Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Landssamtökin Þroskahjálp 25 ára Ráðstefna um réttaröryggi LANDSSAMTÖKINÞroskahjálp eiga25 ára afmæli í ár og ætla af því tilefni að standa fyrir ýmsum við- burðum. Hið fyrsta er ráð- stefna sem haldin verður á Grand Hótel 23. apríl nk. undir yfirskriftinni „Þetta gæti aldrei gerst hér.“ Ráðstefna um réttarör- yggi og réttindagæslu fatl- aðra. Halldór Gunnarsson er formaður Landssam- takanna Þroskahjálpar. „Þessa ráðstefnu höld- um við í samvinnu við félagsmálaráðuneytið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Norræna sam- vinnuráðið um málefni þroskaheftra. Ráðstefnan er helguð minningu Ástu B. Þorsteinsdóttur, fyrrverandi formanns Landssamtakanna Þroskahjálpar, en hún lést 1998.“ – Er réttaröryggi fatlaðra ábótavant á Íslandi? „Já, við eigum töluvert langt í land til þess að standa jafnfætis öðrum Norðurlandaþjóðum í þeim efnum. Fulltrúar þeirra verða á þessari ráðstefnu og kynna hvern- ig málum er háttað í heimalöndum sínum. Fólk með þroskahömlun á margt hvert vegna fötlunar sinnar erfitt með að þekkja rétt sinn og hvað þá að sækja hann. Fyrir Al- þingi liggur nú frumvarp um rétt- indagæslu fatlaðra sem er skref í rétta átt, en gengur að okkar mati of skammt. Einkum hvað snýr að sérstökum stuðningi við þá sem eiga við mikla andlega fötlun að stríða. Einnig liggur fyrir Alþingi nýtt félagsþjónustufrumvarp sem felur í sér ýmislegt til bóta í þess- um efnum.“ – Hvað fleira verður á dagskrá ráðstefnunnar? „Auk fyrirlesaranna frá Norð- urlöndum verða íslenskir fyrirles- arar. Það verður rætt um réttinn til þess að vera „öðruvísi“, talað um hvort þörf sé á aukinni rétt- argæslu fyrir fólk með fötlun á Íslandi og síðan verður formaður Átaks, félags fólks með þroska- hömlun, María Hreiðarsdóttir, með erindi. Pallborðsumræður verða í lok ráðstefnunnar sem Sigmundur Ernir Rúnarsson stjórnar. Þar verða á meðal þátttakenda Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlög- maður, Guðmundur Árni Stefáns- son alþingismaður, Ragnheiður Thorlacius lögfræðingur og Frið- rik Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Landssamtakanna Þroska- hjálpar.“ – Hvað fleira er á döfinni í til- efni af afmælisárinu? „Tímaritið Þroskahjálp sem gefið hefur verið út frá stofnun samtakanna fjórum sinnum á ári kemur nú út í nýju formi og mun fólk sjá að það hefur tekið miklum stakkaskiptum. Þriðja tölublað þess, sem kemur út í kringum af- mælið sjálft 17. október nk., verð- ur með veglegum hætti og tileinkað sögu sam- takanna. Þar verður reynt að skyggnast fram á veginn. Lands- þing okkar verður haldið helgina eftir 17. október og það verður með óvenju miklum hátíðar- og gleðiblæ. Má þar nefna að Stuðmenn hafa tekið vel í að leika fyrir dansi í lok landsþingsins. Þriðji desember er alþjóðadagur fatlaðra, þess vegna völdum við vikuna 1. til 8. desem- ber til sögusýningar sem haldin verður í Ráðhúsinu í Reykjavík. Þar verður saga Landssamtaka Þroskahjálpar rakin í máli og myndum og reynt að sýna hver aðbúnaður og lífskjör fatlaðra voru áður en samtökin voru stofn- uð. Í því sambandi má geta þess að allt til ársins 1979 voru í gildi lög um fávitastofnanir. Þessi titill laganna segir kannski allt það sem segja þarf um viðhorf til þroskaheftra á þessum tíma.“ – Hefur aðbúnaðurinn tekið mjög stakkaskiptum frá því fyrir 25 árum? „Þó að manni finnist oft hlut- irnir ganga hægt fyrir sig verður því ekki neitað að mikið hefur gerst í málefnum þroskaheftra. Fyrir 25 árum bjuggu langflestir þroskaheftir á stofnunum og þroskaheft börn og jafnvel börn með annars konar fötlun líka áttu þess ekki kost að alast upp í for- eldrahúsum heldur voru þau send beint á stofnun þar sem lífsgang- an beið þeirra. Fyrsta verkefni samtakanna var að beita sér fyrir nýrri löggjöf sem gerði foreldrum kleift að ala upp fötluð börn sín og að þroskaheftir ættu þess kost að búa úti í samfélaginu. Þessi lög hafa tekið nokkrum breytingum og heita núna lög um málefni fatl- aðra. Mikill tími og orka hefur far- ið í að fá stjórnvöld til þess að veita fjármuni í þetta verkefni svo að það skili þeim árangri sem að er stefnt. Í dag er stuðningskerfið við fjölskyldur og þroskahefta mjög flókið og ábyrgð víða óljós. Nýtt félagsþjónustu- frumvarp mun að okk- ar áliti skýra ábyrgðina og einfalda málin.