Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 26
NEYTENDUR 26 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ DÖNSK fyrirtæki virða að vettugi viðmið OECD um viðskipti á Net- inu, samkvæmt rannsókn sem um- boðsmaður neytenda gerði í Dan- mörku. Hún var hluti stærri rannsóknar sem framkvæmd var í 19 löndum en alls voru yfir 3.200 heimasíður á Netinu skoðaðar með tilliti til þess hvort áðurnefndum reglum OECD væri framfylgt. Reglurnar eru í tíu liðum og kveða m.a. á um að fram komi upp- lýsingar um fyrirtækið, heimilis- fang, hvaða reglur gildi um skrán- ingu og rétt neytandans til að skila vöru. Af 37 dönskum heimasíðum sem skoðaðar voru uppfyllti aðeins ein öll tíu skilyrðin sem OECD set- ur. Í flestum tilfellum vantaði upp- lýsingar um lágmarksaldur kaup- enda en einnig vantaði oft upplýsingar um hvort viðkomandi fyrirtæki sendi vörur út fyrir land- steinana. Niðurstaðan í Danmörku er í samræmi við það sem gerist í öðrum löndum, m.ö.o. reglur OECD eru að jafnaði ekki virtar. Þetta ger- ist þrátt fyrir að svipuð könnun hafi verið gerð á síðasta ári og athygli fyrirtækja vakin á niðurstöðunni. Peter Fogh, lögmaður hjá umboðs- manni neytenda, segir fyrirtæki ekki virða þær reglur sem fyrir hendi eru og geri ekkert til að kynna sér þær. Í kjölfar rannsóknarinnar verður eftirlit með viðskiptum á Netinu nú kannað enn frekar í von um að fyrirtækin taki sig á. Hunsa reglur um viðskipti á Netinu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VIÐSKIPTI NÝ vefverslun Griffils var opnuð fyrr í vikunni á fimm stöðum á landinu; á Akureyri, Akranesi, Ísa- firði, í Mosfellsbæ og Fjarðabyggð. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, opnuðu vefversl- unina og urðu fyrstir til að panta vörur. Í vefversluninni er hægt að fá allt frá yddurum til skrifborða og margvíslegan tölvubúnað svo eitthvað sé nefnt. Þá munu öll til- boð í verslun Griffils í Skeifunni vera á vefnum. Griffill var með fyrstu verslun- um með skrifstofuvörur til að setja upp vefverslun, en hún hefur legið niðri um skeið og hafa nú verið gerðar breytingar á útliti og inni- haldi hennar. Vörurnar eru sendar til viðskiptavina með Íslandspósti og afhentar daginn eftir að pönt- unin á sér stað. Vefverslun Griffils NÝLEGA úthlutaði Norræna um- hverfisstofnunin þúsundasta leyfinu til notkunar á umhverfismerkinu Svaninum en tíu ár eru liðin frá því fyrsti Svanurinn var veittur. Statoil-bílaþvottastöðin við Umeå í Svíþjóð varð fyrir valinu og er þar- með fyrsta umhverfismerkta bíla- þvottastöðin á Norðurlöndum, að sögn Sigrúnar Guðmundsdóttur starfsmanns umhverfismerkisráðs Íslands. Til þess að uppfylla kröfur Svansmerksisins þurfa bílaþvotta- stöðvar að minnka losun á málmteg- undum og olíu til umhverfisins um 80% sem er gífurlegur ávinningur fyrir umhverfið, segir Sigrún enn- fremur. Fjögur íslensk fyrirtæki bætast í hópinn? Tvö íslensk fyrirtæki hafa hlotið norræna umhverfismerkið hér á landi en það eru Frigg hf., fyrir Maraþon milt þvottaefnið, og prent- smiðjan Hjá Guðjón Ó. fyrir prent- verk. Fjögur íslensk fyrirtæki hafa sótt um Svaninn og gerir Sigrún ráð fyrir að leyfi verði veitt bráðlega. „Svansmerkið hefur átt ríkan þátt í að auka umhverfisvitund neytenda, innkaupastjóra og fyrirtækja en einnig haft beinan ávinning fyrir um- hverfið. Sem dæmi má nefna að svansmerking í prentvinnslu hefur leitt til minni notkunar á kemískum efnum og umhverfisvænni fram- leiðslu prentiðnaðarins. Hvað þvotta- efni varðar hefur innihald þeirra gjörbreyst, til dæmis hefur magn fyllingarefna – sem ekki hafa nein þvottaáhrif – minnkað um 95% sem hefur í för með sér minnkun umbúða- magns og minni orku og hráefnis- notkun við framleiðslu og flutninga.