Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 60
MINNINGAR 60 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ allt iðaði af fjöri og framkvæmdum. Maðurinn með ljáinn hefur verið á ferð og skárað nærri okkur, tekið í sama ljáfarinu vini okkar og ná- granna Friðrik Wathne og Björgvin Schram. Langt er síðan við fyrst heyrðum um þetta fyrirbrigði Vesturbæjar- aðalinn. Hvergi hefur verið minnst á aðal nema í Vesturbænum. Ef rétt er munað varð þetta hugtak til vegna þess að vestan við Læk byggðu nokkrir stýrimenn og skipstjórar snemma á síðustu öld veglegri hús en almennt gerðist og báru sig rík- mannlegar en aðrir. Tengdamóðir mín nefndi stundum að alltaf hefðu verið jól í Þorsteinshúsi og svo virð- ist um fleiri hús í því hverfi. Því er á þetta minnt hér að vinur okkar Björgvin Schram var einn glæsileg- asti fulltrúi þessa Vesturbæjaraðals. Allt hans fas og framkoma bar upp- eldi hans vitni. Fyrir marga sem þennan vin okk- ar þekktu voru Vesturbærinn, KR og Björgvin Schram óaðskiljanleg. Þegar við fluttum hingað í Sörla- skjól var knattspyrnuferill Björg- vins að baki. Allt um það var hann svo kvikur og léttur á fæti, að hann bar ekki fyrir gluggann á leið í og úr vinnu nema andartak. Svo var hann horfinn. En þetta nægði til að skilja eftir í hugskoti okkar mynd af þess- um granna og spengilega, svipmikla og höfðinglega manni sem setti svo sterkan svip á hverfið allt. Sú mynd var þó oftast ekki nema hálf. Þegar Aldís kona hans bættist við var myndin af Sörlaskjóli 1 full- komin. Það voru glæsileg hjón hið ytra sem innra. Betri nágranna gat eng- inn maður óskað sér. Þótt skoðanir okkar Björgvins færu saman um flest bar þó eitt á milli. Ég var uppalinn í Víkingi og tregur að láta af barnatrúnni, þótt við ramman væri reip að draga í þeirri sveit. Svo bar við eitt árið þegar við vor- um að hreinsa móann eftir áramóta- brennuna fyrir framan hús okkar að okkur varð sundurorða. Taldi ég að maður sem við ræddum um hefði verið í Víkingi, en hann að sá hefði verið KR-ingur. Daginn eftir hringdi Björgvin og viðurkenndi að kauði hefði verið í Víkingi en bætti svo við, sigri hrós- andi, „en hann gat aldrei neitt“. Þar með sættumst við. Við hjónin söknum Aldísar og Björgvins. Það er nokkur huggun að í húsi þeirra er Schram-fáninn enn við hún. Þótt fráfall Björgvins sé okkur harmsefni er það þó ánægju- leg hugsun að hann skuli vera kom- inn í faðm Aldísar. Þess hefur hann vafalaust lengi beðið. Við Benta sendum fjölskyldu Björgvins innilegar samúðarkveðj- ur. Valgarð Briem. Kveðja frá KR Hinn mikli og góði KR-ingur Björgvin Schram er látinn. Hann var í miklum tengslum við félag sitt frá því að hann barnungur hóf að leika knattspyrnu. Hann varð fljótt efni- legur í sinni grein og seinna einn sá besti, margfaldur Íslandsmeistari í meistaraflokki. Sennilega hefur Björgvin Schram verið fyrsti Íslend- ingurinn sem boðið var að gerast at- vinnumaður. Þegar hann var í versl- unarskóla á Englandi lék hann með Hull City. Þar sáu útsendarar Aston Villa hann spila og buðu honum samning við félagið, en Björgvin fékk ekki atvinnuleyfi. Leikni hans og frami steig honum ekki til höfuðs. Hann var prúðmenni utan vallar sem innan. Þegar hans ferli lauk í knatt- spyrnu tóku við stjórnarstörf innan knattspyrnudeildar og í aðalstjórn var hann um langt árabil. Síðar á lífs- leiðinni gerðist hann formaður KSÍ og var formaður sambandsins til margra ára. Þrátt fyrir miklar annir í forystuhlutverki knattspyrnu gleymdi hann ekki sínu félagi. Fallegt heimili þeirra hjóna Björgvins og Aldísar í Sörlaskjóli stóð KR-ingum alltaf opið og minn- ast margir félagsmenn hlýju og