Morgunblaðið - 28.03.2001, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
E
nn á ný er komið að
því.
Yfirgnæfandi
meirihluti lands-
manna hefur samið
um kjarabætur og laun sín til
næstu ára og forsvarsmenn laun-
þega og atvinnurekenda lýsa því
yfir opinmynntir að útlit sé fyrir
frið og stöðugleika á vinnumarkaði
á næstu árum, en það sé forsenda
frekari hagsældar og aukningar
framleiðni og kaupmáttar á næstu
árum.
Aðilar vinnumarkaðarins hafa
semsé orðið sammála um ákveðna
aðferðafræði til að viðhalda hér
efnahagslegum stöðugleika og
byggja áfram
á þeirri vel-
sæld sem
skapast hefur
á undanförn-
um árum og
ákveðnar pró-
sentuhækkanir á næstu árum eru
sem rauður þráður í samningum
flestra verkalýðsfélaga við við-
semjendur sína að undanförnu.
Tónninn var vitaskuld gefinn
með samningum Flóabandalagsins
í fyrravor við Samtök atvinnulífs-
ins. Þá voru forsvarsmenn félag-
anna sem stóðu að bandalaginu
gagnrýndir, m.a. af öðrum félögum
í verkalýðshreyfingunni fyrir lin-
kind, en reynslan hefur sýnt að þar
var haldið á málum af skynsemi og
með niðurstöðu sérstakrar endur-
skoðunarnefndar ASÍ og SA á
dögunum er tryggt að sátt og frið-
ur ætti að geta ríkt hér á vinnu-
markaði enn um stundir.
Ætti, vel að merkja. Nú er
nefnilega komið að ýmsum mis-
fjölmennum samtökum opinberra
stofnana. Nú sem fyrr eru samtök
þeirra algerlega óbundin af þeirri
niðurstöðu sem aðrir launþegar í
landinu hafa gengist undir með
samningum og atkvæðagreiðslum
um þá og nú fara forsvarsmenn
þeirra ýmsir um með lúðraþyt og
segja mikilvægt að ná fram veru-
legum leiðréttingum, ella verði að
grípa til verkfalls.
Hrina þessi hófst með verkfalli
flugumferðarstjóra á dögunum, en
það varð þó skammvinnt eftir að
stjórnvöld neyddust til að gangast
inn á nokkurra mánaða skamm-
tímasamning með umtalsverðri
launahækkun, þar sem mikilvægir
hagsmunir voru í húfi með því að
halda áfram íslenskri umsjón á
flugumferð yfir stórum hluta Atl-
antshafsins. Venju samkvæmt fór
ekki að draga til tíðinda í samn-
ingaviðræðum fyrr en komið var
að verkfalli og náðist ekki sam-
komulag fyrr en eftir samfelldan
tæplega sólarhrings samn-
ingafund hjá ríkissáttasemjara.
Um var að ræða skammtímasamn-
ing sem gildir til 15. nóvember nk.
og fylgir honum sérstakt sam-
komulag um viðræðuáætlun þar
sem fram kemur að hvorir tveggja
aðilarnir eru sammála um að á
samningstímanum verði kannaðir
til hlítar möguleikar á breytingum
á samningsréttarlegri stöðu og
kjaratilhögun flugumferðarstjóra.
Fram kom í fréttum fjölmiðla í
tengslum við deiluna að meðallaun
flugumferðarstjóra eru helst sam-
anburðarhæf við laun forstjóra á
hinum almenna vinnumarkaði, en
það kom þó ekki í veg fyrir að í
odda skærist – ekki í fyrsta sinn
sem slíkt gerist hjá flugumferð-
arstjórum á undanförnum árum.
En áfram skal haldið. Nú hafa
um 500 félagar í Félagi háskóla-
kennara boðað til verkfalls, af-
markaðs verkfalls eins og þeir
kjósa að kalla það. Umræddir
starfsmenn æðstu mennta-
stofnunar landsins sjá sér ekki
fært að gangast undir sömu kjara-
bætur og stærstur hluti þjóð-
arinnar, heldur sjá menn sókn-
arfæri í því að boða til verkfalls í
fyrri hluta maímánaðar næstkom-
andi, einmitt þegar vorpróf standa
fyrir dyrum hjá sex þúsund stúd-
entum við skólann. Samkvæmt
fréttum af deilunni ber mikið í
milli og lítið útlit fyrir samkomulag
á næstunni. Ef að líkum lætur mun
svo fyrst draga til tíðinda örfáum
dögum fyrir verkfall og í framhaldi
af því mun koma í ljós hvort fá-
mennur hópur mun í skjóli aðstöðu
sinnar skera upp meiri kjarabætur
en aðrir sem ekki kusu að grípa til
vopna, en semja heldur að sið
skynsemdarmanna.
