Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 37
feigðina nálgast. En teningunum var
varpað. Það var haldið í sólina og lífs-
ins notið í tvo eða þrjá daga. Móður af
dansi við sína heittelskuðu settist
Hörður niður og var allur. Þannig var
Hörður Björnsson, aldrei mínúta til
spillis.
Hörður Björnsson er í dag kvadd-
ur frá kirkjunni í Seltjarnarnesi,
kirkjunni sem hann hannaði í grunn
og taldi sitt höfuðverk. Með Herði er
genginn vammlaus drengur og vin-
margur. Aldrei lagði hann til nokkurs
manns og „ekkert vildi honum mein
gjöra“. Hörður Björnsson átti gott líf,
dæmafáa heilsu, indælt heimili og
heilbrigð börn. Hann óskaði sér
einskis frekar. Starfið og stormurinn
var hans vettvangur. Sólarlönd hent-
uðu ekki þessum syni heiðarinnar.
F.h. Almennu verkfræðistofunnar
hf.
Pétur Stefánsson.
Kveðja frá Lionsklúbbi
Kópavogs
Það er ávallt sárt að missa góðan
félaga og vin. Hugurinn leitar til lið-
inna samverustunda svo sem funda
og ferðalaga sem við tregum að verði
ekki fleiri. Þakklæti er ofarlega í
huga fyrir að hafa átt því láni að
fagna að kynnast góðum manni og
traustum Lionsfélaga.
Hörður Björnsson gekk til liðs við
Lionsklúbb Kópavogs 1960 og starf-
aði þar af einurð og trúmennsku æ
síðan. Hann var fyrsti félaginn sem
gekk til liðs við þá nýstofnaðan Lions-
klúbb í Kópavogi. Hann gegndi
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
klúbbinn, jafnt innan klúbbs sem fyr-
ir Lionsumdæmið. Hörður var for-
maður Lionsklúbbs Kópavogs 1967-
1968. Í um 30 ár var hann stallari okk-
ar og sinnti hann því starfi af
einskærri alúð og virðugleika. Hann
hafði velferð og hagsmuni klúbbsins
ávallt að leiðarljósi og hafði ekki
misst úr fund frá því hann gekk til liðs
við Lionsklúbbinn.
Svo sjálfsögðum hafa stjórnir
klúbbsins tekið honum sem stallara
að þetta er eina embættið innan
klúbbsins svo vitað sé að aldrei hefur
verið kosinn varamaður í. Þetta er
mér umhugsunarefni um mannkosti
og áreiðanleika þess Lionsfélaga sem
við nú kveðjum. Með hverjum félaga
mótast heildin og Hörður Björnsson
lagði svo sannarlega sinn skerf á vog-
arskálina til mótunar og eflingar
Lionsklúbbs Kópavogs. Sérstaklega
áttu yngri og óreyndari félagar hauk í
horni þar sem Harðar gætti. Hann
var einstaklega ljúfur maður og
hreinskiptinn og var þess vegna auð-
velt og gott að leita ráða hjá honum.
Að leiðarlokum vil ég þakka honum
lærdómsrík samskipti og traust sam-
starf liðinna ára. Hvíl í friði kæri vin-
ur.
Við Lionsfélagar vottum eftirlif-
andi eiginkonu, Þórhöllu Kristjáns-
dóttur, svo og fjölskyldu allri, okkar
dýpstu samúð.
Ólafur H. Georgsson, formaður.
Fallinn er í valinn einn af dyggustu
og áhugasömustu stuðningsmönnum
Tónlistarskóla Kópavogs, Hörður
Björnsson tæknifræðingur. Hörður
gekk til liðs við Tónlistarfélag Kópa-
vogs fyrir um þrjátíu árum, en Tón-
listarfélagið á og rekur Tónlistarskól-
ann. Á aðalfundi Tónlistarfélagsins
1973 var Hörður kosinn í stjórn og
var frá þeim tíma ritari félagsins allt
þar til hann baðst undan endurkosn-
ingu á aðalfundi á sl. ári eða í alls 27
ár. Var hann jafnframt ritari skóla-
nefndar Tónlistarskóla Kópavogs
sama tíma. Hörður var góður ritari er
kunni þá list að greina frá því sem
gerðist á fundum á hnitmiðaðan hátt í
ekki allt of löngu máli, en halda þó öll-
um atriðum, er máli skiptu, til haga.