“ – Hver er framtíðar- sýnin? „Framtíðarsýnin er nákvæmlega sú sama og var í upphafi og hún er sú að tryggja þroskaheftum jafnrétti og sam- bærileg lífskjör á við aðra þjóð- félagsþegna og skapa þeim skil- yrði til að lifa eðlilegu lífi. Þess má geta að við erum nú að fara af stað með fjáröflun í tilefni afmælisárs- ins til þess að geta staðið straum af þessum viðburðum.“ Halldór Gunnarsson  Halldór Gunnarsson fæddist í Hveragerði 18. júní 1950. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni 1970 og prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 1987. Hann starfaði um árabil hjá SÁÁ en síðustu árin hefur hann unnið við textasmíði og auglýsingagerð fyrir ýmsa. Hann er auk þess í hálfu starfi sem formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Halldór er tón- listarmaður og var m.a. í hljóm- sveitinni Þokkabót. Hann er kvæntur Jarþrúði Þórhallsdóttur sjúkraþjálfara og eiga þau þrjú börn og Halldór á eina dóttur að auki. Fái jafnrétti og sambæri- leg lífskjör á við aðra Ég segi nú bara ob, ob, ob, bíðið þið nú við. Gættu að á hvað þú fretar maður, þetta er hún Björk okkar. LÖGREGLUMAÐUR meiddist á hendi við handtöku manns í Víði- dalnum við Fáksheimilið um klukk- an 00.30 aðfaranótt sunnudags. Lög- reglumaðurinn þurfti að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Í ljós kom að flísast hafði úr beini á fingri og lið- bönd tognað. Tildrögin voru þau að ökumaður bifreiðar virti ekki stöðvunarskyldu lögreglu og sáu lögreglumenn að þeir sem í bifreiðinni voru, helltu nið- ur landa, að því er talið var, á meðan bifreiðin var á ferð. Lögreglunni tókst að stöðva bifreiðina, sem í voru þrír farþegar auk ökumanns. Öku- maður veitti mótspyrnu við hand- töku og slasaðist lögreglumaður í ryskingunum. Ekki það sama og bein árás Maðurinn mun hafa hvatt farþega sína til að aðstoða sig við að komast hjá handtökunni en þeir urðu ekki við því. Maðurinn var færður til lög- regluvarðstjóra og honum síðan sleppt. Atvikið er í rannsókn hjá lög- reglunni. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar að- stoðaryfirlögregluþjóns, er litið öðruvísi augum á atvik sem þetta en þegar um beinar árásir á lögreglu- menn er að ræða og hafa verið í um- ræðunni að undanförnu. Hann segir að búast megi við því að lögreglu- menn jafnt sem aðrir geti slasast við störf sín. Í umræddu tilviki hafi málsaðili að reynt að komast hjá handtöku með fyrrgreindum afleið- ingum og ekki verði slíkt litið sömu augum og beinar árásir á lögreglu- menn þar sem í hlut eiga óviðkom- andi aðilar máls, t.d. ef árásarmaður ætlar sér að frelsa félaga sinn frá handtöku. Rannsókn á Víðidalsmál- inu felst m.a. í að upplýsa hvort mað- urinn hafi vísvitandi ætlað sér að slasa lögreglumanninn og þar með gerst sekur um brot á almennum hegningarlögum. Lögregla meidd- ist við handtöku ATKVÆÐAGREIÐSLU um boðað verkfall Félags háskóla- kennara við Háskóla Íslands lauk í gær og er niðurstaðna að vænta á morgun en bíða á eftir atkvæðum sem mögulega voru póstlögð í gær. Félagið hefur boðað tímabundið verkfall frá 2. til 16. maí nk. þar sem samn- ingaviðræður við ríkið hafa ver- ið árangurslausar. Þá hófst atkvæðagreiðsla um boðað verkfall hjá Kennara- félagi Kennaraháskóla Íslands, KKHÍ, í gær og stendur til og með 11. apríl nk. Verði verkfall samþykkt hefst það 7. maí og stendur til 21. sama mánaðar, á háannatíma prófa í skólanum. Í félaginu eru 108 kennarar og aðrir háskólamenntaðir starfs- menn skólans. Deilu KKHÍ við ríkið hefur einnig verið vísað til ríkissáttasemjara. Atkvæði greidd Verkfallsboðun í HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.