Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR smábátasjómanna á Vestfjörðum afhentu sjávarútvegs- ráðherra í gær áskorun frá íbúum á Vestfjörðum um að koma í veg fyrir framkvæmd laga um króka- veiðar sem kveða á um kvótasetn- ingu á ýsu, steinbít og ufsa og fækkar sóknardögum dagabáta. Alls ritaði 2.121 íbúi á Vest- fjörðum undir áskorunina. Í henni er skorað á sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir að lög um krókabáta komi til framkvæmda hinn 1. september nk. Segir í áskoruninni að með framkvæmd umræddra laga verði fótunum kippt undan þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað í smábátaút- gerð á undanförnum misserum og byggst hefur á frelsi þessara báta til veiða á ýsu, steinbít og ufsa. Guðmundur Halldórsson, for- maður smábátafélagsins Eldingar, afhenti sjávarútvegsráðherra áskorunina, ásamt undirskriftalist- unum, í gær. Hann benti á að með umframaflanum hefðu krókabátar unnið þjóðarbúinu mikið gagn. Krókabátar veiddu um 5.818 tonn umfram áætlaða ýsuveiði þeirra á síðasta fiskveiðiári og nam verð- mæti umframaflans ríflega 1,1 milljarði króna. Hann sagði að ef lögin kæmu til framkvæmda hefði það einnig mikla byggðaröskun í för með sér á Vestfjörðum. „Línu- útgerð leggst af á Vestfjörðum ef lögin koma til framkvæmda. Flest- ir bátarnir eru mjög skuldsettir því margir sjómenn sem misst hafa atvinnuna á síðustu árum hafa keypt sér trillu og byrjað útgerð. Verði lögin að veruleika verða þeir að selja útgerðina frá sér. Við treystum því að Árni M. Mathiesen verði okkur hliðhollur í þessu máli og sjái til þess að staðið verði við gert samkomulag í þessum efnum. Ég trúi því ekki að menn leggi út í þá byggðaröskun sem þetta leiðir af sér. Verði mikil byggðaröskun þá er kvótakerfið hrunið því al- menningur lætur ekki líðast að heilu landsfjórðungarnir leggist af.“ Árni sagðist myndu skoða málið gaumgæfilega og reyna að taka til- lit til þessara sjónarmiða við þá endurskoðun á stjórn fiskveiða sem von er á. „Vonandi verðum við svo gæfusöm að fá farsæla nið- urstöðu í þetta mál,“ sagði ráð- herrann. Komi í veg fyrir kvótasetningu Morgunblaðið/Ásdís Guðmundur Halldórsson, formaður smábátafélagsins Eldingar, afhendir Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra áskorunina fyrir utan Alþingi í gær. 2.121 Vestfirðingur skorar á sjávarútvegsráðherra EMBÆTTISMENN í samgöngu- ráðuneytinu og heilbrigðisráðuneyt- inu fóru í gær yfir svarbréf Flug- málastjórnar vegna rekstrar Leiguflugs Ísleifs Ottesen ehf. (LÍO) og mun verða ákveðið í fram- haldinu hvort ástæða sé til að segja upp áætlunarflugi og sjúkraflugi við LÍÓ, skv. upplýsingum Jakobs Fals Garðarssonar, aðstoðarmanns sam- gönguráðherra. Er viðbragða ráðu- neytisins hugsanlega að vænta í dag. Ráðherra bað um umsögn Flug- málastjórnar og í tilefni þess fór fram sérstök úttekt á LÍO dagana 27. og 28. síðasta mánaðar. Flugmálastjóri vísar gagnrýni um ónákvæmt orðalag á bug Í yfirlýsingu lögmanns Leiguflugs Ísleifs Ottesen. sem birt var í Morg- unblaðinu sl. sunnudag, er því m.a. haldið fram að í svari Flugmála- stjórnar til samgönguráðherra sé afar ónákvæmt orðalag, sem gefið hafi tilefni til rangra ályktana