Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 15 LJÓSMYNDASTOFAN Myndrún ehf. á Akureyri hefur flutt starf- semi sína í nýtt húsnæði að Hvannavöllum 14, en stofan var áður á öðrum stað í þessu sama húsi. Ljósmyndastofan hefur nú mun stærra húsnæði til umráða en frá því hún var stofnuð fyrir tæpum tveimur árum hafa umsvifin aukist umtalsvert. Rúnar Þór Björnsson ljósmynd- ari hefur fram til þessa rekið stof- una en nú hefur Finnbogi Mar- ínósson ljósmyndari í Reykjavík tekið þar til starfa og er meðeig- andi Rúnars Þórs. Ljósmyndastofan Myndrún hef- ur sinnt allri almennri ljósmyndun og svo verður áfram, en jafnframt er þar eina stafræna stúdíóið á Akureyri. Með umræddum breyt- ingum, nýjum ljósmyndara og stærra húsnæði verður stofan enn betur í stakk búin til að taka við fleiri verkefnum. Ljósmyndastofan verður frá næstu mánaðamótum opin alla virka daga frá kl. 11 til 18. Í tilefni af þessum tímamótum stendur yfir sýning á ljósmyndum Finnboga, en þær hafa verið til sýnis í Reykjavík síðustu mánuði. Sýningin verður opin um næstu helgi eða á laugardag og sunnudag frá kl. 14 til 17. Ljósmyndararnir Rúnar Þór Björnsson og Finnbogi Marínósson á Ljósmyndastofunni Myndrún á Akureyri. Liðsauki og nýtt húsnæði Ljósmyndastofan Myndrún á Akureyri ÞETTA er nú aldeilis veðrið til snjómoksturs en við erum nú að þessu okkur til heilsubótar og maður þarf að hreyfa sig aðeins,“ sagði Þorsteinn Leifsson, íbúi við Birkilund á Ak- ureyri, þar sem hann var að moka bílaplanið við hús sitt ásamt konu sinni Hrafnhildi Bald- vinsdóttur. Hrafnhildur sagði að alltaf safnaðist tölu- verður snjór á bílaplanið hjá þeim hjónum. „Svo virðist sem þetta sé eina planið í götunni sem snjór safnast á og við stökkvum jafnan til og hreinsum það jafnóðum,“ sagði Hrafnhild- ur. Þau hjón voru sammála um að mun minna hefði orðið úr veðri en spáð var og í gærdag var glampandi sól á Akureyri og ágætisveður. Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn og Hrafnhildur moka snjó af bílaplaninu. Snjómokstur er heilsubót REKSTUR fóðurverksmiðjunnar Laxár gekk ágætlega á síðasta ári en um 7,5 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum. Heildarframleiðslan nam um 3.100 tonnum á liðnu ári sem er svipað magn og framleitt var á árinu áður. Þetta kom fram í máli Valgerðar Kristjánsdóttur fram- kvæmdastjóra á aðalfundi félagsins sem haldinn var nýlega. Valgerður sagði að fyrirtækið yrði 10 ára gamalt nú í sumar og væri vissulega ástæða til bjartsýni fyrir þess hönd. Miklar fyrirætlanir væru uppi í fiskeldi hér á landi og ætlaði verksmiðjan sér að vera með í þeirri aukningu sem skapaðist í kjölfarið. „Við erum mjög bjartsýn á framtíð- ina og sjáum fram á að verksmiðjan muni stækka innan fárra ára en við stefnum bæði á aukna sölu innan- lands og eins til Færeyja,“ sagði Val- gerður. Mestur hluti framleiðslu síðasta árs var seldur innanlands en einnig var fóður flutt út til Færeyja og lítils háttar til Danmerkur. Salan innan- lands jókst um 500 tonn en Valgerð- ur sagði fiskeldismenn nýta stöðvar sínar mjög vel. Salan til Færeyja dróst saman á milli ára en mjög hörð samkeppni ríkir á mörkuðum þar, einnig var verð lágt sem og gengi dönsku krónunnar. Tækifæri skapast við aukið fiskeldi Valgerður gerði sterkari stöðu fiskeldis að umtalsefni en nú eru um 50 fiskeldisstöðvar skráðar á Íslandi og áform uppi að auka mjög laxeldi hér á landi. Nefndi Valgerður að bú- ast mætti við að