En þar með er ekki allt talið. Nú
hafa örfáir starfsmenn Flugmála-
stjórnar, aðrir en nefndir flug-
umferðarstjórar, látið þau boð út
ganga að náist ekki samkomulag
um kjarabætur í tæka tíð, muni
félagið efna til verkfalls í alls fjög-
ur skipti á tímabilinu 10. apríl til
11. maí nk. Komi til verkfalls munu
flugsamgöngur í landinu vænt-
anlega lamast, en einnig að ein-
hverju leyti millilandaflug með til-
heyrandi fórnarkostnaði fyrir
þjóðarbúið í heild. Og hverjir eru
svo þessir flugmálastarfsmenn
sem ekki geta með nokkru móti
sætt sig við það sem aðrir launþeg-
ar hafa gengist undir? – Jú, þeir
eru alls 112 talsins, skv. kjörskrá,
og starfa við vörslu flugbrauta og
öryggis, viðgerðir og aðstoð við
flugumferðarstjórn, þ.e. þeir sem
eru s.k. fluggagnafræðingar.
112 starfsmenn Flugmála-
stjórnar munu því geta lamað flug-
samgöngur til og frá landinu í
krafti aðstöðu sinnar og valdið
ómældu tjóni í krafti verkfalls-
vopnsins sem stærstur hluti þjóð-
arinnar hefur ekki kosið að nýta
sér, en verður síðan fyrir barðinu á
með reglulegu millibili og oft af
völdum fámennra bardagaglaðra
hópa sem eru sér vel meðvitaðir
um sérstöðu sína og mátt og beita
henni óspart á kostnað fjöldans.
Af hverju er það að ríkisstarfs-
menn eru duglegri en aðrir að
beita verkföllum fyrir sig? Hvað er
það í samningum þorra launa-
manna sem þeir geta ekki sætt sig
við? Væri ekki nær að forsvars-
menn litu sér nær og veltu t.d. fyr-
ir sér þeim ótalmörgu sérrétt-
indum sem starfsmenn hins
opinbera njóta umfram aðra, eins
og geta gengið að störfum sínum
vísum til æviloka, eiga í öflugri líf-
eyrissjóði að sækja og öflugra bak-
land hvað varðar veikindarétt og
fæðingarorlof, svo aðeins örfá
dæmi séu tekin.
Á kostnað
fjöldans
112 starfsmenn Flugmálastjórnar
munu því geta lamað flugsamgöngur til
og frá landinu í krafti aðstöðu sinnar og
valdið ómældu tjóni í krafti verkfalls-
vopnsins sem stærstur hluti þjóðarinnar
hefur ekki kosið að nýta sér.
VIÐHORF
Eftir Björn Inga
Hrafnsson
bingi@mbl
ÞAÐ hefur verið
fróðlegt að fylgjast með
deilum Jóns Steinars
og Gunnars Hrafns
undanfarna daga, því
þar er teflt saman mikl-
um andstæðum: stað-
festu lagabókstafsins
gegn efasemdum hins
hugsandi manns. Jón
Steinar sýnir því miður
óafsakanlegan hroka
þegar hann staðhæfir
að Gunnar Hrafn skilji
ekki röksemdafærslu
hans, en eins og alþjóð
veit er röksemdafærsla
Jóns Steinars sáraein-
föld og vonandi óum-
deilanleg: að full sönnun sé nauðsyn-
leg forsenda fyrir sakfellingu. En þar
með er málið ekki útrætt.
Vandi dómstólanna felst m.a. í því
að þeir eiga, eðli málsins samkvæmt,
að kveða upp svarthvítan dóm: sýkn
eða sekur. Dómstólarnir mega ekki
kveða upp óvissudóm, þótt almenn
skynsemi kunni oft að benda til þess
að hlutfallslegur dómur væri rétt-
mætari, þannig að sakborningur telj-
ist til að mynda 60% sekur. En slíkur
dómur væri að sjálfsögðu óhæfur í
kerfi eins og nú er við lýði, þar sem
dómur um sekt felur ávallt í sér kröfu
um refsingu: hvernig væri unnt að
ákveða refsingu fyrir 60% sekt? Þess
vegna þurfum við að hafa þessa miklu
slagsíðu í lögunum, og telja mann al-
saklausan nema sekt hans sé sönnuð.
