Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 31 FREGNIR af því sem gerðist í bú- stað Slobodans Milosevic, fyrrver- andi Júgóslavíuforseta, í Belgrad um helgina voru framan af óljósar. En nú er meðal annars orðið ljóst að hann veifaði níu millimetra skammbyssu af þýskri gerð, Sig- Sauer, er hann ræddi við fulltrúa stjórnvalda og hótaði að fyrirfara sér. Mikið var af vopnum og sprengiefni í bústaðnum og þar var um 30 manna lífvörður, liðs- menn stjórnmálaflokks Miru Markovic, eiginkonu Milosevic. Er bílalestin með Milosevic hélt loks af stað frá bústaðnum í Dedinje- hverfi aðfaranótt sunnudags eftir fjögurra stunda, stanslausar samn- ingaviðræður skaut dóttirin, hin 36 ára gamla Marija, fimm skotum að bílunum. „Gefstu ekki upp, það er betra að þú deyir,“ æpti hún og snökti. Ein kúlan hitti bíl fulltrúa stjórnvalda. Byssa dótturinnar var með viðarskefti og var gjöf frá nú- verandi yfirmanni landhersins, Nebojsa Pavkovic, skreytt teikn- ingu af honum. Þráteflið stóð í meira en 30 stundir, það hófst á föstudag er lögreglumenn reyndu að afhenda Milosevic stefnu en lífverðirnir vís- uðu þeim burt að skipun hans. Mun hann að sögn BBC hafa sagt að lögreglumennirnir og yfirboð- arar þeirra væru „leiguþý“ Atl- antshafsbandalagsins. Á laugar- dagsmorgun reyndu sérsveitir lögreglunnar, meðal annars vopn- aðar hvellsprengjum, að fara yfir múrinn umhverfis húsið en urðu frá að hverfa vegna skot- hríðar varðmanna. Fjórir lögreglumenn og ljósmyndari særð- ust, einn lögreglu- maðurinn hættulega. Klippt var á raf- magns-, vatns- og símalínur að húsinu en þar mun hafa ver- ið dísilrafstöð. Hundruð stuðnings- manna leiðtogans fyrrverandi söfnuð- ust saman við húsið en einnig var þar mikið af andstæðingum Milosevic. Lögreglan reyndi að koma í veg fyrir áflog. Á laugardagskvöld urðu ráða- menn landsins sammála um að láta Milosevic ekki komast upp með að hundsa stefnuna og Dusan Mih- ailovic innanríkisráðherra tjáði honum að ef hann gæfist ekki upp fyrir klukkan sex á sunnudags- morgun yrði beitt valdi. Skömmu fyrir miðnætti bárust boð um að Milosevic vildi hefja samningavið- ræður og lyktaði þeim um nóttina með því að hann gafst upp. Nokkrir af æðstu mönnum sós- íalistaflokks Milosevic fóru á fund hans meðan á umsátrinu stóð og sögðu þeir að hann hefði ekki verið beittur þrýstingi. „Staðreyndir voru lagðar á borðið og hann tók sjálfur ákvörðun,“ sagði einn þeirra. Fékk róandi lyf Heimildarmenn segja að sumir lífverð- irnir hafi verið drukknir, aðrir bæta því við að Milosevic hafi einnig staupað sig. Hann hafi ýmist verið fullur sjálfstrausts eða örvæntingarfullur, hafi stundum hótað að skjóta sig og fjölskyld- una. Milosevic hafði áður sagt að hann myndi aldrei láta taka sig lifandi. Fangaklefi Milosevic er um sex fermetrar, honum fylgir sturta og innréttingar eru nýjar. Álman þar sem klefinn er hefur gengið undir nafninu Hyatt en gistihús Hyatt-hótelkeðjunnar eru afar íburðarmikil. Tekið var á móti Milosevic í fangelsinu með því að láta hann af- henda mittisól, úr og einkaskjöl. Hann fékk róandi lyf og tíu mín- útum síðar var hann í fastasvefni enda sagði verjandi hans, Toma Fila, að forsetinn fyrrverandi hefði verið örþreyttur. Fila sagði í gær að Milosevic væri dapur og ætti erfitt með að skilja hvaða umskipti hefðu orðið í lífi hans. Eiginkonan Mira hleypti í gær rannsóknarlögreglumönnum inn í bústaðinn. Sat hún í kápunni á meðan þar sem ekki var enn kom- inn á hiti. Á borði var diskur með brauði og pylsu. Milosevic hótaði sjálfsvígi og dóttirin skaut að lögreglu „Betra að þú deyir“ Belgrad. Reuters, The Daily Telegraph. Slobodan Milosevic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.