Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björgvin Schramvar fæddur 10 október 1912, yngsti sonur hjónanna Magdalenu Árna- dóttur og Ellerts K. Schram skútuskip- stjóra, sem lengst af bjuggu á Stýri- mannastíg 8, Rvík. Systkini Björgvins voru Kristján skip- stjóri, kvæntur Láru Jónsdóttur, Gunnar símst.stjóri, kvæntur Jónínu Jónsdóttur, Karl verslunarmað- ur, kvæntur Unni Ágústsdóttur, og Margrét, gift Árna Guðmundssyni verslunarmanni. Björgvin kvænt- ist Aldísi Brynjólfsdóttur árið 1937, en hún lést 5 maí 1991. Þau áttu sjö börn: 1) Bryndís, f. 1938, maki Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra og eru börn þeirra fjögur: Aldís, lögfræðingur og leik- kona, á Tönju með Dimitri Razum- enko; Glúmur upplýsingafulltrúi EFTA búsettur í Brussel, á Mel- korku Sóleyju með Bryndísi Bjarnadóttur heimspekingi; Snæ- fríður hagfræðingur búsett í Róm, maður hennar er Marco Branc- accia, blaðamaður, þau eiga Mörtu; og Kolfinna sagnfræðingur búsett í Brussel, sem á Starkað með Sigurði Kjartanssyni tónlist- armanni og Magdalenu með Birni Jörundi Friðbjörnssyni leikara. 2) Ellert, lögfræðingur og forseti ÍSÍ, f. 1939, fyrri eiginkona Anna Ás- geirsdóttir skrifstofumaður, og eru börn þeirra fjögur: Ásdís Björg, flugfreyja og háskólanemi, á Ásgerði og Þorgrím Kára með Árna Snævarr fréttamanni; Arna blaðamaður, gift Katli Magnússyni heimspekingi, þeirra dóttir er Birna; Höskuldur bókmenntafræð- ingur við nám í Þýskalandi, í sam- búð með Gyðu Björnsdóttur mynd- listakonu; og Aldís Brynja skrifstofumaður á Ítalíu, í sambúð með Emilio Palano veitingamanni. Anna og Ellert skildu. Seinni kona Ellerts er Ágústa Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir og stjóri, f. 1950, fyrri eiginkona Mar- ín Magnúsdóttir framkvæmda- stjóri, börn þeirra eru þrjú: Magnús Orri sagnfræðingur/ deildarstjóri, kvæntur Herdísi Hallmarsdóttur lögfræðingi, þau eiga Hallmar Orra. Herdís átti fyr- ir Sigríði Maríu; Ellert Kristofer, húsasmiður og nemi, búsettur í Danmörku, í sambúð með Hönnu Ólafsdóttur myndlistarkonu. Synir þeirra eru Kristófer Bjarmi og Tindur Snær. Fyrir átti Hanna Óla Natan; og Anna Marín, verkefna- stjóri, búsett í Noregi. Ólafur og Marín skildu. Seinni kona Ólafs er Jóhanna S. Vilbergsdóttir skóla- stjóri, þau eiga eina dóttur, Unni Eglu. 7) Anna Helga, hársnyrtir, f. 1957, fyrri eiginmaður Ívar Svein- björnsson, járnabindingamaður, börn þeirra eru Margrét Diljá, nemi í Belgíu; Aldís Björg, nemi í Paraguay; Ívar Sveinbjörn og Björgvin. Anna Helga og Ívar skildu. Anna Helga er í sambúð með Sigurði Guðmundssyni húsa- smiði og barn þeirra er Þorgrímur. Samtals átti Björgvin 58 afkom- endur. Björgvin ólst upp í föðurhúsum, tók próf frá Verslunarskóla Ís- lands og nam verslunarfræði og ensku einn vetur í Englandi. Að námi loknu réðst hann til starfa hjá Heildverslun Magnúsar Kjaran, þar til hann stofnaði sitt eigið fyr- irtæki, Heildverslun Björgvins Schram, sem hann rak í rúm þrjá- tíu ár. Hann var kjörinn formaður Félags ísl. stórkaupmanna 1967 til 1972 og er heiðursfélagi samtak- anna. Hann sat einnig í stjórn Verslunarráðs Íslands, á sama tíma, þar af varaformaður í 3 ár. Björgvin stundaði knattspyrnu á sínum yngri árum með KR og var margfaldur Íslandsmeistari með félaginu, fastur maður í úrvalsliði Íslands og kosinn besti knatt- spyrnumaður Íslands. Hann sat í stjórn KR í tíu ár, þar af varafor- maður félagsins frá 1935 til 1942. Árið 1947 var