Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Edda ÞóreyGuðlaugsdóttir
fæddist á Búðareyri
við Reyðarfjörð 25.
nóvember 1937. Hún
lést í París mánu-
daginn 19. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Andrés
Guðlaugur Sigfús-
son, f. 5.7. 1903, d.
7.9. 1980, útgerðar-
maður, trésmiður,
verkstjóri og oddviti
á Reyðarfirði, og
Helga Elísabet
Kristinsdóttir Beck,
f. 6.3. 1906, d. 16.3. 1993, hús-
freyja á Búðareyri við Reyðar-
fjörð.
Systkini Eddu Þóreyjar eru
Sigfús Þórir, f. 11.4. 1929, d.
26.3. 1932, Hjördís Unnur, f. 6.3.
1930, talsímavörður og hús-
freyja í Reykjavík, Egill, f. 6.8.
1932, kartöflubóndi í Mjóanesi á
Völlum, Þuríður Kristín, f. 28.8.
1939, leikskólakennari á Reyð-
arfirði, og Sigfús Þórir, f. 24.10.
1942, rafvirki og rafveitustjóri á
Reyðarfirði.
Hinn 5. febrúar 1959 eignaðist
Edda Þórey sitt fyrsta barn,
Friðrik, með þáverandi sam-
býlismanni, Rafni
Markúsi Skarphéð-
inssyni, f. 25.9. 1938
í Reykjavík, en þau
slitu sambúð. Hinn
17. mars 1961 gift-
ist Edda Þórey eft-
irlifandi eiginmanni
sínum, Sveini Krist-
inssyni, f. 27.10.
1936, gæðastjóra
hjá Flugleiðum hf.
Börn þeirra eru
Páll, f. 4.9. 1961,
Sveinn Steinar, f.
29.11. 1962, og Ást-
þrúður Sif, f. 13.4.
1966.
Edda Þórey lauk prófi frá
Gagnfræðaskólanum á Eiðum.
Hún var húsmóðir framan af æv-
inni, en starfaði síðan sem síma-
vörður, fyrst á Heilsugæslustöð-
inni á Akureyri og síðan á
Reykjalundi í Mosfellsbæ fram
til dauðadags. Hún var um ára-
bil virkur þátttakandi í starfi
Inner Wheel, samtaka kvenna
Rotaryfélaga, á Akureyri og síð-
an í Reykjavík.
Útför Eddu Þóreyjar Guð-
laugsdóttur fer fram frá Lága-
fellskirkju í Mosfellsbæ í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Söknuður og sorg ríkja þegar kær
tengdamóðir er hrifinn á brott eins
og hendi sé veifað. Minningarbrot
þar sem Eddu Þóreyju bregður fyrir
fljúga í gegnum hugann í belg og
biðu. Endurminningar þar sem glað-
værð og fjölskyldugildi eru í fyrir-
rúmi, þar sem einfaldar athafnir í
hversdagslífinu eru umvafðar
stemmningu, minningar um einstak-
ling sem gaf frá sér og mótaði svo
mikið líf mitt og allra í kringum sig.
Allt frá fyrstu kynnum af tilvonandi
tengdamóður fyrir 14 árum hefur
lífsgleði og glaðværð hennar haft
mótandi áhrif á mig. Eðlislæg feimni
mín og hlédrægni hafa látið undan
síga. Hún hefur kennt mér hversu
mikilvægt jákvætt hugarfar og glað-
værð er í glímunni við dagsins önn.
Edda Þórey hafði sérstakt dálæti á
öllum barnabörnunum, þau voru
hennar líf og yndi. Þannig fóru þau
aldrei til hennar í pössun, heldur
voru þau velkomin í heimsókn. Eða
þá að Edda „rændi“ þeim til sín fyr-
irvaralaust, hún hafði unun af því að
losa börnin úr viðjum hversdagsleik-
ans. Hjá afa og ömmu í Mosó voru
reglur foreldra og leikskóla gjarnan
settar til hliðar og börnin fengu að
gera það sem þau langaði til; gramsa
í dóti, sulla, sprauta vatni, drullu-
malla og bleyta fötin sín, m.a. í eft-
irminnilegum gönguferðum með
ömmu niður að Litlalæk. En nú hef-
ur síðasta gönguferðin verið farin,
fleiri verða minningarbrotin ekki. Á
kveðjustund eru góðar minningar
fullar af glaðværð mikils virði. Minn-
ingarnar sem veita styrk og hjálp í
leit að lífsgildum. Minningar sem
varða veginn fram á við fyrir þá sem
eftir sitja.