gest- risni þeirra frá þeim árum. Þau þóttu einstaklega glæsileg hjón og sterkur persónuleiki þeirra beggja dró að sér athygli fólks. Þegar Aldís lést fyrir um 10 árum tók Björgvin mjög nærri sér fráfall hennar. Á seinni ár- um kom hann með okkur í ferðalög innanlands og utan og gladdist með okkur á sigurstundum. Björgvin Schram var okkur KR-ingum góð fyrirmynd og vinátta hans var okkur mikils virði. Börnum og öðrum aðstandendum sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Björgvins Schram. Kristinn Jónsson, formaður KR. Kveðja frá KSÍ Fallinn er í valinn mikilhæfur knattspyrnuleiðtogi, Björgvin Schram. Björgvin var virkur þátttakandi í íslenskri knattspyrnu um áratuga skeið og vann þar marga frækna sigra. Hann var leikmaður með KR frá 1929–1941 og þeim íslensku úr- valsliðum sem valin voru á þeim tíma. Eftir að virkri þátttöku hans á vellinum lauk tók Björgvin að sér forystustörf, fyrst hjá félagi sínu, KR, en síðar hjá KSÍ, fyrst sem stjórnarmaður og seinna sem for- maður KSÍ um 14 ára skeið, frá 1955 til 1968. Þá voru mikil baráttuár í íslenskri knattspyrnu og hjá KSÍ. Erfitt var að afla peninga til að halda úti starf- seminni en allt byggðist á fórnfúsu starfi sjálfboðaliða. En Björgvin Schram stýrði KSÍ farsællega á þessu erfiða tímabili og lagði þar grundvöllinn að styrkri stöðu KSÍ í íslenskri íþróttahreyfingu. Björgvin Schram er einn af örfáum einstak- lingum sem hlotið hafa æðsta heið- ursmerki KSÍ, Heiðurskross KSÍ en það heiðursmerki er eingöngu veitt þeim aðilum sem unnið hafa knatt- spyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn. Ég hef heyrt af því margar sögur að heimili Björgvins og Aldísar í Sörlaskjóli hafi ávallt staðið opið þegar knattspyrnufólk var annars vegar. Vegna nálægðar við KR- svæðið var þar oft gestkvæmt og heilu liðin mættu þar í mat og snarl milli leikja og æfinga. Það hefur ef- laust skipt miklu máli fyrir Björgvin að hann naut óskoraðs stuðnings og hvatningar sinnar góðu konu í störf- um sínum fyrir hreyfinguna. Fjölskyldan í Sörlaskjóli hefur reyndar meira og minna öll verið undirlögð af knattspyrnubakter- íunni og engin þar komist hjá því að fylgjast með KR og KSÍ í uppvext- inum. Ellert sonur Björgvins var for- maður KSÍ í 16 ár milli 1974 og 1989 og samanlagt hafa þeir feðgar því stýrt KSÍ í 30 ár af 54 árum sem sambandið hefur verið starfrækt. Ég minnist Björgvins Schram vel frá mínum unglingsárum þegar mik- il og náin samskipti voru milli fyr- irtækis hans og fyrirtækis fjölskyldu minnar. Hann var glæsilegur og reffilegur maður, ávallt mjög vel til- hafður og virðilegur, einn af þeim mönnum sem setttu svip sinn á bæ- inn á þeim árum. Faðir minn sagði mér að samskiptin við Björgvin hafi ávallt verið hnökralaus, að það hafi alltaf allt staðið eins og stafur á bók það sem hann hafi sagt. Björgvin Schram var mikill heið- ursmaður, ljúfmenni og sannkallað- ur „aristókrat“ af gamla skólanum. Hann var í hávegum hafður hjá KSÍ og þar þótti okkur öllum innilega vænt um Björgvin Schram. Hin síð- ari ár passaði Björgvin vel upp á að missa aldrei af landsleikjum, mætti snemma og fylgdist vel með. Þessa aldna heiðursmanns og mikla knatt- spyrnuleiðtoga verður sárt saknað í húsakynnum KSÍ í næstu landsleikj- um. Ég færi þér, kæri vinur, innilegt þakklæti knattspyrnuhreyfingarinn- ar á Íslandi fyrir þín miklu störf á langri starfsævi. En ég veit að þú ert hvíldinni feginn og hamingjusamur að vera við hlið þinnar heittelskuðu Aldísar að nýju. Þinni stóru fjölskyldu færi ég inni- legar samúðarkveðjur. Minningin um gjöfugt ljúfmenni og mikilhæfan forystumann mun lifa í huga knattspyrnuhreyfingarinnar. Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Kveðja frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands Björgvin Schram var tengdur íþróttalífinu í landinu um hálfrar ald- ar skeið og raunar miklu lengur. Ungur lagði hann stund á knatt- spyrnu og komst þar í fremstu röð og seinna varð hann formaður Knattspyrnusambands Íslands og þar með einn af áhrifamönnum íþróttahreyfingarinnar. Fyrir þau störf var hann gerður að heiðurs- félaga ÍSÍ, 15. mars 1980, og fyllti sæti í lávarðadeild þeirra sóma- manna, sem settust í helgan stein eftir brautryðjendastörf í þágu ís- lenskra íþrótta. Björgvin var lávarður í sjón og raun. Háttvís og háttprúður í fram- komu og fasi, höfðinglegur í útliti, eðalmenni í samskiptum við aðra. Eins og enskur lord, grannvaxinn og léttstígur. Fyrir unga og kraftmikla stráka í vesturbænum í Reykjavík, í upphafi síðustu aldar, var ekki margra kosta völ varðandi iðkun íþrótta, nema knattspyrna og aftur knattspyrna í görðum og túnbölum strjállrar byggðar og þar var grunnurinn lagð- ur að glæsilegum ferli Björgvins Schram. Enda KR honum í blóð bor- ið og eldri bræður hans tveir, Gunn- ar og Karl, báðir í meistaraflokki félagsins. Björgvin varð sjálfur framúrskarandi snjall knattspyrnu- maður, var jafnan valinn í íslensk úr- valslið, áður en Íslendingar tefldu fram landsliðum, og margsinnis kos- inn besti knattspyrnumaður Íslands. Fljótlega var hann fenginn til for- ystustarfa í KR og var varaformaður félagsins til margra ára. Hann var kjörinn í fyrstu stjórn KSÍ árið 1947 og formaður 1954. Þar sat hann á formannsstóli í fjórtán ár og naut bæði vinsælda og virðingar fyrir þau störf sín, allt til dauðadags. Um hans daga sem jafnan síðan, var Knatt- spyrnusamband Íslands í farar- broddi í störfum, nýjungum og fram- förum á vettvangi íþróttanna. Á efri árum, sýndi hann knattspyrnunni, KR , KSÍ og íþróttahreyfingunni allri mikla tryggð og mætti reglu- lega á völlinn, allt fram til hins síð- asta, en einnig á íþróttaþing og sam- komur tengdum íþróttastarfinu. Þar vakti þessi heiðursmaður athygli og aðdáun, enda vel látinn af öllum sem til hans þekktu og honum kynntust. Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands þakkar Björgvin Schram fyrir langt og óeigingjarnt starf við efl- ingu og útbreiðslu íþrótta í landinu og sendir sínar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldu hans. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Kveðja frá Samtökum verzlunarinnar – FÍS Erfitt er fyrir þá Íslendinga, sem nú eru að vaxa úr grasi, að gera sér í hugarlund það ástand er ríkti í versl- un og viðskiptum á Íslandi um miðja síðustu öld. Eftir að þjóðin hafði með samstilltu átaki á fyrri hluta aldar- innar komið sér upp eigin skipastóli var full ástæða til að ætla að versl- unin myndi blómstra á sínum eigin forsendum og eiga sinn þátt í því að bæta lífskjör þjóðarinnar. Á þessum tíma kom fram ný kyn- slóð athafnamanna sem sá fjölmörg tækifæri í nýfengnu frelsi og vildi óð- fús nýta þau. Ekki leið þó á löngu uns viðskiptalífið var hneppt í viðjar haftastefnu og skömmtunar af öllu tagi. Það kom í hlut Björgvins Schram og annarra brautryðjenda að byggja upp verslunarrekstur og erlend viðskiptatengsl við þessi skil- yrði og berjast um leið fyrir afnámi haftastefnunnar. Er mér til efs að sú kynslóð versl- unarmanna sem nú er að vaxa úr grasi og þekkir ekki annað en frjáls- ræði, geti nokkurn tímann sett sig í spor þeirra sem stunduðu verslun um miðja síðustu öld við þessar að- stæður. Björgvin ólst upp í vesturbænum og eftir próf frá Verzlunarskóla Ís- lands hélt hann til Lundúna í frekara verslunarnám. Hann hóf störf