Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI 18 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA FLOKKS FJÁRMÖGNUN Áhættufjármagn fyrir fyrirtæki. Langtímafjármögnun fasteignaviðskipta og fjármagnstrygging. Stór verkefni eru okkar sérsvið. Engin umboðslaun fyrr en fjármagn er staðfest. Miðlarar verndaðir. FULLTRÚI óskast til að vera milliliður okkar við afgreiðslu umsókna um fjármögnun. Vinsamlegast sendið upplýsingar á ensku til: Venture Capital Consultants Investment Bankers. 16311 Ventura Blvd., Suite 999, Encino, Kalifornía 91436, U.S.A. Fax 001 818 905 1698. / Sími 001 818 789 0422. BAUGUR hefur opnað fyrstu Top Shop verslunina í Svíþjóð í nýrri verslanamiðstöð rétt fyrir utan Stokkhólm og er þetta þriðja versl- unin sem Baugur Sverige AB, sem tilheyrir sérvörusviði Baugs, opnar á Stokkhólmssvæðinu. Áður hafa ver- ið opnaðar tvær Miss Selfridge búðir í miðbæ Stokkhólms. Fyrirhugað er að opna allt að fimm Top Shop versl- anir í Svíþjóð og framundan er opn- un níu þúsund fermetra Debenhams verslunar á besta stað í Stokkhólmi, við Drottningargötu, á næsta ári. Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs segir að uppbyggingin í Sví- þjóð hafi gengið vel fram að þessu og áform fyrirtækisins um frekari starfsemi á Norðurlöndum gangi eins og ráð var fyrir gert. Áður en hafi verið farið út í fjárfestingar í Svíþjóð hafi farið fram ítarleg grein- ing og að vel athuguðu máli ákveðið að byrja á Stokkhólmssvæðinu. Með Top Shop reki Baugur nú þrjár búð- ir í Stokkhólmi og líkja megi opnun Debenhams á næsta ári við opnun um tíu Top Shop búða, umfang fjár- festingarinnar sé slíkt. Fjárfesting Baugs í Svíþjóð nemi nú um milljarði á tveimur árum. Baugur komi til með að fjárfesta frekar á Norður- löndum og beri þar hæst fyrirhug- aða opnun Debenhams verslunar í Kaupmannahöfn sem ætlunin sé að opna 2003. Jón Ásgeir segir að sóknartæki- færi Baugs á næstu árum muni fyrst og fremst liggja í sérvöruhluta starf- seminnar í samstarfi við ensku keðj- urnar Arcadia en þar eru vörumerki á við Miss Selfridge, Top Shop, Dor- othy Perkins, Burton og fleiri, og svo Debenhams verslunarkeðjuna sem eru þekktar deildarvöruversl- anir. Hann segir að eftir opnun Smá- ralindar í haust geri áætlanir ráð fyrir að fjárfestingar á Íslandi verði litlar á næstu árum og vöxtur fyr- irtækisins verði fyrst og fremst er- lendis. Á Norðurlöndum séu spenn- andi markaðir og möguleikarnir miklir. Fyrir stór sænsk fyrirtæki séu verslanir eins og Top Shop og Miss Selfridge lítil verkefni en fyrir Baug séu þetta viðráðanleg verkefni sem fyrirtækið geti vel tekist á við. Kristjón Grétarsson fram- kvæmdastjóri Baugs Sverige AB segir að hann búist við að Top Shop fái góðar viðtökur í hinni nýju versl- unarmiðstöð Heron City. Miðstöðin sé vel staðsett og við hliðina sé ein stærsta IKEA verslun í Svíþjóð. Á svæðið komi rúmlega átta milljónir á hverju ári. Heron City sé ekki versl- unarmiðstöð í venjulegum skilningi, heldur frekar skemmti- og afþrey- ingarmiðstöð sérstaklega hönnuð með þarfir ungs fólks í huga. Hún henti því verslun eins og Top Shop afskaplega vel en markhópur Top Shop sé einmitt ungt fólk. Hann sé sannfærður um að verslunin eigi eft- ir að fá góðar viðtökur. Aðspurður um reynsluna af sænska markaðin- um og horfurnar á næstu árum segir Kristján að þrátt fyrir að við fyrstu sýn virðist sænski markaðurinn mettaður séu mikil tækifæri á hon- um. Fyrir á markaðunum séu rótgróin sænsk vörumerki og versl- anir sem hafi langa sögu. Top Shop bjóði hins vegar vöru beint frá Lond- on. Slíkt hafi ekki áður þekkst á markaðnum. Það sé vel pláss á markaðnum fyrir slíka verslun. Reynslan af rekstri Miss Selfridge verslanana hafi verið góð og sam- kvæmt skoðanakönnun sem gerð var í