Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 25 Morgunráðstefna Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 5. apríl 2001 kl. 8:30 - 12:00 á Hótel Loftleiðum, Bíósal E p t Er upplýsingatækni peningasóun eða tækifæri? Ráðstefna sem enginn nútíma stjórnandi má láta fram hjá sér fara! Tilgangur ráðstefnunnar er að gefa þátttakendum góða innsýn í nýja þætti upplýsingatækninnar og fjallað verður um þann vanda, sem stjórnendur standa oft frammi fyrir á þessu sviði. Teknir verða fyr- ir þeir þættir, sem oft eru vanræktir, þegar verið er að ná fram hagkvæmni með tæknivæðingu. DAGSKRÁ: Skráning þátttöku er með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317. Ráðstefnugjald er 5.500 kr. fyrir félagsmenn FVH og 9.500 kr. fyrir aðra. Innifalið í verði eru veitingar og ráðstefnugögn. Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir kl. 16 þann 4. apríl. 8:30 - 9:00 Innskráning 9:00 - 9:10 Inngangur ráðstefnustjóra Hansína B. Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Skref fyrir skref 9:10 - 9:30 Stefnumótun í upplýsingatækni Hjalti Sölvason, starfsþróunarstjóri Nýherja 9:35 - 9:55 Leiðir til að forðast mistök í inn- leiðingu viðskiptakerfa Viðar Viðarsson, framkvæmdastjóri Miðheima 10:00 - 10:20 Þekkingarstýring og upplýsinga- miðlun til starfsmanna Katrín Rögn Harðardóttir, gæðastjóri EJS 10:25 - 10:40 Hlé 10:40 - 11:00 Upplýsingaveitur - nýr valkostur Guðni B. Guðnason, framkvæmdastjóri Álits 11:05 - 11:25 Stjórnun aðfangakeðja (Supply Chain Management) Finn Boysen, sérfræðingur í Supply Chain Manage- ment hjá Navision a/s í Danmörku 11:30 - 11:50 Innkaupakort - hagræðing í innkaupum Guðmundur Ólason, sérfræðingur í fjármálaráðu- neytinu 11:55 - 12:00 Samantekt og ráðstefnuslit REKSTRARTEKJUR samstæðu Vaka-DNG hf. drógust saman um 9% milli ára og voru í fyrra 366 millj- ónir króna. Rekstrargjöld án af- skrifta hækkuðu um 5%. Fjármuna- liðir voru jákvæðir um 16 milljónir í fyrra en voru neikvæðir um þrjár milljónir árið 1999. Helsta skýring þessa er söluhagnaður af hlut í Stofnfiski hf., sem nam 38 milljón- um. Niðurstaða rekstrarins var 40 milljóna króna tap, en árið áður var fjögurra milljóna hagnaður. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að á miðju ári 1999 hafi Vaki hf. og DNG sjóvélar hf. sameinast undir nafninu Vaki-DNG hf. Mikill tap- rekstur hafi einkennt fyrsta heila starfsár félagsins og sölumarkmið hafi ekki náðst. Kostnaðarsamt þró- unarverkefni á búnaði til línuveiða hafi ekki gengið upp og þar af leið- andi ekki skilað þeim tekjum sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Allur þró- unarkostnaður félagsins, 28 milljónir króna, sé gjaldfærður í rekstrar- reikningi. Þá hafi samkeppni harðn- að og sala á öðrum veiðarfærabúnaði einnig verið undir áætlunum, en sala á búnaði til fiskeldis hafi gengið sam- kvæmt áætlunum. Í tilkynningunni segir einnig að allnokkur ófrágengin mál DNG sjóvéla hafi komið til af- skrifta á árinu. Gert ráð fyrir hagnaði í ár Félagið hefur gripið til aðgerða til að ná niður kostnaði og liður í því er að starfsmönnum hefur fækkað úr 39 á miðju ári 1999 í 29. Rekstur Vaka A/S í Noregi gekk vel og hagnaður varð af rekstrinum í fyrsta skipti. Rekstraráætlun félagsins gerir ráð fyrir 380 milljóna króna rekstr- artekjum í ár. Þá er stefnt að stofnun dótturfélags í Chile, en í tilkynningu segir að árangur af sölu þar hafi ver- ið góður að undanförnu. Vegna hag- ræðingaraðgerða og væntinga um aukna sölu er gert ráð fyrir að rekst- urinn skili hagnaði í ár. Aðalfundur Vaka-DNG verður haldinn fjórða næsta mánaðar.                                                                                                              !"#  $  %!  & !$' (# #! !$'  %# !$)* () ( ! "#! "$! %%! #!  ! &! #! &!     '  ( )  )  ( )  )  ( )  )      '           '   Tekjur minnka en kostnaður eykst ÍSLANDSBANKI-FBA hf. keypti hlutabréf í tveimur félögum og seldi í einu síðastliðinn föstudag. Bankinn keypti hlutabréf í Hampiðjunni hf. að nafnvirði 40,8 milljónir króna. Eignarhlutur bankans er nú 11,01%, eða kr. 53.671.934 að nafnvirði, en var áður 2,64%, eða kr. 12.871.934 að nafnvirði. Þá keypti bankinn hluta- bréf í Tryggingamiðstöðinni hf. að nafnvirði 3,5 milljónir króna. Eign- arhlutur bankans er nú 6,08%, eða kr. 14.169.231 að nafnvirði, en var áður 4,58%, eða kr.10.669.231 að nafnvirði. Þá seldi bankinn hlutabréf í Ol- íufélaginu hf. að nafnvirði kr. 83,5 milljónir. Eignarhlutur Íslands- banka-FBA í félaginu er nú 0,02%, eða kr. 155.882 að nafnvirði, en var áður 8,45%, eða kr. 83.655.882 að nafnvirði. Fjárfestingarfélagið Straumur hf. kaupir í Olíufélaginu hf. Fjárfestingarfélagið Straumur hf. keypti í gær hlutabréf í Olíufélaginu hf. að nafnvirði kr. 91.504.348. Frá þessu var greint í flöggun frá félag- inu á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Eignarhlutur Fjárfestingarfélagsins Straums er nú 10,10%, eða kr. 100,0 milljónir að nafnvirði, en var áður 0,86%, eða kr. 8.495.652 að nafnvirði. Fjárfestingarfélagið Straumur er sjálfstætt félag en með rekstrar- samning við Íslandsbanka-FBA. Félagið hét áður Hlutabréfasjóður- inn hf. en nafninu var breytt á síð- asta aðalfundi, 15. mars síðastliðinn, og var þá jafnframt skipt um alla stjórnarmenn. Íslands- banki-FBA með 11% í Hamp- iðjunni VIÐ samruna Lyfjaverslunar Ís- lands hf., A. Karlssonar hf. og Thor- arensen-Lyfja hf. og dótturfélaga verður til stærsta dreifingarfyrir- tækið í lyfjageiranum á Íslandi, að sögn Gríms Sæmundsen, stjórnar- formanns Lyfjaverslunar Íslands. Hann sagði á aðalfundi félagsins í gær að kostgæfniathugun á kaupum á Thorarensen-Lyfjum lyki á næstu dögum og að henni lokinni, og stað- festingu Samkeppnisstofnunar á kaupunum, yrði hægt að hefja sam- runaferlið, en samruna við A. Karls- son væri nú lokið. Áætluð ársvelta hins sameinaða félags yrði yfir 6 milljarðar króna. Þriðja hæsta ávöxtun á VÞÍ Grímur greindi frá því að töluverð hækkun hefði orðið á gengi hluta- bréfa Lyfjaverslunar Íslands á síð- astliðnu ári. Gengi bréfa félagsins hefði verið 3,15 í ársbyrjun en 5,20 í árslok, þ.e. um 65% hækkun. Þetta hefði verið þriðja hæsta ávöxtun árs- ins hjá félagi á Verðbréfaþingi Ís- lands. Þá hefði velta á hlutabréfum Lyfjaverslunar verið nokkuð mikil á síðastliðnu ári miðað við önnur fyr- irtæki á Verðbréfaþingi eða 79% af markaðsvirði. Búast mætti við að aukin rekstrarumsvif Lyfjaverslun- ar Íslands yki enn seljanleika hluta- bréfa félagsins. Þá hefði stjórn Lyfjaverslunar ákveðið að hefja við- skiptavakt með hlutabréf félagsins á Verðbréfaþingi í samráði við fjár- málafyrirtæki. Þessi ráðstöfun ætti að stuðla enn frekar að seljanleika hlutabréfa félagsins og auka veltu með þau. Afkoma af reglulegri starfsemi ein sú besta til þessa Sturla Geirsson, forstjóri Lyfja- verslunar Íslands hf., gerði grein fyrir ársreikningi félagsins fyrir síð- astliðið ár. Hann sagði afkomu árs- ins af reglulegri starfsemi hafa verið eina þá bestu til þessa, en óhagkvæm þróun gjaldmiðla hefði unnið þar á móti þannig að hagnaður ársins hefði verið 16 milljónum króna lægri en árið áður, eða um 42 milljónir, en hagnaðurinn var 58 milljónir árið 1999. Breyting varð á stjórn Lyfjaversl- unar Íslands hf. á aðalfundinum í gær. Þrír stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs, þeir Sverrir Sverrisson varaformaður, Margeir Pétursson og Ólafur Njáll Sigurðs- son. Í þeirra stað voru kjörnir Lárus Blöndal, Ólafur G. Einarsson og Óskar Magnússon. Í varastjórn voru kjörnir Ásgeir Bolli Kristinsson og Ólafur Jónsson. Aðalfundur Lyfjaverslunar Íslands hf. Stærsta dreifingar- fyrirtæki í lyfjageira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.