hann kosinn í fyrstu stjórn Knattspyrnusambands Ís- lands og var formaður 1954 til 1968 eða í fjórtán ár samfleytt. Hann var sæmdur heiðurskrossi KSÍ og var jafnframt heiðursfélagi Íþrótta- og Ólympíusambands Ís- lands. Útför Björgvins fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. þeirra börn eru: Eva Þorbjörg og Ellert Björgvin. Ellert átti einnig son, Arnar Þór lögfræðing, með Ás- dísi Þórðardóttur. Ættleiddur. Hann er kvæntur Hrafnhildi Sigurðardóttur, kenn- ara og söngkonu, og eiga þau tvo syni, Kára Þór og Óttar Eg- il. 3) Margrét, f. 18 jan 1943, stundar nám í bókasafnsfræði. Fyrri maður Haukur Hauks- son, börn þeirra eru: Hildigunnur háskólanemi, búsett í Bandaríkjunum, gift dr. Gísla S. Óttarssyni þróunarstjóra, þau eiga Kolbein Árna nema, Nínu Mar- gréti, Óttar Pál, og Helgu Liv; Árni fjármálastjóri, kvæntur Ingibjörgu Lind Karlsdóttur háskólanema. Þeirra barn er Matthildur Mar- grét. Fyrir átti Árni Arnhildi Önnu með Borghildi Erlingsdóttur lög- fræðingi og Ingibjörg á Hrafnhildi Helgu. Haukur lést. Seinni maður Margrétar er Páll Gústaf Gústafs- son viðskiptafræðingur, búsettur í Indónesíu. Dætur þeirra eru: Bríet, búsett í Svíþjóð, gift Sigur- birni Hreiðarssyni háskólanema, dóttir þeirra er Valdís Björg; Vala, verkefnastjóri og háskólanemi; 4) Björgvin viðskiptafræðingur, f. 1945, fyrri eiginkona hans er Hekla Pálsdóttir verslunarkona og eru synir þeirra þrír: Björgvin tölvunarfræðingur, sem á soninn Kristján með Sif Gunnarsdóttur, nú í sambúð með Hrönn Thoraren- sen; Brynjólfur Páll markaðsfræð- ingur, búsettur í Bandaríkjunum, giftur Lisu Mathis; og Arnaldur, nemi í Bandaríkjunum. Björgvin og Hekla skildu. Björgvin er nú í sambúð með Margréti E. Arn- órsdóttur viðskiptafræðingi. 5) Magdalena, blaðakona, f. 1948, gift Herði Erlingssyni félagsfræðingi og framkvæmdastjóra. Magdalena er látin. Dætur þeirra eru þrjár: Halla nemi í Barcelona, Katrín nemi og Guðrún nemi í Venezuela. 6) Ólafur Magnús framkvæmda- Björgvin Schram, sem við kveðj- um í dag, var mikill gæfumaður. Hann var yngstur fimm systkina, barna Ellerts K. Schram skipstjóra og Magdalenu Árnadóttur sem lengst af bjuggu á Stýrimannastíg 8 hér í borg. Mér er það í barnsminni þegar ég kom fyrst að norðan í fóst- ur hjá þeim afa mínum og ömmu einn vetur fyrir stríðið og hitti þenn- an föðurbróður minn í fyrsta sinn. Hann var á þrítugsaldri, glæsilegur og gjörvulegur og var þá þegar orð- inn einn af bestu knattspyrnumönn- um landsins og auðvitað í K.R. eins og öll ættin, en þar hafði faðir minn verið einn af fyrstu formönnunum. Verzlunarskólanám í Bretlandi var að baki og þar höfðu Bretar hrifist svo af leikni hins unga Íslendings að honum var fyrstum Íslendinga boðið að gerast atvinnumaður þar í knatt- spyrnu með einu besta liði Bret- lands. Önnur minning kemur upp í hug- ann frá þessum árum. Inn á heimilið kom óvenju fögur og glaðvær ung stúlka og duldist engum að þau Björgvin unnu hvort öðru hugástum. Þetta var Aldís Brynjólfsdóttir, fimm árum yngri en Björgvin. Þau leiddust suður Fríkirkjuveginn á sumarkvöldum og framtíðin var björt og brosandi. Í hjónaband gengu þau 1937 og stofnuðu heimili á Reynimel. Þar fæddust fyrstu börn- in af sjö systkinum en síðar flutti fjölskyldan sig að Sörlaskjóli 1, enda heimilið orðið mannmargt. Í Sörlaskjóli ríkti ætíð gleði og gestrisni svo kalla mátti það þjóð- braut okkar frændsystkininna. Sjálf- ur bjó ég þar heilt sumar eftir að ég kom til