Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 25
Útsölumarkaður
GK REYKJAVÍK
er í fullum gangi á Skúlagötu 17
útsölumarkaðurinn er opinn
alla daga vikunnar frá kl. 12–18
herrafatnaður-dömufatnaður-skór-barnaskór-efni
Reykjavik Collection
Valentiono Jeans
Helmut Lang
Day
Bruuns Bazaar
Calvin Klein
Base
Ahler
Whistles
Minus
Reiss
Jigsaw
pom’dap
fluxa
OLIVER Stone bjó til fína háðs-
ádeilu um fjölmiðlafár og nánast of-
beldisdýrkun í Bandaríkjunum með
sinni umdeildu mynd, Natural Born
Killers. Þeir sem misskildu hana
sögðu að Stone væri ekkert betri en
pakkið sem hann lýsti og væri sjálfur
að upphefja ofbeldið. Ekkert var
fjær sanni. Í 15 mínútum, sem frum-
sýnd var um síðustu helgi, gengur
leikstjórinn og handritshöfundurinn
John Herzfeld í smiðju til Stones að
þessu leyti en hefur ekki erindi sem
erfiði. Hann ætlar að gera það sama,
fjalla um þorsta fjölmiðlana eftir of-
beldi og dýrkun á ofbeldismönnum
og frægðina sem þeir sækjast eftir
og ýtt er undir af fjölmiðlunum, en
myndin hans verður hálfgerður
hrærigrautur, óþarflega ofbeldisfull
og missir einhvern veginn marks
sem þjóðfélagssýn.
Titill hennar er fenginn af kunnum
orðum listamannsins Andy Warhols
sem sagði að hver jarðarbúi ætti eft-
ir að hljóta sína fimmtán mínútna
frægð og hún segir frá tveimur lög-
reglumönnum á höttunum eftir
glæpamönnum frá Austur-Evrópu,
sem fara um New York myrðandi að
lokum sér til frægðar. Robert De
Niro, sem virðist leika í annarri
hverri mynd þessa dagana, er eldri
og reyndari og kann að spila á fjöl-
miðlana, hefur hlotið sína frægð með
því að láta fjölmiðlana vita af því
þegar hann vinnur þrekvirkin. Hinn,
sem Edward Burns leikur eins og
hann sé sífellt að stilla sér upp fyrir
Calvin Kline-auglýsingu, amast út í
fjölmiðlana og græðgi þeirra í of-
beldisfréttir. Þarna er einnig Kelsey
Grammer (hinn óviðjafnanlegi Fras-
ier) sem fulltrúi fjölmiðlanna en hef-
ur sáralítið erindi í raun.
Kannski mesti gallinn við myndina
sé sá að við höfum séð þetta allt sam-
an áður og ekki aðeins í Natural
Born Killers. Myndin á að vera eins-
konar úttekt á lömuðu réttarkerfi
sem býður upp á glufur fyrir bíræfna
morðingja að sleppa í gegnum, einn-
ig fjölmiðladansinum í kringum al-
ræmda ofbeldismenn og hún hefur
ekkert nýtt fram að færa í þeim efn-
um. Hún tapar trúverðugleika sínum
einhvers staðar á milli þess sem hún
er hefðbundin spennumynd og þjóð-
félagsádeila. Þetta tvennt kemur
aldrei heim og saman í meðförum
Herzfelds. Sumir þræðirnir eru aldr-
ei raktir almennilega eins og ástar-
samband De Niros og glæsilegrar
fréttakonu, sem aldrei verður að
neinu. Og De Niro að leika á móti
sjálfum sér framan við spegil er
kannski það klisjukenndasta í allri
myndinni. Herzfeld hefur ákveðnar
meiningar en hann setur þær fram af
of miklum ákafa og myndin hans
verður óþarflega gegnsæ og þunn-
ildisleg fyrir vikið.
Skammlíf frægð
KVIKMYNDIR
L a u g a r á s b í ó ,
S t j ö r n u b í ó ,
B o r g a r b í ó A k u r e y r i
Leikstjóri og handritshöfundur:
John Herzfeld. Aðalhlutverk: Ro-
bert De Niro, Edward Burns, Kels-
ey Grammer, Melina Kanakaredes,
Avery Brooks og Karel Roden. New
Line Cinema 2000.
15 MÍNÚTUR „15 MIN-
UTES“ Arnaldur Indriðason
LAUGARDAGINN síðasta var
opnuð sýning í Gula húsinu á verkum
nokkurra erlendra listnema sem
stundað hafa myndlistarnám hér
heima um lengri eða skemmri tíma.
