Morgunblaðið - 28.03.2001, Page 36

Morgunblaðið - 28.03.2001, Page 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hörður Björns-son fæddist 11. febrúar 1920 í Vet- urhúsum á Jökul- dalsheiði í Norður- Múlasýslu. Hann lést 9. mars síðastliðinn á Kanaríeyjum. For- eldrar hans voru Björn Jóhannsson, bóndi í Veturhúsum og síðar skólastjóri Vopnafirði, f. 1891, d. 1968, og Anna Magnúsdóttir, hús- freyja og ljósmóðir í Veturhúsum og á Vopnafirði, f. 1892, d. 1967. Hörð- ur var þriðji í röðinni af átta bræðrum. Þeir eru: Ívar, f. 1916, d. 1990, Ragnar, f. 1918, Jóhann, f. 1921, Magnús, f. 1923, d. 1990, Sigurður, f. 1924, Björn, f. 1927, og Einar, f. 1928, d. 1959. Hörður kvæntist 8. desember 1945 eftirlifandi eiginkonu sinni, Þórhöllu Kristjánsdóttir frá Holti í Þistilfirði, f. 18. ágúst 1925. Börn þeirra eru: 1) Inga íþróttakennari, f. 1948, maki Jón Rafns Runólfs- son, f. 1945, forstöðum. Jónshúss í K.höfn. Börn þeirra eru Þórhall- ur, f. 1969, maki Arndís Magn- úsdóttir, f. 1971, Bergþóra, f. 1974, og Þórhildur, f. 1976, maki: Stefán Steindórsson, f. 1978, son- iska Institut 1947. Hann starfaði hjá Almenna byggingafélaginu hf. í Reykjavík frá 1942 (síðar Al- menna verkfræðistofan) og rak eigin teiknistofu frá 1961 til dauðadags og hefur unnið að margvíslegum verkefnum, versl- unar- og þjónustubyggingum fyr- ir Byko og Toyota Kópavogi, Sparisjóð Kópavogs og fjölda bygginga um land allt. Hörður var í stjórn skíðadeildar ÍR, formaður Skíðaráðs Reykjavíkur, í skipu- lagsnefnd Kópavogs, í stjórn Tón- listarfélags Kópavogs, formaður Vopnfirðingafélagsins og félagi í Lionsklúbbi Kópavogs. Hörður stundaði skíðaíþróttir og vann til fjölda verðlauna á félags- og landsmótum, m.a. í bruni. Hann teiknaði skíðaskálann í Kerlingar- fjöllum, ÍR-skálann í Hamragili og Hrannar-skálann í Skálafelli. Hörður var sæmdur gullkrossi ÍR og gullmerki skíðadeildar ÍR. Hlaut 1. verðlaun (ásamt Herði Harðarsyni arkitekt ) í samkeppni um kirkju á Seltjarnarnesi, 1. verðlaun (ásamt arkitektunum Guðmundi Kr. Kristinssyni og Ferdinard Alfreðssyni) í sam- keppni um kirkju fyrir Breiðholts- sókn, 3. verðlaun í samkeppni um kirkju á Mosfelli í Mosfellsdal, 3. verðlaun (ásamt Guðmundi Kr. Kristinssyni arkitekt) í kirkjusam- keppni fyrir Ássókn í Reykjavík og 1. verðlaun fyrir merki Tækni- fræðingafélags Íslands. Útför Harðar fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. ur þeirra er Logi Snær, f. 1999. 2) Hörður arkitekt, f. 1949, maki Árný Sig- ríður Daníelsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1968. Sonur þeirra er Tómas Atli, f. 2000. Börn Harðar eru Sandra Björk, f. 1973, Helgi Þór, f. 1979, og Kristján Andri, f. 1996. 3) Anna hjúkr- unarfr./ljósmóðir, f. 1950, maki Christian Bigum tölvufræðing- ur, f. 1960. Dætur þeirra eru Halla Björk, f. 1988, og Tinna Christina, f. 1992. Dóttir Önnu er Hrafnhildur Halldórs- dóttir, f. 1973. 