Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 29 K O R T E R Skíðaskálinn Hveradölum Brúðarkjólaleiga Katrínar Glæsivagnar Blómabúðin Kringlunni Kökumeistarinn Konditori Draumadísir Ýr hársnyrtistofa Gullkúnst Eggert feldskeri Sími. 567 2020 Verið velkomin á glæsilega kynningu í Skíðaskálanum í Hveradölum, fimmtudagskvöldið 29. mars n.k. Salir Skíðaskálans verða fagurlega skreyttir og sannkölluð brúðkaupsstemning mun ráða ríkjum. Komið og fáið faglegar ráðleggingar um allt sem viðkemur brúðkaupi og brúðkaupsundirbúningi af aðilum sem hjálpa ykkur að gera daginn ógleymanlegan. Kynnir verður Sigurður Pétur Harðarsson Húsið opnar kl. 20.00 Tilvonandi brúðhjón, missið ekki af þessu einstaka tækifæri! ÞEIR voru ekki litlir á förunum, framsóknar- mennirnir, þegar líða tók að flokksþingi þeirra. Mönnum skild- ist helzt að það hrafna- þing myndi ráða örlög- um flokks og þjóðar. Enda gengu fjölmiðlar undir þessari flokks- nefnu eins og þeir ættu lífið að leysa; gekk Rík- isútvarp og sjónvarp þess á undan öðrum með góðu eftirdæmi. Það er sérstakur kapít- uli út af fyrir sig að rekja hvernig sá fjöl- miðill hefir rækt óhlut- drægnisskyldu sína undanfarin miss- eri, sem þó á að heita að bundin sé í lögum. Átakanlegust er þó sú niður- læging stofnunarinnar að vera fjar- stýrt af hugsjónafræðingi og hug- myndasmið nýfrjálshyggjuklíku Sjálfstæðisflokksins, Hannesi H. Gissurarsyni. Þegar svo þessu makalausa stór- þingi lauk gengu þar bónleiðir frá búð ýmsir fjálgir hugsjónamenn – mjög sárir og ákaflega móðir. Má þar fyrst- an telja eina umtalsverða fylgismann umhverfisverndar, sem Framsóknar- flokkurinn hefir á að skipa, Ólaf Örn Haraldsson. Honum var þökkuð lið- veizlan við íslenzka náttúru með því að 5 – fimm – af hundraði stórþings- manna kusu hann til varafor- mennsku. Ekki reið byggðastefnufor- kólfurinn feitari hesti af þinginu, Kristinn Gunn- arsson. Hann vildi – í orði a.m.k. – bjarga ís- lenzkum byggðum með gerbreyttri stefnu í fiskveiðistjórnarmál- um. Tillögur hans voru steinsvæfðar í nefnd, þar sem þær verða aldr- ei vaktar til lífs á ný. Höfðu skillitlir strákar í flimtingum að áður en lauk hefði ganga þeirra tvímenninga á þinginu, Ólafs Arnar og Krist- ins, minnt mjög á Ófeig karl í Bandamanna- sögu; þeir hefðu farið um hækilbjúgir, hældregnir og las- meyrir. En litlu var hlutur formannsins betri. Höfuðandstæðingur hans í Evrópusambandsmálum, Guðni Ágústsson, var kjörinn varaformað- ur, en kandídat Halldórs, Jónína Bjartmarz, kolféll. Að öðru leyti var aðaleinkenni þessa rómaða fjölmiðlaþings hræðsla. Magnaður ótti við Vinstri-græna, en þann óttasöng hóf formaðurinn í setn- ingarræðu sinni. Brýndi hann fund- armenn mjög á því að láta ekki hug- fallast þótt afturgengið Alþýðu- bandalagið riði húsum Framsóknar- flokksins og kvaðst sjálfur óhræddur. Minntu hreystiyrði hans á Glám forð- um, þegar Þórhallur bóndi greindi frá reimleikum hjá sér: ,,Ekki hræðist eg flykur þær og þykir mér að ódauf- legra.“ Þennan málatilbúnað frétti Steingrímur J. og bólgnaði enn á fjós- bitanum. Fjölmiðlar gengu forsmiklir undir Framsóknarflokknum, fyrir, um og eftir flokksþing. Vel kann að vera að það fleyti flokknum fram á veg um hríð, en ekki til langframa. Hugsjóna- laus hentistefnuflokkur, án þess bak- hjarls sem hann áður studdist við, getur ekki átt langra lífdaga auðið, og ekki lengri en sem nemur nennu Sjálfstæðisflokksins að gefa á garð- ann á hjáleigunni. Það var reitt hátt til höggs af for- ystu Framsóknarflokksins og fjöl- miðlum í aðdraganda flokksþingsins. Niðurstaðan hinsvegar varð hljóðvær