Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 63
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 63 ✝ Elísabet Sveins-dóttir fæddist á Hofsstöðum í Reyk- hólasveit 24. janúar 1918. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru þau Sveinn Sæmundsson, f. 23. maí 1879, d. 26. nóvember 1949, og kona hans Sesselja Oddmundsdóttir, f. 20. apríl 1884, d. 10. október 1935. Systk- ini Elísabetar voru níu. Á lífi eru Guðmundur og tví- burarnir Hákon og Arndís. Látin eru Bjarnveig Þorgerður, Ragn- ar Trausti, Jón, Hallgrímur, Guð- rún og Sigríður Ingibjörg. Hinn 5. maí 1945 giftist Elísa- bet eftirlifandi eiginmanni sín- um, Gunnari Þórðarsyni, f. 10. apríl 1918. Foreldrar hans voru Þórður Jónsson. f. 12. desember 1867, d. 8. júlí 1941, og kona hans Ingibjörg Pálmadóttir, f. 20. september 1883, d. 13. apríl 1966. Börn Elísabetar og Gunnars eru fimm: 1) Sigurður Snævar, kvæntur Sigríði Erlu Pálmadótt- ur, synir þeirra eru: a) Gunnar Snævar, kvæntur Jónínu Waagfjörð, eiga þau tvo syni, Friðrik Þór og Jakob Þór, b) Ástráður Þorgils, kvæntur Anne Sig- urðsson, sonur þeirra er Alexander Leo. 2) Ingimar Þór, kvæntur Þorgerði Steinsdóttur, dætur þeirra eru: a)Unnur Elísabet, sambýlis- maður Atli Berg- mann, dóttir þeirra er Katrín, b) Linda Björk. 3) Sveinn Óttar, kvæntur Guðnýju Svavarsdóttur, sonur þeirra er Kristjón Freyr, sambýliskona Jóra Jóhannsdóttir. 4) Gísli Arn- ar, sambýliskona Halla Guðrún Jónsdóttir, börn þeirra eru: a) Sonja Hlín, unnusti Viðar Hall- dórsson, b) Viktor Bjarki. 5) Gunnur Rannveig, sambýlismað- ur Helgi Helgason, börn þeirra eru: a) Gunnur Melkorka b) Elfar Freyr. Útför Elísabetar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður okkar, hana Betu. Hún var mikil fjölskyldukona og lét sér annt um okkur öll. Heimili hennar og Gunnars var miðstöð fjölskyldunnar. Þangað komu allir og fengu heimsins bestu pönnukökur, kleinur og hafra- tertur. Það er óhætt að segja að hún var húsmóðir upp á gamla mátann, alltaf heima ef við litum inn. Beta var trygglynd, hlý og notaleg, eins og okkar önnur móðir. Hún var mikil hannyrðakona og handbragð hennar var með eindæmum fallegt. Margir nutu góðs af, hvort þeir voru stórir eða smáir eða stóðu henni nær eða fjær, allir fengu sína vettlinga og sokka. Beta var alltaf glöð í bragði og spaugsöm. Henni var eiginlegt að sjá spaugilegar hliðar flestra mála og oft- ar en ekki fóru þeir sem komu með vandamál sín til Betu bjarteygari til síns heima. Beta var fróð kona um menn og málefni. Hún las alla tíð mikið sér til skemmtunar og fróðleiks. Hún hafði mikinn áhuga á ættfræði og fylgdist mjög vel með þjóðmálunum enda mjög pólítísk og fylgdi þeim sem studdu þá sem minna máttu sín. Beta gaf okkur samferðafólki sínu mikið. Nú þegar hún nú kveður þennan heim skilur hún eftir stórt skarð í huga okkar og hjarta sem ekki verður auðveldlega fyllt. Þegar við nú minnumst hennar fyllumst við gleði og hlýju og verðum þakklátar fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Blessuð sé minning þín, elsku tengdamamma. Erla, Gerða, Guðný og Halla. Nú er hún amma mín dáin, hún dó eins og hún hafði lifað, með reisn, bros á vör og án þess að kvarta. Hún kvart- aði aldrei. Amma mín tilheyrir þeim hópi kvenna sem væntanlega mun ekki fá margar setningar í sögubók- um framtíðarinnar en voru samt sannar hetjur. Þessar konur eru ömmur minnar kynslóðar. Fyrir mér hefur hún