4) Árni tónlistar- maður, f. 1956, maki Jóna Karítas Ívarsdóttir hjúkrunarfr./ljósmóð- ir, f. 1958. Börn þeirra eru Lovísa, f. 1979, sambýlismaður Hafsteinn Snæland, f. 1978, Ívar Örn, f. 1982, Viktor Orri, f. 1987, og Hörður, f. 1989. 5) Björn mat- reiðslumaður, f. 1962, maki Guð- rún Erla Geirsdóttir myndlistar- maður, f. 1951. Börn þeirra eru Urður Anna, f. 1988, og Björn Loki, f. 1991. Hörður varð stúdent frá MA 1942 og lauk prófi í bygginga- tæknifræði frá Stockholms Tekn- Í dag fer fram jarðarför tengda- föður míns Harðar Björnssonar. Með örfáum orðum vil ég þakka samveru- stundirnar sem hann gaf okkur Birni og börnunum okkar. Hörður var stoltur af fjölskyldunni sinni og taldi það sitt mesta lán í lífinu að eiga góða, fallega konu og vel heppnuð, vönduð börn og barnabörn. Gleði hans var innileg í hvert sinn sem nýtt barn fæddist í fjölskyldunni. Hann lagði mikið upp úr því að fá all- an hópinn í heimsókn á hátíðis- og tyllidögum og ávallt var vel tekið á móti gestum á heimilinu. Það var allt- af sjálfsagt að þeir sem á þurftu að halda fengju að gista hjá þeim hjón- um, ekki bara eina og eina nótt heldur voru þeir sem komu frá útlöndum eða utan af landi hjá þeim í lengri tíma. Hann naut þess þegar haldin voru ættarmót að sýna glæsilega hópinn sinn og þá mátti helst engan vanta. Það voru vissir hlutir sem Hörður afi gerði og fór hljótt með. Eitt var það að kenna yngstu fjölskyldumeðlim- unum að skríða upp og niður stiga. Hann fylgdist með og þegar barnið hafði náð þroska til hóf hann þjálf- unina, án þess að nokkur tæki eftir. Eftir Hörð liggur mikið og gott ævistarf. Byggingarnar hans bera það með sér að hann var útsjónar- samur og á tíðum frjór í hugsun. Einnig tók hann þátt í félagsstörfum. Hörður var af gamla skólanum, mikill reglumaður, orðheldinn og vanafast- ur. Ótrúlega stundvís, kom aldrei of seint en heldur ekki of snemma. Hann var heilsuhraustur og fór árla til vinnu á hverjum morgni, kom heim í hádegismat og vann til klukkan fimm. Það kom einnig fyrir að hann ynni um helgar. Það hvarflaði ekki að honum að minnka við sig vinnu þó kominn væri yfir áttrætt. Hann talaði stundum um gamla fólkið og auð- heyrt var að hann taldi sig ekki til- heyra þeim hópi enda var hann mjög vel á sig kominn. Á hverju sumri keyrðu þau hjónin til Holts í Þistilfirði, þar sem tvö systkini Höllu búa. Við Björn skipu- lögðum okkar sumarfrí þannig að við hittum þau annaðhvort þar eða ann- ars staðar á Norðurlandi. Það var mikið tilhlökkunarefni hjá börnunum okkar að hitta afa og ömmu og eiga með þeim stundir úti á landi. Þá var alltaf farið í gönguferðir enda var Hörður mikill útivistarmaður, hafði á árum áður verið góður skíðamaður og fór á skíði allt fram á síðustu ár. Margar og góðar minningar eiga börnin okkar um skemmtilegar gönguferðir með afa og ömmu um Heiðmörkina, Öskjuhlíðina og Kópa- voginn. Afi var alltaf reiðubúinn að aðstoða ef hann vissi að á þyrfti að halda. Ófá skiptin hefur afi sótt og keyrt börnin okkar og margar næt- urnar hafa þau einnig gist hjá afa og ömmu í Kópó eins