hundabyssuhvellur. Hundabyssuhvellur Sverrir Hermannsson Framsókn Hugsjónalaus henti- stefnuflokkur án þess bakhjarls, sem hann áður studdist við, segir Sverrir Hermannsson, getur ekki átt langra lífdaga auðið. Höfundur er alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins. SEM fyrrverandi formaður flugslysa- nefndar get ég ekki látið hjá líða að rísa upp til varnar fyrrver- andi samstarfsmönn- um mínum í nefndinni, og þá ekki síst núver- andi formanni, Skúla Jóni Sigurðarsyni. Áður en skýrsla rannsóknarnefndar- innar kom út um flug- slysið í Skerjafirði 7. ágúst í fyrra þegar flugvélin TF-GTI fórst, hafði því verið haldið fram að for- maðurinn væri ótrúverðugur vegna fyrri starfa sinna hjá Flugmála- stjórn. Við lestur þessarar ítarlegu skýrslu tel ég að dregin séu fram á trúverðugan og vandaðan hátt þau atriði sem máli skipta. Ekki til að dæma eða skipta sök, heldur til að undirbyggja tillögur í öryggisátt. Ég kalla til vitnis alla þá sam- starfsmenn sem unnið hafa með Skúla að rannsókn flugslysa og flug- óhappa og þá ekki síð- ur þá fjölmörgu flug- menn sem notið hafa leiðsagnar hans í flug- öryggismálum. Fjölmiðlar hafa ítrekað talað um að rannsóknarskýrslan sé síðbúin og loksins sé hún komin fram. Skýrslan loksins kom- in! – Hver er meðal- tími við gerð skýrslu sem þessarar? Ég tel að það sé nefndinni til sóma að hafa ekki látið þennan áróður hafa áhrif á sig, heldur unnið að rann- sókn málsins á þann vandaða hátt sem tíðkast hefur hingað til. Það er ómaklegt að ráðist skuli að formanni nefndarinnar Skúla Jóni Sigurðarsyni, heiðursmanni sem hefur af hugsjón helgað starfs- ævi sína auknu flugöryggi í land- inu. Mér finnst að þegar fjölmiðlar fjalla um flókin og tæknileg mál eins og þetta er, beri þeim skylda að kalla til sérfróða menn um við- komandi málaflokk og láta þá segja álit sitt á málinu, rannsókninni og niðurstöðu hennar. Öll þjóðin er full samúðar með ættingjum þessa unga fólks sem lét lífið í þessu hörmulega slysi. Ég vona að þær tímabæru tillögur í ör- yggisátt sem koma fram í skýrsl- unni komi til framkvæmda án tafar. Nokkur orð vegna flugslyssins Karl Eiríksson Höfundur sat í flugslysanefnd í 28 ár, þar af 18 sem formaður hennar. Flugslys Þegar fjölmiðlar fjalla um flókin og tæknileg mál eins og þetta er, segir Karl Eiríksson, ber þeim skylda að kalla til sérfróða menn. FYRIR nokkru birt- ist í DV sannkallað stjörnuviðtal við for- ystumann í hérlendum nasistaflokki. Þakti boðskapur samtakanna heila opnu ásamt for- síðu helgarútgáfu blaðsins, og vakti þetta efnisval furðu margra. Í umræðum sem orðið hafa af þessu tilefni hefur sá misskilningur verið áberandi að í gagnrýni á birtingu við- talsins felist einhvers konar krafa um rit- skoðun, að þar með sé vegið að lýðræði og tjáningarfrelsi fólks. Þetta mátti heyra á einum af starfsmönnum út- gáfufyrirtækis DV í viðtalsþætti á Skjá einum, – spurður um gagnrýni á birtingu áðurnefnds viðtals fór hann að tala af nokkurri hneykslun um op- inberar skorður við prentfrelsi, og reyndar mátti heyra sama misskiln- ing hjá einum af föstum pistlahöf- undum sömu sjónvarpsstöðvar, – sá gagnrýndi að vísu DV fyrir viðtalið, en virtist gangast inn á að þetta væri spurning um opinber afskipti af skoðanaflutningi fólks, og sagði hann eitthvað á þá leið að ef valdhafar Þýskalands á fjórða áratugnum hefðu haft vit á að banna nasistaáróð- ur hefði það líklega afstýrt bæði heimsstyrjöldinni og helförinni, og má þetta kallast alldjarfleg sögu- skoðun. Hugtakarugl En hér er mikill misskilningur eða hugtakaruglingur á ferðinni. Fólk getur