alltaf verið hetja, ömmur eru alltaf hetjur barnabarna sinna. En þessar konur eru ekki bara hetjur af því að ömmur eru alltaf blíðar og sterkar hetjur í saklausum augum barnabarna sinna. Amma mín fæddist frostaveturinn mikla árið 1918, átta vikum fyrir tímann og hún var vafin inn í ull. Hún barðist fyrir lífinu af þrjósku og eljusemi, sömu þrjóskunni og eljuseminni og hún beitti síðar til að berjast fyrir lífi sinnar fjölskyldu. Hún fæddi og ól upp fimm börn og kom þeim til manns. Hún tók öllu sem á dundi með reisn, með bros á vör og án þess að kvarta. Án hennar og hennar líka væri ég ekki til og ekki það Ísland sem ég bý í. Hún amma var hetja. Hetjan mín. Kristjón Freyr. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr.) Elsku amma, mig langar að þakka þér fyrir allt það yndislega sem þú hefur gefið mér. Ég tel mig svo ríka að hafa fengið að njóta væntumþykju þinnar og leiðbeiningar. Þið afi hafið alla mína ævi verið mér svo mikilvæg. Ég sakna þín svo sárt, en ég veit í hjarta mínu að þú verður alltaf með mér, það veitir mér huggun. Guð styrki elsku afa og okkur öll sem elskuðum Betu ömmu. Góða nótt, amma mín. Þín Unnur Elísabet. Mig langar í fáeinum orðum að minnast elsku ömmu minnar sem hef- ur nú horfið á braut til eilífs lífs. Sökn- uður minn er mikill en sömuleiðis þakklætið fyrir allan þann tíma sem ég og síðar konan mín og hin allra síð- ustu ár drengirnir okkar, fengum að dvelja í hennar návist. Margar af mín- um elstu minningum eru af heim- sóknum og samverustundum með ömmu og afa í Vallargerði. Þegar ég var á táningsaldri fluttu þau í Álfa- land og urðu þau þar með nágrannar mínir. Nýtti ég mér það óspart og var tíður gestur á heimili þeirra. Naut ég á þeim árum yndislegrar samveru við þau og reyndi ég að nýta mér leiðsögn ömmu og læra af hennar heiðarleika, hófsemi, kærleik og góðmennsku. Ávallt var dásamlegt að heimsækja ömmu og afa enda höfðu þau jafnan mikinn áhuga á því sem ég hafði fyrir stafni hverju sinni og voru þau óspör á hvatningar og hrós. Því miður voru samverustundirnar færri en ég hefði óskað undanfarin ár vegna búsetu okkar erlendis en þó tíðari síðustu tvö árin eftir að við fluttum aftur heim. Stór ástæða fyrir heimflutningi okkar var einmitt að veita drengjunum okk- ar tækifæri til að kynnast fjölskyldum sínum betur og eyða meiri tíma með þeim. Ég gleðst mikið yfir því að synir mínir hafi fengið tækifæri til að geta eytt tíma með elsku ömmu Betu, notið góðmennsku hennar og eignast dá- samlegar minningar um hana. Amma Beta var einstök kona. Seint munu mér líða úr minni síðustu orðin sem hún sagði við mig í síðasta sinn sem ég hitti hana. Mikið var það henni líkt að vilja fremur segja hluti til að gleðja mig en að ræða um líðan sína og sjúk- dóminn sem leiddi til loka ævi hennar aðeins fáum dögum síðar. Mér finnst sárt að sjá á bak elsku ömmu minni en slíkur er vegur lífsins. Minningin um yndislega konu mun lifa áfram og auðga líf mitt og annarra sem þekktu hana um komandi ár. Gunnar S. Sigurðsson. ELÍSABET SVEINSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. aldri. Eftir standa myndir og sjóður minninga sem hugga. Minningar um fjölhæfan, hógværan, hlýjan mann og góðan vin sem við ætluðum að eiga margar fleiri ógleymanlegar samverustundir með. Guðmundur Helgi var mikill höfð- ingi heim að sækja, en látleysi hans og lítillæti var slíkt að þó að hann byði upp á það besta sem völ var á sagði hann gjarna sem svo: „Þetta er nú ekkert merkilegt, það væri hægt að bjóða upp á miklu betra.