Freysteinn.
Löng verður nóttin
nöturleg og dimm.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson.)
Á aðeins rúmum mánuði er aftur
höggvið stórt skarð í fjölskylduna.
Skyndilega, öllum að óvörum, er svil-
kona mín Edda burt kölluð. Þau
hjónin voru stödd í París, borg róm-
antíkur og gleði að halda upp á 40 ára
brúðkaupsafmæli sitt. Við drúpum
höfði og skiljum ekki tilgang almætt-
isins að taka frá okkur konu á besta
aldri og hrausta að því er best var
vitað.
Ég kynntist Eddu fyrst er ég var
meðtekin í fjölskylduna á haustdög-
um 1968. Hún sýndi mér strax virð-
ingu og hlýju. Það var eins og við
hefðum ætíð þekkst. Alltaf var sjálf-
sagt að vera í mat eða gista þegar
þau hjón bjuggu úti á landi. Einnig
var ævinlega vel tekið á móti manni í
Mosfellsbænum.
Edda var kona með stóru K. Hún
var höfðingi heim að sækja. Töfraði
fram veislurétti með lítilli fyrirhöfn,
prjónaði og saumaði, m.a. á börn og
barnabörn. Edda var há, grönn og
spengileg. Lífsgleðin geislaði af
henni. Hún var allra manna kátust í
fjölskylduboðum, hreif aðra með sér
með léttleika sínum og notalegum
húmor. Skarð hennar verður aldrei
fyllt.
Elsku Svenni minn, Friðrik, Páll,
Sveinn Steinar, Ástþrúður og fjöl-
skyldur, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð.
Eddu Þóreyju þakka ég yndisleg
kynni og bið henni Guðs blessunar í
ríki ljóssins.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg.
En anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgr.)
Oddný Dóra Halldórsdóttir.
Andlát vinkonu minnar Eddu Þór-
eyjar Guðlaugsdóttur bar mjög
skjótt og óvænt að þar sem hún var
stödd í Frakklandi ásamt manni sín-
um Sveini Kristinssyni. Svona at-
burðir minna á hve skammt er á milli
lífs og dauða. Eftir stendur maður og
spyr spurninga sem ekki fást svör
við. Eddu kynntist ég á Reyðarfirði
þegar við vorum ungar stúlkur, en
þangað kom ég til starfa á þeim tíma.
Hún var fædd og uppalin í Brú á
Reyðarfirði þar sem foreldrar henn-
ar bjuggu ásamt börnum sínum. Vin-
átta skapaðist á milli mín og þess-
arar fjölskyldu og átti ég þar alltaf
góðu að mæta. Á þessu heimili ríkti
glaðværð og gestrisni. Þar var frjáls-
legt og gott að koma. Edda var
glæsileg kona, hrókur alls fagnaðar í
vinahópi, hreinskiptin og traustur
vinur vina sinna, hér er talað af eigin
reynslu. Böll og skógarsamkomur
svo sem Atlavíkur og Egilsstaða-
skógar voru ekki látin fram hjá fara á
þessum tíma og nutum við þess oft
saman.
Hún giftist Sveini Kristinssyni frá
Akureyri. Þau eignuðust þrjú börn,
en áður hafði hún eignast einn son.
Sveinn hefir alla tíð verið starfsmað-
ur Flugleiða, fyrst um skamma hríð í
Reykjavík, síðan bauðst honum starf
á vegum félagsins í Kaupmannahöfn
og þar dvaldist fjölskyldan fáein ár.
Til heimalandsins komu þau aftur
þegar hann var ráðinn til starfa fyrir
félagið á Akureyri. Þar bjuggu þau
skamma hríð. Þá bauðst honum starf
umdæmisstjóra Flugfélagsins á
Austurlandi með aðsetri á Egilsstöð-
um. Þá var ég einnig sest þar að svo
hæg voru heimatökin að rifja upp lið-
in kynni og treysta vináttuböndin.
Ekki spillti að Edda og maðurinn
minn voru þremenningar. Einnig
skapaðist vinátta og góður samgang-
ur barnanna okkar. Edda, sem alla
tíð var mikil félagsvera, beitti sér
fyrir því að stofna saumaklúbb. Þetta
var góður hópur og ég held að við
höfum allar litið á hana sem foringja
hópsins.