byrjun árs kom í ljós að helmingur aðspurðra þekkti merkið Miss Self- ridge þrátt fyrir að verslunin hefði einungis verið tæpt ár í rekstri. „Við erum því bjartsýnir á framhaldið,“ segir Kristján. Baugur opnar fyrstu Top Shop-verslunina í Stokkhólmi í nýrri verslanamiðstöð Tómas Orri Í síðustu viku opnaði Baugur TopShop-verslun í Stokkhólmi en Baugur stefnir að því að verða stærsti hluthafinn í bresku sérleyfiskeðjunni Arcadia sem á TopShop-sérleyfið. Fjárfestingin í Svíþjóð einn milljarður FLUGLEIÐIR hf. gerðust nýlega aðilar að Aeroxchange, sem er nokkurs konar rafrænt markaðs- torg stórs hóps alþjóðlegra flug- félaga, í þeim tilgangi að lágmarka innkaupakostnað. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir til- ganginn með Aeroxchange vera að byggja upp rafræn viðskipti á milli flugfélaga víðs vegar um heiminn við hvert annað og ekki síður fjöl- marga lykilbyrgja flugfélaganna. Í raun sé um að ræða innkaupa- og út- boðskerfi sem sýni stöðu ákveðinna birgða hjá félögunum. „Fyrst á dagskrá eru varahlutir, netvæddur skiptimarkaður með varahluti, en hugsunin er sú að að- ildarfélögin geti myndað einhvers konar samstarf um samnýtingu í sínum birgðum“, segir hann og nefnir dæmi: „Vanti viðhaldsstöðina hjá Flug- leiðum varahlut er hægt að sjá á Netinu hvaða flugfélög eiga hlutinn til og hvar hann er staðsettur, t.d. gæti SAS átt þennan hlut í við- haldsstöð sinni í Kaupmannahöfn. Þá má fá varahlutinn lánaðan á skjótan og auðveldan hátt og svo er sambærilegum hlut skilað eða greitt fyrir á annan hátt, eins og um semst.“ Að sögn Guðjóns er þessi vara- hlutaskiptimarkaður aðeins hluti af þeim virðisaukandi lausnum sem Aeroxchange býður upp á og gæti verið upphafið að víðtækara samstarfi félaganna. Þannig gæti hugmyndin tekið til hins gríðarlega stóra markaðar sem veitingahluti flugrekstrar er, eða til annarrar þjónustu og jafnvel eldsneytis. „Þetta er að renna af stað og Flugleiðir vilja vera virkir þátttak- endur í því. Flugleiðir hafa verið þreifa fyrir sér með rafræn við- skipti á milli fyrirtækja hér innan- lands. Við erum farin að kaupa inn margs konar hluti með þessum hætti og það hefur reynst vel“, segir hann. Í fréttatilkynningu frá Aerox- change segir að Flugleiðir ásamt flugfélögunum Varig Brasil og Thai Airways séu nýjustu aðilarnir að þessu samstarfi flugfélaga sem verði nú 26 talsins. Aeroxchange- samstarfið hófst í október sl. og tekur til flugfélaga á borð við Air Canada, America West Airlines, FedEx, KLM, Lufthansa, SAS og Singapore Airlines. Flugleiðir aðilar að rafræn- um markaði með varahluti Ljósmynd/Björn Blöndal Vanti viðhaldsstöðina hjá Flugleiðum varahlut er hægt að sjá á Netinu hvaða flugfélög eiga hlutinn til og hvar hann er staðsettur. Þá má fá varahlutinn lánaðan á skjótan og auðveldan hátt. ● HLUTABRÉF Íslenskra að- alverktaka hf. og Íslenska hugbún- aðarsjóðsins hf. verða flutt af Vaxt- arlista á Aðallista Verðbréfaþings Íslands þann 1. apríl næstkomandi þar sem félögin hafa bæði náð til- skildum þriggja ára aldri í núverandi rekstri og uppfylla önnur skilyrði skráningar á Aðallista. Að lokinni færslu félaganna tveggja verða 50 félög skráð á Að- allista Verðbréfaþings Íslands, sam- tals að markaðsverðmæti yfir 330 milljarðar kr. Færast yfir á Aðallista VÞÍ STUTTFRÉTTIR ● ÍMARK heldur hádegisverðarfund á morgun, fimmtudaginn 29. mars, í Versölum, Húsi iðnaðarins við Hall- veigarstíg, kl. 12-13.30 og er yfir- skrift fundarins: Hvað má auglýsa? Hvað á að leyfa í auglýsingum? Hvað á að banna? Á ekki að banna neitt? Reglur eða ekki reglur? Framsögumenn á fundinum verða Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins,og Gunnar Smári Egilsson blaðamaður. Hvað má auglýsa?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.