Sýninguna kalla þeir Forrest, sem
bersýnilega er orðaleikur byggður á
heitinu forest – skógur – og for rest –
til hvíldar. Sýnendurnir er frá sex
þjóðlöndum; tveim asískum – Víet-
nam og Japan – og fjórum evrópsk-
um – Frakklandi, Englandi, Þýska-
landi og Ítalíu.
Það er af sem áður var þegar héð-
an var einstreymi af íslenskum list-
nemum til annarra landa án þess að
við fengjum nokkurn í staðinn frá
öðrum þjóðum. Bein tengsl Listahá-
skólans við umheiminn hafa auðveld-
að erlendum nemendum að sækja sér
hingað nokkurra mánaða menntun
sem skiptinemar. Í staðinn halda ís-
lenskir nemendur til annarra landa
og dvelja þar í jafnlangan tíma. Þeg-
ar þess er gætt að fátt er eins hollt
fyrir hugann og breyttar aðstæður,
nýtt umhverfi og önnur menning má
segja að slík nemendaskipti séu á við
margra missera nám.
Að vísu eru listnemar bundnir af
ýmsum kvöðum sem setja þeim
skorður. Þar er fyrst að telja vanda-
mál á borð við kostnað af gerð flók-
inna og efnismikilla listaverka. Flest-
ir þeirra sem dvelja fáeina mánuði í
öðru landi reyna að komast af með
eins lítil útgjöld og þeim er frekast
unnt.
Þannig er ekki að finna dýr verk í
Gula húsinu heldur hugvitssamlega
nýtingu á ódýrum efniviði.
Sýning þeirra Asami Kaburagi,
Cécile Parcillié, Charlotte Williams;
Juliu Oschatz, Juliu Steinmann,
Luigi Puxeddu, Manuel Ruberto,
Nguyen Viet Thanh og Verenu
Lettmayer er á öllum hæðum hússins
og tekur til fjölbreytilegra hugmynda
og efnisvals. Það er merkilegt að sjá
hve sterk sérkenni landanna eru þeg-
ar öllu er á botninn hvolft. Það er eins
og sýnendur leitist við að byggja verk
sín á grunni þeirrar hefðar sem skap-
ast hefur í heimalöndum þeirra á
undanförnum tveim áratugum.
Ef til vill er þessi fylgni við þjóðleg
sérkenni ómeðvituð. Hún sannar eigi
að síður að hver þjóð á sér sín tján-
ingarlegu sérkenni sem hvergi hafa
glatast þótt samband margra land-
anna – hér er einkum átt við löndin í
Evrópusambandinu – hafi orðið svo
náið að þau mynda orðið eina efna-
hagslega heild.
Þess háttar samruni breytir þó
ekki menningarlegum sérkennum
svo sem tungumáli og venjum, en
hvers konar listsköpun hvílir einmitt
á þeirri undirstöðu sem venjuleg dag-
leg tjáning býr henni. Sú flatneskja
sem menn telja sig sjá samfara stöð-
ugt nánara sambandi landa í millum
sýnir sig á öðrum sviðum en í mynd-
listinni. Að minnsta kosti eru skörp
skil milli listnemanna í Gula húsinu
eftir því hvaðan þeir koma. Sú bábilja
að listsköpun samtímans sé öll á eina
bókina lærð kemur ekki heim og
saman við sýningu nímenninganna
við Lindargötuna. Þar geta menn
hvílst í skóginum og notið þess að sjá
gróður af jafnólíkum toga og trén eru
mörg.
Skógur til hvíldar
MYNDLIST
G u l a h ú s i ð ,
L i n d a r g ö t u
Til 30. mars. Opið daglega
frá kl. 15–18.
BLÖNDUÐ TÆKNI – NÍU
ERLENDIR LISTNEMAR
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Eitt af verkunum á sýningunni í Gula húsinu.
Halldór Björn Runólfsson
SÍÐASTA sýning á Abigail heldur
partí sem sýnt er á Litla sviði Borg-
arleikhússins, verður á morgun,
fimmtudagskvöld, kl. 20. Verkið,
sem er eftir Mike Leigh, var frum-
sýnt í nóvember sl.
Leikurinn gerist eina kvöldstund
á heimili hjónanna Beverly og
Laurence. Beverly, sem Margrét
Helga Jóhannsdóttir leikur, er af-
skaplega þreytandi og lítt dönnuð
húsfreyja sem er umhugað um að
vera hinn fullkomni og heillandi
gestgjafi, en tekst það einhverra
hluta vegna ekki sem skyldi. Laur-
ence, leikinn af Hjalta Rögnvalds-
syni, er dæmigerður vinnuþjarkur,
á sífelldum þönum vegna vinnunn-
ar og skipana konu sinnar. Leik-
stjóri er Hilmir Snær Guðnason.
Harpa Arnardóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir
og Sóley Elíasdóttir í Abigail heldur partí.
Síðasta sýning á
Abigail heldur partí