Eru fundargerðir hans merk og
ómetanleg heimild um starfsemi Tón-
listarfélagins og skólans um nærri
þriggja áratuga skeið. En Tónlistar-
félagið naut starfskrafta Harðar á
fleiri sviðum. Er félagið keypti hús-
næði í Hamraborg 11 hér í bæ þurfti
að innrétta það fyrir starfsemi tón-
listarskólans. Bauð Hörður þá fram
reynslu sína og þekkingu á hönnun og
byggingu húsa og teiknaði allt sem
teikna þurfti í því sambandi, auk þess
sem hann hafði eftirlit með fram-
kvæmdum fyrir félagsins hönd.
Að leiðarlokum lokum eru Herði
Björnssyni þökkuð áratuga óeigin-
gjörn en hljóðlát störf í þágu tónlist-
armenntunar í Kópavogi. Samstarfs-
fólk hans mun ávallt minnast hins
glaða og hressa drengskaparmanns
með virðingu.
Eiginkonu hans og börnum eru
sendar innilegustu samúðarkveðjur.
Runólfur Þórðarson.
Góður vinur og félagi, Hörður
Björnsson byggingarfræðingur, lést
hinn 9. mars sl. liðlega 81 árs gamall.
Þótt árin væru orðin nokkuð mörg
kom skyndilegt andlát hans okkur
starfsfélögum hans mjög á óvart,
enda hafði hann verið heilsuhraustur
og mætti í vinnu sína á hverjum degi,
þar sem hann vann fullan vinnudag
svo sem venja hans hafði verið alla
tíð.
Hörður Björnsson fæddist 11.
febrúar 1920 í Veturhúsum í Jökul-
dalsheiði og varð því 80 ára á sl. ári.
Þeim tímamótum fagnaði Hörður og
fjölskylda hans ásamt vinum og
vandamönnum fjölmörgum með veg-
legri og eftirminnilegri samkomu úti í
Viðey.
Eftir stúdentspróf frá Menntaskól-
anum á Akureyri hóf Hörður starfs-
feril sinn hjá Almenna bygginga-
félaginu í Reykjavík sem tækni-
teiknari árið 1942, en fór síðan til
náms í byggingarfræði/húsahönnun
við Stockholms Tekniska Institut
1945, þar sem hann lauk prófi 1947.
Að námi loknu kom hann aftur til
starfa hjá Almenna byggingafélaginu
og vann þar allt til ársins 1961 við
gerð arkitektateikninga af ýmsum
mannvirkjum, svo sem Áburðarverk-
smiðjunni í Gufunesi og Sements-
verksmiðjunni á Akranesi.
Sjálfstæðan rekstur eigin teikni-
stofu hóf Hörður 1961 og hafði lengst
af aðsetur í húsnæði Almenna bygg-
ingafélagsins og síðar Almennu verk-
fræðistofunnar, þar sem hann starf-
aði allt til dauðadags.
Hörður var alla tíð hrókur alls
fagnaðar í hópi vinnufélaganna þau
hartnær 60 ár sem hann átti samflot
með starfsfólki Almenna bygginga-
félagsins og Almennu verkfræðistof-
unnar.
Fjölmargar góðar minningar koma
upp í hugann um góðan og skemmti-
legan félaga við andlát Harðar. Hann
tók þátt í starfi og tómstundum
starfsfólksins af lífi og sál og gaf hin-
um yngri ekkert eftir á ferðalögum
og á starfsmannaskemmtunum allt
fram til hins síðasta. Var áberandi
mjög hvað Hörður og Halla kona
hans tóku mikinn þátt í dansi á sam-
komum okkar og leyndi sér ekki hve
Hörður hafði mikla ánægju af þeirri
skemmtan. Má reyndar segja að
hann hafi dansað fram í andlátið, því
svo vildi til að Hörður lauk sínum síð-
asta dansi með konu sinni í bókstaf-
legri merkingu örfáum mínútum áður
en hann varð bráðkvaddur í vetrarfríi
á Kanaríeyjum föstudaginn 9. mars
sl.