hjá Heildverslun Magnúsar Kjaran eftir að hann kom heim frá námi en árið 1952 stofnaði hann eigið fyrirtæki, Heildverslun Björgvins Schram sem hann rak í rúm þrjátíu ár. Á verslunarferli Björgvins áttu hörð átök sér stað í íslensku þjóðlífi. Hart var sótt að ríkjandi þjóðskipu- lagi af svokölluðum kommúnistum sem réðust að versluninni og fulltrú- um hennar hvenær sem færi gafst. Í huga þeirra var allur hagnaður illa fenginn og verslun og viðskipti tákn- gervingar hins illa kapítalisma. Eins undarlegur og slíkur málflutningur hljómar nú, er því ekki að leyna að um tíma virtist hann hafa nokkurn hljómgrunn í þjóðfélaginu. Gætti þessara sjónarmiða jafnvel hjá mörgum ráðamönnum sem höfðu takmarkaðan skilning á þörfum verslunargreinarinnar og því þjón- ustuhlutverki sem hún gegndi í sam- félaginu. Afleiðingin varð sú að stjórnvöld gripu til margvíslegra hafta og skömmtunar sem hamlaði vexti og viðgangi íslenskrar verslun- ar um áratugaskeið auk þess sem lagðar voru álögur á atvinnugreinina langt umfram það sem eðlilegt gat talist. Á þessum tíma reið á fyrir versl- unina að eignast öfluga málsvara sem gætu varið verslunina gagnvart árásum andstæðinga hennar og óeðlilegum afskiptum stjórnvalda. Björgvin varð einn þessara málsvara verslunarinnar og á þeim vettvangi komu mannkostir hans vel í ljós þeg- ar á reyndi. Hann var formaður Félags íslenzkra stórkaupmanna (FÍS) á árunum 1967–1971 og var síðar gerður að heiðursfélaga þess. Þá sat hann í stjórn Verzlunarráðs Íslands frá 1966–1974 og var formað- ur þess 1968–1972. Segir það sína sögu um hve ríkan trúnað Björgvin átti innan ólíkra greina verslunar- innar að hann skyldi samtímis gegna formannsembætti í þessum samtök- um. Á vettvangi FÍS var Björgvin óþreytandi að tala máli verslunar- innar og berjast fyrir ýmsum hags- munamálum hennar, jafnt innan félags sem utan. Hann gagnrýndi hvernig atvinnugreinin hefði verið hneppt í viðjar óraunhæfra verðlags- hafta og varði drjúgum tíma að smíða tillögur um úrbætur og kynna þær fyrir ráðamönnum. Hann var öt- ull talsmaður heilbrigðrar sam- keppni og benti á að hún næði ekki að þróast þar sem fjárskortur haml- aði fyrirtækjum og heimskulegu verðlagskerfi væri beitt. Afleiðingin af þessu slæma kerfi væri óeðlilega hátt verðlag í landinu sem rýrði lífs- kjör almennings. Til að bæta úr þesu vildi Björgvin gera breytingar á bankakerfinu og breyta skattalögum þannig að fyrirtækjum yrði gert kleift að mynda eigið fjármagn. Þá fyrst að þetta væri fyrir hendi en fyrr ekki væri hægt að tala um frjálsa og heilbrigða samkeppni í ís- lenskri verslun. Eftirfarandi setning, sem höfð var eftir Björgvini í blaðaviðtali árið 1970, er á margan hátt lýsandi fyrir hugarfar hans að þessu leyti: „Ég spyr: Hvaða munur er á þeirri krónu, sem græðist vegna hækkaðs verðs á útflutningi okkar og þeirri krónu, sem sparast við hagkvæmari vöruinnkaup til landsins?“ Trúr þessari stefnu lét hann hagræðing- armál verslunarinnar mjög til sín taka og beitti sér fyrir ýmsum úrbót- um í því sambandi. Hann benti á nauðsyn þess að innflutningsfyrir- tæki stækkuðu og styrktust fjár- hagslega í því skyni að ná hagstæð- ari samningum í vörukaupum erlendis. Þá beitti hann sér fyrir ýmsum nýmælum innan FÍS sem hrint var í framkvæmd og hafa fyrir löngu sannað sig í þágu hagkvæmari verslunar sem almenningur nýtur góðs af. Nefna má hugmyndir um heildsölumiðstöð, útvegun upplýs- inga um lánstraust fyrirtækja, skipt- ingu félagsmanna í sérgreinahópa og margvíslega hagræðingarþjónustu. Það var ómetanlegt fyrir versl- unina að eiga Björgvin fyrir mál- svara því hann naut virðingar manna í öllum flokkum og