Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 72
DAGBÓK 72 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Bakkafoss, Goðafoss og Puente Sabaris koma í dag. Hegranes fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Tjaldur og Selfoss koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–16.30 opin handavinnustofan, kl. 9–12 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans- kennsla, kl. 13–16.30 op- in smíðastofa. Aflagrandi 40. Enska kl. 10 og kl. 11. Hægt er að bæta nemendum við á nýtt bókbandsnámskeið sem hefst föstud. 6. apr- íl. Þetta er síðasta bók- bandsnámskeið vetr- arins. Skráning og uppl. í afgreiðslu. Sigvaldi er kominn aftur, dans- kennsla á þriðjud. kl. 11 og föstud. kl. 12.45. Á morgun verður farin verslunarferð í Hag- kaup, Skeifunni, kl. 10. Kaffi í boði Hagkaups. Síðasta verslunarferð fyrir páska. Skráning í Aflagranda, s. 562-2572. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14 dans. Miðvikud. 4. apríl verður farið í Listasafn Íslands að sjá sýninguna frá Petit Palais-safninu í París, „Náttúrusýnir“. Lagt af stað kl. 13.30. Ferð á Þingvelli þriðjud. 10. apríl, komið við í Eden, Hveragerði, á heimleið. Lagt af stað kl. 13. Tilk. þátttöku fyrir 9. apríl. Skráning í s. 568- 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Leikfimi í íþróttasal á Hlaðhömrum, þriðjud. kl. 16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 13 fönd- ur og handav., kl. 14.45 söngstund í borðsal. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Brids og saumur kl. 13.30. Á morgun línu- dans kl. 11, myndmennt kl. 13 og píla kl. 13.30. Sigurbjörn Kristinsson verður með mál- verkasýningu í Hrauns- eli fram í maí. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30 og alkort spilað kl. 13.30. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ás- garði, Glæsibæ, kl. 10. Dagana 27.–29. apríl 3ja daga ferð á Snæfellsnes. Gististaður: Snjófell á Arnarstapa. Áætlað að fara á Snæfellsjökul. Komið í Ólafsvík, á Hell- issand og Djúpalónss- and. Einnig verður litið á slóðir Guðríðar Þor- bjarnardóttur. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Upplýsingar í síma 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður og fleira, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnust. opn- ar, kl. 13 boccia. Laug- ardaginn 7. apríl kl. 15 verða tónleikar þriggja kóra í Breiðholtskirkju, Gerðubergskórsins, M.R.60 og Þing- eyingakórsins. Stjórn- andi: Kári Friðriksson. Gjábakki, Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30 gler- list, handavinnustofa op- in, kl. 14 boccia, kl. 14.30 enska. Þriðjudagsganga fer frá Gjábakka kl. 14. Kynn- ing á rannsókn í minn- ismælingu fólks á aldr- inum 75–85 ára verður í Gjábakka í dag kl. 13.30. Verkefni þetta er í um- sjón læknanna Smára Pálssonar og Hauks Pálmasonar og er sam- starfsverkefni Landspít- alans, Íslenskrar erfða- greiningar og Gjábakka. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, kl. 14 boccia. Dans kl. 18. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, fara í hálfsdagsferð á morgun. Farið af stað frá Miðgarði, Langa- rima 21, kl. 10, ekin Krýsuvíkurleið til Grindavíkur, orkuverið í Svartsengi skoðað og drukkið kaffi við Bláa lónið. Þeir sem ekki hafa látið skrá sig í ferðina hafi samband við Þráin Hafsteinsson í dag í s. 5454-500. