Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI 22 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. hefur keypt 50% hlut í saltfisk- verkuninni GPG ehf. á Húsavík. Geiri Péturs ehf. og Gunnlaugur Karl Hreinsson, framkvæmdastjóri GPG, stofnuðu GPG fyrir þremur árum. Seljandi nú er Geiri Péturs ehf. og eigendur því ÚA og Gunn- laugur Karl, sem verður fram- kvæmdastjóri félagsins áfram. Í fréttatilkynningu segir að velta síð- asta árs hafi verið 540 milljónir króna og félagið hafi verið rekið með hagnaði frá upphafi. Hjá félaginu starfi að jafnaði um 30 manns. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir að ÚA hafi ekki verið í saltfiskvinnslu síðastlið- in tíu ár og finnist áhugavert að bæta henni við starfsemi félagsins. Reynslan sé góð af að vera með sér- hæfð dótturfyrirtæki, eins og Laugafisk, Hólmadrang og Jökul, og GPG falli vel inn í þetta mynstur hjá ÚA. Þetta sé gott viðskiptatækifæri því GPG sé vel rekið fyrirtæki með góðu starfsfólki. Spurður um sam- legðarmöguleika segir Guðbrandur ákveðna samvinnu hafa verið milli GPG og Jökuls og menn sjái fyrir sér að hana verði hægt að auka í framtíðinni. Þá nefndi hann sem dæmi að ákveðið magn af stórum fiski falli til á Akureyri og það verði hægt að nýta hjá GPG. Annars segir Guðbrandur að hugmyndin sé sú að reka GPG áfram sem sjálfstætt félag eins og verið hafi og efla það enn frekar. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, segir að GPG á Húsavík verði rekið áfram sem sjálfstætt fyrirtæki. ÚA kaupir 50% í salt- fiskverkuninni GPG Morgunblaðið/Hafþór Í FRÉTT um afkomu SR-mjöls hf. á viðskiptasíðu Morgunblaðsins á laugardag voru meinlegar villur í kortinu sem fylgdi með fréttinni. Bæði var farið rangt með eiginfjár- hlutfall félagsins auk þess að fyrir mistök var söluhagnaður vegna rekstrarfjármuna ranglega til- greindur. Því birtist kortið hér aftur og er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum.                                                                                    !"#$% &"'($  $&)  !$  '! *$&   &"+'% &"(%+  !$ $+ $!, *%-%., #)'    !   "     ##     #          $  % &  % &  % &      $             $   Leiðrétt kort HLUTABRÉFAVERÐ í Banda- ríkjunum og Evrópu hefur fallið verulega á fyrsta fjórðungi ársins 2001 þar sem fjárfestar hafa flúið efnahagslega niðursveiflu í Banda- ríkjunum, niðursveiflu sem hefur haft áhrif annars staðar í heim- inum einnig. Föstudagurinn í liðinni viku var síðasti viðskiptadagur fyrsta fjórð- ungs ársins 2001 og þá kom í ljós að nær allar helstu hlutabréfavísi- tölur í Bandaríkjunum og Evrópu höfðu lækkað um yfir 10% á tíma- bilinu. Dow Jones-vísitalan í Bandaríkj- unum lækkaði um 9% á fyrsta árs- fjórðungi, í 9.870 stig, og er það mesta lækkun á þessum árstíma frá árinu 1960. Nasdaq-vísitala tæknihlutabréfa hefur þó lækkað enn meira, eða um 26% á fyrsta ársfjórðungi. Standard&Poor’s 500-vísitalan lækkaði um 13% á fyrsta ársfjórðungi, FTSE í Lond- on lækkaði um 10,6% og Evrópu- vísitala Dow Jones um 12%. Úr- valsvísitala aðallista Verðbréfa- þings Íslands lækkaði um 9,78%. Stýrivextir hafa verið lækkaðir þrisvar í Bandaríkjunum á um- ræddu tímabili en ótti við kreppu er enn fyrir hendi. Vonbrigða gætti meðal sérfræðinga í Evrópu vegna þess að Evrópski seðlabank- inn lækkaði ekki vexti í síðustu viku. Slík vaxtalækkun hefði hjálp- að til við að bæta skaðann af nið- ursveiflunni í Bandaríkjunum, að mati þeirra sérfræðinga sem fréttavefur BBC vitnar til. Varðandi framhaldið á öðrum ársfjórðungi segir John Hatherly, yfirmaður greiningardeildar M&G eignastýringarfyrirtækisins, að markaðurinn verði áfram óstöð- ugur en botninum sé náð í sumum tilvikum og verð geti farið að hækka aftur, jafnvel á hluta- bréfum fyrirtækja nýja hagkerf- isins. Hlutabréfavísitölur falla á fyrsta ársfjórðungi TAP af rekstri Almenna hlutabréfa- sjóðsins hf. á árinu 2000 nam 21,9 milljónum króna samkvæmt rekstr- arreikningi, samanborið við 47,4 milljóna króna hagnað árið áður. Eigið fé félagsins í árslok 2000 nam 629,6 milljónum samkvæmt efna- hagsreikningi að meðtöldu hlutafé að fjárhæð 335,9 milljónum. Enginn starfsmaður var hjá félaginu á árinu 2000 en Rekstr- arfélag Frjálsa fjárfestingarbank- ans ehf. sá um daglegan rekstur þess. Í tilkynningu frá Almenna hluta- bréfasjóðnum segir að samkvæmt samþykktum félagsins sé heildar- hlutafé þess í árslok 2000 samtals 468,0 milljónir króna. Félagið eigi eigin hlutabréf að nafnverði 132,1 milljón og séu þau dregin frá hluta- fénu nemi hlutafé samkvæmt efna- hagsreikningi 335,9 milljónum. Hlutafé félagsins skiptist á 1.922 hluthafa en þeir voru 2.393 í árs- byrjun og fækkaði því um 471 á árinu. Í árslok 2000 átti enginn hlut- hafi yfir 10% eignarhluta í félaginu. Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu 2001. Samkvæmt tilkynningunni eru Almenni hlutabréfasjóðurinn hf. og Hlutabréfasjóðinn Auðlind hf. í við- ræðum um hugsanlega sameiningu félaganna. Tap Almenna hlutabréfa- sjóðsins hf. 22 milljónir AFKOMA af reglulegri starfsemi Tanga hf. á Vopnafirði var slök í fyrra. Tap af rekstri félagsins nam 284 milljónum króna en tap af reglulegri starfsemi nam 264 millj- ónum króna samanborið við 103,5 milljóna króna tap árið áður. Í til- kynningu frá félaginu kemur fram að versnandi afkoma af reglulegri starfsemi stafi fyrst og fremst af verulegri gengislækkun krónunnar og umtalsverðri verðhækkun á olíu. Þannig hafi vaxtagjöld, gengis- munur og verðbreyting langtíma- lána hækkað úr 107,5 milljónum króna árið 1999 í 308,2 milljónir króna og er þetta sveifla upp á 200 milljónir. Þá jókst olíukostnaður vegna reksturs fiskiskipa og fiski- mjölsverksmiðju um 60 milljónir króna. Samtals ollu þessir tveir þættir því að afkoma Tanga versn- aði um 260 milljónir króna. Óreglu- leg gjöld námu 20 milljónum króna, samanborið við óreglulegar tekjur vegna eignasölu upp 114,8 milljónir króna árið áður. Betri horfur í rekstrinum í ár Í tilkynningu Tanga til Verð- bréfaþingsins segir að horfur séu á að rekstur félagsins verði betri á yfirstandandi ári. Kostnaður vegna gengislækkunar hafi allur færst á árið 2000 en nú fari í hönd ár sem skili inn auknum tekjum vegna hennar. Auk þess hafi verð á afurð- um uppsjávarfiska hækkað. „Eins og gefur að skilja hefur þróun af- urðaverðs mikið að segja fyrir rekstur félagsins og þróunin á mörkuðum fyrir fiskimjöl og lýsi mun ráða miklu um niðurstöðu rekstrarins á þessu ári. Verð á lýsi og mjöli hefur hækkað nokkuð í er- lendri mynt, auk þess sem geng- islækkun síðasta árs bætir um bet- ur. Jafnframt þessu er verð á frystri loðnu viðunandi og horfur góðar með A.-Evrópu markað.“ Slök afkoma hjá Tanga hf.            '   "        ()*   "                                                     #"!+) #"&!#  #%' *&'  ##$   $%+ #"%#$  !& ( .-)( &+-(, ! +   +               $  % &  % &  % &      $             $   HAGNAÐUR Fiskmarkaðs Íslands hf. nam 4,2 milljónum króna á síð- asta ári. Rekstrartekjur hans námu 282 milljónum króna og rekstrar- gjöldin námu 255 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- munagjöld nam 27,6 milljónum króna en hagnaður af reglulegri starfsemi nam 2,2 milljónum króna. Þann 1. janúar 2000 var Fisk- markaður Snæfellsness sameinaður Fiskmarkaði Breiðafjarðar undir merkjum Fiskmarkaðar Breiða- fjarðar. Þann 1. júlí sl. var Fax- amarkaður sameinaður Fiskmarkaði Breiðafjarðar undir nýju nafni, Fisk- markaður Íslands. Því eru ekki fyr- irliggjandi samanburðarhæfar tölur frá árinu 1999. Áætlanir Fiskmarkaðar Breiða- fjarðar gerðu ráð fyrir 12 milljón króna hagnaði á síðasta ári en sam- kvæmt tilkynningu til Verðbréfa- þings Íslands má rekja ástæður fyrir fráviki frá áætlun til kostnaðar vegna sameiningar. Eiginfjárhlutfall félagsins er 28,7%. Eigið fé nam í árslok 115,7 milljónum króna. Aðalfundur félagsins verður hald- inn í Stykkishólmi þann 20. apríl og mun stjórn Fiskmarkaðar Íslands leggja til við aðalfund að greiddur verði út 5% arður til hluthafa. Fiskmarkaður Íslands með 4,2 milljónir í hagnað TAP Jökla-Verðbréfa hf. nam 4,1 milljón króna á síðasta ári. Eigið fé fyrirtækisins nam 72,9 milljónum króna í lok árs. Heildareignir eru 74,9 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall var 97,3% í árslok 2000 og CAD- hlutfallið var 374,3% en það má lægst vera 8%. Jöklar-Verðbréf er verð- bréfamiðlun í eigu þriggja líf- eyrissjóða. Fyrirtækið fékk starfsleyfi í október 1999 og aðild að Verðbréfaþingi Íslands í desember sama ár. Eiginleg starfsemi hófst síðan í maí 2000. Hjá fyrirtækinu starfa tveir starfsmenn í dag og er Jónas Dalberg framkvæmda- stjóri þess. 4 milljónir í tap hjá Jöklum- Verðbréfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.