Morgunblaðið - 28.03.2001, Qupperneq 19
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 19
STOFNAÐ hefur verið sérstakt
Félag um viðskiptasérleyfi (FUV)
en frumkvæði að stofnun þess hef-
ur verið í höndum Samtaka versl-
unar og þjónustu. Í stjórn félags-
ins voru kjörnir þeir Gunnar Þór
Sch. Elfarsson, sem er stjórnarfor-
maður, Bryndís Hrafnkelsdóttir,
Friðdóra Kristinsdóttir, Hjalti
Rósinkrans Benediktsson og Ólaf-
ur Haukur Magnússon. Í sam-
þykktum félagsins segir að til-
gangur þess sé að miðla þekkingu
um viðskiptasérleyfi og stuðla að
því að að vandað sé til starfsemi
sem varðar viðskiptasérleyfi auk
þess sem félagið muni gæta hags-
muna félagsmanna.
Sérstakur gestur og fyrirlesari á
stofnfundi félagsins var Karin
Kisker, framkvæmdastjóri
Svenska Franchiseföreningen, en
þau voru stofnuð í byrjun áttunda
áratugarins.
Margir kostir við viðskiptasérleyfi
Í erindi Karinar kom meðal ann-
ars fram að viðskiptasérleyfi megi
fella í nokkra flokka. Stundum sé
viðskiptasérleyfisþeginn að yfir-
taka ákveðna viðskiptahugmynd,
vörumerki eða útlit og merki til-
tekinna verslana svo dæmi séu
tekin. Grunnhugmyndin að baki
viðskiptaleyfum sé þó að leyfisþeg-
inn sé að taka upp hugmyndir eða
rekstur sem hafi sýnt sig að ganga
vel annars staðar.„Hvers vegna
viðskiptasérleyfi? Jú, hagnaðarvon
er yfirleitt góð, aukin umsvif með
skiptingu kostnaðar, minni áhætta,
staðkunnugir aðilar sjá um rekst-
urinn á markaði sem þeir þekkja
en þetta atriði skiptir mjög miklu
máli. Þetta eru sumir kostanna við
viðskiptasérleyfin.“
Karin segir að fyrir um tveimur
árum hafi samtökin í Svíþjóð
ákveðið að fara meira út á mark-
aðinn og kynna sig en áður hafi
þetta verið tiltölulega lokuð sam-
tökum með fremur fáum aðilum.
„Skipuð var ný stjórn og ráðinn
framkvæmdastjóri en samtökin
vinna fyrst og fremst að því að
kynna viðskiptasérleyfi og vernda
hagsmuni aðildarfélaganna, meðal
annars með því að fylgjast með
breytingum á löggjöf og reglum
um sérleyfi. Upplýsingagjöf og
ráðleggingar vegna viðskiptasér-
leyfissamninga eru stór hluti af
okkur vinnu.
Veltan 100 milljarðar
sænskra króna á ári
Við vinnum fyrst og fremst með
sænskum fyrirtækjum á sænska
markaðinum enda er það miklu al-
gengara að þau flytji sérleyfi inn í
stað þess að flytja þau út. Í Sví-
þjóð eru um 350 viðskiptaleyfisk-
eðjur með um fimmtán þúsund
útibúum og með ársveltu upp á um
100 milljarða sænskra króna.
Markmið okkar á þessu ári er að
fá inn fleiri félög, veita þeim meiri
stuðning og stuðla að því að menn
deili reynslu sinni hver með öðr-
um. Við störfum einnig innan sam-
taka viðskiptasérleyfishafa, Eur-
opean Franchise Federation en
það verður að teljast líklegt að
Evrópusambandið muni á næstu
árum reyna að setja sérstök lög
um viðskiptasérleyfi en við erum
að reyna að koma í veg fyrir slíkt
þar sem það væri greininni ekki til
framdráttar að búa við flókna
lagasetningu á þessu sviði.“
Karin segir að ljóst sé að við-
skiptasérleyfum muni fjölga mjög
á næstu árum og að mjög mörg
þeirra muni koma frá Bandaríkj-
unum og Bretlandi. Það sé því
ánægjulegt að sjá að Íslendingar
ætli að taka þessi mál föstum tök-
um og hún vænti mikils af sam-
vinnu sænsku og íslensku samtak-
anna.
Stofna félag um
viðskiptasérleyfi
Morgunblaðið/Ásdís
Karin Kisker: „Viðskiptasérleyfum
mun fjölga mjög á næstu árum.“