Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 31
Morgunblaðið/þorkell þorkelsson aráðherra, Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri og Davíð Oddsson forsætisráðherra á ársfundi Seðlabanka kynnt frumvarp til laga um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands. það efur á pp þá reglu- ðu og amál- tuðlar upp- mála- stefnu þykki mi við nkann geng- mræmi nar í yting- ans og pfylla gar á Yfir- ram í og verð- anka- nkans sam- til sjö Ein- sama nnum. ðir af mann klega. erður rlega. rðun- rf hún ra við yggst . „Til ðhöfð un og unnar ði um di um kynn- arinn- ynlegt anka- stjórnarinnar séu reistar á fagleg- um grunni og að peningastefnan sé gagnsæ og sýnileg ríkisstjórn sem og almenningi. Ekki er þó gert ráð fyrir að skylt sé að birta frásagnir af umræðum á fundum þegar ákvarðanir í peningamálum eru teknar,“ að sögn Davíðs. Enn fremur kom fram í máli for- sætisráðherra að fjölgað verði í bankaráði Seðlabankans úr fimm í sjö. Í samtali við Morgunblaðið kom fram hjá Davíð að engin breyting verði á bankaráði Seðlabankans fyrr en frumvarpið verður að lög- um sem væntanlega verður í júní nk. Hann segir að með því að fjölga í ráðinu breikki samsetning þess og líklegra sé að fleiri sjónarmið kom- ist að við umfjöllun í bankaráðinu. Sú breyting verður nú á að banka- ráðið velur sér sjálft formann í stað þess að ráðherra skipi hann. Davíð segist vonast til þess að sátt náist um frumvarpið á Alþingi ennefnd sem vann að frumvarpinu var skipuð fulltrúum fjögurra stjórnmálaflokka. Í nefndinni sátu: Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sem var for- maður, Jón Sigurðsson rekstrar- hagfræðingur, Sighvatur Björvins- son fyrrverandi alþingismaður og alþingismennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Vilhjálmur Egilsson. Einnig starfaði Ingimundur Frið- riksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands, með nefnd- inni. Í frumvarpinu er það nýmæli að fjallað er sérstaklega um hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. Í gildandi Seðlabanka- lögum er ekkert ákvæði sem bein- línis kveður á um að Seðlabankan- um sé heimilt við sérstakar aðstæður að veita lánastofnunum fyrirgreiðslu umfram þá sem fellur undir regluleg viðskipti. Sam- kvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að þegar sérstaklega standi á og Seðlabankinn telur þess þörf til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins geti hann veitt lánastofn- unum í lausafjárvanda ábyrgðir eða lán til að koma í veg fyrir til dæmis bankakreppu. Sérstaklega er tekið fram að bankinn veitir ekki aðstoð til gjaldþrota lánastofnana eða lánastofnana með eiginfjár- stöðu undir löglegum mörkum. Að- stoðin er takmörkuð við lánastofn- anir sem lenda í vandræðum vegna lausafjárstöðu, lánastofnanir sem til dæmis uppfylla ekki skilyrði um lágmarks eigið fé verða að leysa sín mál með nýju hlutafé. Ríkið fær aukinn hlut í hagnaði bankans Frumvarpið gerir einnig ráð fyr- ir að hærra hlutfall af hagnaði Seðlabankans skuli greitt í ríkis- sjóð en gert hefur verið samkæmt núgildandi Seðlabankalögum. Hlutfallið hækkar úr helmingi í tvo þriðju hluta hagnaðar. Þessi ákvæði taka þó einungis gildi ef eigið fé bankans í lok reikningsárs svarar til að lágmarki 2,25% af heildarfjárhæð útlána og innlendr- ar verðbréfaeignar lánakerfisins. „Sé því marki ekki náð mun bank- inn einungis