Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 76
FÓLK Í FRÉTTUM 76 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG HEF það nú ekkert svo slæmt. Ég var nú bara í baði,“ segir Rick McMurray, trommuleikari hljóm- sveitarinnar Ash, og framkallar þar mynd í huga blaðamannsins sem hann hefði alveg getað verið án. Nú, já, hmmm, þið eruð alveg við það að fara að gefa út ykkar þriðju plötu, Free All Angels, er hún mikið þroskastökk fyrir ykkur? „Já, að vissu leyti. Bæði hvað spila- mennsku og lagasmíðar snertir. Við höfum lært mikið á allri reynslu síð- ustu ára. Við erum mun öruggari og reyndari. Við fórum í nánast eins árs frí og þannig náðum við að fanga þennan ungæðiskraft á ný. Við erum mun ferskari og jákvæðari núna.“ Síðasta plata, Nu-Clear Sounds, var nú mun tilraunakenndari og þyngri en þessi nýja plata. „Það var mjög meðvituð ákvörðun hjá okkur að gera mun þyngri plötu eftir 1977, sem var mjög poppuð, því fólk bjóst svo við því að fá alveg eins plötu. Við vildum ekki veita fólki það sem það vildi fá. Við vildum ögra hlustendum svolítið. Með þessari nýju plötu er þetta allt mun eðlilegra. Við tókum árs frí og svo þegar við settumst niður til þess að semja fyrir þessa nýju plötu ákváðum við enga stefnu eða neitt svoleiðis og gerðum bara það sem okkur var eðlislægt. Við sömdum um 30 lög og völdum svo þau sem okkur fannst best.“ Hvað gerðuð þið í pásunni? „Þegar við kláruðum tónleikaferða- lagið fyrir síðustu plötu í byrjun árs ’99 tókum við því bara rólega í nokkra mánuði. Síðan um sumarið hittumst við aftur og lögðum fyrstu drög að því að byrja að semja aftur. Við hittumst á Norður-Írlandi, á þeim stað sem við stofnuðum hljómsveitina, og leigðum sama kofa og við æfðum í upphaf- lega.“ Molar um nýju plötuna Þið hljótið að vera orðin spennt að komast aftur á skrið? „Já, algjörlega. Við þurftum á pásunni að halda en núna þegar við erum búin að taka upp plötuna og erum ánægð með hana erum við orðin mjög spennt að halda tónleika og prófa lögin. Mér finnst þetta vera besta plata sem við höfum gert hing- að til.“ Þegar ég hlusta á nýju smáskífuna ykkar, „Shining Light“, finnst mér ég greina áhrif frá My Bloody Valentine, er eitthvað til í því? „Já, Tim [Wheeler söngvari/gítar- leikari] og Charlotte [ Hatherley gít- arleikari] eru mjög miklir aðdáendur. Ég held að það sé nú samt ekki með vilja gert. Það eru nokkur önnur lög á plötunni sem eru nokkuð lík þessu. Það eru kannski áhrif, mér finnst þetta bara vera popp.“ Þið eruð að leika ykkur með hljóð- sörp, eins og á laginu „Candy“. „Það var einmitt það lag sem var erfiðast að gera. Það var eitt af þeim sem við sömdum fyrst. Við vorum ekki ánægð með það þannig að við tókum það allt í gegn og gerðum það aftur. Þegar við komum í hljóðverið vorum við búin að breyta því þrisvar til fjórum sinnum. Þá ákváðum við að reyna að nálgast það með hip-hop- ívafi. Enn fannst okkur eitthvað vanta og þá kom Tim með þá hugmynd að bæta við strengjaútsetningum að hætti Phil Spectors, þannig að við fór- um í gegnum þau lög sem hann hefur unnið til þess að finna einhverjar flottar útsetningar. En það tókst ekki, þannig að við gripum bara næsta geisladisk sem við vissum að hefði strengjaútsetningar sem var diskur með Walker Brothers. Streng- irnir í „Make it easy on yourself“ eftir Burt Bacharach smellpössuðu svo við lagið.“ Hvernig var svo á Íslandi? Þið komuð hingað að spila árið ’95, hvernig fannst ykkur það? „Það er orðið alltof langt síðan við komum. Þetta var mjög stutt stopp líka. Ég held að það hafi verið okkar stærstu tónleikar á þeirri tónleika- ferð svo ég er að vonast til að við kom- umst þangað í næstu tónleikferð. Ég er ekki alveg viss um hvernig Evr- óputúrinn okkar verður, við erum að spila á nokkrum tónleikahátíðum. Vonandi spilum við á einhverri hátíð hjá ykkur. Síðast komum við um miðjan vetur og okkur langar til þess að koma næst þegar sólin sest aldrei. Það eru svo góðir straumar þarna.