og þau kölluð þau. Þá var tekið á móti börnunum með opnum örmum og lagt sig fram við að gera stundirnar sem ánægjulegastar. Nú síðast fyrir tæpum tveim mánuð- um voru Urður og Loki hjá þeim í um viku tíma. Undanfarin ár höfum við verið svo heppin að Hörður og Halla hafa verið aðfangadagskvöldin með okkur. Afa fannst gaman að fylgjast með börn- unum opna pakkana. Alltaf voru bestu og smekklegustu gjafirnar sem komu frá þeim hjónum. Þeir eru orðnir margir sunnudagarnir sem við höfum farið til þeirra í Kópavoginn, þegið eftirmiðdagskaffið og fengið góðar móttökur. Að leiðarlokum er margs að minn- ast. Mikill er söknuður barnanna okkar að missa ástkæran afa, en í huga þeirra munu þau geyma, allt sitt líf, góðar minningar um hann. Guðrún Erla Geirsdóttir. Þrír af okkur bræðum voru staddir úti í Vestmannaeyjum í tilefni af 80 ára afmæli Jóhanns, þegar okkur barst sú sorgarfrétt, að Hörður bróð- ir okkar hefði orðið bráðkvaddur suð- ur á Kanaríeyjum að kvöldi 9. mars sl. Okkur setti hljóða. Þetta kom svo óvænt. Við minnumst margra gleði- stunda frá æskuárum austur á Vopnafirði og eins minnumst við margra góðra stunda á heimili Harð- ar og Höllu. Við sendum Höllu og börnum og fjölskyldum þeirra innilegustu sam- úðarkveðjur. Vertu sæll bróðir. Ragnar, Jóhann, Sigurður og Björn Björnssynir. Í æsku mótast ýmsir fastir þættir í lífi okkar. Þeir sem eru okkur sam- tíða hafa missterk og mislöng áhrif á okkur. Sumir verða hluti af tilveru okkar og nærvera þeirra og tilvist verður sjálfsagður og ævarandi hluti lífs okkar að því okkur finnst. En eftir því sem árin líða rennur sú staðreynd smátt og smátt upp fyrir okkur að ekki er sjálfgefið að við séum alltaf umkringd því góða fólki sem við höf- um verið svo lánsöm að eiga að og skipað hefur mætan sess í sál okkar um ævina. Hörður Björnsson var í hópi þessa góða fólks. Hann hefur verið einn af okkar fjölskyldu meira en hálfa öld og var okkur ávallt sem besti frændi. Það var ævinlega mikið gleðiefni þegar Y-31 renndi í hlaðið er Hörður, Halla og börn þeirra komu til Akur- eyrar eða í Holt á ferð í sumarleyfi til að heimsækja æskustöðvar þeirra hjóna. Þeim fylgdi ætíð innileg og fölskvalaus glaðværð. Heimsóknir þeirra voru samfelld skemmtun. Set- ið var að veisluborðum, farið í dags- ferðir um nágrennið og ýmislegt fleira gert til tilbreytingar. Í Holti gekk Hörður til allra verka með heimilisfólkinu af þeirri vinnugleði og ánægju sem ávallt fylgdi honum og var mikill fengur að honum í heyskap og önnur bústörf. Þegar Y-31 renndi aftur úr hlaði var strax farið að hlakka til næstu funda við frændfólk- ið úr Kópavogi. Þá var ekki síðra að koma á heim- ilið á Skólatröð 2 og njóta einstakrar gestrisni húsráðenda sem tóku okkur opnum örmum. Aftur runnu upp miklir gleðitímar. Þar nutum við al- besta viðurgernings og umhyggju og fengum hlý faðmlög í kaupbæti. Fjöl- skyldur ættingja okkar hittust og gerðu sér glaðan dag. Ef þörf var á var Hörður ávallt boðinn og búinn til að