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 postulínsmálun, kl. 9–12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13– 16.30 myndlist. Norðurbrún 1. Kl. 10–11 boccia, kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, tré- skurður. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 12 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 búta- saumur, tréútskurður og frjáls spilamennska. Fimmtud. 5. apríl kl. 10.30 verður helgistund í umsjón sr. Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dómkirkjuprests. Kór félags aldraðra í Reykjavík syngur undir stjórn Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 glerskurður, myndlist og morg- unstund, kl. 10 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og keramik, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Eineltissamtökin halda fundi á Túngötu 7 á þriðjudögum kl. 20. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum, Laugardalshöll, kl. 12. Hana-nú, Kópavogi. Fundur verður í Hlát- urklúbbi Hana-nú í félagsheimilinu Gull- smára kl. 20 í kvöld. Kínverskur dúkur, kertaljós og íslenskt vatn á borðum. Komið með í spaugið og segið einn góðan. Aðgangs- eyrir: Einn góður. Allir velkomnir. ITC-deildin Irpa heldur fund í kvöld kl. 20 í sal sjálfstæðismanna að Hverafold 5 (fyrir neðan verslunina Nóatún). Fundir í ITC eru öllum opnir. Upplýsingar hjá Önnu í síma 863-3798. Skógræktarfélag Mos- fellsbæjar. Aðalfund- urinn verður haldinn í Harðabóli, félagsheimili hestamanna, miðviku- daginn 4. apríl kl. 20. Kvenfélag Langholts- sóknar. Í stað fundar fer Kvenfélag Langholts- sóknar í óvissuferð í kvöld. Lagt af stað frá safnaðarheimilinu kl. 19. Kvenfélag Seljasóknar heldur fund í kvöld kl. 20. Gestur fundarins verður Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir. Félags- konur mætið og takið með ykkur gesti. Kvenfélag Háteigs- kirkju. Aðalfundurinn verður í kvöld kl. 20 í safnaðarheimilinu. Venjuleg aðalfund- arstörf. Óvænt upp- ákoma. Kvenfélagið Fjallkon- urnar verður með fund í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20. Kínverskur matur. Konur, látið vita um þátttöku í síma 557- 3240, Birna. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Páskabingó kl. 20. Í dag er þriðjudagur 2. apríl, 92. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Betra er að búa í eyðimerkurlandi en með þrasgjarnri og geðillri konu. (Orðskv. 21, 19.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Verslunareigendur hljóta að eiga sterk svefnlyf, því ég veit að ég ætti erfitt með svefn vitandi það að dag- lega væri ég að brengla sið- ferðiskennd fólks með því að samþykkja sölu á klám- blaði. Ég hef heyrt að Bón- us hafi hætt að selja sígar- ettur og mér finnst það góðar fréttir, því mér finnst rétt að selja ekki hluti sem fara illa með fólk. Hvers vegna ekki að hætta að selja klámblöð? – ég sé ekk- ert að því. Sá verslunareig- andi, sem myndi draga mörkin í þessu máli og segja hingað og ekki lengra og hætta sölu klámblaða, ætti hrós skilið. Bjartmar Leósson. Nasismi eða einelti Í umræðunni undanfarna daga um rétt fólks til að hafa þá skoðun að líta eigi niður á fólk sem hefur dökkleitt hörund og rétt sama fólks til að stofna félagsskap um það undar- lega áhugamál sitt vaknar hjá mér spurning um hver sé munurinn á nasisma og einelti. Eða hvort það sé nokkur munur þar á. Ef ég vildi nú fá að tjá mig op- inberlega og jafnvel stofna félag gegn til dæmis fólki, sem notar skó númer 44, fólki með litla eyrnasnepla, fólki úr einhverjum ákveðnum landshluta hér á landi eða