Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 24

Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ niður vegna veikinda. Þrír nemar úr Nýja tónlistarskólanum, Hrafnhildur Stefáns- dóttir og Hrafnhildur Linnet á fiðlur og Edda Björnsdóttir á selló, léku þar næst tríó eftir Ragnar fyrir tvær fiðl- ur og selló tileinkað nemendum skólans. Þetta vel heppnaða kennsluverk var í þrem þáttum, fyrst fallegt lít- ið siciliano, þá hægur sálm- eða kóralkenndur miðþáttur, og loks eins konar rondóþáttur, þar sem brá fyrir tilbrigð- um um þjóðlagið Hættu að gráta hringaná. Hljómaði verkið í senn hugvitssamt og kliðfagurt í meðför- um stúlknanna. Mikill tærleiki var yfir söng Margrétar Bóasdóttur við orgelund- irleik Bjarna Þórs Jónatanssonar í textalausu Dórísku vókalísu unga franska orgelmeistarans Jehans Alain, að sögn kynnis eitt uppáhalds- tónskálda Ragnars, sem látizt hefði um aldur fram í þýzkum fangabúð- um í seinni heimsstyrjöld. Karlakórinn Fóstbræður, sem Ragnar Björnsson stjórnaði um ára- bil, hefur síðan mátt telja framvarð- EFNT var til tónleika í minningu Ragnars Björnssonar fyrrum dóm- organista, skólastjóra Nýja tónlist- arskólans og tónlistargagnrýnanda á Morgunblaðinu, í Langholtskirkju á sunnudaginn var, og kom fjöldi hljómlistarmanna við sögu. Fyrst lék Árni Arinbjarnarson hina íhugulu Fantasíu-Funebre Ragnars fyrir orgel frá 1972 til minningar um meistara Kjarval og fórst vel úr hendi. Eftir minningarávarp Atla Heimis Sveinssonar tónskálds átti skv. tónleikaskrá að flytja sönglag Ragnars við ljóð Halldórs Laxness, Únglingurinn í skóginum, en það féll arsveit til endurnýjun- ar á einhverri íhalds- sömustu tóngrein sem um getur í íslenzku tónlistarlífi, þökk sé ekki sízt tónsmíðum hans handa kórnum. Fóstbræður sungu undir skýrri og hvetj- andi stjórn Árna Harð- arsonar stutt og kyrr- látt lag Poulencs, Lítil bæn heilags Frans frá Assisi, hið rismikla Ave Maria eftir Bruckner, en síðan hina seiðandi Vöggu- vísu Ragnars við „klukku-undirsöng“ í 2. bassa, og skorti hvorki mýkt né þrótt. Þá söng kórinn bráðfallegt lag eftir Arnas Järnefelt, Svanurinn, og loks sænska þjóðlagið Hæ, tröllum og sem aukalag Sefur sól hjá Ægi; öll vinsæl viðfangsefni á stjórnarárum Ragnars Björnssonar. Eftir hlé flutti Elísabet Þórðar- dóttir hina miklu Ballöðu Chopins í g-moll Op. 23 af töluverðu áræði, og systurnar Jóhanna Guðríður og Ragnheiður Linnet sungu af tilfinn- ingu tvo dúetta eftir Robert Schu- mann með Bjarna Þór Jónatansson við píanóið, Wenn ich ein Vöglein wär’ og Herbstlied. Cantate Domino, lítil kantata eða „geistlegur konsert“ eftir Danann mikla í Lübeck, Diet- rich Buxtehude, var næst á skrá; kirkjutónlist frá miðbarokkskeiði eins og hún gerist ljóðrænust. Þetta fagra verk var ljómandi fallega sungið af Kór Nýja tónlistarskólans undir skeleggri stjórn Sigurðar Bragasonar við orgelleik Árna Ar- inbjarnasonar, en í millihluta sungu Stefán Bjarnason, Gyða Björgvins- dóttir og Anna Margrét Óskarsdótt- ir einsöng og samsöng með mikilli prýði, enda vel hljómandi raddir í blóma æskunnar. Að þessu loknu voru frumflutt tvö íslenzk verk til minningar um Ragn- ar Björnsson. Fyrst lék Árni Arin- bjarnason Postludium fyrir orgel eftir Jón Nordal. Það kom fyrir sem víðfeðmt verk og litríkt, gætt ýmist tignarlegri eða dramatískri hljóma- beitingu, en þess á milli sérkenni- legu myndrænu lagferli sem virtist stundum vísa í umbreytt minnisbrot úr Liljulaginu forna. Eftir Atla Heimi Sveinsson fluttu þar á eftir Áshildur Haraldsdóttir á flautu, Kolbeinn Bjarnason á bassaf- lautu, fiðluleikarnir Auður Haf- steinsdóttir og Zbigniew Dubik ásamt Þorsteini Gauta Sigurðssyni á píanó kvintettinn Minningar. Trega- blandið en þó einnig á köflum táp- mikið