Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 27
Ertu með flensu
eða hálsbólgu?
FRÁ
APÓTEKIN
G
æ
ða
fr
am
le
ið
sl
a
SINFÓNÍAN
Í tilefni af frumsýningu einnar vinsælustu óperu allra tíma,
Carmen, í Laugardalshöll býður Morgunblaðið áskrifendum
sínum miða á sýninguna á 2.800 kr., almennt verð er 3.500
kr. Áskrifendum Morgunblaðsins stendur til boða 200 sæti,
föstudaginn 30. mars kl. 19.30 og 200 sæti, laugardaginn 31.
mars kl. 17. – staðsetning í stúku.
Áskrifendur geta hringt í síma 545 2500, pantað miða og
gengið frá greiðslu. Hægt er að nálgast miðana í miðasölu
Háskólabíós v/Hagatorg, hún er opin frá kl. 9-17 alla virka
daga.
Carmen, verður í glæsilegri sviðsettri tónleikauppfærslu í
Laugardalshöll.
Flytjendur: Sylvie Brunet, Mario Malagnini,
Christopher Robertson, Hulda Björk Garðarsdóttir,
Iane Roulleau, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Sándor Egri,
Ólafur Kjartan Sigurðarson, Laurent Alvaro, Georges Gautier.
Kórstjóri: Garðar Cortes.
Hljómsveitarstjóri: Alexander Anissimov.
Kór Íslensku óperunnar.
Misstu ekki af Carmen.
Takmarkaður miðafjöldi!
400 MIÐAR Í BOÐI!
FYRIR
ÁSKRIFENDUR
MORGUNBLAÐSINS!
LÖGÐ hefur verið
fram á Alþingi þings-
ályktunartillaga um að
stofnað verði embætti
umboðsmanns neyt-
enda og er fyrsti flutn-
ingsmaður tillögunnar
Drífa Sigfúsdóttir
fyrrverandi formaður
Neytendasamtakanna.
Neytendasamtökin
hafa lengi barist fyrir
því að slíkt embætti
yrði stofnað hér á
landi og hefur ítrekað
verið hvatt til þess á
þingum samtakanna.
Neytendasamtökin
styðja þingsályktunar-
tillöguna því eindregið, enda telja
samtökin ljóst að stofnun embættis-
ins yrði mikil réttarbót fyrir neyt-
endur.
Við fögnum því einnig að á nýaf-
stöðnu flokksþingi Framsóknar-
flokksins var samþykkt ályktun um
neytendamál þar sem meðal annars
er gert ráð fyrir að stofna skuli
embætti umboðsmanns neytenda. Í
ályktuninni er einnig hvatt til þess
„að sett verði löggjöf um inn-
heimtustarfsemi sem tryggi að
þóknun vegna innheimtuaðgerða sé
sanngjörn“. Neytendasamtökin
hafa um árabil hvatt til slíkrar laga-
setningar. Ályktunina verður að
túlka sem skýr skilaboð frá Val-
gerði Sverrisdóttur viðskiptaráð-
herra um að hún ætli sér stóra hluti
á neytendasviðinu. Neytendasam-
tökin fagna þessu og lýsa yfir áhuga
sínum á að vinna með ráðherranum
að málatilbúnaði á þessu mikilvæga
sviði.
Umboðsmaður neytenda
á Norðurlöndum
Á öllum Norðurlöndum nema á
Íslandi starfar umboðsmaður neyt-
enda. Fyrir þremur til fjórum árum
fór fram ítarleg umræða í Dan-
mörku um hvernig best væri að
haga neytendastarfi hins opinbera.
Rætt var um að sameina dönsku
neytendastofnunina og samkeppn-
isstofnunina, en neytendastofnunin
hefur meðal annars það hlutverk að
aðstoða neytendur við að ná fram
rétti sínum í viðskiptum. Aldrei
kom þó annað til mála en að emb-
ætti umboðsmanns neytenda yrði
áfram sjálfstætt stjórnvald. En
jafnvel áðurnefndri sameiningu var
hafnað af dönskum stjórnvöldum.
Þau töldu að skilja yrði milli sam-
keppnismála og neytendaverndar
hjá hinu opinbera. Þess má geta hér
að auk þessa starfa í Danmörku öfl-
ug neytendasamtök sem njóta
hárra styrkja frá stjórnvöldum.