fólki af einhverri sérstakri ætt, yrði ég þá talin með öllum mjalla? Ég var fyrir margt löngu í tæpt ár við nám í Svíþjóð og þóttu mér þá Svíar alveg með eindæmum leiðinlegt fólk, vöknuðu klukkan 6 eða fyrr og allt var komið í ró uppúr kl. 22. Ég var 21 árs og fannst þetta alveg síðasta sort, en hef þó ekki séð ástæðu til að stofna félag gegn Svíum eða krefjast þess að fá að tjá mig í fjölmiðlum um að öll sænska þjóðin sé óæðri mér. Mér finnst fólk, sem vill fá að halda á lofti þeirri skoðun sinni að það sjálft sé æðra einhverjum ákveðn- um hópi fólks, ekki með öll- um mjalla og lýsi því eftir fólki sem vill stofna með mér félag gegn fólki sem hefur skoðanir sem mér lík- ar ekki við eða er fætt þar sem ég hef ekki komið. Nýverið sá ég á einhverri sjónvarpsstöðinni að vís- indamenn teldu sannað mál að á jörðinni væri einungis einn kynstofn því enginn erfðafræðilegur munur væri á fólki eftir hörundslit. Félag gegn fólki sem ekki er fætt hér á landi lýsir því mest fáfræði. Allir ættu nú líka að vita að húð fólks dökknar ef það býr þar sem sól er mikil en fölnar á þeim sem hafa litla birtu. Föla fólkið flykkist svo suður á bóginn eða liggur lon og don í sólarlömpum til að næla sér í þennan ógeðs- lega dökka hörundslit á milli þess sem það fundar gegn fólki sem hefur þann sama hörundslit frá náttúr- unnar hendi. Ég legg til að orðið nas- ismi verði fært til betri veg- ar og kallað „Fáfræðismi“. Það er ekki sami hlutur- inn að þykja vænt um land sitt og þjóð og að leggjast í einelti gegn fólki sem ekki er af íslenskum uppruna. Öll erum við komin af inn- fluttu fólki. Mannkynið spratt ekki úr jörðu hér á landi þótt „Fáfræðistar“ haldi það greinilega. Guðrún. Tapað/fundið Hálfsíður frakki tap- aðist á Skuggabar HÁLFSÍÐUR grár frakki tapaðist á Skuggabarnum l 24. mars sl. Frakkinn er fóðraður að innan með tíg- ullaga mynstri. Í vasanum var lyklakippa með Benz- bíllykli ásamt 5 öðrum lykl- um. Sá sem hefur farið í röngum frakka heim, er vinsamlega beðinn að hafa samband við okkur á Skuggabar í síma 551-1247 eða að koma frakkanum þangað. Dýrahald Tómas er týndur TÓMAS er bröndóttur inniköttur með bláa hálsól með nafni og símanúmeri. Hann hvarf frá Rimahverfi í Grafarvogi 26. mars sl. Ef einhver hefur orðið var við Tómas, vinsamlegast hafið samband við Rikka í síma 863-0180 eða 557-2549. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um klámblöð Víkverji skrifar... VÍKVERJI ekur oft eftir Reykja-nesbrautinni og er misánægður með það aksturslag, sem hann verð- ur var við á þessari fjölförnu braut. Síðastliðinn sunnudag átti hann leið til Grindavíkur að morgni dags og var umferðin eins og hugur manns, lítil sem engin og þægilegt að líða áfram á milli 90 og 100 kílómetra hraða. Aðeins einum bílstjóra á suð- urleið lá meira á. Á leiðinni til baka milli fjögur og fimm stóð öðruvísi á. Brautin var nánast full af bílum í báðar áttir. Vík- verji lenti í röð margra bíla, sem fyrst í stað ók á um 90 kílómetra hraða og var hann alveg sáttur við það. En ökumanni dökks amerísks jeppa nægði það ekki. Hann tróð sér nánast fram fyrir bíl Víkverja og næsta bíl á undan, þótt pláss til þess væri nánast ekkert og stutt í aðsteðj- andi bíla á móti. Síðan fór bílalestin að hægja á sér, hraðinn datt á köfl- um niður í 60 kílómetra hraða og jafnvel neðar, en náðist upp á milli. Þetta þoldi bílstjóri jeppans greini- lega ekki, en þar sem óslitin umferð var á móti varð að grípa til