Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKT lögfræðifyrirtæki hefur nú tekið formlega að sér að sækja skaðabætur á hendur bandarískum tóbaksframleiðendum fyrir hönd 18 Íslendinga, sem hafa orðið fyrir heilsutjóni í kjölfar reykinga. Að sögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns, sem hefur ásamt Gunn- ari G. Schram lagaprófessor haft milligöngu um að koma hópi Íslendinga í samband við bandaríska lögfræðifyrirtækið, eru nú komnir á undirritaðir samningar á milli bandarísku lögmannsstofunnar og Íslendinganna um bóta- kröfur á hendur bandarískum tóbaksframleið- endum. Boðin aðstoð við gagnaöflun hér innanlands „Nú er þess bara beðið að bandarísku lög- mennirnir gefi fyrirmæli um gagnaöflun í mál- unum hér,“ segir Jón Steinar. Þar sem gengið hefur verið frá samningum er málið nú í höndum bandarísku lögmanns- stofunnar sem verður í beinu samningssam- bandi við sína íslensku umbjóðendur um fram- haldið. ,,Þeim hefur auðvitað verið boðin aðstoð við alla gagnaöflun hér innanlands vegna málsins og er þess nú að bíða að þeir láti í sér heyra um það,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður. Undirbúningur málaferla gegn bandaríska tóbaksiðnaðinum Semja við bandaríska lögmenn MIKIÐ líf var í Reykjavíkurhöfn í gær en þá mátti sjá æðarfugla synda milli bryggjustólpa í leit að æti en þeir borða ýmis lindýr, svo sem krækling og beitukóng, en einnig krabba, krossfiska og mar- flær. Tilhugalíf æðarfugla hefst í byrj- un vetrar en stendur hæst þegar vor er í vændum, en þá er oft mikið um að vera og kollan, í sínum brúna búningi, syndir með svart- hvítan blikaher í kringum sig. Morgunblaðið/RAX Æðarfugl í höfninni FESTA er komin á fasteignamark- aðinn og sú spenna sem einkennt hefur markaðinn á síðustu miss- erum er að baki, að sögn Sverris Kristinssonar, fasteignasala í Eignamiðlun. Sverrir sagði að staðan á mark- aðnum væri góð og hann teldi já- kvætt að það spennuástand sem einkennt hefði markaðinn væri að baki. Eignir seldust mjög vel og vantaði eignir í sölu í mörgum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Sverrir nefndi sem dæmi Vest- urbæ Reykjavíkur, Fossvoginn, nýja hverfið í Kópavogi, Þingholtin og Grafarvog. Þarna vantaði eignir í sölu og kæmu inn góðar eignir bærust oft fleiri en eitt tilboð í þær. Eftirspurn mjög góð víða „Eftirspurn er mjög góð á til- tölulega mörgum svæðum. Ekki bara á grónum svæðum eins og í Vesturbænum heldur líka til dæm- is í nýjum blokkum í Kópavogi og nýjum eignum í Grafarvogi,“ sagði Sverrir. Hann sagði að komist hefði jafn- vægi á verð á markaðnum og ekki væri um verðhækkanir að ræða eins og nú væri málum háttað. Verðið væri stöðugra en áður eftir þær hækkanir sem orðið hefðu síð- ustu árin, enda hefði verð á fast- eignum verið orðið óvenjulágt og undir raunverði í mörgum tilfellum þegar um stærri eignir hefði verið að ræða. Sverrir bætti því við að sala á fasteignamarkaði hefði verið mjög góð síðastliðið ár, þótt hún hefði ekki verið jafnmikil og árið þar áð- ur. Það væri hins vegar ekki eðli- leg viðmiðun þar sem á því ári hefði verið einhver mesta velta á fasteignamarkaði á einu ári þótt litið væri þrjátíu ár aftur í tímann. Hann sagði einnig að of lítið framboð á lóðum hefði orðið til þess að spenna upp verð á fast- eignamarkaðnum á sínum tíma. Nú hefði framboð á lóðum aukist og væri það enn einn þáttur af því sem skapaði það jafnvægi sem nú virtist vera framundan. Hann bætti því við að taka þyrfti á einu vandamáli sem varð- aði möguleika ungs fólks til að kaupa sína fyrstu