Reykjavíkur og það var eins og að búa í foreldrahúsum. Þar voru allir aufúsugestir og oft glatt á hjalla, ekki síst eftir að börnin fóru að vaxa úr grasi. Sannaðist þar að eplið fellur sjaldnast langt frá eik- inni. Björgvin stofnaði sitt eigið inn- flutningsfyrirtæki og voru fljótt falin mikilvæg trúnaðarstörf af félögum sínum á þeim vettvangi og ekki síður í KR og Knattspyrnusambandi Ís- lands þar sem hann var formaður um langt árabil. Ég vissi að hann sóttist ekki eftir þessum mannvirðingum heldur var til hans leitað vegna heið- arleika hans, kurteisi og einstaklega ljúflegrar framkomu. Í frístundum sínum stundaði hann hestamensku og laxveiðar. Eru mér enn minnistæðar ferðir sem hann bauð mér með sér í til veiða í Soginu í Ásgarðslandi en þar leigði hann einn dag í viku allt sumarið ásamt einum sinna bestu vina, Kidda í Kiddabúð. Það voru góðir dagar. Hjónaband Björgvins og Dídíar var gæfuríkt og ástsælt og barnalán þeirra óvenju mikið. Því dró dimmt ský fyrir sólu í lífi frænda míns þeg- ar Dídí féll frá árið 1991 74 ára að aldri. Svo náin voru þau að ég held að innst inni hafi hann aldrei orðið sam- ur maður eftir. Hann seldi húsið við Sörlaskjólið og flutti í íbúð aldraðra og voru það honum mikil og æði erfið viðbrigði. En svo kom að því að Ellert, elsti sonurinn, keypti aftur gamla æsku- heimilið í Sörlaskjóli og sjaldan sá ég hann glaðari en við þær fregnir. Síð- ustu árin þegar hann var kominn nokkuð á níræðisaldurinn, tók að halla undan fæti og heilsunni að hraka. Aldrei lét hann sig þó vanta á leiki KR í Frostaskjólinu enda hitti hann þar fjölda gamalla vina og var þar enn hvers manns aufúsugestur. Við ferðalok frænda míns minnist ég hans ljúfu návistar og segi af heil- um hug: Þar er genginn góður drengur. Gunnar G. Schram. Tengdafaðir minn, Björgvin Schram, er látinn, 88 ára að aldri. Kynni okkar hófust fyrir hartnær tuttugu árum, þegar ég fór að venja komur mínar í Sörlaskjól 1 eða „Skjólin“, með Ellert syni hans. Björgvin var þá að verða sjötugur en aldrei fyrr hafði ég hitt neinn sem var eins mikill heimsborgari og hann. Hann var eins og breskur að- alsmaður í klæðnaði og háttum og öll hans framkoma einkenndist af hátt- vísi og stillingu. Í öll þessi ár sá ég hann aldrei öðruvísi klæddan en í jakkafötum með bindi, alveg fram á síðasta dag. Hvílíkur sjarmör sem hann var og gaman að vera með hon- um. Það var þægilegt og gott að vera í nærveru Björgvins, hann hafði lag á því að spjalla um heima og geima og hann var góður hlustandi. Maður hafði á tilfinningunni að hann hefði einlægan áhuga á því sem maður hafði til málanna að leggja. Björgvin var mikill fagurkeri og naut þess að hafa í kringum sig fal- legu fjölskylduna sína og fallega hluti og fallegt matarborð gladdi hann alltaf mikið. Hann var höfðingi heim að sækja meðan hann og Aldís bjuggu í Skjólunum, og mikill stemmningsmaður. Þegar hann hló, þá hló hann með öllu andlitinu og raunar með öllum líkamanum. Þær voru dýrðlegar heimsóknirnar til tengdaforeldra minna þar sem við spiluðum og spjölluðum marga sunnudagseftirmiðdaga og Aldís töfraði fram veisluborð, að því er virtist fyrirhafnarlaust. Þetta voru hátíðarstundir sem gleymast seint. Síðustu árin eftir að Aldís dó og við Ellert vorum flutt í Skjólin naut Björgvin þess að koma í gamla húsið sitt og hafði þá skoðanir á því hvern- ig ég hafði hlutina. Og sagði á sinn kurteisa hátt: „Ja, þú hefur þetta svona? Þetta var nú alltaf hérna eða