um að ófært sé annað en segja upp samn- ingum ríkisins við félagið og svipta það leyfum. Er í því sambandi vitn- að til eftirfarandi kafla úr svari Flugmálastjórnar: „Allt frá því slysið varð, hefur legið fyrir að ekki var af hálfu flugrekandans nægjan- lega framfylgt gildandi starfs- reglum sem ætlað var að tryggja farsælar lyktir sérhvers flugs hlut- aðeigandi loftfars. Til dæmis voru leiðarflugsáætlanir ekki gerðar. Í þessu felst alvarleg vanræksla á faglegum grundvallarþætti í flug- rekstri.“ Spurður um þessa gagnrýni LÍO sagði Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri í gær að Flugmálastjórn vís- aði því á bug að um ónákvæmt orða- lag hafi verið að ræða. Reyndu árangurslaust að koma bréfinu samdægurs til LÍO Í yfirlýsingu lögmanns LÍO er því haldið fram að upphaflegu bréfi samgönguráðherra til Flugmála- stjórnar hafi verið dreift til fjölmiðla áður en það barst til vitundar Ísleifs Ottesen. Jakob Falur Garðarsson segir að ráðuneytið ætli ekki að skattyrðast við Leiguflug Ísleifs Ottesen um þetta atriði. Hann segir að bréfið hafi verið skrifað á laugardegi og það hafi þá þegar verið boðsent út á Reykjavíkurflugvöll til flugfélagsins til að afhenda bréfið en enginn verið þar til að taka á móti því. Einnig hafi verið reynt að koma bréfinu til skila með símhringingu og tölvu- póstsendingu en án árangurs. „En hann fékk bréfið strax á mánudags- morgninum. Við reyndum allt sem við gátum,“ segir Jakob. Bréfaskipti vegna efasemda um hæfi þriggja nefndarmanna Í yfirlýsingu lögmanns LÍO kem- ur einnig fram að fyrirtækið hafi gert athugasemdir við hæfi þriggja nefndarmanna í Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) á meðan á ritun skýrslu nefndarinnar stóð, sem félagið benti á að tengdust sam- keppnisaðilum í flugrekstri. Var því haldið fram að þessi tengsl gætu haft áhrif á hlutlægni þeirra og traust á nefndinni. Í bréfaskiptum sem fóru fram á milli Ísleifs Ottesen, framkvæmda- stjóra LÍO, og rannsóknarnefndar flugslysa kemur fram að umræddir þrír nefndarmenn eru Steinar Steinarsson, flugstjóri hjá Flugleið- um, Þorsteinn Þorsteinsson, sem er sagður m.a. vinna að verkefnum fyr- ir Flugfélagið Atlanta, og Sveinn Björnsson, eigandi Flugþjónustunn- ar á Reykjavíkurflugvelli. Vitnar Ísleifur Ottesen, fram- kvæmdastjóri LÍO, í bréfi 18. mars til ákvæðis í stjórnsýslulögum varð- andi hugsanlegt vanhæfi nefndar- mannanna og segir þessar athuga- semdir settar fram vegna þess hvernig rannsókn málsins hafi þróast svo og með hvaða hætti ein- stök atriði í lokadrögum beinist að rekstri LÍO ehf. án þess að séð verði að þau varði rannsóknarefnið og án þess að jafnframt hafi þá verið rannsakað hvernig almennt var staðið að loftflutningum fólks frá Vestmannaeyjum umræddan dag, ef þessi atriði varði flugatvikið á annað borð. „Hefur þetta vakið efasemdir okkar um óhlutdrægni nefndar- manna yðar í garð LÍO ehf. og grun um að annarleg sjónarmið ráði ýms- um atriðum í lokadrögunum,“ segir m.a. í bréfinu. Fór Ísleifur Ottesen einnig fram á að umræddir nefndarmenn vikju sæti við umfjöllun um málefni LÍO vegna efasemda um hæfi þeirra og jafnframt var þess óskað að nefnd- armenn tækju rökstudda