Sú hefð komst snemma á hjá Al-
menna byggingafélaginu að spila
brids í hádeginu og kaffitímum.
Hörður tók þátt í spilamennskunni af
miklum áhuga og hefur sennilega
ekki misst þar nokkurn dag úr nema
lögleg forföll hafi hamlað. Autt og
áberandi skarð hefur nú myndast við
spilaborðið.
Hörður var sjálfs sín herra frá 1961
og stundaði sín störf sem húsateikn-
ari af mikilli elju og dugnaði og hafði
lengst af yfirdrifin verkefni, sem sýn-
ir að fagleg störf hans hafa verið mik-
ils metin af öllum þeim sem til hans
leituðu. Hann hlaut margar viður-
kenningar og verðlaun fyrir störf sín,
m.a. fyrstu verðlaun í samkeppni um
Seltjarnarneskirkju og fer því vel á
því að hann skuli nú hefja sínu síðustu
för frá því glæsilega mannvirki, sem
hann átti drjúgan þátt í að skapa.
Við starfsfélagar Harðar kveðjum
hann hinstu kveðju með þakklæti fyr-
ir langt og ánægjulegt samstarf og
við Marta flytjum Höllu, börnum og
barnabörnum innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum guð að blessa
minningu góðs drengs og vinar.
Svavar Jónatansson.
✝ Árni Sigurðssonfæddist í Vest-
mannaeyjum 9. apríl
1918. Hann lést á
lungnadeild Vífils-
staðaspítala 19. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Sigríður Árnadóttir,
f. 10. apríl 1886, d. 19.
september 1972, og
Sigurður Björnsson,
f. 29. maí 1886, d. 9.
júní 1928. Árni átti
tvö systkini, Stefaníu,
f. 18. ágúst 1909, d.
22. september 1986,
og Jón, f. 7. nóvember 1911, d. 26.
júní 2000. Árni kvæntist hinn 9.
desember 1950 Vilborgu Strange,
f. 22. febrúar 1923. Foreldrar
hennar voru Victor Strange, f. 2.
september 1896, d. 4. ágúst 1975,
og kona hans, Hansína Strange, f.
8. júní 1900, d. 1. maí 1986.
Börn Árna og Vilborgar eru 1)
Sigríður Victoría, f. 25.7. 1951,
maki Guðmundur Svavarsson, f.
3.3. 1949, dóttir þeirra er Hulda
Karen, f. 4.10. 1983. 2) Garðar, f.
9.7. 1954, maki Kristrún Stefáns-
dóttir, f. 4.1. 1955, þeirra dætur
eru Kristrún Lísa, f.
21.5. 1975, sambýlis-
maður hennar er Jó-
hann Fr. Ragnars-
son, f. 25.8. 1974, og
Vilborg Anna, f. 8.4.
1983. 3) Þorvaldur, f.
4.3. 1964, maki Helga
Birna Ingimundar-
dóttir, f. 14.7. 1968,
þeirra börn eru Árni
Þórmar, f. 14.1. 1993,
og Drífa Guðrún, f.
22.7. 1998.
Árni fluttist til
Reykjavíkur 1947 og
hóf þá störf sem sýn-
ingarmaður við Austurbæjarbíó.
1958 fluttust þau hjónin til Innri-
Njarðvíkur og hófu þar rekstur
eigin verslunar til ársins 1973 þeg-
ar þau fluttust til Keflavíkur. Sam-
hliða verslunarrekstri þeirra
hjóna starfaði hann sem sýningar-
maður við Nýja bíó í Keflavík. Árið
1973 varð hann sýningarstjóri við
sama kvikmyndahús og sinnti því
starfi til ársins 1993 þegar hann lét
af störfum sökum aldurs.
