Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sálgæslunámskeið
Viðbrögð
við sorg
ÍDAG frá klukkan 17 til21 verður haldið sál-gæslunámskeið á veg-
um Biblíuskólans við
Holtaveg og Miðborgar-
starfs KFUM&K, nám-
skeiðið er haldið í aðal-
stöðvum KFUM&K við
Holtaveg. Fluttir verða
þrír aðalfyrirlestrar. Einn
fyrirlesaranna er Hafliði
Kristinsson ráðgjafi. Hann
var spurður um þema
þessa námskeiðs?
„Þrír fyrirlestrar verða
fluttir um stór sorgarefni.
Síðan verður fjallað um
sálgæslu og mátt bænar-
innar. Guðlaugur Gunn-
arsson kristniboði fjallar
um sálgæslu og innri sár,
sjálfur fjalla ég um sorgina
vegna hjónaskilnaða, séra
Jón Bjarman fjallar um sorgina
vegna sjálfsvíga og Kjellrun
Langdal fjallar um sorgina þegar
dauðinn nálgast og Guðrún Ás-
mundsdóttir leikkona ræðir um
mátt bænarinnar.“
– Hefur þú mikla reynslu af
starfi með fólki sem stendur í
hjónaskilnaði?
„Áður en ég fór út í þetta nám
og starf vann ég sem prestur í
þrettán ár og það eru líklega fáir
sem fá eins mikla innsýn inn í mál
hjóna sem eru að skilja eins og
prestar. Það er eins og þeir hafi
fengið þetta hlutverk sem þeir í
reynd hafa samkvæmt lögum, þeir
eiga jú að tala á milli hjóna áður
en skilnaður er veittur. Sá hluti af
lífsstarfi mínu hefur undirbúið
mig ekkert síður en námið fyrir
þennan þátt í ráðgjöfinni.“
– Hvaða ástæður liggja oftast
að baki hjónaskilnaður sam-
kvæmt þinni reynslu?
„Ég held að ein stærsta ástæð-
an sé erfiðleikar í samskiptum.
Við eins og svo margir á Vestur-
löndum erum mjög upptekin af að
koma okkur áfram, skapa okkur
frama. Við erum svo upptekin af
að takast á við lífið í heild sinni að
við gleymum að sinna þeim nánu
samskiptum sem þurfa að ríkja á
milli hjóna. Oft vaknar fólk upp
við þann vonda draum að það á
minna sameiginlegt en það ætlaði
og það reynist eiga mjög erfitt
með að takast á við þá erfiðleika
sem óhjákvæmilega hljóta að
koma upp hjá öllum einhvern-
tíma.“
– Hvernig gengur að hjálpa
fólki til að komast út úr svona
kringumstæðum?
„Það skiptir mjög miklu máli
hvenær fólk kemur og leitar sér
aðstoðar. Ef það kemur meðan
enn er vilji til að vinna sig út úr
erfiðleikunum eru margar leiðir
færar. Þar er mestur árangur.
Munurinn á starfi mínu í dag og
meðan ég var prestur er sá að fólk
kemur gjarnan fyrr inn til fjöl-
skylduráðgjafa en til prestsins.
Prestarnir fá oft mál sem eru
mjög erfið viðfangs, fólk kemur
oftast til þeirra til þess að fá vott-
orð um að sættir hafi
ekki tekist. Á undan-
förnum sex til sjö árum
hefur orðið mikil breyt-
ing. Fólk er nú miklu
tilbúnara til að vinna í
málum sínum en það
var áður, það á ekki
bara við í erfiðleikum milli hjóna
heldur almennt. Fólk er opnara
fyrir því að leita sér hjálpar og
ráðgjafar en áður var.“
– Tekst oft að hjálpa fólki til
áframhaldandi sambands?
„Já, það tekst oft. Ef tekst að
hjálpa fólki til að tala saman um
hluti sem skipta það máli, ef fólki
tekst að leysa ágreining sinn á far-
sælan hátt fyrir báða aðila, þá
myndast nýtt traust og með
traustinu er hægt að vinna að
sambandinu á nýjan hátt og finna
fleti til efla hjónabandið að nýju.“
– En hvað ef ekki tekst að við-
halda hjónabandinu?