íbúð. Það skap- aðist vegna þess að breytingar hefðu verið gerðar á endurmati brunabótamats og nú væru ákveðnir þættir sem áður var byggt á teknir út úr því. Ungt fólk fengi í mörgum tilfellum ekki fullt lán vegna þess að brunabótamatið væri ekki lengur í samræmi við markaðsverð á fasteignum. Þetta væri óeðlilegt og eðlilegast væri að gera breytingar á reglugerð um húsbréfaviðskipti. „Þar sem brunabótamat endur- speglar yfirleitt ekki kaupverð eignar tel ég óeðlilegt að miða lánsreglur Íbúðalánasjóðs við slíkt mat. Breyting eins og að framan greinir myndi leysa vandamál þeirra sem væru að kaupa sína fyrstu íbúð,“ sagði Sverrir enn- fremur. Sverrir Kristinsson fasteignasali Festa komin á fast- eignamarkaðinn MÁLEFNI fyrirtækisins Íslensks harðviðar á Húsavík voru til umræðu á fundi bæjarráðs Húsavíkur í gær. Þar var lögð fram greinargerð frá ráðgjafarfyrirtækinu Pricewater- houseCoopers. Sem kunnugt er varð fyrirtækið gjaldþrota öðru sinni fyrr á þessu ári og Skipaafgreiðslan hf. á Húsavík tók reksturinn á leigu til vors. Húsavíkurbær, verkalýðsfélög- in, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Skipaafgreiðslan hafa myndað vinnuhóp til að finna lausnir á rekstri Íslensk harðviðar og fór sá hópur m.a. fram á mat óháðra aðila. Samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu. Verkefninu haldið áfram Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, sagði við Morgunblaðið að á grundvelli þeirrar vinnu sem Price- waterhouseCoopers hefði skilað af sér verði verkefninu haldið áfram. Ljóst væri þó að ekki væri mælt með frekari fjárfestingum á meðan óvissa ríkti um ýmsa þætti rekstrarins. „Við ætlum að láta reyna betur á ákveðnar forsendur, annars vegar við hráefnisöflun og hins vegar mögu- leika á markaði fyrir afurðirnar áður en farið verður í fjárfestingar á tækj- um og húsnæði. Við munum móta það á næstunni hverjir taka þátt í þessari tilraun og hvernig verður staðið að því. Eitt af því sem kemur til greina er að fá eignirnar leigðar til lengri tíma heldur en núgildandi leigusamn- ingur kveður á um. Menn telja ekkert fullreynt í þessum efnum,“ sagði Reinhard. Málefni Íslensks harðviðar rædd í bæjarráði Húsavíkur Ráðgjafar mæla ekki með frek- ari fjár- festingum Gjaldþrotum einstaklinga fækkar GJALDÞROTUM einstaklinga hefur fækkað mjög á undanförnum árum, að því er fram kemur í svari dóms- málaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylk- ingarinnar. Þannig lýstu héraðsdóm- stólar landsins alls 461 einstakling gjaldþrota árið 2000, en samsvarandi fjöldi fyrir árið 1995 var 872. Fjöldi gjaldþrotabeiðna hefur einnig dregist saman, en alls var farið fram á gjald- þrot 1.098 einstaklinga í fyrra, en fimm árum áður var farið fram á gjaldþrot alls 2.075 einstaklinga. Í fyrra voru 270 lýstir gjaldþrota hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en 125 hjá Héraðsdómi Reykjaness. Miklu fleiri karlar en konur eru jafnan lýstir gjaldþrota. Þannig voru 70 konur úrskurðaðar gjaldþrota í fyrra, en 391 karl. ♦ ♦ ♦ Hægt miðar í sjómanna- deilunni ENGAR fréttir er að fá af viðræðum sjómanna og útvegsmanna um gerð nýs kjarasamnings. Ríkissáttasemj- ari hefur lagt áherslu á að forystu- menn viðsemjenda tjái sig ekki við fjölmiðla um gang viðræðna meðan þessi fundalota stendur yfir. Fundað var í kjaradeilunni í gær og er áformað að halda fundi alla daga vikunnar. Verkfall hefst að nýju 1. apríl hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur hægt miðað í viðræðunum síðustu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.