þarna ,“ og ég fann að honum fannst að ég ætti að hafa það þannig líka. Oft sat hann í arinstofunni og rifj- aði upp skemmtilegar sögur frá fyrri tíð og það var unun að sjá hve glaður og sæll hann varð í endurminning- unum. Það var líka gott að finna hve kært var með þeim feðgunum. Síðustu árin þegar Björgvin var orðinn heilsulaus og hættur að geta gert hlutina sér til ánægju og heyrn- in farin að svíkja hann illilega, var eitt sem alltaf var til staðar og það var einlægur áhugi hans á fótbolta. Hann fór á alla leiki KR sem hann mögulega komst á og var fastur gestur hér í Vesturbænum þegar félagið hans keppti. Þótt hann myndi ekki lengur afmælisdaga barna- barna og ættingja þá vissi hann hvernig staðan var í deildinni. Björgvin dó saddur lífdaga, gæfu- maður mikill og lánsamur. Hann átti langa ævi, fallegt heimili, fallega konu og sjö börn og sinnti sínu verki hér á jörðinni af mikilli kostgæfni. Ég þakka forsjóninni fyrir þá gæfu og þau forréttindi að hafa kynnst honum og fengið að njóta samskipta við hann í allan þennan tíma. Með virðingu og væntumþykju kveð ég tengdaföður minn, Björgvin Schram, með þakklæti fyrir alla þá hlýju sem hann sýndi mér. Guð blessi minningu hans. Ágústa Jóhannsdóttir. Með söknuði kveð ég fyrrverandi tengdaföður, Björgvin Schram. Ástæðulaust er þó að vera um of mærðarlegur, þegar skemmtilegur maður er kvaddur í hárri elli, saddur lífdaga. Björgvin var fyrir löngu þjóð- kunnur er fyrstu fundum okkar bar saman, hann keyrði gjarnan tvo menntskælinga sem ætluðu í reiðtúr á hestunum hans. Þetta var græsku- laust gaman og heimsborgarinn spurði einskis. Unglingarnir komu heim frá háskólanámi og fundunum fjölgaði í Sörlaskjólinu. Þá vildi pat- er familiae vita vissu sína um þetta samband; í jólaboði spurði hann mig kurteislega en ákveðið, hvað ég ætl- aði mér með dóttur hans. Svarið nægði honum, því frá þeirri stundu voru aldrei efasemdir í okkar sam- skiptum. Kynslóðabil var þó vissu- lega fyrir hendi. Í augum 68-kyn- slóðar háskólastráks var Björgvin á þeim árum ímynd þess sem við vild- um breyta. Við höfðum staðlaðar skoðanir á heildsölum og íhaldi. En það var persóna Björgvins sem eyddi þessum fordómum mínum. Þessi maður með valdsmannslegt yf- irbragð, hnarreistur heimsborgari, var í hjarta sínu gæðablóð sem vildi alltaf aðstoða þá sem minna máttu sín í samfélaginu. Sjálfstæðismaður með sál. Svo má heldur ekki gleyma því hvað íhaldssemi getur verið skemmtileg sé vel með hana farið. Björgvin átti til margra ára sömu bíltegundina, sem var endurnýjuð árlega, en alltaf í sama lit og með sama lagi, honum þótti þægilegra að fólk áliti hann á sama gamla bílnum. Björgvin átti líka ágætt ráð þegar hann langaði að kaupa föt á konu sína eða dætur, hann valdi það sem var í útstillingunni í búðargluggan- um, það hlaut að vera gæðavara. Björgvin var fagurkeri sem vildi og leyfði sér aðeins það besta, í mat, drykk og öllu umhverfi, en þessa eig- inleika og lystisemdir forðaðist hann að bera á torg, naut þeirra best með sínum nánustu. Hann hafði yndi af að veita vel og höfðinglega, veislurnar hjá þeim Al- dísi í Sörlaskjólinu eru nú minningar einar, sem vart verða endurteknar. Það voru hátíðisdagar þegar Björgvin og Aldís komu í heimsókn til okkar Möllu í München. Helst kom hann á þeim tíma þegar mikið var um að vera í íþróttaheiminum, þá var leigt fyrir hann litasjónvarp, og ólympískir leikar eða heimsmeist- arakeppni í fótbolta skoðuð stíft, jafnt