„Þá skiptir miklu máli að hjálpa
fólki að takast á við þennan feril
sem óhjákvæmilega fer af stað
þegar fólk er ákveðið að skilja. Sá
ferill er ekki ólíkur missi, t.d. þeg-
ar einhver deyr. Það deyja bæði
draumar og vonir og síðan hverfur
einstaklingur út úr hjónabandinu
sem hann hafði reiknað með að
yrði til frambúðar. Það er ákveðið
öryggi sem glatast, bæði tilfinn-
ingalega og fjárhagslega. Ef börn
eru með í spilinu þá missa þau það
öryggi að hafa báða foreldra hjá
sér og sá aðilinn sem flytur út af
heimilinu og fer frá maka og börn-
um missir af tengslum við börnin
eins og þau voru og verður að læra
að mynda ný tengsl. Vandinn við
þetta sorgarferli er sá að sá að-
skilnaður er aldrei eins algjör og
þegar einhver deyr. Það viðheldur
sorgarferlinu stundum enn lengur
en þegar einhver deyr.“
– Er hægt að stytta þetta ferli?
„Með fræðslu um hvað er eðli-
legt í þessum kringumstæðum er
hægt að hjálpa fólki út úr bæði
einmanaleikanum og gæta þess að
það festist ekki í sorgarferlinu.
Með því að gefa sjálfum sér tæki-
færi til að leita sér hjálpar eða
ráðgjafar er hægt að stytta þenn-
an feril og taka um leið
á þeim málefnum sem
eðlilega koma upp en
margir hafa tilhneig-
ingu til að ýta út af
borðinu vegna sársauk-
ans sem fylgir því að
takst á við þau. Miklu
máli skiptir að takast á við sorg-
arferlið barnanna vegna. Í sorg-
arferli koma fyrir allar þessar til-
finningar tengdar sorginni,
vantrú á að þetta geti verið að ger-
ast, reiðin, þunglyndið, vonleysið
og síðan að lokum sættirnar við
kringumstæðurnar eins og þær
eru orðnar.
Hafliði Kristinsson
Hafliði Kristinsson fæddist í
Reykjavík 1956. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð 1976 og guð-
fræðinámi í Bandaríkjunum
1984. Hann starfaði sem prestur
í 13 ár, til 1997, þá fór hann í
framhaldsnám í fjölskyldu- og
hjónaráðgjöf í Fuller Seminary í
Pasadena í Kaliforníu. Hann hef-
ur starfað eftir það við fjöl-
skyldu- og hjónaráðgjöf hér á
landi. Hafliði er kvæntur Stein-
unni Þorvaldsdóttur dagmóður
og eiga þau þrjú börn.
Með því að
leita ráð-
gjafar er hægt
að stytta
sorgarferlið
EFLING stéttarfélag og Reykja-
víkurborg hafa undirritað nýjan
kjarasamning sem gildir frá 1.
febrúar til nóvember 2005. Sigurð-
ur Bessason, formaður Eflingar,
sagði að samningurinn fæli í sér
mjög miklar breytingar fyrir
félagsmenn. Með samningnum
væri verið að samræma réttindi og
starfskjör félagsmanna Eflingar og
tekið yrði upp samræmt starfs-
matskerfi í desember 2002.
Félagsmenn Eflingar sem starfa
hjá Reykjavíkurborg eru um 2.500.
Þeir hafa fram að þessu haft nokk-
uð ólík kjör og réttindi. Þetta er til
komið vegna þess að hluti starfs-
manna var áður félagsmenn í
Dagsbrún-Framsókn og hinn hlut-
inn í Sókn, en þessi tvö félög hafa
nú sameinast í eitt stéttarfélag.
Sigurður sagði að búið væri að
leggja mikla vinnu í að samræma
kjörin. Hann vildi ekki á þessu
stigi gefa upp einstakar launa-
breytingar.
Sigurður sagði að 2002 yrði tekið
upp starfsmatskerfi sambærilegt
því sem Starfsmannafélag Reykja-
víkurborgar hefði samþykkt að
taka upp. Hann sagði að í því fæl-
ist samræming á kjörum og að
félagar í Eflingu fengju félagsleg
réttindi sem skiptu þá miklu máli.
Auk hefðbundinna kjarabóta væri í
samningnum að finna bættan veik-
indarétt, aukin lífeyrisréttindi,
auknar orlofsgreiðslur, greiðslur í
fræðslusjóð og endurskoðun á
tryggingum félagsmanna.
Kjarasamningurinn fer nú á
næstu dögum í kynningu meðal
félagsmanna. Atkvæðagreiðslu lýk-
ur þriðjudaginn 10. apríl kl. 16 og
fer talning fram 11. apríl.
Efling og borgin semja til 2005
Svona, svona, við getum ekki fórnað flokknum bara fyrir það að þú getur ekki
gripið gellurnar, Össi minn.