hún muni tífaldast á næstu árum eða úr um 3 þúsund tonna framleiðslu í yfir 30 þúsund tonn. Valgerður sagði að Laxá stefndi að sjálfsögðu á að vera með í aukinni samkeppni en næðust þau markmið félagsins að auka fóðursölu innanlands sem og í Færeyjum myndi ekki líða á löngu áður en af- kastageta verksmiðjunnar yrði full- nýtt. Veltan á síðasta ári var 210 millj- ónir á móti 220 milljónum árið áður en verð á fóðri lækkaði milli ára. Heildareignir félagsins námu í árs- lok 143,3 milljónum króna. Veltufjár- munir voru 76,2 milljónir og skamm- tímaskuldir 23 milljónir. Veltufjárhlutfall var 3,31 og hefur hækkað. Fastafjármunir voru 67,1 milljón og skammtímaskuldir 6,4 milljónir króna en þær hafa lækkað umtalsvert eða um 10 milljónir króna. Heildarskuldir félagsins í lok síðasta árs voru 29,5 milljónir króna og eigið fé 113,8 milljónir. Eiginfjár- hlutfall var því 79,45%. Laxá framleiddi um 3.100 tonn af fóðri á liðnu ári Vilja auka fóðursölu hér og í Færeyjum GENGIÐ hefur verið frá samkomu- lagi um að Nýsköpunarsjóður og fjár- festingasjóðurinn Tækifæri hf. leggi fram 20 milljónir króna til kaupa á meirihluta hlutafjár í MT-bílum í Ólafsfirði af Sigurjóni Magnússyni, aðaleiganda og framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Eftir þessa breytingu á eignarhaldi mun Sigurjón eiga 40% hlutafjár í MT-bílum en Nýsköpunar- sjóður og Tækifæri 60%. Sigurjón Magnússon verður eftir sem áður framkvæmdastjóri fyrirtækisins, en hjá því starfa um tíu manns. Sigurjón Magnússon, bifvélavirki í Ólafsfirði, setti MT-bíla á stofn í árs- byrjun 1999 til þess m.a. að þróa yf- irbyggingar úr trefjaplasti á slökkvi- og björgunarbíla. Á rúmum tveimur árum hafa MT-bílar framleitt tvo slökkvibíla, annan fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu og hinn fyrir sveit- arfélagið Vestmanna í Færeyjum. Fjórir slökkvibílar eru nú í smíðum í Ólafsfirði og eru þrír þeirra þegar seldir til Ólafsfjarðarbæjar, Grundar- fjarðar og Akranesbæjar. MT-bílar hafa einnig hannað og framleitt ýmsar aðrar vörur úr trefja- plasti. Má þar nefna vatnabáta, vist- væn þurrsalerni til notkunar á ferða- mannastöðum og gönguleiðum og yfirbyggingar á litla flutningabíla og snjóbíla. Í frétt frá félaginu í kjölfar þessara breytinga segir að það hafi mikla þýð- ingu fyrir fyrirtækið að fá sjóðina inn í félagið. Með því aukist hlutafé veru- lega og verði það nýtt til áframhald- andi uppbyggingar. Þá sé einnig um að ræða mikla viðurkenningu á þeirri þróunarvinnu og nýsköpun sem verið hefði hjá MT-bílum á síðustu árum og muni það styrkja fyrirtækið til að sækja enn frekar fram á veginn. Haft er eftir Arne Vagn Olsen, sjóðsstjóra fjárfestingasjóðsins Tæki- færis, og Björgvini Njáli Ingólfssyni hjá Nýsköpunarsjóði að þeir hafi trú á MT-bílum og um sé að ræða áhuga- verðan fjárfestingakost. Mikil þekk- ing sé til innan fyrirtækisins á smíði slökkvibíla sem og á öðrum hlutum úr trefjaplasti og sóknarfæri séu veruleg bæði innanlands og utan. Nýsköpunarsjóður og Tækifæri Kaupa meiri- hluta í MT-bílum í Ólafsfirði Akureyrarkirkja Opið hús fyrir eldri borgara OPIÐ hús verður fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju á morgun, fimmtudaginn 29. mars, frá kl. 15 til 17. Flutt verður blönduð dagskrá um ástina, lífið og til- veruna með þátttöku gesta. Jón Árni Sigfússon leikur á harm- oniku. Séra Svavar A. Jónsson flytur bænaorð. Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.