Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 32
ERLENT 32 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ GLORIA Arroyo, forseti Filipps- eyja, lýsti í gær yfir „allsherjar- stríði“ gegn Abu Sayyaf, aðskilnað- arhreyfingu her- skárra múslima, eftir að talsmaður skæruliðanna hótaði að senda henni höfuð bandarísks gísls á afmælisdegi hennar síðar í þessari viku. Arroyo lýsti Abu Sayyaf sem „glæpamannagengi sem léti stjórn- ast af peningagræðgi“ en ekki hug- sjónum, ólíkt stærri hreyfingu að- skilnaðarsinnaðra múslima, Frelsis- her Moro, sem hefur samþykkt að ganga til viðræðna við stjórnvöld. Varaði forsetinn við því að aftöku gíslsins, Jeffrey Schilling, yrði svar- að af fullri hörku. „Ríkisstjórnin lætur ekki glæpa- gengi halda sér í gíslingu og ég hef fyrirskipað allsherjarstríð á hendur Abu Sayyaf. Allt kapp verður lagt á að elta meðlimi hreyfingarinnar uppi og útrýma henni,“ sagði Arroyo í gær. Afhöggvið höfuð í „afmælisgjöf“ Talsmaður Abu Sayyaf, Abu Sab- aya, sagði í viðtali við útvarpsstöð í borginni Zamboanga í gærmorgun að hreyfingin myndi hálshöggva Schilling og færa forsetanum höfuð- ið í „afmælisgjöf“ á fimmtudag. Full- yrti hann að skæruliðum væri fyllsta alvara og minnti á að þeir hefðu háls- höggvið tvo gísla á afmælisdegi fyrr- verandi forseta Filippseyja, Joseph Estrada, fyrir ári. Schilling var hnepptur í gíslingu í ágúst sl., en auk hans heldur hreyf- ingin einum heimamanni föngnum. Abu Sayyaf komst í heimsfréttirn- ar á síðasta ári fyrir rán á fjölda Fil- ippseyinga og vestrænna ferða- manna, sem haldið var í gíslingu á eyjunum Jolo og Basilan. Estrada sendi herinn á vettvang til að frelsa gíslana. Forseti Filippseyja Lýsir yfir stríði gegn skæruliðum Manila. AFP. Gloria Arroyo DÓMSTÓLL í Moskvu „kastaði björgunarhring“ í gær til rússneska fjölmiðajöfursins Vladimírs Gúsinskí í baráttu hans fyrir því að halda sjón- varpsstöðinni NTV, sem fyrirtæki hans Media Most rekur, lausri við beina stýringu af hálfu Kremlar- valdsins. Héraðsdómstóll setti lögbann á hluthafafund NTV sem jarðgasein- okunarfyrirtækið Gazprom, sem að mestu er í ríkiseigu, hafði boðað til í dag, þriðjudag. Gazprom á nú 46% hlutabréfa í NTV. En frammámenn Gazprom sögð- ust ekki vita um neitt lögbann og áformuðu að halda boðaðan hlut- hafafund í höfuðstöðvum Gazprom í Moskvu. Gazprom-menn vilja bola Gúsinskí og helztu samherjum hans úr stjórn NTV í krafti þess að þeir ráði í raun yfir meirihluta hluthafa- atkvæða. Gúsinskí berst gegn framsali til Rússlands Gúsinskí, stofnandi NTV, hefur verið að reyna að verjast yfirtökutil- raunum Gazprom á NTV – einu einkareknu sjónvarpsstöðinni, hvers dagskrá næst um allt Rússland. Gúsinskí stendur í baráttu gegn því að vera framseldur frá Spáni til Rússlands, en í Rússlandi hefur ver- ið gefin út ákæra á hendur honum fyrir meint fjársvik í tengslum við Media-Most-fjölmiðlafyrirtækja- samsteypuna. Hann heldur því fram að tilraunir Gazprom til yfirtöku á NTV sé liður í því að þagga niður í gagnrýni stöðvarinnar á stjórnar- hætti Vladimírs Pútíns forseta, en slíkum ásökunum vísa bæði tals- menn Gazprom og stjórnvalda í Kreml á bug. Sagt prófsteinn á fjölmiðla- frelsi í Rússlandi Togstreitan um NTV-sjónvarps- stöðina hefur bæði innan Rússlands sem utan verið álitin prófsteinn á það hvernig fjölmiðla- og málfrelsi reiðir af með Pútín við stjórnvölinn. Um tíu þúsund manns tóku þátt í götumótmælum um helgina til að sýna stuðning sinn við núverandi stjórnendur NTV og andstöðu við yf- irtökutilraunirnar. Barátta einkasjónvarpsstöðvarinnar NTV gegn yfirtöku Kreml-hollra Lögbann sett á hluthafafund Moskvu. Reuters, AFP. Reuters