Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HREPPSNEFND Bessa- staðahrepps hefur, að tillögu Sjálfstæðisfélags hreppsins, samþykkt að hefja samstarf við verktakafyrirtækið Frið- jón og Viðar ehf. um bygging- aráform og framgang upp- byggingar í landi Kirkjubrúar á Álftanesi. Sveitastjóra hreppsins, Gunnari Vali Gísla- syni, hefur verið falið að gera tillögu að viljayfirlýsingu milli fyrirtækisins og sveitarfélags- ins um framkvæmdir á svæð- inu. Annars vegar um hugsan- lega uppbyggingu þjónustu- kjarna í landi Kirkjubrúar fyrir Bessastaðahrepp með verslunar- og skrifstofuhús- næði og hugsanlega uppbygg- ingu íbúðarhverfis hins vegar. Gunnar Valur segir að íbúða- byggðin muni telja um 20 lóðir fyrir lágreist einbýlis-, par- og raðhús. Gólfflötur nýja þjón- ustukjarnans verður um 5.000m² svo skipulagið tekur til umtalsverðs landsvæðis. Viðræður við landeiganda Kirkjubrúar hafa staðið yfir um skeið þar sem tímasetn- ingar framkvæmda og skipu- lag þeirra hafa verið ræddar. „Vilji landeigandans er að hefja framkvæmdir sem fyrst og nú er verið að fara yfir ósk- ir hans og rök og athuga hvort þær samræmist okkar áætl- unum um uppbyggingar- hraða,“ segir Gunnar Valur. Viðræður standa enn yfir. Hröð uppbygg- ing hreppsins Mikil breyting verður á ásýnd hreppsins með tilkomu þjónustukjarnans en hann er hugsaður sem eins konar mið- bæjarkjarni hreppsins. Sam- kvæmt vegaáætlun er bygg- ing nýs Álftanesvegar fyrirhuguð á árunum 2002 til 2003 og mun sá vegur liggja beint inn í nýjan miðbæjarreit þar sem þjónustu á borð við banka, verslanir o.þ.h. verður að finna. Uppbygging hefur að sögn Gunnars Vals verið afar hröð í Bessastaðahreppi und- anfarin þrjú ár þar sem verk- takar hafa byggt á um 110 lóð- um. Til að mæta auknum íbúafjölda var Álftanesskóli stækkaður, nýtt húsnæði tón- listarskólans innréttað auk þess sem byggt var við leik- skólann. Spurður hvort nýjar lóðir á skipulaginu myndu kalla á frekari stækkun skól- anna sagðist Gunnar Valur ekki telja að til slíks kæmi enda um tiltölulega fáar íbúðir að ræða. Tillaga Sjálfstæðisfélagsins var samþykkt á fundi hrepps- nefndar með 4 atkvæðum gegn 3 en ágreiningur kom upp innan hreppsráðsins þeg- ar fulltrúar Á- og H-lista létu bóka andmæli við tillögunni. Þeir sögðust ekki telja rétt að gengið verði til samninga við Friðjón og Viðar um uppbygg- ingu á Kirkjubrúarsvæðinu, þar sem komið hafi í ljós að fyrirtækið vilji breyta núver- andi deiliskipulagi. „Yfirvöld í hreppnum eiga að standa vörð um það skipulag sem búið er að vinna og samþykkja. Ef til framkvæmda kemur þá eiga þær að vera í takt við þegar samþykkt deiliskipulag og þá stefnu sem hefur vþerið mörk- uð varðandi forgang og hraða uppbyggingar í sveitarfélag- inu,“ segir m.a. í bókuninni og minnt á að vinnu við svæða- skipulag höfuðborgarsvæðis- ins sé ekki lokið og því sé rétt að standa við fyrri ákvörðun hreppsnefndar um að fresta frekari uppbyggingaráform- um þangað til sú vinna liggur fyrir. Fulltrúar Sjálfstæðis- félagsins létu þá bóka að þeir furðuðu sig á þeirri afstöðu sem fram komi í bókun Á- og H-lista þar sem þeir vilji tefja fyrir uppbyggingu á nauðsyn- legri þjónustu. Þeirri bókun svöruðu fulltrúar Á- og H-lista og sögðu að hvergi væri vikið að því að tefja fyrir uppbygg- ingu á þjónustu við íbúa hreppsins í bókun sinni. Skipulag og uppbygging í landi Kirkjubrúar á Álftanesi Ný ásýnd Bessastaðahrepps Bessastaðahreppur Þjónustukjarni Bessastaðahrepps er sýndur á bleiku svæðunum og ný íbúabyggð á grænu og appelsínugulu reitunum. Nýr Álftanesvegur liggur meðfram byggðinni. STEFNT er að sameiningu Hlíðaskóla og Vesturhlíðar- skóla með því að 20 heyrnar- lausir/-skertir nemendur þess síðarnefnda flytjast inn