Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 64
HESTAR 64 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ FREMSTIR FYRIR GÆÐI Milli manns og hests... ... er arhnakkur Fermingargjafir í miklu úrvali Frábær fermingartilboð SIGURÐUR Sæmundsson fór að venju mikinn í þularstarfinu á Ístölti Töltheima á laugardag. Kynnti hesta og menn eins og honum er einum lagið. Þá vakti það athygli að Sigurður er far- inn að fást við nýyrðasmíð og var honum tíðrætt um að þessi og hinn hesturinn væri mikið „kepptur“ og átti þá við að búið væri að keppa mikið á hestinum sem umræddi hverju sinni. MAGNÚS Arngrímsson vann það ágæta afrek að sögn Sigurð- ar að fá stóðhestinnn Smára frá Skagaströnd lánaðan til keppni á svellinu. Margir hefðu borið ví- urnar í klárinn en enginn fengið náð hjá eiganda hans, Hlyni Unnsteini. En bragðið sem Magnús beitti, að sögn Sigurðar, var að hóta Hlyni að hann myndi gista hjá honum í Skagafirði þar til hann lánaði sér hestinn og Hlynur séð þann kost vænstan að senda klárinn í snatri suður. HAFLIÐI Halldórsson mætti með fyrrum sigurvegara, Val- íant frá Heggstöðum, til leiks og þegar Sigurður kynnti þá félaga sagði hann að Hafliði hefði sagt sér það þar sem þeir sátu yfir vatnsglasi á Equitana í vetur að Valíant væri í feikna- stuði og til alls vís. MÖRG athygliverð hross komu fram á ístöltinu á laugar- dag þótt misjafnlega gengi þeim að fóta sig í keppninni og ná í hóp hinna útvöldu. Tryggvi Björnsson kom frá Blönduósi með hryssuna Snekkju frá Bakka sem fór vel á ísnum á hægu tölti en vantaði meiri hraða og snerpu til að klífa hærra. JÓN Reynir , ungur og lítt þekktur knapi, mætti til leiks með Ásdísi frá Lækjarbotnum sem sýndi góða takta en var óstöðug á gangi og vantaði meira rými til að ýta við dóm- urum. En hryssan er efnileg og ganglag hennar minnir óneit- anlega á ganglag Valíants frá Heggstöðum. HAPPDRÆTTI er einn af föstum liðum á Ístölti og vinn- ingar þá gjarnan folatollar og hnakkur. Nú bar svo við að þeg- ar afhenda átti fyrsta vinning- inn kom í ljós að tveir voru með sama númerið og þegar betur var að gáð kom í ljós að seldir voru tvennskonar miðar, í stúku og stæði, og því sama númer á tveimur miðum í öllum tilfellum. Voru því góð ráð dýr en til að leysa málið í hvelli var ákveðið að tvöfalda vinningafjöldann. SAFÍR frá Viðvík kom þarna fram í sinni kveðjusýningu því hann er á förum úr landi hinn 18. apríl nk. Það vakti athygli því tveir af vinningum í happ- drættinu voru folatollur hjá Saf- ír og þurfa vinningshafar því að hafa hraðann á ætli þeir sér að nýta vinninginn áður en klárinn hverfur á braut. FÓLK STRAX í upphafi kom í ljós rausn- arskapur dómara sem fóru vafn- ingalaust í háar tölur með Róbert Petersen og Björmu frá Árbakka, sá hæsti þeirra gaf átta og þar með var tónninn gefinn fyrir kvöldið, kvöld hinna háu talna. Vignir og Keilir hlutu yfir átta hjá öllum dómurum og fengu 8,20 í að- aleinkunn í forkeppninni. Sigur- björn Bárðarson kom inn í næsta hóp á eftir Vigni á Amal frá Húsa- vík en ekki Óskari frá Litladal eins og hann hafði skráð. Fóru þeir í 7,93 og tryggðu sér annað sætið. Gaman var að fylgjast með Sig- urbirni fást við Amal frá því þeir komu inn á völlinn og þar til keppnin hófst. Eins og gengur bregðast hrossin nokkuð mismun- andi við svellinu og ekki varð bet- ur séð en Amal væri í baklás hjá Sigurbirni og sú hugsun hefur sjálfsagt skotið upp kollinum ein- hversstaðar að nú færi sá gamli ekki í úrslitin. En það rúmast mörg trompin í ermum Sigur- björns og þegar keppnin hófst var sá rauði, það er hesturinn, alveg að smella og bætti sig stöðugt og var orðinn mjög vígalegur á feg- urðartöltinu eins og yfirferðin heitir á ístöltsmáli. Brekkusjarmörinn mætti með Smára Hans Kjerúlf og Laufi mættu austan frá Reyðarfirði og höfnuðu þeir í þriðja til fjórða sæti ásamt Leó Geir Arnarsyni á Stóra-Rauð frá Hrútsholti í forkeppninni. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Magnús Arngrímsson, mætti nú til leiks með stóðhestsstjörnuna Smára frá Skagaströnd og hafnaði í sjötta sæti. Það voru átta hross sem mættu í undanúrslit þar sem tveimur pör- um var att saman í bráðabana, þau sem unnu bráðabanann fóru í A- úrslit en tapararnir í B-úrslit. Vignir og Keilir sigruðu Svanhvíti Kristjánsdóttur, Hans og Laufi sigruðu Magnús og Smára, Leó og Stóri-Rauður unnu Róbert og Björmu og Sigurbjörn og Amal unnu Hafliða Halldórsson og Val- íant frá Heggstöðum naumlega og er hægt að segja að þar hafi Sig- urbjörn verið heppinn því Amal var farinn að beita fyrir sig brokki í ríkum mæli. Dómarar tóku sér frí í B-úrslit- um og kom það í hlut áhorfenda að velja þann sem fengi að taka þátt í A-úrslitum. Eins og í fyrra naut Magnús Arngrímsson hylli í „brekkunni“ sem veitti honum far- borðann. Í lokahrinunni tryggðu Vignir og Keilir öruggan sigur með 8,43 en Hans Kjerúlf og Laufi komu þar næstir með 8,28, klárinn að vísu nokkuð frá sínu besta. Sig- urbjörn seiglaðist á Amal í þriðja sætið með 8,11 enda klárinn hrokkinn í rétttan gír í úrslitunum. Leó og Stóri-Rauður höfnuðu í fjórða sæti með 8,06 og Magnús og Smári vermdu fimmta sætið með 7,75 en óneitanlega var Smári til- komumestur hestanna í þessari úr- slitakeppni. Kveðjuspor Safírs Í hléi voru sýndir þrír stóðhest- ar, þeir Sveinn Hervar frá Þúfu sem Atli Guðmundsson sat, Safír frá Viðvík sem Samantha Leides- dorf sat og síðast en ekki síst kom þarna fram fótaburðarundrið Glampi frá Vatnsleysu sem Björn Jónsson sýndi að venju og voru þeir valdir glæsilegasta par kvöldsins. Safír sem nú er sextán vetra er á leið úr landi og kom þarna að líkindum í síðasta sinn fyrir sjónir manna hér á landi. Hann var frekar óöruggur með sig til að byrja með á ísnum en var farinn að sýna verulega góða takta í lokin. Ístölt Töltheima haldið í fjórða sinn í Skautahöllinni í Reykjavík Fyrirhafnarlítill og örugg- ur sigur Vignis og Keilis Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Járningameistarinn og fyrrverandi heimsmeistari Grant Moon afhenti verðlaun ásamt Göran Gustavsson, for- stjóra Mustadfords, að lokinni keppni en fyrirtækið gaf hluta verðlaunanna. Lengst til vinstri eru Vignir Jón- asson og Keilir, þá Gustavsson, Grant Moon, Hans Kjerúlf og Laufi, Sigurbjörn Bárðarson og Amal, Leó Arn- arson og Stóri-Rauður og Magnús Arngrímsson og Smári. Vignir Jónasson og Keilir frá Miðsitju komu, sáu og sigruðu af öryggi í ístöltskeppni Töltheima á laugardags- kvöldið. Hlutu þeir lang- hæstu einkunn strax í forkeppni og var forystu þeirra aldrei ógnað og keppnin um sigurinn því spennuminni en verið hefur áður. Valdimar Kristinsson reyndi að fóta sig á svellinu í Skautahöllinni og fylgj- ast með vopnaður myndavél. Fótaburðarséníið Glampi frá Vatnsleysu og Björn Jónsson voru valdir glæsilegasta par kvöldsins enda fóru þeir mikinn á freranum. FJÖR er farið að færast í leikinn í Meistaradeildinni 847 að loknum þremur greinum tölti, fjórgangi og fimmgangi og trónir nú á toppnum í stigakeppninni baráttujaxlinn Sigurbjörn Bárðarson með 20 stig en næstur kemur Sigurður Sæ- mundsson landsliðseinvaldur með 16 stig. Hinrik Bragason er þriðji með 15 stig, Sigurður Sigurðarson fjórði með 11 stig og jafnir með 8 stig eru Tómas Ragnarsson og Brynjar J. Stefánsson. Það eru því „gömlu“ mennirnir sem leiða keppnina og sýna svo ekki verður um villst að þeir eiga mikið inni enn af keppniskrafti. Í síðustu viku var keppt í fimm- gangi og var svo sannarlega bitið þar í skjaldarrendur. Sigurður Sæmundsson mætti til leiks með Esjar frá Holtsmúla en þeir höfðu einnig keppt í fjórgangi sem er af- ar óvenjulegt og voru þar í verð- launasæti. Nú stóðu þeir efstir eft- ir forkeppni í fimmgangnum en gekk ekki alveg sem skyldi í úrslit- um þar til kom að skeiðinu. Þá höfðu þeir félagar tapað foryst- unni komnir í fimmta sæti og útlit- ið ekki sem best. Lagði Sigurður allt undir í skeiðinu og skilaði Esj- ar honum frábærum sprettum sem dugðu til þess að endurheimta efsta sætið, sigurinn og góða stöðu í stigakeppni Meistaradeildarinn- ar. Hlutu þeir 6,78 í úrslitunum. Brynjar varð annar á Sindra frá Selfossi með 6,71, Sigurbjörn þriðji á Byl frá Skáney með 6,62, Þorvaldur Þorvaldsson fjórði á Þór frá Prestbakka með 6,55 og Hinrik Bragason varð fimmti á Dreka frá Syðra-Skörðugili með 6,37. Sigurbjörn leiðir Meistaradeildina2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.