hjálpa og veita aðstoð. Hann bjó yfir endalausri greiðvikni og þjón- ustulund. Ógleymanlegur verður þáttur Harðar í ættarmótum Holtunga. Allt- af kátur og reifur, lék við hvern sinn fingur, stjórnaði leikjum af fjöri og röggsemi, tók þátt í þeim af hjartans lyst og skemmti sér þá manna best, ómissandi í Holtskórnum, hló hæst af öllum og sveiflaði dömunum í vínar- krus og vals með glæsibrag. Hann átti stóran þátt í að skapa hinn heil- brigða gleði- og menningarblæ sem einkennir samkomur og ættarmót Holtsfólksins. Okkur fannst hann falla í hóp Holtssystkinanna sem hann væri eitt þeirra. Hörður var mikill hamingjumaður. Hann hlaut mannkosti og gáfur í vöggugjöf, gott vegarnesti úr for- eldrahúsum og hann bar gæfu til að rækta mannkosti sína og bestu eig- inleika til að skapa sér gifturíka ævi. Hann var sérlega skapgóður og lét aldrei smámuni eða erfiðleika setja sig úr jafnvægi. Hann var hreinn og beinn í samskiptum við aðra, átti mjög auðvelt með að umgangast fólk, ævinlega prúður og frjálslegur. Hann var einstakur reglumaður, var alla ævi alger bindindismaður á vín og tóbak. Hann stundaði starf sem hann hafði yndi af og vann fullan vinnudag til æviloka með vinnufélögum sem auðfundið var að hann bar virðingu fyrir og þótti vænt um og tilfinningar þeirra í hans garð voru gagnkvæmar. Alla tíð var hann hraustur og heil- brigður, síungur og kvikur. Hann átti yndislegt heimili, sannkallaðan un- aðsreit bæði inni og úti. Hann átti dásamlega konu og var samband þeirra hjónanna einstaklega fagurt. Þar fóru samhent og samrýnd hjón svo af bar. Afkomendur þeirra hjóna eru myndarlegt, hraust og vel gert fólk sem allt lifir fjölskylduföðurinn. Langri og heillaríkri ævi lauk er hann varð bráðkvaddur á góðu kvöldi í vinahópi við hlið Höllu sem frá fyrstu kynnum og alla tíð var ástin hans. Að leiðarlokum þökkum við Herði fyrir allar góðar stundir, fyrir tak- markalausa alúð og hlýju í okkar garð og síðast en ekki síst fyrir að hafa fengið að njóta hlutdeildar í hamingju hans og lífsgleði. Við sendum Höllu og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa yndislegar minningar um Hörð Björnsson. Guðrún, Angantýr, Óttar, Bergþóra, Einar Kristján og fjölskyldur. Við kveðjum í dag góðan félaga og kæran vin. Það sannaðist nú sem oft- ar, að mennirnir ákveða en guð ræð- ur. Við lögðum sex af stað í sólar- landaferð, staðráðin í því að eiga þar saman glaða, sólhlýja daga. Dagarnir urðu þrír, þá kom kallið, á einu augnabliki breyttist allt. Sólin var ekki lengur eins vermandi hlý og gol- an strauk ekki lengur eins mjúklega um vanga, það vantaði einn í hópinn. Það er margs að minnast frá hálfrar aldar samleið, við vorum ung – sumar og söngur í mó, – skíðabrekkurnar þar sem att var kappi, félagslífið í ÍR, árin liðu, ánægjuleg ferðalög, heim- sóknir í sumarbústaðina og samgang- ur milli heimilanna, hvergi skuggi, langt og farsælt starf í Lionsklúbbi Kópavogs, allt geymist í sjóði minn- inganna. Hörður var lánsamur að eignast