Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 7 GUÐMUNDUR Eyjólfsson skíða- göngumaður í leiðagangrinum „Frá strönd til strandar 2001“ er nú tæplega hálfnaður á leið sinni frá Hornvík á Vestfjörðum til Vopnafjarðar. Hann kom til Hveravalla á mánudagskvöld en þar er seinni birgðastöð hans. Á mánudag gekk Guðmundur 33 km og á sunnudag lagði hann að baki 30 km. Í gær, þriðjudag, tók Guðmundur sér hvíldardag og áætlar hann að halda áfram um leið og veður leyfir. Vistirnar á Hveravöllum eiga að duga Guð- mundi á leiðarenda en samkvæmt leiðangursáætlun er hann vænt- anlegur til Vopnafjarðar í síðasta lagi 12. apríl. Guðmundur hefur lagt að baki alls 260 af 600 km eða sem samsvarar 43% af heild- arvegalengdinni. Guðmundur tæplega hálfnaður Ljósmynd/Sigursteinn Baldursson FÉLAGSMENN í Félagi flugmála- starfsmanna ríkisins samþykktu í leynilegri atkvæðagreiðslu að boða til fjögurra vinnustöðvana á tíma- bilinu 11. apríl til 10. maí hafi samn- ingar ekki tekist við ríkið fyrir þann tíma. Á kjörskrá voru 119 og greiddu 100 atkvæði eða 84,03%. 97 sam- þykktu boðun verkfalls, 2 sögðu nei og einn seðill var ógildur. Tillagan sem samþykkt var gerir ráð fyrir að ef ekki nást samningar hefjist verkfall á miðnætti 11. apríl og standi í tvo sólarhringa. Síðan er gert ráð fyrir að við taki þrjú önnur tveggja sólarhringa verkföll sem hefjist 19. apríl, 2. maí og 9. maí hafi samningar ekki tekist. Jóhannes Long, sem sæti á í stjórn FFR, sagði að verkfall félags- ins kæmi til með að hafa víðtæk áhrif bæði á innanlands- og millilandaflug. Félagsmenn FFR störfuðu á öllum flugvöllum á landinu og þar á meðal í Keflavík. Hann sagði að félagsmenn, sem eru 119, störfuðu í margskonar störfum. Þar á meðal við brautar- vörslu, viðgerðir, öryggisvörslu og aðstoð við flugumferðarstjórn (flug- gagnafræðingar). FFR er 55 ára gamalt félag og sagði Jóhannes að félagið hefði aldr- ei farið í verkfall. Síðasti samningur félagsins hefði runnið úr gildi 1. október sl. Þrátt fyrir að verkfall FFR komi til með að hafa mjög víðtæk áhrif á flugsamgöngur er félagið ekki skyld- ugt til að halda uppi lágmarksþjón- ustu með undanþágulistum líkt og flugumferðarstjórar. Jóhannes sagði að félagsdómur hefði fyrir nokkrum árum fellt niður kvaðir á félagið um lágmarksþjónustu í verkfalli. Hann sagði að félagið myndi skipa undan- þágunefnd og hún kæmi til með að fjalla um umsóknir um undanþágur frá verkfalli. Flugmálastarfs- menn boða verkfall ÞRJÚ snjóflóð féllu úr Súðavík- urhlíð í gær og lokuðu veginum um hlíðina. Vegagerðin ákvað að loka veginum um tíma vegna snjóflóðahættu. Að sögn Gísla Sigurðssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Ísafirði, féllu tvö snjóflóð á veginn með um klukkustundar millibili, bæði úr giljum í miðri hlíðinni. Vegagerðin ruddi veg- inn en lokaði honum eftir seinna flóðið um kl. 7.30 vegna snjó- flóðahættu. Vegurinn var opn- aður aftur eftir um klukkustund. „Svo féll aftur flóð um klukk- an hálfellefu. Það var það sem við köllum meðalflóð, það var um 1,5–2 metra þykkt á vegin- um og um 10 metra breitt,“ sagði Gísli. Að þessu sinni kom flóðið úr Djúpagili. Veginum var því lokað á ný. Þrjú snjóflóð féllu úr Súða- víkurhlíð ♦ ♦ ♦ VÉLSTJÓRAFÉLAG Íslands hefur sent út kærur á hendur þeim bátum og skipum sem reru í verkfalli sjó- manna hinn 15.–19. mars sl. með félagsmenn Vélstjórafélags Íslands innanborðs. Þeim er gert að greiða sektir vegna brota á kjarasamnings- ákvæðum VSFÍ og Landssambands íslenskra útvegsmanna, þar sem er sérstaklega tiltekið að menn skuli leggja niður störf, sigla í land og binda skipin um leið og verkfall skell- ur á. Samkvæmt kjarasamningnum eru sektir vegna brota á þessum ákvæð- um allt að 311 þúsund krónur fyrir hvert brot. Að sögn Helga Laxdal, formanns VSFÍ, verða sendar út kærur á hend- ur útgerðum þeirra báta og skipa sem reru allt frá því verkfall hófst hinn 15. mars sl. og þar til því var frestað með lagasetningu 19. mars. „Lagasetning- in tók ekki gildi fyrr en í fyrsta lagi fimm mínútur í miðnætti hinn 19. mars en dæmi eru um að skip hafi haldið til sjós fyrir þann tíma. Eins eru dæmi um að skip hafi verið að veiðum eftir að verkfallið skall á, sem og skip sem voru að veiðum allan tím- ann meðan á verkfallinu stóð.“ Ekki er ljóst um hversu margar kærur verður að ræða en þegar hafa kærur verið sendar nokkrum útgerð- um. Helgi segir að um sé að ræða skip í öllum útgerðarflokkum en mest hafi borið á því að útgerðir vertíðarbáta hafi brotið ákvæði kjarasamningsins. Hann segir að í ljós hafi komið að þeir bátar sem brotið hafi gegn löglega boðuðu verkfalli hafi einnig brotið ítrekað gegn helgarfrísákvæðum kjarasamningsins. Sektirnar séu því misháar en þær fari eftir fjölda brota. VSFÍ kærir verkfalls- brjóta FLUGMENNIRNIR Sigurður Runólfsson og Hergill Sigurðsson, sem eru á leið til Eþíópíu í eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 182 Skylane héldu áfram för sinni frá Lúxemborg sl. laugardag en urðu að snúa við samdægurs vegna bilaðs radarsvara. Svarinn er tæki sem gef- ur flugumferðarstjórum merki frá flugvélum á ratsjá með upplýsingum um einkennisnúmer flugvélar, stað- setningu og flughæð. Blindflug er ekki heimilt sé þetta tæki í ólagi. Þeir áttu von á nýjum radarsvara í gær, eða í dag, miðvikudag og munu því að líkindum leggja fljótt af stað aftur til Feneyja, næsta viðkomu- staðar síns. Sneru við vegna bilaðs radarsvara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.