Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 23 ÞAÐ er ætíð gleðiefni þegar leik- félög hafa burði og metnað til að sýna ný verk, hvað þá þegar félagsmenn ráðast í að skrifa þau sjálfir. Þannig er nú málum háttað hjá Leikfélagi Dalvíkur, sem löngum hefur notið virðingar fyrir metnaðarfullt starf og góða leiklist. Fjórir félagsmenn skrifa saman leikrit sem einn þeirra fylgir síðan alla leið sem leikstjóri en hinir þrír leika. Að auki setur einn höfundanna saman hljóðmynd af stakri fagmennsku. Mannauður Leikfélags Dalvíkur er svo sannar- lega í hróplegu ósamræmi við höfða- tölu staðarins. Allt sem þér viljið… er að forminu til sakamálaleikrit af sígildri gerð. Stórfjölskylda er veðurteppt á heimili ættmóðurinnar nýlátinnar og í erfða- skrá hennar eru óvæntar ráðstafanir. Síðan reynist auðvitað maðkur í mysu. Að sjálfsögðu verður ekkert greint hér frá ætterni maðksins né efnainnihaldi mysunnar. Það eru for- réttindi áhorfenda að fræðast um slíkt. Allt sem þér viljið… er skemmtileg sýning, borin uppi af kraftmiklum leik og fyndni í texta. Höfundakvartettinn hefur lagt upp með flókna fléttu eins og formið krefst, en það verður að segjast að þeim tekst hvorki nógu vel að nýta hana til að byggja upp spennu né að leiða alla þræði hennar til farsælla lykta. Verkið er fullt af skemmtileg- um persónum og uppákomum og höf- undum lætur vel að skrifa lipur sam- töl. Með færri persónum og einfaldari og skýrari grunnsögu sem allar per- sónurnar tengdust hefði Allt sem þér viljið… að mínu viti orðið bráðgott og lifandi verk. Og þó svo höfundar verksins hafi hér að mínu viti ætlað sér um of þá er fyllsta ástæða til að hvetja þá til dáða og frekari skrifa. Það er ljóst af sýningunni að leik- stjórinn Arnar Símonarson kann ágætlega til verka. Ef til vill hefði þó verið klókt af Dalvíkingum að fá ut- anaðkomandi leikstjóra að verkinu. Á stundum hefði ég kosið að betur væri hnykkt á mikilvægum atriðum og af- staða persónanna til atburða og hverrar annarrar væri skýrari. Kannski hafa þessir hlutir legið ein- um of ljósir fyrir höfundinum til að leikstjórinn sæi ástæðu til að leggja áherslu á. Það er löngu vitað mál að Dalvík- ingar eiga leikara góða og þar sem hefðin og reynslan safnast fyrir hafa nýliðar eitthvað að byggja á og þekkja þær kröfur sem gerðar eru. Í þessari sýningu stíga nokkrir leikar- anna sín fyrstu spor og standa sig all- ir með prýði. Hópurinn er agaður þannig að mannfjöldinn á sviðinu virkar aldrei óeðlilegur, allt gengur eins og smurt. Og þegar tækifæri gefast ná margir leikaranna að blómstra. Það gustaði til að mynda af Olgu Guðlaugu Albertsdóttur í hlut- verki Pálínu, drepfyndin mynd af kjarnorkukonu. Önnur slík er skör- ungurinn Sesselja frá Skuld, sem Dana Jóna Sveinsdóttir gerði kostu- leg skil. Lárus Heiðar Sveinsson var hlægilegur útlendur kúarektor og hinn heimóttarlegi Rafn var snyrti- lega teiknaður af Júlíusi G. Júlíus- syni. Þessar kostulegu persónur, og all- ar hinar, gefa til kynna þá möguleika til góðra verka sem höfundahópur Dalvíkinga er rétt að byrja að miðla af. Við bíðum því spennt eftir hvar þau drepa næst niður penna. Bráðgott og lífvænlegt verk LEIKLIST L e i k f é l a g D a l v í k u r Höfundar: Arnar Símonarson, Dana Jóna Sveinsdóttir, Friðrik Ómar Hjörleifsson og Sólveig Rögnvaldsdóttir. Leikstjóri: Arnar Símonarson. Laugardagur 24. mars 2001. ALLT SEM ÞÉR VILJIÐ… Þorgeir Tryggvason ELÍSABET Þórðardóttir tek- ur burtfararpróf í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum á tón- leikum í Gerðubergi í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Elísabet Þórðardóttir er fædd 3. september 1979. Hún lærði píanóleik í Tónmennta- skólanum frá átta ára aldri til ellefu ára aldurs. Fimmtán ára hóf hún að nýju píanónám, árið 1994, í Nýja tónlistarskólanum hjá Ragnari Björnssyni og nam píanóleik hjá honum næstu 4 árin eða þar til hann lést, 1998. Þá fór hún til Rögnvalds Sig- urjónssonar píanóleikara og hefur hann verið kennari henn- ar síðan. Á efnisskránni er verk eftir J.S. Bach, Partita nr. 1 í B-dúr, Sonata op. 31 nr. 2 eftir L.v. Beethoven, tvær arabeskur eft- ir Cl. Debussy, Nokturna nr. 1 op. 72, Vals í As-dúr op. 42 og Ballaða í g-moll op. 23 eftir Fr. Chopin. Burtfarar- próf í píanóleik SÉRLEGA góð sala hefur verið á einkasýningum myndlistarmann- anna Kristins G. Jóhannssonar og Jónasar Viðars sem nú standa yfir í Listasafninu á Akureyri. Á fyrstu tveimur dögum sýning- anna seldi Kristinn fjórtán verk og Jónas tólf og eitthvað hefur bæst við síðan, að sögn Hannesar Sig- urðssonar, forstöðumanns Lista- safnsins. „Ég hef aldrei nokkurn tíma orðið vitni að slíku áður,“ segir Hannes, sem fullyrðir að ekki hafi í annan tíma selst svo mörg verk á sýningum Listasafnsins á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján Akureyrsku listamennirnir Jónas Viðar og Kristinn G. Jóhannsson. Líf í listaverkasölu á Akureyri FERTUGASTA sýning á leikritinu Með fulla vasa af grjóti sem sýnt er jöfnum höndum á Stóra sviði Þjóð- leikhússins og Smíðaverkstæðinu verður annaðkvöld, fimmtudags- kvöld, á Stóra sviðinu kl. 20. Rótgróið bæjarfélagið verður fyrir miklum sviptingum þegar Hollywood-draumasmiðjan gerir „innrás“ og býður heimamönnum gull og græna skóga. Leikarar eru Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefáns- son. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefán Karl Stefánsson og Hilmir Snær Guðnason. Með fulla vasa af grjóti í 40. sinn verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.