greiða þriðjung hagn- aðar síns í ríkissjóð. Sú ástæða er fyrir þessari tilhögun mála að nauðsynlegt er að tryggja að Seðla- bankinn búi jafnan yfir ákveðnu lágmarks eigin fé til þess að hafa styrk til þess að gegna hlutverki sínu. Þetta er sérstaklega mikil- vægt í ljósi þess að sterk tengsl eru á milli eiginfjárþarfar seðlabanka og þeirrar gengis- og vaxtaáhættu sem hann býr við. Fullyrða má að vegna smæðar íslenska hagkerfis- ins og sveiflna í efnahagsstarfsem- inni þurfi Seðlabanki Íslands að ráða yfir sterkari eiginfjárstöðu en seðlabankar í stærri ríkjum sem ekki sæta sömu sveiflum. Sé tekið tillit til rekstrarkostnaðar bankans og þess að bankinn sé undir það bú- inn að mæta sveiflum í hagkerfinu fyrirvaralaust má gera ráð fyrir að auka þurfi eigið fé bankans um nær 14 milljarða króna úr 22 milljörð- um við árslok árið 2000 í 35-36 milljarða,“ að því er fram kom í er- indi forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans í gær. Hagnaður Seðlabankans 1,7 milljarðar á síðasta ári Greiðsla Seðlabankans til ríkis- sjóðs nam tæpum 700 milljónum króna á síðasta ári en að henni frá- talinni nam hagnaður bankans lið- lega einum milljarði króna á síð- asta ári, að því er fram kom í máli Ólafs G. Einarssonar, formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands. Kom fram í máli hans að ekki sé hægt að leggja sömu merkingu í hagnað af starfsemi Seðlabankans eins og af rekstri samkeppnisfyr- irtækja. Megintilgangur seðla- banka sé ekki endilega að skila hagnaði heldur fyrst og fremst að framfylgja stefnu í peningamálum í samræmi við þau markmið sem þeim eru sett í lögum. Þar sem hlutverk bank- ans feli í sér að ójafn- vægi er á milli gengis- bundinna eigna og skulda er afkoma hans jafnan næm fyrir breyt- ingum á gengi krónunnar. Bók- færður gengishagnaður bankans nam 2 milljörðum króna á liðnu ári. Að sögn Ólafs létu 19 starfsmenn af störfum í bankanum á síðasta ári og hurfu þeir nánast allir til starfa í öðrum fyrirtækjum á fjármála- markaði. „Samkeppnin um gott starfsfólk er hörð á fjármálamarkaði. Seðla- bankinn hefur staðið fremur höll- um fæti í henni því hann á óhægt um vik að keppa við kjör sem víða eru boðin. Mjög mikilvægt er þó fyrir bankann að halda góðu fólki og hann verður að geta keppt við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Þar skipta laun ekki endilega öllu máli, heldur einnig viðfangsefni og starfsumhverfi,“ að sögn Ólafs. Íhlutun á gjaldeyrismarkaði reynir á gjaldeyrisforðann Seðlabankastjóri, Birgir Ísleifur Gunnarsson, gerði gengi krónunn- ar að umtalsefni á ársfundinum. Á síðasta ári lækkaði gengi hennar um tæplega 9% en stafaði það að nokkru leyti af skerðingu aflaheim- ilda og versnandi efnahagshorfum af þeim sökum. Eftirspurn eftir gjaldeyri var og meiri en framboð vegna viðskiptahalla sem talinn er hafa verið 68,9 milljarðar á síðasta ári og vegna óvenju mikilla fjár- festinga Íslendinga í erlendum verðbréfum sem námu tæplega 40 milljörðum króna nettó á árinu. Um síðustu áramót var raungengi krónunnar komið niður fyrir með- altal síðustu 20 ára. „Seðlabankinn taldi nauðsynlegt við ríkjandi efnahagsaðstæður að sporna við lækkun krónunnar. Auk vaxtahækkana lét bankinn því þrettán sinnum til sín taka á gjald- eyrismarkaði frá miðju ári 2000 til að koma í veg fyrir snöggar verð- breytingar. Þessi íhlutun markaði nokkur tímamót því Seðlabankinn hafði ekki átt viðskipti á milli- bankamarkaði með gjaldeyri frá miðju ári 1999. Bankinn seldi Bandaríkjadali fyrir 15,6 milljarða króna á þessu tímabili. Það sem af er þessu ári hefur Seðlabankinn brugðist við á gjaldeyrismarkaði 6 sinnum og gengið hefur sigið um 1,8% miðað við skráningu í dag.