Morgunblaðið - 28.03.2001, Page 14

Morgunblaðið - 28.03.2001, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HREPPSNEFND Bessa- staðahrepps hefur, að tillögu Sjálfstæðisfélags hreppsins, samþykkt að hefja samstarf við verktakafyrirtækið Frið- jón og Viðar ehf. um bygging- aráform og framgang upp- byggingar í landi Kirkjubrúar á Álftanesi. Sveitastjóra hreppsins, Gunnari Vali Gísla- syni, hefur verið falið að gera tillögu að viljayfirlýsingu milli fyrirtækisins og sveitarfélags- ins um framkvæmdir á svæð- inu. Annars vegar um hugsan- lega uppbyggingu þjónustu- kjarna í landi Kirkjubrúar fyrir Bessastaðahrepp með verslunar- og skrifstofuhús- næði og hugsanlega uppbygg- ingu íbúðarhverfis hins vegar. Gunnar Valur segir að íbúða- byggðin muni telja um 20 lóðir fyrir lágreist einbýlis-, par- og raðhús. Gólfflötur nýja þjón- ustukjarnans verður um 5.000m² svo skipulagið tekur til umtalsverðs landsvæðis. Viðræður við landeiganda Kirkjubrúar hafa staðið yfir um skeið þar sem tímasetn- ingar framkvæmda og skipu- lag þeirra hafa verið ræddar. „Vilji landeigandans er að hefja framkvæmdir sem fyrst og nú er verið að fara yfir ósk- ir hans og rök og athuga hvort þær samræmist okkar áætl- unum um uppbyggingar- hraða,“ segir Gunnar Valur. Viðræður standa enn yfir. Hröð uppbygg- ing hreppsins Mikil breyting verður á ásýnd hreppsins með tilkomu þjónustukjarnans en hann er hugsaður sem eins konar mið- bæjarkjarni hreppsins. Sam- kvæmt vegaáætlun er bygg- ing nýs Álftanesvegar fyrirhuguð á árunum 2002 til 2003 og mun sá vegur liggja beint inn í nýjan miðbæjarreit þar sem þjónustu á borð við banka, verslanir o.þ.h. verður að finna. Uppbygging hefur að sögn Gunnars Vals verið afar hröð í Bessastaðahreppi und- anfarin þrjú ár þar sem verk- takar hafa byggt á um 110 lóð- um. Til að mæta auknum íbúafjölda var Álftanesskóli stækkaður, nýtt húsnæði tón- listarskólans innréttað auk þess sem byggt var við leik- skólann. Spurður hvort nýjar lóðir á skipulaginu myndu kalla á frekari stækkun skól- anna sagðist Gunnar Valur ekki telja að til slíks kæmi enda um tiltölulega fáar íbúðir að ræða. Tillaga Sjálfstæðisfélagsins var samþykkt á fundi hrepps- nefndar með 4 atkvæðum gegn 3 en ágreiningur kom upp innan hreppsráðsins þeg- ar fulltrúar Á- og H-lista létu bóka andmæli við tillögunni. Þeir sögðust ekki telja rétt að gengið verði til samninga við Friðjón og Viðar um uppbygg- ingu á Kirkjubrúarsvæðinu, þar sem komið hafi í ljós að fyrirtækið vilji breyta núver- andi deiliskipulagi. „Yfirvöld í hreppnum eiga að standa vörð um það skipulag sem búið er að vinna og samþykkja. Ef til framkvæmda kemur þá eiga þær að vera í takt við þegar samþykkt deiliskipulag og þá stefnu sem hefur vþerið mörk- uð varðandi forgang og hraða uppbyggingar í sveitarfélag- inu,“ segir m.a. í bókuninni og minnt á að vinnu við svæða- skipulag höfuðborgarsvæðis- ins sé ekki lokið og því sé rétt að standa við fyrri ákvörðun hreppsnefndar um að fresta frekari uppbyggingaráform- um þangað til sú vinna liggur fyrir. Fulltrúar Sjálfstæðis- félagsins létu þá bóka að þeir furðuðu sig á þeirri afstöðu sem fram komi í bókun Á- og H-lista þar sem þeir vilji tefja fyrir uppbyggingu á nauðsyn- legri þjónustu. Þeirri bókun svöruðu fulltrúar Á- og H-lista og sögðu að hvergi væri vikið að því að tefja fyrir uppbygg- ingu á þjónustu við íbúa hreppsins í bókun sinni. Skipulag og uppbygging í landi Kirkjubrúar á Álftanesi Ný ásýnd Bessastaðahrepps Bessastaðahreppur Þjónustukjarni Bessastaðahrepps er sýndur á bleiku svæðunum og ný íbúabyggð á grænu og appelsínugulu reitunum. Nýr Álftanesvegur liggur meðfram byggðinni. STEFNT er að sameiningu Hlíðaskóla og Vesturhlíðar- skóla með því að 20 heyrnar- lausir/-skertir nemendur