í beinum sem óbeinum útsend- ingum. Hann taldi það ekki eftir sér að horfa á suma leiki í þrígang. Eitt sinn bauð hann mér á Ólympíuvöll- inn í München. Þegar tengdasonur- inn stakk upp á því að fara heim í hléi, sagði hann: „Þetta heitir hálf- leikur“ og sat sem fastast. En það var önnur íþrótt sem við nutum vel saman. Hestamennskan var honum nautn og eru útreiðar- túrarnir minnisstæðir, ekki síst langferð okkar á Snæfellsnes árið 1980, en það var síðasti reiðtúr hans á hestum sem voru að hans skapi. Eftir það leyfði heilsa hans ekki þau átök sem keppnismaðurinn vildi. Hestar hans voru fjörmiklir, kröft- ugir gæðingar. Umhyggja Björgvins og Aldísar fyrir stórfjölskyldunni var einstök. Björgvin hafði alltaf litla minnisbók við höndina, þar skráði hann m.a. alla afmælisdaga barna, tengda- barna og barnabarna, sem þá voru þegar vel á þriðja tug. Þessi litla kompa fylgdi þeim í öllum utan- landsferðum og afkomendur nutu gjafmildinnar. Björgvin og Aldís, vart hægt að minnast hans án þess að nefna hana um leið, nutu þess að veita, þau voru sífellt með hugann við sína nánustu. Undirritaður og fjölskylda hans fóru ekki varhluta af þessum höfðingsskap; nýkomnum heim frá námi bauð hann mér hús- næði fyrir lítið fyrirtæki, leigan var bara til málamynda, og það kostaði alltaf þref að fá að borga honum fyrir telex-kostnaðinn. Þarna sátum við á sömu hæð í 5 ár, þau voru lærdóms- rík; aðra eins reglusemi, ráðvendni og heiðarleika í viðskiptum hefi ég því miður ekki síðar upplifað. Björgvin varð að lifa án hennar Al- dísar sinnar síðastliðin 10 ár. Henn- ar missir og tveimur árum síðar einnig dóttur þeirra Magdalenu var honum þung raun. Það var eins og lífsneistinn hefði dofnað, eldmóðurinn þvarr. Maður- inn sem alltaf hafði gefið átti erfitt með að þiggja. Hann bjó þó í góðu yf- irlæti á heimili aldraðra við Dalbraut og talaði vel um það ágæta fólk sem hlúði að honum þar. Kjölfestan síðustu árin, að vera alltaf velkominn í gamla góða og nýja Sörlaskjólið, var honum ómet- anleg. Ræktarsemi Björgvins þakka ég af alhug, einnig fyrir hönd Möllu heitinnar og dætra okkar sem sakna afa sárt, en þakka og meta minn- inguna. Farðu heill, höfðingi. Hörður Erlingsson. Lítil stúlka gekk frá matarborð- inu, neitaði að borða og lokaði sig af inní herbergi, að venju. Þá kom öll halarófan á eftir; amma, Eddi, Bjöggi, Malla, Óli og Anna. En allt kom fyrir ekki. Þá kom afi og sagði: „Aldís mín, hef ég ekki alltaf verið góður við þig?“ „Jú,“ svaraði sú litla. „Ætlarðu þá að koma að borða?“ „Já,“ svaraði hún og hann leiddi hana til sætis. Aldrei hækkaðirðu róminn. Aldrei átaldirðu mig. Aldrei skammaðistu. Þú varst alltaf svo góður við mig. Ég minnist þess þegar ég fór í sveitina á sumrin. Hver var það sem fyrstur athugaði hvort ég væri kom- in í höfn og hver var það sem sendi fyrstur bréf? Þú. Því þú varst alltaf svo góður við mig. Ég minnist þess að þú sendir okkur, þegar ég var á Rauða kross heimilinu, fullan kassa af appelsínum og eplum, og silung líka, því þú varst svo mikill veiðimað- ur. Ég minnist þess að hafa haft dag- lega viðkomu í VBK á leiðinni heim úr skólanum sex ára gömul og látið „skrifa“. Aldrei fékk ég ákúrur fyrir það. Ég minnist þess að hafa keypt yfir annan tug jólagjafa í Geysi sjö ára gömul og látið „skrifa“. Ekki minnist ég þess að hafa fengið orð í eyra. Því þú varst alltaf svo góður við mig. BJÖRGVIN SCHRAM Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.