“ Birgir Ísleifur segir að íhlutun bankans hafi reynt á gjaldeyris- forða Seðlabankans en honum er haldið í tilteknu lágmarki sem nú er 34 milljarðar króna. Ef forðinn stefnir niður fyrir lámarkið tekur Seðlabankinn lán til að halda hon- um uppi. Að sögn Birgis Ísleifs hafa farið fram viðræður við fjár- málaráðherra um fleiri aðgerðir til styrktar gjaldeyrisforðanum en meginhluti samningsbundna er- lendra lánamöguleika Seðlabank- ans eru enn ónýttir. Seðlabankinn fagnar breytingu á gengisstefunni og er þess fullviss að hún muni styrkja grundvöll efnahagslífsins. „Þetta fyrirkomu- lag felur það í sér að Seðlabank- anum eru sett tiltekin verðbólg- umarkmið og honum gert að halda verðbólgu í samræmi við þau innan tilsettra tímamarka. Jafnframt er horfið frá því að nota gengi krón- unnar sem millimarkmið og vik- mörk afnumin. Rétt er þó að leggja á það áherslu að í opnu hagkerfi hefur gengið sterk áhrif á verðlag. Peningastefnan mun því áfram taka mið af gengisþróun. Stefnunni verður framfylgt með þeim hætti að Seðlabankinn gerir verðból- guspá og ef hún bendir til þess að verðbólga fari út fyrir tiltekin mörk ber bankanum að bregðast við með aðgerðum í peningamálum. Það er skilyrði fyrir trúverðugri fram- kvæmd þessarar stefnu að Seðla- bankinn fái fullt sjálfstæði til að nota tæki sín í þágu þess markmiðs sem sett hefur verið og að stjórn peningamála sé gagnsæ og upplýs- ingaflæði sé greitt frá Seðlabanka til almennings og stjórnvalda,“ segir Birgir Ísleifur. Óvissu eytt á gjaldeyrismarkaði Hann tók fram í erindi sínu á ársfundinum að þrátt fyrir afnám vikmarka muni Seðlabankinn láta til sín taka á gjaldeyr- ismarkaði til að stuðla að settum markmiðum um verðbólgu ef bank- inn telur að gengissveiflur geti ógnað fjármálalegum stöðugleika. „Undanfarna daga hefur mynd- ast nokkur órói á gjaldeyrismark- aði og gengið lækkað nokkuð. Þessi órói tengist vafalítið óvissu um breytta gengisstefnu og mikilli um- ræðu um hugsanlegar breytingar í verðbólgumarkmið. Seðlabankinn telur ekki efnahagslegar forsendur fyrir þessari lækkun gengisins og nú þegar óvissu hefur verið eytt eru forsendur til þess að ró komist á gjaldeyrismarkaðinn að nýju og gengislækkun gæti jafnvel gengið til baka,“ sagði Birgir Ísleifur. ært að slaka á ngastefnunni kom fram að stjórn Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti ðherra, Davíð Oddsson, fyrirhugaðar breytingar á lögum um Seðla- kisstjórnar og Seðlabankans um að tekin verði upp verðbólgumark- verði afnumin. Guðrún Hálfdánardóttir fylgdist með fundinum. Bankaráð Seðlabankans velur sjálft formanninn MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 31 Yfirlýsing um verð- bólgumarkmið og breytta gengisstefnu Árleg verðbólga verði sem næst 2,5% RÍKISSTJÓRN Íslands og Seðlabanki Ís- lands hafa ákveðið eftirfarandi breytingar á fyrirkomulagi peningamála á Íslandi sem taka gildi í dag: 1 Meginmarkmið stjórnar peningamála verður stöðugleiki í verðlagsmálum, eins og hann er skilgreindur hér að neðan. Seðlabankanum ber þó einnig að stuðla að fjármálalegum stöðugleika og framgangi meginmarkmiða efnahagsstefnu rík- isstjórnarinnar að svo miklu leyti sem hann telur það ekki ganga gegn meg- inmarkmiði hans um verðstöðugleika. 