysingjastöðum hefur engu gleymt á nítjánda aldursári og fór vel hjá Tryggva Björnssyni. Trúlega er hann ennþá besti gæðingur Austur-Húnvetninga. HESTAR 42 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK FREMSTIR FYRIR GÆÐI Milli manns og hests... ... er arhnakkur Fermingargjafir í miklu úrvali Frábær fermingartilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.