lítið kammerverk sem naut töluverðrar fjölbreytni í áferð og til- finningalegu inntaki, þó að áhöfnin byði í aðalatriðum upp á þéttskipuð hljómferli á efra sviði. Síðust á dagskrá var Chaconna Páls Ísólfssonar fyrir orgel í snöf- urlegum flutningi eftirmanns Ragn- ars Björnssonar í dómorganistasæti, Marteinn Hunger Friðriksson. Með því glæsilega verki lauk viðamiklum og margbreytilegum tónleikum í minningu tónlistarfrömuðar sem miklu kom til leiðar í íslenzku tónlist- arlífi, hvort heldur ungum sem eldri til gagns, ánægju og þroska. Í minningu tónlistar- frömuðar TÓNLIST L a n g h o l t s k i r k j a Tónleikar til minningar um Ragnar Björnsson. Flutt verk eftir Ragnar Björnsson, Alain, Poulenc, Bruckn- er, Järnefelt, Chopin, Schumann, Buxtehude, Jón Nordal (frumfl.), Atla Heimi Sveinsson (frumfl.) og Pál Ísólfsson. Árni Arinbjarnarson, orgel; Hrafnhildur Stefánsdóttir og Hrafnhildur Linnet, fiðlur; Edda Björnsdóttir, selló; Margrét Bóas- dóttir sópran; Bjarni Þór Jón- atansson, orgel; Karlakórinn Fóst- bræður u. stj. Árna Harðarsonar; Elísabet Þórðardóttir, píanó; Jó- hanna Guðríður Linnet sópran; Ragnheiður Linnet mezzosópran; Kór Nýja tónlistarskólans undir stjórn Sigurðar Bragasonar; Gyða Björgvinsdóttir sópran, Anna Margrét Óskarsdóttir mezzosópran og Stefán Bjarnason bassi; Áshildur Haraldsdóttir, flauta; Kolbeinn Bjarnason, bassaflauta; Auður Haf- steinsdóttir og Zbigniew Dubik, fiðlur; Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanó; Marteinn Hunger, orgel. Ávarp: Atli Heimir Sveinsson. Kynnir: Kolbeinn Bjarnason. Sunnudaginn 27. marz kl. 17. MINNINGARTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Ragnar Björnsson LJÓSMYNDIN og málverkið hafa att kappi allt frá því framköllunar- tæknin kom fram á fyrri hluta nítjándu aldar. Auðvitað voru ógnir uppfinningarinnar ýktar úr hömlu og frægt upphlaup franska málarans Pauls Delaroche – „Málaralistin er búin að vera!“ – táknuðu ekki annað en það að hans eigið pródúkt var dauðadæmt vegna akademískrar sótthreinsunar sem hann tileinkaði sér á seinni hluta ævinnar. Um það er miklu minna rætt að ljósmyndin hafði mjög jákvæð áhrif á málaralistina strax eftir að Daguerre opinberaði uppgötvanir sínar árið 1838. Ingres, Delacroix og Corot tóku ljósmyndina strax í þjónustu sína og nýttu sér hana óspart. Mál- verk Edouard Manet og Edgar Degas litu trúlega allt öðruvísi út ef ljósmyndatæknin hefði ekki komið til sögunnar. En hvers vegna er þessi ómerki- lega togstreita þá enn við lýði hér heima, því ekki hefur undirritaður orðið eins var við slíka þvælu er- lendis, nema ef vera kynni í Noregi, hjá nánustu frændum okkar sem við líkjumst einna mest? Trúlega er það einmitt fjarlægð okkar norrænna manna frá uppsprettum klassískrar málaratækni – Ítalíu, Spáni og Frakklandi – sem magnar upp ofurást okkar á tæknibrögðum, eins og það að ná ljósmyndrænum effekt- um með pensli væri upphaf listar- innar og endir. Það er óvart mæli- kvarðinn á tilfinningu manna fyrir myndlist hvort þeir láta ofurnuddið villa sér sýn. Þeir sem minnst skyn- bragð bera á myndlist hengja sig í of- urfágunina í stað þess að reyna að fatta „djókinn“ svo notuð séu orð Megasar. En nú snýr Ragnar Óskarsson þessum tilraunum á haus og hermir eftir málaralistinni með stafrænni myndavél. Hann hreyfir hana í töku til að ná fram effektum sem við þekkjum allvel úr myndmáli þýska málarans Gerhards Richter, en hann var kynntur fyrir okkur á Listasafni Íslands ekki alls fyrir löngu. Líkt og Richter komst að snemma á sjöunda áratugnum má minnka bilið milli málaralistar og ljósmyndunar með því að líkja eftir loðinni ljósmynd. Ragnar nær ígildi pensilfara og línuteikninga með hreyfingum sínum svo að á stundum er erfitt að greina