Útför Árna fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Jæja, elsku afi minn. Nú er síðasta
bíómyndin þín á enda, eins og Þor-
valdur sagði um daginn. Þó svo að
þessi endir sé búinn að vera erfiður
fyrir okkur öll var samt gott að hann
dróst ekki á langinn og það er ég ólýs-
anlega þakklát fyrir. Ég bað svo oft
fyrir þér á kvöldin og ég bað líka fyrir
ömmu, því þetta er búið að vera svo
erfitt fyrir hana. Mér fannst ofsalega
gott þegar við hittumst öll fjölskyldan
um daginn heima hjá ömmu. Það var
góður endir á erfiðum degi. Ég ætla
ekki að hafa þetta langt af því að ég
kvaddi þig svo vel um daginn þegar
við vorum bara tvö og enginn að trufla
okkur. Þar áttum við gott samtal og
mér leið betur eftir það. Elsku besti
afi minn, ég óska þess að þér líði vel
hjá Guði og ég veit að hann passar þig
fyrir okkur. Ég ætla líka að biðja Guð
að passa ömmu og pabba, Þorvald og
Sirrýju. Ég veit að ég sé þig aftur
seinna, en þangað til verða minning-
arnar að nægja. Ég elska þig, afi
minn, og hafðu það nú gott, hvar sem
þú ert. Þitt barnabarn,
Vilborg Anna.
Elsku, elsku afi minn er dáinn. Ég
sakna hans mjög en að sama skapi er
gott að hann fékk að fara svo hann
þyrfti ekki að þjást meira. En með
honum hverfur á braut stór þáttur í
mínu lífi. Þegar ég var lítil var ég eina
barnabarn ömmu minnar og afa í tæp
8 ár og ég fékk óskipta athygli þeirra
beggja. Allt sem litla prinsessan
þeirra vildi fékk hún, jæja, næstum
allt. Ég mun aldrei gleyma því hvað
það var gaman að vera hjá ömmu og
afa í Kefló þar sem maður fékk að
horfa á gamlar og góðar teiknimyndir
í flotta myndbandstækinu þeirra og
oftar en ekki fékk ég grænan frost-
pinna meðan ég horfði á myndirnar.
Það besta sem ég fékk hjá ömmu og
afa var ristað franskbrauð án skorp-
unnar. Mér fannst algjört æði að
þurfa ekki að borða skorpuna. Afi
minn var sýningarstjóri í Nýja bíói í
Keflavík og ég var dyggur stuðnings-
maður hans þar á bæ. Fylgdi honum
marga sunnudagana í bíó og fékk að
valsa um að vild og sjá bíómyndirnar
eins oft og ég vildi. Eftir því sem ég
eltist fór ég að inna af hendi ýmis
smávægileg störf í bíóinu hjá afa, ég
fékk að vera í miðasölunni, afgreiða í
sjoppunni og rífa af miðunum í hurð-
inni ásamt því að ganga um salinn eft-
ir sýningu og tína rusl. Þessi tími með
afa er mér ómetanlegur og ég á aldrei
eftir að gleyma þessu. Þegar afi veikt-
ist í vetur tók við erfiður tími og mað-
ur er aldrei undirbúinn fyrir það að
afi manns deyi. En fjölskyldan stend-
ur saman sem einn maður og við fáum
öll styrk hvert hjá öðru. Ég veit að afi
vakir yfir okkur öllum og passar okk-
ur öll og hann veit hve mikið ég sakna
hans. Undanfarin ár hafði ég mikið
samband við ömmu mína og afa og ég
sé það núna hve ómetanlegt það er að
hafa hringt í þau bara til að segja hæ
og kíkja við hjá þeim þegar maður átti
leið suðureftir. Elsku afi, ég elska þig
og ég mun aldrei gleyma þér. Passaðu
ömmu mína.
Þín
Lísa.
Elsku afi.
Þakka þér fyrir að vera alltaf svo
góður við mig. Ég gat alltaf komið
með dótið mitt til þín ef það hafði orð-
ið fyrir óhappi og þú gerðir við það
þannig að það varð eins og nýtt. Ég
sakna þín mjög mikið. Það var svo
gaman að vera með þér í Hollandi
þegar þú varðst 80 ára. Mér fannst
líka svo gaman að fara með þér og
ömmu í Skaftafell í fyrrasumar og þú
sagðir mér frá sögunum þegar þú
varst lítill strákur í sveit. Ég elska
þig, afi.
Þinn
Árni Þórmar.