í Hlíðaskóla þar sem blandað verður saman heyrandi og heyrnarlausum/-skertum nemendum. Byggja á við Hlíðaskóla vegna verkefnisins og er gert ráð fyrir að samein- ingunni verði að fullu lokið ár- ið 2003. Jafnvel er gert ráð fyrir að yngstu börnin í Vest- urhlíðarskóla hefji nám sitt í Hlíðaskóla strax í upphafi næsta skólaárs. Á skrifstofu borgarverk- fræðings liggja fyrir frum- drög að teikningum að við- byggingu við Hlíðaskóla, sem teknar verða fyrir um miðjan apríl hjá fræðsluráði. Þriggja ára aðgerða- áætlun í undirbúningi Sameining skólanna á sér áralangan aðdraganda og er staða sameiningarvinnunnar komin á það stig að verið er að ganga frá frumteikningum að viðbyggingunni við Hlíða- skóla. Jafnframt er í undir- búningi hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur þriggja ára að- gerðaáætlun í samvinnu við skólastjóra beggja skóla. Þá er einnig verið að ganga frá formlegum samstarfsvett- vangi foreldra og kennara beggja skóla og undirbúa táknmálsnámskeið fyrir kennara Hlíðaskóla. „Til að geta tekið þátt í þessu verk- efni þurfa kennarar Hlíða- skóla að sjálfsögðu að fara á táknmálsnámskeið,“ segir Arthur Morthens, forstöðu- maður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur. Meginrökin fyrir samein- ingunni segir Arthur vera þau að þörf nemenda Vesturhlíð- arskóla fyrir félagsleg sam- skipti sé ekki nægilega vel fullnægt í skólanum sökum fá- mennis, en síðastliðin 15 ár hefur nemendum fækkað tals- vert í skólanum. 20 nemendur stunda nú nám sitt í skólan- um. „Það er afar mikilvægt að börn fái að eiga fullnægjandi félagsleg samskipti við hvert annað og þegar ekki eru nema 1–2 börn í árgangi þá verða samskiptin allt of lítil,“ segir hann. „Það skiptir því miklu máli að heyrnarlaus og mikið heyrnarskert börn geti átt félagsleg samskipti með svip- uðum hætti og önnur börn þótt þau noti táknmál. Við er- um því að tengja saman skólana innan Hlíðaskóla þannig að heyrnarlaus og heyrnarskert börn geti varð- veitt táknmálsumhverfið inn- an síns hóps, en jafnframt átt félagsleg samskipti við heyr- andi börn í íþróttum og tóm- stundum, þannig að þau fái betur fullnægt félagslegum þörfum sínum heldur en verið hefur í Vesturhlíðarskóla þar sem börnin eru eins fá og raun ber vitni.“ Vilja sameina Hlíðaskóla og Vesturhlíðarskóla árið 2003 Heyrnarlaus börn og heyrandi saman í skóla Hlíðar ÞAÐ er ekki bara grafið eftir fornleifunum í Aðalstræti í miðborginni um þessar mundir. Jarðvinna er hafin í Austurstræti en þar mun Ís- tak á næstu mánuðum gang- ast fyrir umfangsmiklum framkvæmdum þar sem skipt verður um jarðveg og lagnir og yfirborð götunnar síðan hellulagt. Morgunblaðið/Ómar Undir Austur- stræti Miðborg 186 staðir hafa leyfi til að veita áfengi í Reykjavík. Á svæði sem markast af Hlemmi í austri og Ægisgötu í vestri eru staðirnir 107 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Hjörleifssyni hjá Reykjavíkurborg. 18 veitingastaðanna hafa eingöngu svoköll- uð léttvínsleyfi og er helmingur þeirra stað- settur utan miðborg- arsvæðisins. Af þeim 79 vínveit- ingastöðum, sem eru utan miðborgarinnar eru níu rétt í jaðri hennar.                    !     "  "        #        $  % &" $  (  !   % &" $ #& * & "       + &  & "             & , , + #&  -  ! $   &!. + /  *        #& !$ + # & $ !         +         #0+  + 1    ' + # &     .    +    2        +  "    "       3   -  *$& + # &       #.! *       #,  "  +    1    *          ,   ' %  00 +      "   %   +     "        & &  +     !  +  +       4         +        +          *          "         *  # $    )    $  %  & $       /  # )           +            107 vín- veitinga- staðir í mið- borginni Miðborgin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.