Þátttakendur í götumótmælum gegn yfirtökutilraunum á einka- reknu sjónvarpsstöðinni NTV hrópa hér slagorð til stuðnings stöðinni í Moskvu um helgina. MEÐLIMUR í íslömsku samtökun- um Heilagt stríð (Jihad) var felldur í árás ísraelskra herþyrlna í gær og segja Palestínumenn þetta hafa ver- ið tilræði og heita hefndum. Maður- inn var að fara að heiman frá sér í bænum Rafah á landamærum Gaza- svæðisins og Egyptalands þegar tvær herþyrlur skutu á bifreið hans og brenndu til kaldra kola, að því er haft var eftir sjónarvottum. „Við munum leita hefnda vegna tilræðis við einn af meðlimum okk- ar,“ sagði fulltrúi Heilags stríðs ísl- ams í Gaza-borg við fréttamann AFP. „Viðbrögð hreyfingarinnar munu verða viðeigandi og afdráttar- laus eins og þið hafið fengið að sjá.“ Fáist það staðfest að um tilræði hafi verið að ræða er þetta það fyrsta síðan Ariel Sharon tók við embætti forsætisráðherra Ísraels og hét hertum aðgerðum gegn þeim sem stjórnvöld telji ábyrga fyrir árásum er beinist gegn Ísrael. Á sunnudaginn felldu palestínskir byssumenn ísraelskan hermann á Vesturbakkanum og þá varaði yfir- maður hersins, Shaul Mofaz, við því, að sveitir sínar myndu ráðast gegn þeim sem myrði ísraelska borgara. Aðstoðaryfirmaður öryggisgæslu Palestínumanna á Gaza-svæðinu sagði að morðið á meðlimi Jihad- samtakanna væri „heimskuleg að- gerð“ af hálfu Ísraela. „Þessar heimskulegu aðgerðir Ísraela, sem náðu hámarki með árásinni í dag, munu kynda undir óróa meðal Pal- estínumanna,“ sagði hann. Ísraelskur þingmaður, Yossi Katz, átti í gær fund með nokkrum emb- ættismönnum Palestínumanna og lagði til að komið yrði á tímabundnu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem óöld hefur geisað mánuðum saman. Greindi palestínskur emb- ættismaður frá þessu. Katz er þingmaður Verkamanna- flokksins og formaður allsherjar- nefndar ísraelska þingsins. Átti hann meðal annars fund með forseta palestínska þingsins, Ahmed Qorei og ræddu þeir möguleika á að „stöðva ofbeldisaðgerðir í fimmtán daga“, að því er haft var eftir emb- ættismanninum. Mun Qorei hafa tjáð Katz að Ísraelar „gætu bundið enda á óeirðirnar með því að draga herlið sitt á brott frá svæðum Palest- ínumanna og hætta umsátrinu“. Peres segir Palestínumenn eiga rétt á að stofna ríki Katz átti einnig fund með Yasser Arafat, leiðtoga palestínsku sjálf- stjórnarinnar, og yfirmanni öryggis- mála Palestínumanna á Vesturbakk- anum. Fóru fundir hans með Palestínumönnunum fram í Ramall- ah á Vesturbakkanum og greindi ísraelska útvarpið frá því að Katz hefði ekki fengið heimild til að fara til Vesturbakkans. Síðan átök færð- ust í aukana í fyrra hafa Ísraelar orðið að fá sérstaka heimild til að fara til Vesturbakkans og Gaza- svæðisins. Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, ítrekaði í gær að Palestínu- menn ættu rétt á að stofna sjálfstætt ríki, þrátt fyrir þau átök sem þeir eiga nú í við Ísrael. Peres var stadd- ur í Stokkhólmi þar sem hann átti viðræður við utanríkisráðherra Svía. Þegar fréttamenn spurðu Peres hvort hann teldi enn að Palestínu- menn ættu rétt á að stofna sjálfstætt ríki sagði Peres: „Já.“ Hann sagði um tímasetningu sjálf- stæðisyfirlýsingar að það væri „und- ir þeim komið“. Ísraelar væru reiðu- búnir til samninga, en „það er erfitt að eiga í samningaviðræðum á með- an sprengjur springa“. Tók Peres þar í sama streng og Sharon, sem hefur lagt alla áherslu á öryggis- gæslu. Ísraelsher fellir liðsmann Heilags stríðs íslams Reuters Palestínumenn virða fyrir sér flak bifreiðarinnar sem gerð var árás á í Rafah á Gaza-svæðinu í gær. Rafah, Ramallah, Stokkhólmi. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.