Látinn er Árni Sigurðsson sýninga-
stjóri og starfsmaður minn um langt
árabil. Árni, eða nafni eins og við köll-
uðum hvor annan, var fæddur í Vest-
mannaeyjum 9. apríl 1918, þar stund-
aði hann ýmis störf m.a. sem
sýningamaður við kvikmyndahúsið í
Eyjum. En það kom að því að hann
fluttist til Reykjavíkur og gerðist
verslunarmaður hjá Kjötverslun
Tómasar á Laugavegi 2. Ásamt því
starfaði Árni sem sýningamaður hjá
Tripólíbíói og svo síðar hjá Austur-
bæjarbíói. Um svipað leyti festi hann
ráð sitt og gekk að eiga hina gjörvu-
legu konu frú Vilborgu Strange. Vil-
borg og Árni bjuggu í Reykjavík
þangað til um 1958 að þau fluttu til
Njarðvíkur og hófu verslunarrekstur
í Innri-Njarðvík. En ekki dugði versl-
unarreksturinn hjá Árna því hann
vildi gera eitthvað meira og það mun
hafa verið um 1965 sem hann hóf sýn-
ingarstörf hjá tengdaforeldrum mín-
um í Keflavík, þeim Birni Snæbjörns-
syni og Elísabetu Ásberg í Nýja bíói,
Keflavík. En það var árið 1967 þegar
konan mín og ég tókum við rekstri
Nýja bíós að ég kynntist Árna Sig-
urðssyni. Þar sá ég að fór maður sem
kunni til sinna verka og ef það var
eitthvað sem þurfti að laga þá var
Árni búinn að því um leið. Kringum
1970 hættu Árni og Villa verslunar-
rekstrinum í Njarðvík. Sjálfur stund-
aði ég mína dagvinnu í Reykjavík og
rak heildverslun með plastvörur. Ég
sá leik á borði og bauð Árna dagvinnu
í Reykjavík og í fimm ár keyrðum við
saman til Reykjavíkur til starfa. Á
leiðinni heim á kvöldin frá Reykjavík
kom það oft fyrir að nafni sofnaði en
það var eins og við manninn mælt að
alltaf vaknaði hann um það leyti sem
ég var að koma að afleggjaranum nið-
ur í Njarðvík.
Við fórum stundum saman til út-
landa, ein ferðin var sú lang minn-
isstæðasta. Það var ferð í bíl frá Costa
del Sol upp alla Evrópu til Amster-
dam í Hollandi. Við vorum þrír saman
og lentum í miklum ævintýrum á leið-
inni. Mér er það alltaf minnisstætt
hvað nafna fannst gaman að tala um
þessa ferð, enda engin furða því lífleg
var hún, og ég man alltaf hvað það var
gott að fá uxahalasúpuna í Karlsruhe
í Þýskalandi, en Árni fann hana í sjálf-
sala um miðja nótt.
Það var árið 1982, þegar við fjöl-
skyldan fluttu til Reykjavíkur, um
það leyti þegar við hófum kvikmynda-
húsarekstur í höfuðborginni 2. mars,
að Árni tók við rekstri Nýja bíós og
var bæði sýningastjóri og rekstrar-
stjóri. Því starfi gengdi hann allt til
ársins 1994 þegar hann kom til mín og
sagði að nú væri nóg komið og tími
fyrir yngri menn að taka við.
Árni og Villa höfðu gaman af því að
ferðast til útlanda og ekki eru þær fá-
ar ferðirnar sem þau hafa farið í sól-
ina til Spánar og víðar. Þau eignuðust
þrjú börn, þau Sirrý, Garðar og Þor-
vald, sem vinnur hjá þeim sem þetta
skrifar. Ég vil þakka nafna mínum
fyrir allt sem hann hefur gert fyrir
mig og mína fjölskyldu og þakka hon-
um samstarfið í öll þau 30 ár sem við
störfuðum saman. Við Guðný og fjöl-
skyldan sendum Villu, Sirrý, Gæja,
Þorvaldi og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð
styrkja ykkur á þessari stundu.
Árni Samúelsson.
ÁRNI
SIGURÐSSON
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.