afstöðu í málinu. Skúli Jón Sigurðarson, formaður rannsóknarnefndar flugslysa, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessari athugasemd hefði verið vís- að áfram til samgönguráðuneytisins. Í svarbréfum Skúla Jóns til LÍO segir að svo virðist sem um mis- skilning sé að ræða, þar sem van- hæfiástæður sem tilgreindar séu eigi ekki við. Þar segir einnig að ástæður þær sem tilgreindar séu um meint vanhæfi umræddra nefnd- armanna séu svo almenns eðlis að telja verði að þær varði í raun al- mennt hæfi þessara nefndarmanna til að vera skipaðir og sitja í rann- sóknarnefnd flugslysa. „Ef þessar ástæður yllu hér vanhæfi fæli það m.ö.o. í sér vanhæfi til að rannsaka og fjalla um öll flugslys, flugatvik og flugumferðaratvik þar sem íslenskir flugrekendur ættu þátt að máli. Með vísan til þess sem að ofan greinir telur rannsóknarnefnd flug- slysa að þér eigið að beina erindi yð- ar til samgönguráðherra, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 59/1996,“ segir í svarbréfi formanns rannsóknar- nefndar flugslysa. Embættismenn ráðuneyta fara yfir bréf Flugmálastjórnar vegna LÍO Viðbragða ráðu- neytis vænst í dag ELVAR Eyvindsson, formaður sameiningarnefndar sveitarfélag- anna í Rangárvallasýslu, segir með öllu óljóst hvert framhaldið verði í sameiningarmálum í sýslunni. Þar var síðastliðinn laugardag kosið um sameiningu tíu sveitarfélaga. Sam- einingin var samþykkt í Rangár- vallahreppi, Hvolhreppi, Austur- Eyjafjallahreppi, Austur-Landeyja- hreppi, Vestur-Landeyjahreppi og Fljótshlíðarhreppi en felld í Vestur- Eyjafjallahreppi, Djúpárhreppi, Ásahreppi og Holta- og Landsveit. „Mín persónulega skoðun er sú að þeir sem samþykktu sameiningu komi nú saman og láti kjósa um sameiningu þeirra hreppa. Skyn- samlegast væri að þessi sex sveit- arfélög myndu sameinast. Það er mjög afgerandi niðurstaða í flestum þessara hreppa og það hlýtur að endurspegla vilja fólksins. Ég hef trú á því að það sé vilji fyrir sam- einingu í þessum hreppum. Reynd- ar þætti mér gáfulegast ef það tæk- ist að sameina þéttbýliskjarnana, Rangárvallahrepp og Hvolshrepp,“ segir Elvar. Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri í Hvolhreppi, segir að á næstu dög- um verði niðurstöður kosninganna skoðaðar og ekki sé hægt að fjöl- yrða um útkomuna fyrr en að þeirri skoðun lokinni. Aðspurður um hvort honum þætti líklegt að stóru hrepparnir, Hvolhreppur og Rang- árvallahreppur, sameinist í ljósi niðurstaðanna sagði Ágúst Ingi: „Mér finnst ekki ólíklegt að það verði gerð tilraun til að skoða sam- einingu allra hreppa austan Ytri- Rangár, þ.e. Rangárvallahrepps, Hvolhrepps, Austur- og Vestur- Landeyja, Fljótshlíðar og Eyja- fjallahreppanna. Jafnvel þótt sam- eining hafi verið felld í Vestur- Eyjafjallahreppi finnst mér rétt að skoða þetta nánar,“ segir Ágúst Ingi. Kosningar um sameiningu hreppa í Rangárvallasýslu Óvíst hvert framhald- ið verður                            !  "#$ "%          &'()* +   , - -  -     .     /  "   .           ('00*             12345    !            6 7           8 7 7  0) 2* 10 22 09 &04 &&( 9* 2) (1 492 7  9* 2: (* (( 0* :4 (*2 4( (99 01 2)(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.