Fjölskyldan fluttist síðar frá Eg-
ilsstöðum og var þeirra sárt saknað
af ýmsum í minni fjölskyldu. Þau
settust þá að á Akureyri þar sem
Sveinn tók við starfi umdæmisstjóra
Flugleiða, í sinni gömlu heimabyggð.
Þar bjuggu þau um árabil. Þá var
efnt til heimsókna norður og við átt-
um góðar og glaðar stundir með
Eddu og hennar fjölskyldu.
Allmörg undanfarin ár hafa þau
búið í Mosfellsbæ og Sveinn starfað
hjá Flugleiðum í Reykjavík en Edda
á skrifstofu hjá Reykjalundi. Með
tíma og aldri hafa fundir okkar
strjálast og syrgi ég það nú. Gömul
og sterk vináttubönd voru þó alltaf
til staðar og vil ég nú kveðja Eddu
Þóreyju vinkonu mína með söknuði
og innilegri þökk. Sveini Kristinssyni
vini okkar hjónanna, börnum þeirra
og fjölskyldum og systkinunum frá
Brú og fjölskyldum, votta ég innilega
samúð við fráfall hennar.
Guðrún Gunnarsdóttir.
Með nokkrum orðum ætla ég að
minnast kærrar vinkonu minnar
Eddu sem varð bráðkvödd langt um
aldur fram í París 19. mars þar sem
hún var ásamt eiginmanni sínum
Sveini að fagna 40 ára brúðkaups-
afmæli.
Þegar ég lít til baka og hugsa um
allar þær samverustundir sem við
Edda áttum, kemur glaðværð fram í
hugann því aldrei var lognmolla í
kringum hana en alltaf glatt á hjalla.
Við hjónin kynntumst Eddu og
Sveini þegar við fluttum til Egils-
staða haustið 1967 og höfðu þau þá
búið þar skamman tíma. Með okkur
tókst vinskapur sem ætíð hefur hald-
ist síðan.
Við Edda vorum saman í sauma-
klúbbi ásamt öðrum góðum vinkon-
um þau fimm ár sem við bjuggum á
Egilsstöðum. Stutt var á milli heim-
ila okkar og oft skotist á milli í kaffi
og ófáar voru þær skemmtanir sem
við áttum saman.
Eftir að þau hjónin fluttust til Ak-
ureyrar tók símasamband við og
heimsóknir þegar þau áttu leið hjá.
Einnig sóttum við þau heim í
Hrafnagilsstræti á Akureyri og í
veiðikofann við Laxá í Aðaldal þar
sem þau dvöldu oft í frístundum sín-
um við veiðiskap.
Fyrir nokkrum árum fluttu þau
suður og eignuðust fallegt heimili í
Mosfellsbæ. Edda starfaði við ritara-
störf á Reykjalundi til dauðadags.
Mér finnst að við hefðum mátt hitt-
ast oftar í seinni tíð en vil þakka allar
ánægjustundirnar á liðnum árum.
Edda og Sveinn eiga barnaláni að
fagna og eiga þau fjögur mannvæn-
leg börn.
Að endingu viljum við votta Sveini,
Friðriki, Palla, Steinari, Ástu og fjöl-
skyldum þeirra okkar dýpstu samúð.
Guð styrki ykkur.
Ragnheiður, Sigurjón
og börn.
Okkur hjónum var mikið gefið
þegar við náðum kynnum af þeim
hjónum Eddu Þóreyju og Sveini á
Amager í Kaupmannahöfn haustið
1960. Eftir það voru framréttar
hendur þeirra ávallt í frammi til að-
stoðar þá samverutíma sem við átt-
um þar og síðan í næsta beinu fram-
haldi um margra ára skeið á
Egilsstöðum. Þetta var samneyti
tveggja ungra fjöldskyldna sem áttu
lík verkefni og vandamál í farteski
hversdagsins, en megin verkefnið
var þó að búa ungum börnum okkar
sem best í haginn. Brosið hennar
Eddu og hnyttin svör við áleitnum
spurningum bræddi þá svo oft í burt
ískaldan óttann við ókomna tíma eða
mótlæti stundarinnar, það var gott
að eiga samverustundir með Eddu
Þóreyju Guðlaugsdóttur. Við áttum
með henni góðar og dýrmætar
stundir á langri samleið. Fyrir þær
viljum við þakka á þessari kveðju-
stund. Nú á öldum minninganna um
samneytið við Eddu rennur fram í
hug stef frá Eyjafjarðarskáldinu
Davíð sem segir:
en stundum lýsir ljós, sem aldrei var
kveikt
lengur en hin, sem kveikjum sínum
brenna.