Yfirlýst stefna þessara landa er
að þar skuli starfrækja embætti
umboðsmanns neyt-
enda og þessi stefna er
að ryðja sér til rúms í
fleiri löndum. Það er
vilji Norðurlanda að
slíkri skipan verði
komið á hjá öllum
löndum sem aðild eiga
að innri markaði Evr-
ópu sem við erum að-
ilar að í gegnum EES-
samninginn. Því er
leitt að enn skuli finn-
ast falskur tónn í þess-
ari norrænu sinfóníu
gagnvart Evrópusam-
bandinu en það er ein-
mitt hljóðfærið sem
við Íslendingar leikum
á sem er falskt. Íslensk stjórnvöld
hafa ekki viljað tryggja íslenskum
neytendum þá réttarbót sem
frændur okkar á Norðurlöndum
berjast fyrir að eigi meðal annars
að gilda hér.
Neytendasamtök í löndum Evr-
ópu eru sammála stjórnvöldum á
Norðurlöndum og vilja slíkt emb-
ætti og munu eflaust vinna málið í
samvinnu við stjórnvöld í fjölmörg-
um aðildarríkjum ESB, ekki síst
þeirra sem eru í norðanverðri Evr-
ópu. Hvar ætla íslensk stjórnvöld
að standa þá? Á enn einu sinni að
bíða eftir fyrirmælum frá Brussel
þegar kemur að réttarbót fyrir
neytendur? Samþykktin um neyt-
endamál á flokksþingi Framsókn-
arflokksins vekur þó von um að
þessar áhyggjur séu óþarfar. Stofn-
un embættis umboðsmanns neyt-
enda væri skýr skilaboð stjórn-
málamanna um aukið vægi
neytendamála.
Hvað á umboðs-
maðurinn að gera?
Afar mikilvægt er að menn geri
sér glögga grein fyrir því hvert
hlutverk umboðsmanns neytenda
verður. Ef tekin yrði ákvörðun um
stofnun embættisins þyrfti að kljúfa
samkeppnislög upp í tvo hluta; sam-
keppnislög og lög um markaðssetn-
ingu. Jafnframt yrði neytendasvið
Samkeppnisstofnunar fært yfir til
embættis umboðsmanns neytenda.
Ný lög um markaðssetningu myndu
leysa af hólmi 6. kafla samkeppn-
islaga sem fjallar um eftirlit með
óréttmætum viðskiptaháttum. Þar
er meðal annars fjallað um auglýs-
ingar og aðra markaðssetningu
gagnvart neytendum.
Einnig er eðlilegt að umboðsmað-
ur neytenda framfylgi nokkrum
sérlögum á sviði neytendaverndar.
Þar má nefna lög um húsgöngu- og
fjarsölusamninga, lög um neytenda-
lán og alferðir og fleiri sérlög auk
reglugerða sem settar eru á grund-
velli þessara laga. Að mati Neyt-
endasamtakanna á starfssviðið að
vera enn víðtækara. Umboðsmað-
urinn á meðal annars að gæta hags-
muna þegar neytendur eiga hlut að
máli og hann á einnig að geta farið
með mál sem varða neytendur til
dómstóla. Í greinargerð með fyrr-
nefndri þingsályktunartillögu gætir
nokkurs misskilnings um hlutverk
umboðsmanns neytenda. Þar er
fjallað um afgreiðslu kvartana frá
neytendum, þ.e. ráðgjöf og aðstoð
til þeirra svo þeir nái fram rétti sín-
um. Þetta á ekki heima hjá umboðs-
manni neytenda, enda er þessu
sinnt af öðrum opinberum stofnun-
um á Norðurlöndum. Hérlend yf-
irvöld hafa ekki sýnt því áhuga að
koma þessari þjónustu á. Þau hafa
heldur ekki viljað styrkja kvörtun-
arþjónustu Neytendasamtakanna
sem sinnir þessu verkefni hér nema
að hluta til. Ætla má að stjórnvöld
greiði um 40 prósent þess sem þjón-
ustan kostar Neytendasamtökin.
Þjónustan er því að meirihluta til
greidd með félagsgjöldum sem er
óeðlilegt því um er að ræða sam-
félagslega þjónustu sem allir neyt-
endur hafa aðgang að. Meira um
það í annarri grein um þetta mik-
ilvæga mál.
Þurfum við umboðs-
mann neytenda?
Jóhannes
Gunnarsson
Neytendamál
Neytendasamtökin
styðja þingsályktunar-
tillögu Drífu Sigfús-
dóttur eindregið,
að sögn Jóhannesar
Gunnarssonar, enda
telja samtökin ljóst að
stofnun embættisins
yrði mikil réttarbót fyr-
ir neytendur.
Höfundur er formaður Neytenda-
samtakanna.