Kjarni málsins er að sjálfsögðu
sönnunin. Full sönnun er fágætur
fugl; réttarsagan segir
okkur að merkilega oft
hafi fullkomin sönnun,
e.t.v. ásamt játningu
hins ákærða, reynst
haldlítil seinna meir
þegar nýjar upplýsingar
koma í ljós. Í raun réttri
væri sjaldnast hægt að
sakfella nokkurn mann
væri þessari reglu fylgt
út í æsar, því allir dómar
eru byggðir á mannleg-
um vitnisburði og grein-
ingu á sönnunargögn-
um. Aldrei er hægt að
fullu að útiloka mistök
og því er sönnun ávallt
byggð á líkindum.
En til þess að dómskerfið gangi
snurðulaust er litið svo á, að til sé það
sem heita löglíkur, og að hægt sé að
skilja á milli sanngjarnrar og ósann-
gjarnrar óvissu. Samt sem áður eru
löglíkur óljóst hugtak, breytilegar
eftir aðstæðum, og falla oft illa að
réttlætiskennd þeirra sem hlut eiga
að máli. Þetta er vandamál dómstól-
anna, og mér sýnist að það sé að
teknu tilliti til þessara þátta ein-
göngu sem Jón Steinar grundvallar
aðdróttanir sínar um skilningsleysi
Gunnars Hrafns.
Aðrir kunna að vilja ræða
aðrar hliðar málsins
Reglan um sakleysi uns sekt er
sönnuð, þessi mikla og göfuga slag-
síða réttarkerfisins, snýr að réttar-
vernd sakborningsins, og öllum má
vera ljóst að hún er meðal hornsteina
réttarríkis. Frá sjónarhorni ákær-
andans hljóta þó önnur viðmið að
koma við sögu. Rökin fyrir því að sak-
borningur sé saklaus nema sekt sé
sönnuð mætti færa upp á meint fórn-
arlamb með öfugum formerkjum:
brotið ætti að teljast staðreynd uns
það verður afsannað. Þetta fæli í sér
að sýknun fyrir rétti merkti ekki
nauðsynlega að brotið hefði ekki ver-
ið framið. En dómsorð taka ekki til
þessarar hliðar málsins.
Slagsíða réttarkerfisins er meintu
fórnarlambi í óhag. Þetta er mikið
áhyggjuefni, en mér sýnist að Jón
Steinar sé að fyrtast við þá umræðu.
Víst er það mikill vandi að tryggja
jafnan rétt ákæranda og ákærða. Ég
vil þó benda á ýmis atriði sem kunna
að varpa ljósi á vandann, þótt leið til
úrbóta gæti orðið löng og torsótt.
Í fyrsta lagi gerir vestrænt rétt-
arkerfi ekki greinarmun á refsingu í
hefndarskyni og refsingu sem leið til
að stuðla að öryggi samfélagsins.
Refsing er ákveðin með tilliti til
þess skaða sem þegar hefur orðið, en
ekki þess skaða sem brotamaður
kann að valda í framtíðinni. Fangels-
isdómur miðast við alvarleika brots-
ins en ekki við öryggiskröfur sam-
félagsins.
Afbrotamaður fær ekki meðhöndl-
un vegna brotahneigðar sinnar á
meðan hann situr inni, og að lokinni
afplánun er hann frjáls ferða sinna án
tillits til þess hvort hann er líklegur
til að endurtaka brotið. Afbrota-
manni sem hefur enga möguleika á
að endurtaka brotið, t.d. vegna aldurs
eða sjúkdóms, er eigi að síður refsað
Enn um sýknu
og sakleysi
Pétur
Knútsson
Dómur
Kjarni málsins er, segir
Pétur Knútsson, að
sjálfsögðu sönnunin.
ÖÐRUVÍSI mér áð-
ur brá. En nú bregður
mér ekki lengur.
Mér bregður ekki
lengur við það að Rík-
iskaup hafni hagstæð-
ustu tilboðum í flutn-
inga fyrir ÁTVR á
landsbyggðina eftir að
öll þjóðin hefur hvað
eftir annað mátt horfa
upp á misjöfn vinnu-
brögð frá stofnuninni.
Það virðist sem Rík-
iskaup beiti þeim rök-
semdum við val á flutn-
ingsaðila sem henti
henni í samráði við þá
flutningsaðila sem verk-
efnið fengu, Landflutningar-Samskip
og Vöruflutningamiðstöðina. Því öll-
um flutningum fyrir ÁTVR var skipt
bróðurlega, eftir því hver átti lægsta
tilboðið, á milli fyrrgreindra aðila.
Annar aðilinn fékk flutninga til þrett-
án staða en hinn til fjórtán staða.
Það skal tekið fram til nánari skil-
greiningar fyrir leikmenn að Land-
flutningar eru nú í eigu Samskipa hf.
Fyrir hvorugt félagið þ.e. Landflutn-
inga eða Vöruflutningamiðstöðina er
hægt að fá opinberan aðgang að árs-
reikningum þar ársreikningar þeirra
eru einungis einn liður af mörgum í
reikningum Eimskipa hf. og Sam-
skipa hf.
