Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 39
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 39 Frísk félög fyrir hressa krakka! Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK Hólavatni, Kaldárseli, Vindáshlíð og Ölveri hefst miðvikudaginn 4. apríl. Vikuflokkar fyrir 6-15 ára börn og unglinga. Spennandi og fjölbreytt dagskrá við allra hæfi. Vikudvöl í sumarbúðunum kostar frá kr. 18.500 - 19.750. Flokkaskrár sumarsins er að finna á bls. 629 í textavarpi sjónvarpsins og á heimasíðu KFUM og KFUK www.kfum.is. Skráning í húsi KFUM og KFUK á mótum Holtavegar og Sunnuvegar. Opið kl. 8-16, sími 588 8899. Skráð er í sumarbúðirnar í Vatnaskógi á sama stað. Hólavatn, Kaldársel, Vindáshlíð og Ölver Í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 Leynifélagið Opið virka daga 10 -18. Laugardaga 11 - 15 Fjöldi bókatitla með allt að 90% afslætti! Tilboð vikunnar! K ostaboð da gsins! Veglegur bókamarkaður IÐUNNAR ... Mikið ú rval af barna- og ung lingabó kum! Á ÁRINU 1995 hófst samstarfs- verkefni menntamálaráðuneyta Ís- lands og Danmerkur til að styrkja dönskukennslu á Íslandi. Gerður var samningur til fimm ára sem um haustið 2000 var framlengdur um þrjú ár. Í samningnum felst að Danir senda lektor í dönsku og tvo danska kennara til Íslands ár hvert. Í ár er það lektorinn Bjarne Christensen sem kennir nemum í Kennaraháskóla Íslands en hinir kennararnir tveir, Jeanette Thon og Helle Justesen, kenna á tveimur svæðum á þessu skólaári, í Reykja- vík og á Suðurlandi. Þær ferðast um og kenna í grunnskólunum í nokkra daga á hverjum stað og vinna með íslensku dönskukennur- unum þar sem áherslan er lögð á samfélagslegar kennsluaðferðir og örvandi talæfingar. Gestakennar- arnir útbúa námsefni fyrir íslensku kennarana og veita faglega ráðgjöf. Danska í 3. og 4. bekk Jeanette Thon hefur ferðast um Suðurlandið á undanförnum vikum og var fyrir stuttu við kennslu á Laugalandi í Holta- og Landsveit. Hafði hún þá þegar kennt í níu skólum í fjórðungnum af alls ellefu sem hún heimsækir að þessu sinni. Á þeim átta dögum sem hún hafði til ráðstöfunar á Laugalandi kom hún að kennslu barna í 3.–10. bekk, en í hinum skólunum var kröft- unum beint að 7.–10. bekk. „Það er mjög spennandi að fá hér tækifæri til að kynna dönskuna einnig fyrir börnunum í 3.–6. bekk. Þau eru nýjungagjörn og fljót að læra, aldeilis ófeimin og finnst mik- ið til koma að geta tjáð sig við Dana. Í kennslustundum er þeim frjálst að tala íslensku, sum kunna smávegis í dönsku og svo blandast enskan saman við en með í tímum er íslenskur kennari sem túlkar ef þörf er á. Kennslan byggist að- allega á því að kenna börnunum stafrófið, tala saman og syngja hljómmiklar vísur þar sem hljóð og hrynjandi dönskunnar skilar sér á skemmtilegan hátt. Þá erum við með svokallað „sveitaþema“, en þau læra vísur um sveitina og dýrin, teikna myndir og tjá sig um þær. Reynsla mín af þessari tilraun hér er sú að nemendunum finnst þetta gaman og tekist hefur að byggja upp jákvætt viðhorf þeirra til dönskunnar sem lofar góðu þegar kemur að sjálfri kennslunni í 7. bekk. Það verður gaman að sjá hvernig þeim gengur þegar að því kemur,“ sagði Jeanette Thon, gestakennari í dönsku. Danskir farkennarar í heimsókn Morgunblaðið/Aðalheiður Börnin, í 3. og 4. bekk, með danska kennaranum Jeanette Thon t.v. og kennara sínum Kolbrúnu Sigþórsdóttur. Hellu. Morgunblaðið. Nú stendur yfir í Myllunni- Brauð hf. námskeið í starfs- tengdri íslensku fyrir erlenda starfsmenn fyrirtækisins. Nám- skeiðið „Kanntu brauð að baka?“ er samstarfsverkefni Starfsafls – starfsmenntar Samtaka atvinnulífsins og Flóa- bandalagsins og fyrirtækisins. Ingibjörg Hafstað hjá fyr- irtækinu Fjölmenningu og Guð- rún Halldórsdóttir hjá Náms- flokkum Reykjavíkur sjá um gerð námsefnis og undirbún- ing. Kennsla fer fram á tveimur stöðum, í Skeifunni þar sem Námsflokkar Reykjavíkur sjá um kennsluna og á Lynghálsi þar sem Ingibjörg Hafstað kennir 15 manna hópi erlendra starfsmanna, en þeir koma frá Taílandi og Filippseyjum. Ingibjörg segir að námsefnið sé byggt þannig upp að ís- lenskukennslan endurspegli veruleika vinnustaðarins. Gengið er út frá að fólk geti notað málið strax að kennslu- stund lokinni. Námsefnið hefur tengst Myll- unni-Brauði hf. frá upphafi, bæði í máli og myndum, og vinnustaðurinn verið nýttur sem kennslutæki. Kennslan fer þannig fram að skoðaðar eru myndir af atburð- um og athöfnum, málin eru rædd og því næst er farið inn á vinnustaðinn og sömu atburðir og athafnir framkvæmdar og málið rætt á staðnum. Heimaverkefni felast í sam- skiptum við starfsfélaga á vinnustaðnum og því mik- ilvægur þáttur að íslensku starfsmennirnir taki virkan þátt í að tala við fólkið og haldi uppi eðlilegum mann- legum samskiptum. Ingibjörg segir að markmið námskeiðsins sé ekki að kenna fólki að beygja sagnir eða læra fallbeygingu nafnorða. Markmiðið er að erlendir starfsmenn fyrirtækja læri á starfsumhverfi sitt, auki menn- ingarfærni sína í íslensku starfsumhverfi og auðveldi er- lendu starfsfólki að taka virk- an þátt í lífi á vinnustað og auka þar með vellíðan fólks og starfsgleði bæði þeim og fyr- irtækinu til hagsbóta. Kanntu brauð að baka?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.