Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 41
ARNAR JÓHANN
MAGNÚSSON
✝ Arnar JóhannMagnússon var
fæddur á Akureyri
27. ágúst 1947. Hann
lést á Landspítalan-
um hinn 15. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Aðalheiður
Þorleifsdóttir, f. 12.
febrúar 1928, og
Magnús Snæbjörns-
son, f. 23. júlí 1924.
Systkini Arnars eru
Svanborg Stefanía, f.
3. maí 1951, Hugrún
Marta, f. 30. júlí
1961, og Snæbjörn, f.
25. september 1963.
Arnar giftist Sigrúnu Valdi-
marsdóttur árið 1972. Börn þeirra
eru Ísar Logi, f. 29. maí 1973, og
Ari Steinn, f. 15. febrúar 1976.
Arnar og Sigrún skildu árið 1979.
Arnar var tæknifræðingur að
mennt og starfaði við sitt fag til
æviloka.
Útför Arnars fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
stöð fáir þú að njóta
þín og þegar ég kveð
þetta jarðríki eigi ég
eftir að hitta þig, elsku
Arnar minn.
Elsku góði guð,
gefðu Ísari og Ara, for-
eldrum og systkinum
Arnars styrk til að
vinna sig út úr sorginni
á þessum erfiðu tíma-
mótum.
Hvernig sem holdið fer
hér þegar lífið þver,
Jesú, í umsjón þinni
óhætt er sálu minni.
(Hallgr. Pét.)
Þín vinkona,
Kristín S. Pétursdóttir.
Leiðir okkar Arnars lágu saman
fyrir liðlega 20 árum þegar ég hóf
störf hjá Blikk og stál sem tækni-
fræðingur en því námi hafði ég þá
nýlokið og var þetta mitt fyrsta
starf. Arnar starfaði þar sem tækni-
fræðingur. Hann hafði áður starfað
við blikksmíði og var því með mjög
góða reynslu. Arnar var nákvæmur,
átti mjög auðvelt með að sjá út hag-
kvæmar en jafnframt faglegar
lausnir á þeim verkefnum er á borð
hans komu. Það var því gott að geta
leitað í smiðju Arnars og má með
sanni segja að hann sé lærifaðir
minn í blikkfaginu, þó svo að við
breyttum um starfsvettvang gat ég
alltaf leitað til hans og eins og sann-
ur lærifaðir var hann alltaf fús að
aðstoða eftir bestu getu.
Arnar var rökfastur einfari með
harða og þykka skel og hleypti fólki
ekki nálægt sér en kæmist maður í
gegn kynntist maður ljúfum og
hjálpsömum manni sem gaman var
að hafa í nálægð við sig og umgang-
ast. Arnar var stakur bindindismað-
ur á tóbak en lystisemdamaður á
mat og vín. Fljótlega eftir að við
kynntumst fórum við Arnar saman á
lagnasýningu í Frankfurt í Þýska-
landi. Þar og áður talaði Arnar mik-
ið um að við vissum ekki hvað hótel
væri fyrr en við hefðum komið á
Hótel Eurener Hof í Trier. Því var
ákveðið að koma þar við á leiðinni
Elsku Arnar. Ég þakka þér fyrir
yndislegar samverustundir á þessu
tæpa ári sem ég fékk að eiga með
þér. Þú kveiktir hjá mér nýjar til-
finningar sem annaðhvort voru
gleymdar eða ég hef ekki fundið fyr-
ir áður. Þú vaktir upp hjá mér
áhuga á mörgu í lífinu sem ég var
löngu hætt að njóta. Þú varst vönd-
uð persóna sem hægt var að treysta,
ákveðinn , athugull, úrræðagóður og
hafðir góða kímnigáfu. Þú hafðir
mjög góða nærveru. Ég hafði unun
af því að horfa á þig vinna hin ýmsu
verkefni. Þar sá ég að á ferð var
maður sem óhikað og öruggur gekk
til verka. Besti matur sem ég hef
smakkað var eldaður af þér.
Í veikindum þínum fékk ég að
kynnast þessari viljasterku og bar-
áttuglöðu persónu enn betur.
Það er sárt að þurfa að sjá á eftir
þér í annað veraldarríki þar sem þú
kunnir svo vel að meta lífið. Þú varst
mikill náttúruunnandi, naust hvers
augnabliks og leitaðist við að nýta
tímann á skynsamlegan hátt.
Það er mín von að á næstu stoppi-
heim í gegnum Luxemburg. Hafði
Arnar þar rétt fyrir sér eins og svo
oft áður og er þetta einn af föstum
viðkomustöðum okkar hjóna í dag á
ferðum okkar um Evrópu. Við hjón-
in höfum átt margar góðar samveru-
stundir með Arnari og fyrrverandi
sambýliskonum hans þeim Guðnýju
Jónsdóttur og Sólveigu Jóhannes-
dóttur, þar sem borðaður var góður
matur, bragðað gott vín með og
skemmt sér.