mun á ljósmyndum hans og abstrakt- málverkum. Sumar myndanna eru sláandi fagrar hvernig sem á tæknina er litið. Af sýningu Ragnars má ráða að smám saman muni fjara út mun- urinn á málaðri og tekinni mynd. Næstum eins og málverk LJÓSMYNDIR Í s l e n s k g r a f í k Til 1. apríl. Opið um helgar frá kl. 14–18. RAGNAR ÓSKARSSON Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson Tvær af myndum Ragnars Óskarssonar hjá Íslenskri grafík í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Halldór Björn Runólfsson ÞRIÐJU tón- leikar á Vilbergs- dögum í Garða- bæ verða haldnir á sal Tónlistar- skóla Garða- bæjar í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20. Tónleikarnir hefjast á flutn- ingi Sigrúnar Eð- valdsdóttur og Richards Simm á Vals scherzó fyrir fiðlu og píanó eftir Tsjajkovskíj. Þá verða frum- flutt nokkur verk sem samin voru sérstaklega fyrir þessa hátíð. Það eru þau Hallveig Rúnarsdóttir og Richard Simm sem flytja tvö söng- lög fyrir sópran og píanó eftir Huga Guðmundsson og er annað þeirra, Brosbrjótur, frumflutt. Þá verða frumflutt tvö verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Nocturne fyrir óbó og gítar sem þeir Peter Tompkins og Pétur Jónasson leika og Vocalisu fyrir átta sópransöngkonur og eitt selló. Það eru þær Hallveig Rúnars- dóttir, Hanna Björk Guðjónsdóttir, Heiðrún Hákonardóttir, Hildigunn- ur Halldórsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Hrafnhildur Sigurð- ardóttir, Margrét Sigurðardóttir og Marta Guðrún Halldórsdóttir. Sigurður Hall- dórsson leikur á selló. Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran syngur fyrsta lag eftir hlé, Sequensa eftir L. Berío, við undirleik Arnar Magnússonar píanóleikara. Þá koma fram tveir djasshópar. Í þeim fyrri eru Hilmar Jensson, Matthías Hemstock, Pétur Grétarsson og Sigurður Halldórsson. Þeir flytja samtengd verk eftir þá Hilmar og Pétur þ.e. Kóral hafsins eftir Pétur, Traust 1 og 2 eftir Hilmar og Þol- inmæði eftir Pétur. Seinni djass- hópurinn er skipaður þeim Ómari Guðjónssyni, Pétri Grétarssyni og Sveini Áka Sveinssyni. Þeir flytja Lament eftir J.J. Johnson, Bessies blues eftir John Coltrain og No more eftir Sonny Rollins og lýkur tónleikunum með leik þeirra. Aðgangseyrir er 1.500 og rennur allur ágóði í minningarsjóð um Vil- berg Júlíusson. Verk fyrir átta sópr- ana á Vilbergsdögum Örn Magnússon Marta Guðrún Halldórsdóttir LEIKFÉLAG Rangæinga sýnir um þessar mundir leikritið Bless- að barnalán eftir Kjartan Ragn- arsson í leikstjórn Margrétar Tryggvadóttur. Leikritið, sem sýnt er í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli, hefur hlotið góðar við- tökur og hefur verið vel sótt að sögn formanns Leikfélags Rang- æinga, Þorsteins Ragnarssonar, enda var þessi þekkti farsi afar vinsæll á árum áður hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Tólf leikarar koma fram 12 leikarar koma fram í verk- inu og eru aðalhlutverkin í hönd- um þeirra Arndísar Pétursdóttur sem leikur Þorgerði, Þorbjargar Atladóttur sem leikur Ingu og Bergsveins Theódórssonar sem leikur séra Benedikt. Alls hafa um 30 manns komið að uppsetn- ingu verksins og fer sýningum fækkandi. Blessað barnalán í Hvolnum Morgunblaðið/Steinunn Ósk Úr sýningunni Blessað barnalán í Hvolnum. Hvolsvöllur. Morgunblaðið. Gallerí Sævars Karls Sýningu Katrínar Sigurðardóttur í Galleríi Sævars Karls lýkur á morgun, fimmtudag. Á sýningunni er stærsta verk sem sett hefur verið upp í galleríinu. Katrín breytir rým- inu á nýstárlegan hátt, áhorfandinn gengur inn í verkið og út úr því aftur inn í annan heim, þar sem hann virð- ir fyrir sér verkið að utan, gengur upp tröppur og skoðar það að ofan. Sýningu lýkur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.