Morgunblaðið - 28.03.2001, Page 17
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 17
Ísafirði - Forseti Íslands notaði
ferðina á æskuslóðirnar á Ísafirði,
þegar hann heimsótti Þjóðahátíð
Vestfirðinga, og leit inn á nokkr-
um öðrum stöðum. Sérstaklega
óskaði hann eftir því að fá að
koma í heimsókn í Þróunarsetur
Vestfjarða og kynna sér þá vinnu
sem þar er unnin. Var þar vel
tekið á móti honum og Dorrit og
Páli Péturssyni félagsmálaráð-
herra, sem einnig var með í för.
Forsetinn fékk kynningarefni
um starfsemina og fleira til fróð-
leiks og minja. Hann lét í ljós
ánægju með það frumkvæði og
frumkvöðlastarf, sem þar á sér
stað í málefnum fjórðungsins.
Jafnframt gat hann þess, að fyrir
nærri þremur áratugum hefði
hann ásamt fleiri mönnum unnið
að hugmyndum um framtíðar-
skipulag Ísafjarðarkaupstaðar.
Honum hefði aftur á móti ekki
komið í hug á þeim tíma starfsemi
á borð við þá sem nú fer fram í
Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði.
Forseti Íslands heimsótti Þróunarsetur Vestfjarða
Vildi
kynna
sér frum-
kvöðla-
starfið
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Ólafur Ragnar og Dorrit nutu veitinga í boði Þróunarseturs Vestfjarða.
Á myndinni eru einnig þau Guðrún Stella Gissurardóttir og Páll Pét-
ursson félagsmálaráðherra.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff heim-
sóttu m.a. Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúa Vestfjarða.
Mývatnssveit - Á föstudagskvöldið héldu nem-
endur Reykjahlíðarskóla árlega kvöldvöku og
kaffisölu til styrktar ferðasjóði. Nemendur
fluttu skemmtidagskrá þar sem mest bar á leik
og söng. Gaf á að líta nútímaverk svo sem
„Grís“ en einnig klassísk verk svo sem „Rauð-
hetta og úlfurinn“. Í hléi voru veitingar fram
bornar. Samkoman tókst vel og var vel sótt.
Við skólann eru 74 nemendur í vetur og fá þeir
morgunverð og hádegisverð í skólanum auk
lærdómsins, alla virka daga. Skólastjóri er
Hólmfríður Guðmundsdóttir.
Morgunblaðið/BFH
Leikendur í Rauðhettu og úlfinum ásamt sögumanni.
Kvöldsam-
koma í Reykja-
hlíðarskóla
Selfossi - Iðntæknistofnun Íslands
hélt nýlega kynningarfund á Selfossi
sem Atvinnuþróunarsjóður Suður-
lands og Atorka, samtök atvinnurek-
enda á Suðurlandi, stóðu fyrir.
Stofnunin kynnti þar starfsemi sína
m.a. á sviði matvæla og efnis- og
framleiðslutækni. Hallgrímur Jónas-
son forstjóri stofnunarinnar veitti í
lok fundarins sérstök verðlaun fyrir
brautryðjandastarf í atvinnumálum
á svæðinu.
Verðlaunin hlaut Einar Elíasson,
stofnandi SET hf, en Einar hefur
stundað sjálfstæðan atvinnurekstur
á Selfossi síðan 1964. Fyrst í bygg-
ingarstarfsemi en síðan í iðnaðar-
framleiðslu, aðallega á lagnavörum.
SET er í dag stærsti framleiðandi á
rörum og lagnaefni á landinu og
spannar vörulína fyrirtækisins for-
einangruð hitaveiturör og plaströr til
vatns-, fráveitu-, raf- og ljósleiðara-
lagna. Velta SET á síðasta ári var um
582 milljónir króna og hjá fyrirtæk-
inu starfa um 50 manns. Fyrirtækið
hefur verið leiðandi á sínu sviði og
unnið markvisst að vöruþróun,
tækni-, gæða- og framleiðnimálum.
Einar Elíasson fékk
brautryðjendaverðlaun
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Hallgrímur Jónsson, forstjóri Iðntæknistofnunar, Einar Elíasson, stofn-
andi SET, Ingólfur Þorbjörnsson, forstöðumaður efnis- og umhverfis-
tæknideildar Iðntæknistofnunar, og Hannes Hafsteinsson, forstöðu-
maður Matvælarannsókna Iðntæknistofnunar.
Kynningarfundur Iðntæknistofnunar á Selfossi