2 Í stað þess að miða peningastefnuna við að halda gengi krónunnar innan vik- marka mun Seðlabankinn hér eftir miða hana við að halda verðbólgu innan ákveð- inna marka sem nánar eru tilgreind hér að neðan. 3 Með ofangreindri breytingu eru nú- verandi vikmörk gengis íslensku krón- unnar afnumin. Gengið mun þó áfram verða mikilvæg viðmiðun peningastefn- unnar. 4 Ríkisstjórnin veitir Seðlabankanum fullt svigrúm til að beita stjórntækjum sín- um í því skyni að ná verðbólgumarkmiði sínu. 5 Síðar í þessari viku mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp til laga um Seðla- banka Íslands sem felur í sér að lögfestar verða ofangreindar ákvarðanir um stöð- ugleika í verðlagsmálum sem meginmark- mið peningastefnunnar og um sjálfstæði Seðlabankans til að beita stjórntækjum sínum. 6 Verðbólgumarkmið Seðlabankans mun miðast við 12 mánaða breytingu vísi- tölu neysluverðs eins og hún er nú reiknuð af Hagstofu Íslands. Þá verður þess farið á leit við Hagstofuna að hún reikni eina eða fleiri vísitölur sem nota má til að meta undirliggjandi verðlagsþróun, eins og nán- ar verður samið um á milli Hagstofunnar og Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn mun hafa hliðsjón af slíkum vísitölum við mat á stöðu verðlagsmála og framkvæmd pen- ingastefnunnar. 7 Seðlabankinn mun stefna að því að ár- leg verðbólga, reiknuð sem hækkun vísi- tölu neysluverðs á 12 mánuðum, verði að jafnaði sem næst 2½%. 8 Víki verðbólga meira en ±1½% frá settu marki ber bankanum að ná verð- bólgu svo fljótt sem auðið er inn fyrir þau mörk að nýju. Jafnframt ber bankanum að senda greinargerð til ríkisstjórnar þar sem fram kemur hver ástæða frávikanna er, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hve langan tíma hann telur það taka að ná verðbólgumarkmiðinu að nýju. Grein- argerð bankans verður birt opinberlega. 9 Seðlabankinn skal stefna að því að ná markmiðinu um 2½% verðbólgu eigi síðar en í árslok 2003. Á árinu 2001 skulu efri mörk verðbólgunnar vera 3½% fyrir ofan verðbólgumarkmiðið en 2% á árinu 2002. Neðri mörkin verða 1½% neðan við mark- miðið á þessum árum og framvegis. Fari verðbólgan út fyrir þessi mörk á árunum 2001 og 2002 kemur til viðbragða í sam- ræmi við 8. tölulið. 10 Þrátt fyrir afnám vikmarka geng- isstefnunnar mun Seðlabankinn grípa inn í þróun gjaldeyrismarkaðar með kaupum og sölu gjaldeyris telji hann það nauðsyn- legt til að stuðla að ofangreindum mark- miðum um verðbólgu eða ef hann telur að gengissveiflur geti ógnað fjármálalegum stöðugleika. 11 Seðlabankinn skuldbindur sig til að gera ársfjórðungslega verðbólguspá þar sem spáð er tvö ár fram í tímann. Skal spá- in birtast í ársfjórðungslegu riti bankans. Þar skal einnig koma fram mat bankans á helstu óvissuþáttum tengdum spánni. Jafn- framt mun bankinn gera grein fyrir mati sínu á stöðu og horfum í efnahagsmálum. 12 Seðlabankinn mun í ritum sínum gera grein fyrir því hvernig til hefur tekist við að ná verðbólgumarkmiði bankans. Jafnframt mun bankastjórn Seðlabanka Ís- lands gera ráðherra, ríkisstjórn og nefnd- um Alþingis grein fyrir stefnu bankans í peningamálum og mati hans á stöðu og horfum í efnahagsmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.