þess síðarnefnda flytjast inn í Hlíðaskóla þar sem blandað verður saman heyrandi og heyrnarlausum/-skertum nemendum. Byggja á við Hlíðaskóla vegna verkefnisins og er gert ráð fyrir að samein- ingunni verði að fullu lokið ár- ið 2003. Jafnvel er gert ráð fyrir að yngstu börnin í Vest- urhlíðarskóla hefji nám sitt í Hlíðaskóla strax í upphafi næsta skólaárs. Á skrifstofu borgarverk- fræðings liggja fyrir frum- drög að teikningum að við- byggingu við Hlíðaskóla, sem teknar verða fyrir um miðjan apríl hjá fræðsluráði. Þriggja ára aðgerða- áætlun í undirbúningi Sameining skólanna á sér áralangan aðdraganda og er staða sameiningarvinnunnar komin á það stig að verið er að ganga frá frumteikningum að viðbyggingunni við Hlíða- skóla. Jafnframt er í undir- búningi hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur þriggja ára að- gerðaáætlun í samvinnu við skólastjóra beggja skóla. Þá er einnig verið að ganga frá formlegum samstarfsvett- vangi foreldra og kennara beggja skóla og undirbúa táknmálsnámskeið fyrir kennara Hlíðaskóla. „Til að geta tekið þátt í þessu verk- efni þurfa kennarar Hlíða- skóla að sjálfsögðu að fara á táknmálsnámskeið,“ segir Arthur Morthens, forstöðu- maður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur. Meginrökin fyrir samein- ingunni segir Arthur vera þau að þörf nemenda Vesturhlíð- arskóla fyrir félagsleg sam- skipti sé ekki nægilega vel fullnægt í skólanum sökum fá- mennis, en síðastliðin 15 ár hefur nemendum fækkað tals- vert í skólanum. 20 nemendur stunda nú nám sitt í skólan- um. „Það er afar mikilvægt að börn fái að eiga fullnægjandi félagsleg samskipti við hvert annað og þegar ekki eru nema 1–2 börn í árgangi þá verða samskiptin allt of lítil,“ segir hann. „Það skiptir því miklu máli að heyrnarlaus og mikið heyrnarskert börn geti átt félagsleg samskipti með svip- uðum hætti og önnur börn þótt þau noti táknmál. Við er- um því að tengja saman skólana innan Hlíðaskóla þannig að heyrnarlaus og heyrnarskert börn geti varð- veitt táknmálsumhverfið inn- an síns hóps, en jafnframt átt félagsleg samskipti við heyr- andi börn í íþróttum og tóm- stundum, þannig að þau fái betur fullnægt félagslegum þörfum sínum heldur en verið hefur í Vesturhlíðarskóla þar sem börnin eru eins fá og raun ber vitni.“ Vilja sameina Hlíðaskóla og Vesturhlíðarskóla árið 2003 Heyrnarlaus börn og heyrandi saman í skóla Hlíðar ÞAÐ er ekki bara grafið eftir fornleifunum í Aðalstræti í miðborginni um þessar mundir. Jarðvinna er hafin í Austurstræti en þar mun Ís- tak á næstu mánuðum gang- ast fyrir umfangsmiklum framkvæmdum þar sem skipt verður um jarðveg og lagnir og yfirborð götunnar síðan hellulagt. Morgunblaðið/Ómar Undir Austur- stræti Miðborg 186 staðir hafa leyfi til að veita áfengi í Reykjavík. Á svæði sem markast af Hlemmi í austri og Ægisgötu í vestri eru staðirnir 107 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Hjörleifssyni hjá Reykjavíkurborg. 18 veitingastaðanna hafa eingöngu svoköll- uð léttvínsleyfi og er helmingur þeirra stað- settur utan miðborg- arsvæðisins. Af þeim 79 vínveit- ingastöðum, sem eru utan miðborgarinnar eru níu rétt í jaðri hennar.                    !     "  "        #        $  % &" $  (  !   % &" $ #& * & "       + &  & "             & , , + #&  -  ! $   &!. + /  *        #& !$ + # & $ !         +         #0+  + 1    ' + # &     .    +    2        +  "    "       3   -  *$& + # &       #.! *       #,  "  +    1    *          ,   ' %  00 +      "   %   +     "        & &  +     !  +  +       4         +        +          *          "         *  # $    )    $  %  & $       /  # )           +            107 vín- veitinga- staðir í mið- borginni Miðborgin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.