Edda var einfaldlega ein af þess-
um sérstæðu boðberum birtu og vin-
arþels, sem aldrei þarf að „kveikja“
á, því í þeirra innra sjálfi er birtan
svo skær að hún lýsir sjálfkrafa upp
allt þeirra umhverfi. Hin fölskva-
lausa góðvild með raunsæju ívafi, lít-
illæti og myndugleiki, listrænir hæfi-
leikar og ábyrgðarkennd, dugnaður
og velvilji, allt í ríkum mæli, átti hún
fyrir sitt umhverfi og létti þar með
göngu samferðamanna um grýttar
götur lífsbaráttunnar. En fyrst og
síðast rennur um hjörtu okkar
straumur gleði og þakklætis, því hún
var vinur sem kastaði birtu og yl á
allt sviðið, hverja samverustund, svo
stundin var önnur og betri en stund-
in sem var liðin, og sannaði um leið
að í hverju lífsins spori getur maður
verið manns gaman, en samt notið al-
vöru lífsins. Við þökkum allt og þetta
allt er geymt í okkar hjörtum. Inni-
legar samúðarkveðjur sendum við
Sveini, börnum þeirra og þeirra niðj-
um og systkinum Eddu og þeirra
fjölskyldum. Guð blessi minningu
Eddu Þóreyjar Guðlaugsdóttur.
Jóhanna og Erling Garðar.
Kær vinkona okkar, Edda Þórey,
er látin. Þegar við kynntumst henni
bjuggum við allar á Akureyri og vor-
um á meðal stofnfélaga Inner Wheel,
sem er félag eiginkvenna Rotary-
manna, og var stofnað þar 1975.
Edda varð strax virkur félagi í I.W.,
sat í fyrstu stjórn þess sem ritari og
varð fimmti forseti þess og gegndi
þeim störfum með sóma.
Edda flutti ásamt fjölskyldu sinni
til Reykjavíkur 1984 og tók með opn-
um örmum á móti okkur hinum þeg-
ar við fluttum með nokkurra ára
millibili suður. Hún létti okkur vista-
skiptin með gestrisni sinni og elsku-
semi og Sveinn, eiginmaður hennar,
lagði konu sinni lið í því sem öðru.
Þau voru mjög samhent í því að hlúa
að börnum sínum og barnabörnum
og ófáar eru flíkurnar sem Edda
prjónaði á fjölskyldu sína og vini.
Þær eru listaverk.
Við stofnuðum föndurklúbb fyrir
norðan að frumkvæði vinkonu okkar
Úrsúlu Guðmundsson. Í honum var
einnig Halldóra Ingimarsdóttir og
eru þær búsettar á Akureyri. Við
hinar endurreistum klúbbinn fljótt
eftir komuna til Reykjavíkur og höf-
um átt saman margar glaðar stundir
ekki síst hjá Eddu í „Mosó“ sem naut
þess að láta okkur líða vel og snúast í
kringum okkur. Stundum vorum við
leystar út með einhverju góðgæti,
sem hún var nýbúin að búa til, svo
sem sultu, kæfu, heilsubrauði og svo
framvegis. Hún naut þess að gleðja
aðra. Hún var hreinskiptin og glað-
lynd og hlátur hennar var bráðsmit-
andi.
„En þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug lyftist sál mín upp í
mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur og ég tek
þátt í gleði ykkar.“
Já, Edda var þakklát fyrir gjafir
lífsins, fyrir Svein sinn, börn og
barnabörn. Fjölskyldan var fjársjóð-
ur hennar. Við kveðjum Eddu með
þessum línum úr ljóði eftir Stein Sig-
urðsson:
…svo mæt og góð, svo trygg og trú,
svo látlaus, falslaus reyndist þú
eg veit þú látin lifir.
Elsku Sveinn. Við og fjölskyldur
okkar vottum þér og fjölskyldu þinni
einlæga samúð.
Guðrún Jónsdóttir,
Ragnheiður Valdemars-
dóttir, Sigríður Ólafsdóttir
og Þorgerður Árnadóttir.
EDDA ÞÓREY
GUÐLAUGSDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
,
H6
6
6& "')B
) /
9
5
+(
8& ".-''!
0 '+2.".-''!
.- 8""#
,- @& +2.".-''! % .C1""#
! G+2.".-''!
#88 +2.".-''! !.""#
# /$
0%
) ,
:1
6
3
1%1
#
! 8
$
%/' . /
# 8#2.$