“ Þetta var ekki aðeins stílbragð heldur eðl- isbundin hógværð. Fjölmargar minningar okkar eru einmitt tengdar góðri stund þar sem Guðmundur Helgi var gestgjafinn, bæði á fallegu heimili þeirra hjóna í Strýtuselinu og í sumarhöllinni í Grímsnesinu. Seint gleymist helgin góða fyrir nokkrum árum þegar Guðmundur og Sigga buðu okkur hjónum austur í sumarbústað, þar sem okkur var gerð dýrðleg veisla. Þessi helgi varð líka eins konar píla- grímsför á ættarslóðirnar á Stokks- eyri. Sjaldan munum við fjöllin í ann- arri eins heiðríkju. Fegurðin ríkti ein. Þessa fagra helgi er ramminn um myndirnar okkar frá samfylgd- inni við Guðmund Helga. Megi allar góðu minningarnar verða fjölskyldunni og vinum hugg- un. Blessuð sé minning þín. Vertu sæll, þökk fyrir samfylgdina. Ásdís og Helgi. Ég var að fá mér morgunverðinn minn, þegar Sigga vinkona mín hringdi, og spurði eins og venjulega: hvernig hefur þú það, Bjarni minn? Svona bara ágætt, svaraði ég, en mér heyrist að þér líði ílla. Já, Bjarni minn, ég færi þér sorg- artíðindi, hann Guðmundur minn dó í gærkvöldi. Mér fannst allt verða óraunverulegt í kringum mig og fór að skjálfa, ég man ekki hvað ég sagði við vinkonu mína, en við svona óvið- búnum skelfingartíðindum er sjálf- sagt flestum orða vant. Á rúmlega þremur mánuðum hafa æðri máttarvöld tekið til sín eigin- konu mína, bróður hennar og svo nú einn af mínum bestu vinum. Ekki hefði nokkrum dottið í hug sem til Guðmundar þekktu, að hann mundi yfirgefa okkur svo fljótt, eins og hann virtist fullur af krafti og fram- kvæmdagleði. En hann var farinn að finna til verkjar sem var skilgreindur sem vélindabakflæði, en var í raun hjartaverkur. Guðmundur er farinn og kemur ekki til okkar aftur. En við sem þekktum Guðmund munum hann, uns förum hið sama að lokum. Við Guðmundur kynntumst fyrst við mannvirkjagerð við Þórisvatn ár- ið 1970, hann staðarrafvirki og ég ýt- umaður, þau kynni voru lausleg, eins og á öðrum vinnustöðum þar sem vaktavinna var unnin, en kynntumst fyrst verulega þegar Sigríður æsku- vinkona konunnar minnar og Guð- mundur felldu hugi saman. Í öll þessi ár hefur verið einlæg vinátta milli okkar fjölskyldna, sam- hugur og hjálpsemi, og sem ég hef verið aðnjótandi síðustu mánuði. Það vildi svo vel til að við áttum öll svipuð áhugamál, og má þar meðal annars nefna ferðalög, dvöl í sumarhúsun- um okkar, og smá veiðiskap. En Guðmundur stundaði reyndar „al- vöru“ veiðiskap af kappi með öðrum góðum vinum og félögum sem hann mat mikils. Það var sama hvað Guð- mundur tók sér fyrir hendur, hvort sem voru viðgerðir eða smíði, allt bar vott um einstaka nákvæmni sem honum var í blóð borin. Guðmundur var einstaklega skemmtilegur og hafsjór fróðleiks um gamanmál bæði í bundnu sem óbundnu máli. Hófsmaður á áfengi og tóbak, en naut augnabliksins í góðra vina hópi, og óragur við að fá sér í glas með góðum vinum á góðri stundu. Guð- mundur og Sigga byggðu sér fallegt og hlýlegt heimili í Breiðholtinu, og sumarbústað fyrir austan fjall, sem báru vitni um smekkvísi Siggu og handbragð Guðmundar. Guðmundur og Sigga eignuðust tvær dætur sem bera foreldrum sínum gott vitni um frjálslegt og gott uppeldi í foreldra- húsum. Guðmundur á dóttur frá fyrra sambandi og er hún lík pabba sínum. Guðmundur og Sigga voru samstiga í flestu ef ekki