Fyrir nokkrum árum ákvað Arn-
ar að koma sér upp sumarbústað og
keypti sér land fyrir austan fjall,
hann ákvað að reisa fyrst lítinn
vinnuskúr til að geta verið í meðan
hann reisti sumarbústaðinn, því síð-
ar mætti nota vinnuskúrinn sem
verkfærageymslu. Þegar hann hafði
komið vinnuskúrnum fyrir á land-
inu, sem hann keypti, kviknaði mik-
ill áhugi á skógrækt þannig að aldr-
ei vannst tími til að byggja
sumarbústaðinn. Eitt sinn er hann
var fyrir austan og að fara með rusl í
gám var þar staddur maður sem
hafði verið að snyrta hjá sér trén og
var með fulla kerru af afklippum,
Arnari þótti illa farið með verðmæti
og samdi um að fá kerruna lánaða til
að geta farið með þessi verðmæti
upp í bústað og nýtt þau. Já, þarna
leið einfaranum vel innan um allar
plönturnar, við að sá, gróðursetja,
færa til plöntur, koma til græðling-
um og við annað sem til þurfti svo
gróðurinn dafnaði sem best. Þetta
varð hans helsta áhugamál síðari ár-
in þannig að flestar þær stundir sem
hann átti fyrir utan vinnu á teikni-
stofu sinni notaði hann í þetta
áhugamál sitt.
Skömmu eftir áramótin fékk Arn-
ar óþægindi í bakið sem hann taldi í
fyrstu vera tognun, en þegar verk-
urinn versnaði síðan dag frá degi
ákvað hann að leita til læknis.
Reyndist þetta vera krabbamein og
á það háu stigi að ekki varð við neitt
ráðið.
Þegar höfundur tilverunnar tekur
menn úr þessu jarðneska lífi fyrir
aldur fram trúi ég því að þeirra bíði
meiri og göfugri störf. Veit ég að
lærifaðir minn mun sinna þeim af
kostgæfni og alúð eins og öllum
þeim störfum sem eftir hann liggja.
Við hjónin vottum Ísari Loga, Ara
Steini og öðrum aðstandendum
samúð okkar. Megi minning um
góðan dreng vera huggun harmi
gegn.
Karl og Selma.
Mig langar að minn-
ast tengdaföður míns
með nokkrum orðum.
Það eru um 37 ár síðan
ég kom í fjölskylduna
og það er margs að
minnast og margt að
þakka öll þessi ár. Þegar við vorum
að byggja var Júlíus alltaf tilbúinn að
koma og hjálpa þegar á þurfti að
halda. Hann var mjög vandvirkur við
allt sem hann gerði og mikið snyrti-
menni. Allar ráðleggingar frá honum
voru vel þegnar.
Aldrei man ég eftir að hafa séð eða
heyrt hann reiðast. Hann hafði gam-
an af að segja sögur frá gamla tím-
anum. Sá hann þá oft spaugilegar
hliðar á hlutunum. Aldrei heyrði ég
hann hallmæla neinum.
Hann spurði ávallt hvernig börnin
hefðu það og hvernig þeim gengi og
eftir að faðir minn veiktist var alltaf
líka spurt um hann.
Ég minnist hans í heimsóknum til
okkar er við bjuggum erlendis og
hangikjötið var tekið af þeim hjónum
í Toronto en það var allt í lagi því
JÚLÍUS GUÐJÓN
ODDSSON
✝ Júlíus GuðjónOddsson fæddist
í Hafnarfirði 21. maí
1915. Hann lést á
sjúkrahúsinu í Kefla-
vík 16. mars síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Út-
skálakirkju 27. mars.
annað var í töskunni
sem við fengum þegar
þau komust á leiðar-
enda til okkar og var
hann sposkur á svipinn,
þegar hann sagði okkur
frá atvikinu á flugvell-
inum.
Ég minnist hans spil-
andi á nikkuna í heim-
sókn hjá okkur til
Harbour Grace, spil-
andi á orgel í Sóltúni og
fl. og fl.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa
á því sem er engu öðru líkt,
faðmlagi eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem lýsir þér best.
(Terry Fernandez.)
Þetta ljóð finnst mér lýsa þér svo
vel, kæri tengdapabbi.
Kæra tengdamamma, þú hefur
misst mest, innilegar samúðarkveðj-
ur.
Takk fyrir allt. Guð verndi þig og
geymi.
Salóme Kristinsdóttir.
;
%
%
8
$
$
<
. >!2!!
/8&
"!$
*)
%
# ,
1
#
& -".-''!
>!&
& !".-''!
&G& !".-''! - "
2""#
.-& !""#
/# /$
6
& 2 &
%("' & !*E
<#
+=
'8 -8".-''!
/' . /
/# /$
<@:
@ .
%!&.
$
$ 4
+'
"'!!>!"1' $
,
#
<6%%
,>#'!B
,
+=
'
C7',- ""#
%! ".-''!
! / $$ ".-''!$
%
A2 &
!)II
<#
.%! !""# -#'> #
%! !".-''! C7'C7'""#
%! !-> %! !""# 3!! -" 2#
# /$
;
%
1
8
$
#
#
5
0%
6
! ')J
$
"!8&""# &G:.
$8&".-''! @!% / !""#
# /$
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg
fyrir tvíverknað. Þá er enn
fremur unnt að senda grein-
arnar í símbréfi (569 1115) og
í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvern látinn einstak-
ling birtist formáli, ein uppi-
stöðugrein af hæfilegri lengd,
en aðrar greinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Frágangur
afmælis- og
minning-
argreina