látið í ljós efasemdir sínar og gagnrýni á það hvaða skoðanir bæði einstaklingar og fjölmiðlar hafa í frammi, án þess að í því felist krafa um opinbera ritskoðun. Hugmyndir okkar um tjáningarfrelsi, og ritfrels- isákvæði stjórnarskrárinnar, eru vörn þegnanna gegn af- skiptum ríkisvaldsins, en í þeim felst alls ekki sjálfkrafa réttur hvers einstaklings sem lætur í ljós rætnar skoðanir og mannfjandsamlegar kröfur til að fá þær birtar hvar sem er. Þetta er öllum auðskilið sem á annað borð nenna að hugsa um málin. Maður fær það oft á tilfinninguna að mál- efni á borð við nasisma og kynþáttahatur séu fólki sem taka þátt í hérlendri þjóðmálaum- ræðu á einhvern hátt of framandi, að hinn frægi kjarni málsins hverfi sjón- um. En ef við drögum upp nærtæka hliðstæðu mætti ímynda sér að upp sprytti hreyfing sem boðaði þá stefnu að allir starfsmenn DV og Frjálsrar fjölmiðlunar yrðu sóttir inn á heimili sín og síðan skornir á háls ásamt mökum sínum og börnum við næsta göturæsi. Reyndar mætti ímynda sér að fyrsta hugsunin sem hvarflaði að DV-mönnum er þeir heyrðu um þessi sjónarmið væri sú að það hlytu að vera til lög sem bönn- uðu fólki að viðra slíkar kröfur. En DV-menn yrðu líklega enn meira hissa ef aðrir af helstu fjölmiðlum landsins færu að birta þessi sjónar- mið athugasemdalaust, – ef til að mynda Morgunblaðið eða Ríkisút- varpið færu að gera þessum boðskap hátt undir höfði, jafnvel í nafni göf- ugra sjónarmiða um upplýsinga- skyldu fjölmiðla, og myndu svara þeim sem gagnrýndu viðkomandi miðla fyrir að hossa svona viðbjóði með tilvísun til lýðræðis og tjáning- arfrelsis. (Alla þá sem í fljótu bragði mun þykja ofannefnd hliðstæða bæði langsótt og fáránleg vil ég minna á að hún er í fullkomnu samræmi við stefnu nasista gagnvart gyðingum, bæði í orði og verki, og einnig í anda þeirra sjónarmiða sem lesa mátti í nefndu viðtali í DV – eins og þess að það sé heillandi hugmynd að drepa alla svertingja.) Um pólitískan rétttrúnað Gagnrýni á birtingu þessa nasista- áróðurs í DV hafa sumir svarað sem kröfu um pólitískan rétttrúnað, það sem enskumælandi kalla PC (Politic- al Correctness) og þykir fletja út samfélagsumræðu víða um lönd. Það er fyllsta ástæða til að menn gefi þessu gaum, okkar afbrigði af póli- tískri rétthugsun birtist til dæmis í því hvernig skoðanir ríða yfir sam- félagið í bylgjum, – hneykslunaröld- ur rísa og hníga og hrífa alla með sér. Vegna þessa verða þeir sem hafa at- vinnu af því að fjalla um dægurmál í samfélaginu svo fyrirsjáanlegir, þeir sem skrifa t.d. vikulega pistla í blöð eða koma reglulega fram í rabbþátt- um um málefni líðandi stundar eru alltaf á einhvern hátt á sama máli og almannarómur. Liggi einhver vel við höggi í þjóðfélaginu skulu atvinnu- kjaftaskarnir alltaf vera fremstir í grjótkastinu eins og mörg nýleg dæmi sanna. Einmitt þegar mest er þörf á einhverjum sem gefur sér tíma til að draga andann og horfa krítískt á fárið og jafnvel þora að vera ósam- mála flestum hinna eru okkar pistla- og spjallmenn jafnan víðs fjarri, „geltandi með hinum hundunum“ svo vitnað sé í Sigfús Daðason. Í þessum efnum gætum við margt lært af efasemdum fólks um pólitísk- an rétttrúnað. En að halda að maður berjist gegn þeirri hneigð með daðri við nasisma, það er heimskan sjálf í hnotskurn, hugmynd þeirra sem aldrei vaxa upp úr andlegu gelgju- skeiði. Nasistaáróð- ur og tján- ingarfrelsi Einar Kárason Tjáningarfrelsi Að halda að maður berjist gegn þeirri hneigð með daðri við nasisma, segir Einar Kárason, það er heimskan sjálf í hnotskurn. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.