öllu, enda bæði góðrar gerðar. Farsælli vegferð góðs drengs og góðs vinar er lokið, og alltof snöggt. Spurningum eins og „af hverju“ fæst því miður ekki svarað. Ef líf er eftir þessa jarðvist okkar, þá er Guð- mundur nú meðal sinna góðu vina sem eru nýfarnir á undan honum. Hittumst heilir, félagi. Sigga mín, megi góðir kraftar styðja og styrkja ykkur mæðgurnar. Vinarkveðja, Bjarni Snæbjörnsson og börn. Það voru slæmar fréttir sem við hjónin fengum að heiman, þegar við komum á hótelið okkar að lokinni morgungöngu á ströndinni sunnu- dagsmorguninn 25. mars síðastlið- inn. Hann Guðmundur Helgi hafði dáið um nóttina. Úti var sól og hlýja, en við þessa harmafregn fannst okkur sem allt yrði kalt og dimmt. Þegar ég kvaddi Guðmund Helga fimm dögum fyrr var hann hress og kátur að vanda og því kom þessi frétt eins og reiðarslag. Kynni okkar Guðmundar Helga hófust 1973 þegar við vorum sam- skipa á flutningaskipinu Sæborgu, hann sem vélstjóri en ég stýrimaður. Okkur samdi strax vel, enda ekki annað hægt en að láta sér líka vel við hann. Árið 1974 stofnuðum við Guð- mundur Helgi ásamt nokkrum öðr- um Skipafélagið Nes h.f., og höfum við verið saman í stjórn félagsins síð- an. Árið 1983 hóf Guðmundur Helgi störf hjá Nesi sem tæknilegur fram- kvæmdastjóri, fyrst ásamt kennslu við Iðnskólann, en eftir 1991 í fullu starfi. Á árunum 1974 til 1983, þegar Guðmundur Helgi taldist ekki vera starfsmaður Ness, var samt oft leit- að til hans þegar þurfti að leysa tæknileg vandamál, þannig að í reynd hefur hann frá upphafi litið til með tæknimálum félagsins. Það er margs að minnast frá kynnum, samstarfi og vináttu sem varað hefur í tæp 30 ár. Guðmundur Helgi hugsaði mjög vel um sitt starf og var alltaf með hugann við það, jafnvel þó að hann teldist eiga að vera í fríi. Hann var vandvirkur og gekk eftir því að hlutirnir væru vel gerðir og þoldi ekkert „fúsk“. Hann skildi vandamálin ekki eftir hálfkláruð, það var gengið frá hlutunum, enda held ég að ástand, útlit og umgengni skipa Ness segi allt sem segja þarf um vinnubrögð Guðmundar Helga og við aðrir, sem teljumst til stjórn- enda félagsins, þurftum ekki að hafa áhyggjur af þeim málum sem voru í hans höndum. Guðmundur Helgi var ýmsum góðum kostum búinn, hann var mjög vel greindur, duglegur og skemmti- legur maður, en umfram allt var hann mjög samviskusamur og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Að veiða silung og lax á flugu held ég að Guðmundi Helga hafi fundist með því skemmtilegra sem hann gerði. Þegar komið var í hús að kvöldi var hann alltaf hrókur alls fagnaðar og fengu menn þá að heyra hjá honum tilvitnanir í Hávamál ásamt ljóðum og stökum, bæði þekktum og minna þekktum, og hef ég alltaf átt erfitt með að skilja hvernig hann gat munað öll þau ókjör, sem hann hafði á hraðbergi að því er virtist án nokkurrar fyrirhafn- ar. Hann tók alltaf mikinn þátt í fjör- legum samræðum kvöldsins og svar- aði vel fyrir sig ef á þurfti að halda og ég minnist þess ekki að nokkrum hafi tekist að kveða hann í kútinn. Guðmundur Helgi, með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka þér fyrir samstarfið og áralanga tryggð og vináttu, þín mun verða sárt sakn- að. Við hjónin sendum Sigríði, dætr- unum og öðrum aðstandendum inni- legustu samúðarkveðjur okkar og biðjum góðan Guð að vernda ykkur. Soffía Friðgeirsdóttir, Pálmi Þór Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.