örþrifa- ráða. Jeppamaðurinn dreif sig ein- faldlega framúr á vegöxlinnni hægra megin, utan með umferðinni í bæinn. Þannig náði hann að komast fram úr einum fjórum eða fimm bílum. Þá skellti hann sér inní röðina og smá- glufa myndaðist nú í umferðina á móti svo hann náði einum bíl til við- bótar. Síðan lokaðist sá möguleiki og líklega hefur sá á jeppanum séð að sér, því ekki sást hann nota vegöxl- ina meira til að fara fram úr. Þegar Víkverji var svo kominn í brekkuna niður í Hafnarfjörð og sá að fyrstu ljósum var jeppinn þar og beið eins og aðrir. Ökumaðurinn hefur senni- lega flýtt fyrir sér um tvær mínútur með hreinlega glæpsamlegum akstri þar sem hann stefndi lífi fjölda fólks í hættu. Það hlýtur öllum að bregða í brún þegar tekið er fram úr hægra megin og viðbrögðin geta orðið á ýmsan hátt og orðið til þess að valda alvarlegu slysi. Svona framferði er hreinlega fáránlegt og hlýtur að varða við lög. Vegöxlina á að nota til að hægfara ökumenn geti farið út á hana og hleypt hinum fram úr. En það var einmitt það, sem sá sem lestinni stjórnaði gerði ekki. Þess í stað hélt hann allri rununni á eftir sér þar sem ekki var hægt að fara fram úr vegna umferðar á móti, og gleymdi sér svo yfir náttúrufegurðinni að af og til missti hann hraðann niður í 50 til 60. Hefði hann nýtt vegöxlina eins og til er ætlazt hefði umferðin gengið hraðar og jafnar fyrir sig og hætta vegna framúraksturs hefði síður skapazt. Hefði brautin verið tvöföld hefði þessi hætta að öllum líkindum alls ekki skapazt. Það er svo líka umhugsunarefni að þegar komið er inn á þjóðveginn sem liggur úr Hafnarfirði gegnum Garðabæ og Kópavog til Reykjavík- ur má aðeins keyra á 70 kílómetra hraða, þrátt fyrir tvær akreinar í báðar áttir. Enda virðist enginn fara eftir því og ekkert er gert í því að framfylgja þeim hraðatakmörkun- um. Það er greinilegt að mati Vík- verja að tvöföldun Reykjanesbraut- ar er nauðsynlegt og þarft verk. x x x FYRSTI apríl er eins og allir vitaalþjóðlegur hrekkjadagur. Það er gamall og góður siður að mati Vík- verja að láta fólk hlaupa fyrsta apríl, sé ekki of langt gengið. Ungum ömmudreng í fjölskyldu Víkverja var sagt frá því á sunnudagsmorg- uninn að nú mætti plata alla. Hann áttaði sig á því hvað var um að vera og sagðist ekki láta neinn plata sig. Það liðu 10 mínútur þar til honum var svo sagt að þyrla væri á leið til bæjarins til að dreifa karamellum og öðru sælgæti yfir íþróttavöllinn. Og sá stutti hljóp af stað til að ná í sinn skerf. Hann var reyndar stöðvaður fljótlega en var auðvitað svolítið spældur yfir að hafa látið plata sig. Honum var þó vorkunn. Víkverji var nefnilega líka látinn hlaupa apríl og er hann þó töluvert eldri og reynd- ari. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 veturgömul kind, 8 ljóð- ur, 9 deila, 10 álít, 11 harma, 13 peningar, 15 fjöturs, 18 fallegur, 21 guð, 22 rista, 23 baunin, 24 örlagagyðja. LÓÐRÉTT: 2 styrkir, 3 hæð, 4 safna, 5 ekki gamall, 6 beitu, 7 illgjarn, 12 op, 14 klaufdýrs, 15 ráma, 16 svínakjöt, 17 vínglas, 18 frétt, 19 megnar, 20 vit- laus. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 forði, 4 bolur, 7 látni, 8 gatan, 9 nía, 11 sein, 13 fata, 14 eitil, 15 fálm, 17 ókát, 20 mal, 22 temja, 23 júgur, 24 kerra, 25 teina. Lóðrétt: 1 felds, 2 rétti, 3 ilin, 4 baga, 5 letra, 6 ranga, 10 ístra, 12 nem, 13 fló, 15 fátæk, 16 lemur, 18 kaggi, 19 torga, 20 maka, 21 ljót. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.