góða konu, hana Höllu. Hún hefur staðið við hlið hans sterk og hlý, fyrirmyndar móðir og húsmóðir, helgaði sig heimilinu, gestrisin og glöð, og uppeldi 5 barna sem öll bera vitni góðu menningarheimili. Hörður hlaut í vöggugjöf það veganesti sem dugði honum vel á langri vegferð, heiðarleiki, dugnaður, einstök reglu- semi, tryggð og samviskusemi ein- kenndi allt hans líf. Við kveðjum þig nú, kæri félagi og vinur, og þökkum þér samfylgdina í 50 ár. Höllu eiginkonu þinni og fjöl- skyldunni allri vottum við okkar dýpstu sambúð. Friður sé með þér. Gísli, Sigurbjörg, Jón og Guðlaug. Þögnin geymir stórbrotna sögu um baráttu kynslóðanna í þessu harðbýla landi. Okkur notendum Orkuveitu Reykjavíkur er lítt skiljanlegt hvern- ig forfeður okkar lifðu af án ljóss og hita, án vega og brúa, fjarri lyfjabúð- um og læknisþjónustu. Óvíða var þessi barátta tvísýnni en á heiðarbýl- unum upp af Jökuldal. Lögmál heið- arinnar var einfalt, þar dó allt sem ekki var þeim mun harðgerara jafn- harðan og það leit dagsins ljós. Það sem lifði fékk tækifæri til að ganga á hólm við náttúruöflin, berjast fyrir frelsi sínu og sjálfstæði, sínu æðsta takmarki í lífinu. Barátta við ofurefli endar þó jafnan á einn veg. Jafnvel þvergirðingurinn Bjartur í Sumar- húsum mátti lúta í duftið þegar ekk- ert var eftir. Byggðin í Jökuldalsheið- inni lagðist af um miðja nýliðna öld. En heiðin skilaði harðgerðum stofni sem enn lifir. Hörður Björnsson tæknifræðingur var fæddur á Veturhúsum í Jökul- dalsheiði 11. febrúar 1920. Enn á barnsaldri fluttist hann með foreldr- um sínum til Vopnafjarðar þar sem faðir hans var síðar skólastjóri. Á sumrum dvaldi Hörður sem ungling- ur í Möðrudal. Aðalstarf hans þar var að fylgja ferðamönnum yfir Hólsfjöll og fara lestarferðir til Vopnafjarðar. Það þótti ekki tiltökumál í þá daga að fimmtán ára unglingur væri einn á ferð um víðáttur Hólsfjalla. Ef hann kom ekki í dag, þá kom hann bara á morgun, það var taxtinn. Það var auð- fundið síðar á ævinni hversu mjög þessi ár mótuðu Hörð Björnsson. Þegar Hörður hafði aldur til settist hann í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1942. Að stúdentsprófi loknu hélt Hörður til Reykjavíkur og hóf þar störf hjá Almenna byggingafélaginu hf. sem þá var nýstofnað. Þar starfaði Hörð- ur næstu þrjú árin en tók sig þá upp og hélt til náms í Stokkhólmi þar sem hann lauk námi í byggingatæknifræði árið 1947 frá Stockholms Tekniska Institut. Heimkominn frá námi hóf Hörður störf hjá Almenna bygginga- félaginu á ný og vann þar m.a. að upp- dráttum að Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Frá árinu 1961 til dauðadags rak Hörður eigin teiknistofu í Reykjavík, fyrstu árin í tengslum við Almenna byggingafélagið en síðustu 30 árin í tengslum við Almennu verkfræðistof- una. Hörður átti sér marga og trygga viðskiptavini sem leituðu til hans aft- ur og aftur. Hann hafði og sérstakan veikleika fyrir kirkjum. Hlaut 3. verð- laun í samkeppni um kirkjubyggingu í Mosfellssveit 