Hagstæðasta tilboðið
Ástæðan fyrir því að ofangreindir
aðilar fengu allt verkefnið er að þeir
hafa GÁMES-kerfi þar sem öll ferli
eru skilgreind. Það þarf sem sé
GÁMES-kerfi til þess að flytja eina
einingu ef tóbaki eða áfengi á milli
tveggja staða, þ.e. Reykjavíkur og
þéttbýlissvæða á landsbyggðinni skv.
skilgreiningu Ríkiskaupa. Í útboðs-
gögnum Ríkiskaupa var hvergi getið
um að GÁMES-kerfi
væri úrslitaþátturinn
við val á flutningsaðila.
Þvert á móti er tilgreint
að:
„Eftirfarandi atriði
verða höfð til hliðsjónar
við mat á tilboðum og
eru talin í röð eftir mik-
ilvægi þeirra:
1. Verð
2. Flutningstæki og
búnaður
3. Þjónusta geta, s.s.
tíðni ferða.“
„Ríkiskaup munu
taka hagstæðasta til-
boði/tilboðum eða hafna
öllum.“
Þrátt fyrir það staðhæfir verkefn-
isstjóri Ríkiskaupa fyrir viðkomandi
verkefni að GÁMES-kerfið er það
sem til þarf ef flutningafyrirtæki vilji
flytja vörueiningar á milli tveggja
staða fyrir ÁTVR. GÁMES-kerfið er
ekki til staðar á öllum vörumóttökum
Landflutninga né Vöruflutningamið-
stöðvarinnar. Reyndar vill nú þannig
til að Landflutningar hafa sumar
stöðvar samþykktar og Vöruflutn-
ingamiðstöðin engar á þeim tíma-
punkti sem tilboði þeirra var tekið.
Þá er ekki annað hægt en að átelja
þau vinnubrögð sem eru notuð í þessu
tilboði. Má þar m.a. nefna eftirfar-
andi.
a) Tvívegis er búið að framlengja til-
boðsfrest.
b) Engin bréfleg samskipti hafa verið
höfð við okkur vegna ofangreindr-
ar kröfu um GÁMES-kerfi.
c) Sending símbréfs þar sem ákvörð-
un Ríkiskaupa er tiltekin, á sér
stað kl. 22:57 hinn 28. febrúar 2001,
sem hlýtur vægast sagt að teljast
langt fyrir utan eðlilegan vinnu-
tíma og vekur óneitanlega spurn-
ingar um í hvaða tilgangi það er
gert.
Það gerast því ekki ólíkindalegri
ákvörðunartökurnar þar sem unnt
hefði verið að spara tæplega 1,3 millj-
ónir króna í þessum flutningum ef
lægstu tilboðum Aðalflutninga ehf.
hefði verið tekið. Það skal tekið fram
að fleiri aðilar lögðu fram tilboð í
þessa flutninga og ef lægstu tilboðum
allra aðila hefði verið tekið væri
sparnaðurinn meiri. Nú kann að
þykja sem svo lágar upphæðir skipti
ekki máli í flutningum á svo mikil-
vægum vörum sem áfengis- og tób-
aksbirgðir landsmanna eru. En safn-
ast er saman kemur.
Sanngirni gagnvart fyrir-
tækjum á landsbyggðinni
Þetta á ekki síst við fyrir þá flutn-
ingsaðila sem starfa á landsbyggðinni
við sífellt þrengri kost vegna óvæg-
innar samkeppni skipafélaganna. Að-
alflutningar ehf. var stofnað árið 1998
og byrjaði þá vöruflutninga á fjórum
leiðum, nú er ekið á 16 leiðum til
flestra þéttbýlissvæða landsins. Fyr-
irtækið er í eigu flutningsaðila sem
flestir eru staðsettir á landsbyggð-
inni. Með því að hafna marktækum
tilboðum frá Aðalflutningum ehf. eru
Ríkiskaup og ÁTVR í raun að gera
enn eina aðförina að landsbyggðinni
og forsendum þess að byggð haldist
þar. Því hvernig er unnt að halda úti
rekstri flutningafyrirtækis ef það nýt-
ur ekki sanngirni í útboðum opin-
berra aðila?
Öðruvísi mér
áður brá
Sigurður H.
Engilbertsson
Tilboð
Með því að hafna mark-
tækum tilboðum frá Að-
alflutningum ehf., segir
Sigurður H. Engilberts-
son, eru Ríkiskaup og
ÁTVR í raun að gera
enn eina aðförina að
landsbyggðinni.
Höfundur er framkvæmdastjóri.