Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 13 Útskipun bílflaka til Spánar. TÆPLEGA 55% Íslendinga vilja að áfengur bjór og léttvín verði selt í matvöruverslunum ef marka má nýja könnun sem PriceWaterhouse- Coopers hefur gert. Tæplega 40% eru þessu andvíg. Þá vilja rúmlega 43% aðspurðra að afgreiðslutími verslana ÁTVR verði rýmkaður á meðan rúm 25% eru því andvíg. Tæp 32% tóku ekki afstöðu til þess- arar spurningar. Fleiri karlar en konur eru fylgj- andi sölu bjórs og léttvíns í mat- vöruverslunum eða tæp 60% karla á móti rúmu 41% kvenna. Karlar eru einnig frekar fylgjandi rýmri opn- unartíma en konur eða rúm 47% þeirra fyrrnefndu á móti tæpum 40% þeirra síðarnefndu. Eins er marktækur munur á af- stöðu þeirra sem tóku þátt í könn- uninni eftir aldri og virðist yngsta kynslóðin eða þeir sem eru á aldr- inum 18–29 ára vilja mesta frjáls- ræðið í þessa átt en tæp 71% þeirra vilja leyfa sölu á bjór og léttvíni í matvöruverlsunum og tæp 59% vilja rýmka opnunartíma ÁTVR. Þá er munur á afstöðu fólks eftir búsetu, rúm 58% höfuðborgarbúa vilja sjá bjór og léttvín í matvöru- verslunum á móti tæpum 49% landsbyggðarfólks. Sömuleiðis voru fleiri fylgjandi rýmri afgreiðslutíma ÁTVR í höfuðborginni eða rúm 48% á móti ríflega 35% á landsbyggð- inni. Könnunin var framkvæmd sím- leiðis í mars síðastliðnum. Meirihlutinn vill léttvín og bjór í matvöruverslanir HRINGRÁS skipaði út um helgina um 2.500 tonnum af bílflökum eða um 3.000 bílum. Bílflökin eru flutt til Spánar til endurvinnslu. Væntanlega endurspeglar þetta magn vel þá miklu endurnýjun á bílaflota landsmanna sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Í síðasta mánuði skipaði Hringrás út 4.000 tonnum af brotajárni til Spánar. Stöðug aukning hefur orðið á því magni brotajárns og málma sem fell- ur til og eru það jafnt fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar sem leggja því endalausa verkefni þannig lið að halda landinu hreinu, sem skil- ar sér svo aftur í auknum útflutningi endurunninna brotamálma og gjald- eyristekjum. Framundan er önnur útskipun frá Reykjavík til Spánar í apríl og síðan frá Akureyri til Spánar í maí. Bílaútflutn- ingur til Spánar DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp í ríkisstjórn um breytingu á mörkum Suðvesturkjör- dæmis og Reykjavíkurkjördæma. Samkvæmt frumvarpinu munu mörk þessara kjördæma breytast á þann hátt að suðurhlíðar Úlfarsfells, sem eru innan marka Mosfellsbæjar, verða innan Reykjavíkurkjördæma. Á þessu svæði búa nú um 30 manns sem eiga kosningarétt í Suðvestur- kjördæmi. Landið sem hér um ræðir er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur þar verið skipulögð íbúðabyggð og at- vinnusvæði. Þótti því nauðsynlegt að byggð þar fylgdi Reykjavíkurkjör- dæmi. Frumvarp um breytta kjör- dæmaskipan ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur kynnt frumvarp um breytingu á lög- um um Landhelgisgæslu Íslands. Með frumvarpinu er lagt til að grein, sem segir ekki skylt að láta fara fram útboð við smíði varðskips, verði felld brott. Frumvarpið er flutt í tilefni af samkomulagi sem íslensk stjórnvöld hafa gert við EFTA. Eftirlitsstofnun EFTA gerði athugasemd við lögin og hóf undirbúning að málsókn. Málaferli fyrir EFTA-dómstólnum munu falla niður við breytingu lag- anna. Breytt lög um Gæsluna alltaf á sunnudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.