stéttum. Á ár- unum 1930–1940 var hann einn af þekktustu knattspyrnumönnum landsins og virtur jafnt af samherj- um sem mótherjum. Var hann ótví- rætt ein helsta íþróttastjarna lands- manna enda dáður af áhorfendum fyrir fallegan og prúðmannlegan leik. Björgvin bjó að þessari reynslu í félagsstörfum fyrir verslunina enda naut hann víðtæks trúnaðar og virð- ingar manna í öllum flokkum og stéttum. Björgvin var fylginn sér og flutti mál sitt af mikilli eindrægni en kom ætíð fram af prúðmennsku og sanngirni. Þarf því engan að undra hvers vegna hann var hvað eftir ann- að valinn í forystuhlutverk innan samtaka verslunarinnar og tala máli hennar út á við. Smám saman jókst fylgi við mál- stað verslunarinnar og dregið var úr höftum, skömmtunum og annarri op- inberri miðstýringu á markaði. Lengi vel voru þó hin óvinsælu verð- lagshöft og gjaldeyrisskömmtun við lýði en jafnvel þau hurfu að lokum. Segja má að baráttunni fyrir frjáls- ræði í verslun og viðskiptum hafi þannig lokið með fullum sigri skyn- seminnar enda hefur vöruúrval og kaupgeta almennings aldrei verið meiri. Þáttur brautryðjenda eins og Björgvins Schram í þessari baráttu verður seint fullþakkaður. Fyrir hönd Samtaka verslunar- innar – Félags íslenzkra stórkaup- manna vil ég að leiðarlokum þakka Björgvini samfylgdina og fórnfýsi hans í þágu félagsins. Aðstandend- um öllum sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Haukur Þór Hauksson. Kveðja frá Knattspyrnu- félagi ÍA Þegar knattspyrnuáhugamenn af Akranesi líta um öxl og rifja upp spennandi og dramatíska fótbolta- leiki koma upp í hugann oftar en ekki leikir á milli Akraness og KR. Það er einhver sérstakur blær yfir þessum nöfnum sem eru svo þekkt í íslenskri knattspyrnusögu. Leikir á milli Akraness og KR hafa ósjaldan verið kallaðir leikir á milli erkifjendanna, oft hefur mikið gengið á og ótrúlega oft hafa þessir leikir verið úrslita- leikir um æðstu verðlaun íslenskrar knattspyrnu. Það hefur alltaf verið hart barist í boltanum en baráttunni á milli Akraness og KR hefur í hug- um áhangenda félaganna löngum fylgt sérstakur andi. Bæði þessi stórveldi í íslenskri knattspyrnu hafa unnið glæsilega sigra á knatt- spyrnuvellinum, en stundum hafa þau líka lent í mótbyr. Þegar KR- liðið hikstaði var stundum glott við tönn á Skaganum og líkt var farið í Vesturbænum ef ekki gekk allt sem skyldi uppi á Skipaskaga. En ill- kvittnin hefur aldrei rist djúpt. Það er nefnilega eitthvað sérstakt sam- band á milli Akraness og KR. Rétt fyrir miðja síðustu öld var knattspyrnan á Akranesi að festa sig í sessi, fyrsta gullöldin var handan við hornið. Þá höfðu KR-ingar marg- oft unnið frækna sigra. Á þeim tíma var Knattspyrnusamband Íslands stofnað. Stofnun þess markaði þátta- skil í íslenskri knattspyrnusögu, en hún var einnig upphafið að miklu og góðu sambandi á milli KR og Akra- ness. Í fyrstu stjórn KSÍ sátu m.a. KR-ingurinn Björgvin Schram og Skagamaðurinn Guðmundur Svein- björnsson. Þeir áttu eftir að sitja saman í stjórninni í rúm 20 ár. Þeir félagar áttu farsælt samstarf og allt frá þeim tíma og fram á þennan dag hafa tengsl KR og Akraness verið sterk og samskiptin góð. Í dag kveðjum við Björgvin Schram. Við kveðjum með mikilli virðingu þennan glæsilega og prúða mann. Við kveðjum Björgvin Schram með þökk fyrir allt sem hann gerði fyrir knattspyrnuna. Við þökkum fyrir góð og trygg samskipti öll árin sem Björgvin var í forystu KSÍ og lengi eftir að hann hætti í stjórninni. Fjölskyldu Björgvins sendum við bestu kveðjur og vottum þeim virðingu og samúð. Hörður Ó. Helgason, formaður. BJÖRGVIN SCHRAM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.