1961 og sömuleiðis um kirkju fyrir Ássókn (ásamt Guð- mundi Kr. Kristinssyni) 1966. Hlaut 1. verðlaun (ásamt Guðmundi Kr. Kristinssyni og Ferdinand Alfreðs- syni) í samkeppni um kirkju fyrir Breiðholtssókn 1979 og 1. verðlaun í samkeppni um kirkju á Seltjarnar- nesi 1979. Fleiri verðlaun féllu Herði í skaut, m.a. 3. verðlaun um Ráðhús Reykjavíkur í félagi við son sinn Hörð Harðarson arkitekt. Hörður var og á kafi í félagsmálum um skeið. For- maður skíðaráðs Reykjavíkur, for- maður Lionsklúbbs Kópavogs, í skipulagsnefnd Kópavogs, ritari Tón- listarfélags Kópavogs, formaður Vopnfirðingafélagsins, svo eitthvað sé nefnt. Eftirlifandi kona Harðar er Þór- halla Kristjánsdóttir frá Holti í Sval- barðshreppi, fríð kona og fótnett og gjarnan álitin dóttir hans þrátt fyrir fárra ára aldursmun. Þeim varð 5 barna auðið sem öll bera upprunan- um glöggt vitni. Hörður Björnsson var tæplega meðalmaður á hæð, léttur í spori og fjaðurmagnaður, íþróttamaður alla ævi. Þegar ég kynntist Herði fyrir 40 áum fannst mér hann harðfullorðinn maður, útitekinn og veðraður. Frá þeim tíma breyttist Hörður undralít- ið. Var sem lögmálið hefði yfirgefið hann. Síðustu 30 árin leigði Hörður að- stöðu hjá okkur á Almennu verk- fræðistofunni. Þótt hann væri þannig sjálfseignarbóndi eins og forfeður hans, var hann hluti af okkar daglega lífi, félagi okkar og vinur. Hörður var makalaus vinnuþjarkur, oftast mætt- ur með fyrstu mönnum á morgnana og lengst af vinnandi flestar helgar. Samfelldir frídagar óþekkt fyrirbæri, aldrei misdægurt. Helst var það á fögrum vetrardögum að Hörður hyrfi, færi á skíði. Ekki nein göngu- skíði, nei nei, í lyfturnar með ungling- unum. Þrátt fyrir uppruna sinn, eða kannski vegna hans, var Hörður mik- il félagsvera. Hann mætti með okkur í hverju hádegi og tók í spil, hafði gaman af að spila bridge. Ekki var það þó mjög fræðileg spilamennska, byggðist meir á þeirri náttúrugreind sem hélt mönnum á lífi í heiðinni, ánægjan var aðalatriðið. Svo töldum við okkur trú um að við værum að halda heimsmeistaranum okkar (Þor- láki Jónssyni verkfræðingi) í formi. Hörður Björnsson var hrifnæmt náttúrubarn og tónlistarunnandi. Það var auðfundið hve æskuslóðir hans áttu í honum sterk ítök. Hann fylgd- ist af miklum áhuga með nýafstaðinni vegalögn á Hólsfjöllum, fannst þar margt vel gert en líka hugsi. Hann þekkt Fjöllin eins og lófann á sér. Heimsókn í endurgerðan bæinn í Sæ- nautaseli var honum ganga í björg. Heiðin var hans Mekka. Hinir björtu morgnar í Möðrudal fylgdu honum ævilangt. Fyrir rúmum mánuði greindi Hörður okkur frá því að þau hjón hefðu ákveðið að fara í tvær vikur til Kanarí með vinafólki sínu. Hann hafði mörg orð um að hann mætti í rauninni ekkert vera að þessu, fannst hann vera að svíkjast um. Hann var að vísu 81 árs að aldri, farinn að draga úr vinnu um helgar. En að loka í hálf- an mánuð, það greinilega angraði samviskuna. Kannski fann hann líka HÖRÐUR BJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.