“ 2.000 tegundir í 40 vöruflokkum Sigrún segir yfir tvö þúsund svansmerktar vörutegundir vera í ríflega 40 vöruflokkum á markaði. Að stærstum huta er um að ræða venju- legar lausavörur og hluti á borð við þvottavélar, tölvur, sláttuvélar og þvottaduft en einnig merkingar á þjónustu, svo sem á hótelum og bíla- þvottastöðvum. Upplýsingar um Svaninn má finna á vef Hollustuverndar ríkisins: www.hollver.is. Norræna umhverfismerkið tíu ára og þúsund leyfi veitt Svanurinn eykur umhverfisvitund HAGNAÐUR af rekstri Þorbjarnar Fiskaness hf. árið 2000 fyrir afskrift- ir og fjármagnsliði var 603,8 millj- ónir króna, eða 23,1% af tekjum, en hagnaðurinn var 471 milljón króna árið 1999, eða 23,9% af tekjum. Tap af reglulegri starfsemi fyrir skatta var 126,4 milljónir króna, eða 4,8% af tekjum, en árið 1999 var hagnaður- inn 116 milljónir. Tap ársins nam því 88,8 milljónum króna, eða 3,4% af tekjum, en 112,7 milljóna króna hagnaður varð árið 1999. Rekstrartekjur félagsins voru 2.617 milljónir króna árið 2000, en voru 1.975 milljónir árið 1999. Í til- kynningu til Verðbréfaþings segir að hækkunin sé til komin vegna þess að á árinu voru Fiskanes hf. í Grindavík og Valdimar ehf. í Vogum sameinuð Þorbirni hf. og var nafni fyrirtæk- isins jafnframt breytt í Þorbjörn Fiskanes hf. Sameining þessi var staðfest á hluthafafundum í félögun- um 12. október síðastliðinn og mið- aðist við 1. júlí 2000. Fjárfest í veiðiheimildum og endurbótum á skipum Á árinu var fyrst og fremst fjár- fest í veiðiheimildum en einnig í end- urbótum á skipum félagsins. Rekst- ur flakafrystitogaranna, bolfisk- veiðiskipa og landvinnslu bolfisks gekk vel á árinu, einnig útgerð nóta- skipsins. Þar sem félagið er að mestu skuldsett í erlendum gjaldmiðlum varð gengistap á árinu sem nam 421,8 milljónum króna, og olíuverðs- hækkanir hækkuðu olíureikning fyr- irtækisins um 94 milljónir frá árinu áður og að því er fram kemur í til- kynningunni til Verðbréfaþings er í þessum tveimur liðum fyrst og fremst að leita orsaka tapsins sem varð á rekstri fyrirtækisins. Geng- isbreytingar erlendra gjaldmiðla munu hins vegar skila sér í bættum tekjum á komandi árum. Kostnaður sem til féll á árinu vegna sameiningar fyrirtækjanna var gjaldfærður og er hluti hans til- greindur meðal annarra gjaldaliða í rekstrarreikning. Frá því að samein- ing fyrirtækjanna var staðfest hafa fimm bátar verið seldir, þar af þrír bátar á árinu 2000 og tveir bátar á árinu 2001. Þá verður lagmetisiðja fyrirtækisins sameinuð Jóni Þor- steinssyni ehf. á Akranesi í apríl næstkomandi. Endurskipulagning rekstrar fyrirtækisins hófst strax að aflokinni sameiningu á síðasta ári og mun byrja að skila sér í bættum rekstri á árinu 2001. Í árverða gerðir út þrír frystitog- arar, þrjú línuskip og það fjórða bæt- ist við á haustmánuðum, en fyrirhug- að er að breyta nótaskipinu Geirfugli (áður Háberg GK ) í línuskip, tvö togskip og þrír netabátar, en þeim fækkar þegar línuskipið verður tekið í notkun, og vinnsla afla af þeim fer í saltfisk og fersk flök til útflutnings. Einnig mun verða unninn humar hjá fyrirtækinu eins og verið hefur. Þá er gert út eitt skip til veiða á loðnu og síld. Stjórn félagsins mun leggja til við aðalfund að greiddur verði 7% arður til hluthafa. Tap Þorbjarnar Fiskaness hf. 88,8 milljónir króna                                                                                     !"#  #$%  &'" %!  ()'  *%    $# % *$$  %%# )&                  !" # $  # $  # $      !"      !"  ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.