“ Já, ég man að þið hélduð tónleika rétt tæpum mánuði áður en þið náðuð vinsældum um allan heim. „Já, þetta voru síðustu tónleikarnir áður en við tókum upp okkar fyrstu plötu, 1977. Við eigum margar góðar minningar frá þessari heimsókn.“ Stjörnustríð Þið hafið alltaf gert mikið úr því að vera miklir aðdáendur Stjörnustríðs- myndabálksins. Voruð þið ánægðir með nýjustu myndina? „Hún olli dálitlum vonbrigðum. En það voru þó nokkur góð atriði í henni. Hún var ekki nærri því eins góð og hinar þrjár upprunalegu. Við bindum vonir við að næsta mynd bjargi henni. Mark [Hamilton bassaleikari] er mik- ill aðdáandi. Hann safnar leikföngun- um og öllu sem tengist þessu.“ Ertu þá ekki jafnmikið fyrir mynd- irnar og félagarnir? „Jú, ég er mjög mikið inni í þessu. Við höfum öll horft á þessar myndir um þúsund sinnum. Ég kann hverja einustu línu af handritinu utanað. Þannig að það er engin ástæða til þess að horfa á þær lengur.“ Já, ég man eftir blaðagrein í tón- listartímaritinu Q, þar sem blaðamað- ur horfði á allar myndirnar með ykk- ur í röð. Ásamt gerjuðum gos- drykkjum og kartöfluflögum. „Já (hlær), það er besta aðferðin til þess að horfa á þær.“ Hvenær byrjar þessi tónleikaferð? „Um leið og platan kemur út, 23. apríl. Við byrjum samdægurs á ferða- laginu um Bretlandseyjar. Það tekur um þrjár vikur. Þá förum við yfir Ermarsundið og verðum í Mið-Evr- ópu út allan maí. Í sumar verðum við að ferðast á milli tónleikahátíða auk þess sem við höldum fleiri tónleika um Evrópu. Eftir það förum við til Japans og Ástralíu. Um haustið erum við að vonast til þess að geta tekið enn eina og stærri tónleikaferð um Evr- ópu sem mun þá endast fram að jól- um.“ Hvar myndirðu segja að ykkar stærsti aðdáendahópur væri? „Ég held að við eigum nú flesta aðdáendur í Bretlandi og Írlandi. Okkur gengur víst voðalega vel í Þýskalandi. Smáskífan okkar komst t.d. inn á topp 40 þar í landi auk þess sem okkur gengur alltaf vel í Svíþjóð líka. Við erum spenntastir fyrir því að breiða út arma okkar utan Bretlands- eyja og að stækka aðdáendahóp okk- ar í Evrópu. Þetta lítur bara allt mjög vel út.“ Þá er ég bara búinn með spurning- arnar. „Allt í lagi, ég fer þá bara aftur í baðið.“ Hljómsveitin Ash þykir sérstaklega þrifaleg. Þriðja breiðskífa norður-írsku hljómsveitarinnar Ash kemur út á næstu dögum Trommari í baði Nýjasta smáskífulag Íslandsvinanna í Ash, „Shining Light“, hefur hlotið góðar undirtektir hér á landi. Birgir Örn Steinarsson hringdi í Rick McMurray trommuleikara og spjallaði við hann um komandi breiðskífu, Free All Angels, Íslandsheimsóknina og Stjörnustríð. Hús gleðinnar (House of Mirth) D r a m a  Leikstjórn og handrit: Terence Davies. Byggt á skáldsögu Edith Wharton. Aðalhlutverk: Gillian Anderson, Eric Stoltz og Dan Aykroyd. Bretland/Bandaríkin, 2000. (134 mín) Myndform. Öllum leyfð. UNDANFARIN ár hafa kvik- myndagerðarmenn verið að fá áhuga á skáldverkum bandarísku skáldkon- unnar Edith Wharton, sem rit- aði gagnrýnar lýsingar á félags- lífi yfirstéttarinn- ar í New York á fyrsta fjórðungi 20. aldarinnar. Sá mæti leikstjóri Martin Scorsese gerði árið 1993 ágæta mynd eftir Pulitzer-verðlauna- bók Wharton, Öld sakleysis eða The Age of Innocence, en auk þess hefur verið gerð mynd eftir bókinni Ethan Frome og BBC-sjónvarpsþættir eftir ófullgerðu sögunni The Buccaneers. Nú hefur ein kvikmyndin bæst í hóp- inn og er hér um að ræða vandaða kvikmyndaaðlögun á skálsögunni sem fyrst færði Wharton frægð í sam- tíma sínum, The House of Mirth, frá árinu 1905. Þar segir frá Lily Bart, viljasterkri og heillandi yfirstéttar- konu í New York, sem neitar að feta þá hjúskaparbraut sem liggur fyrir hverri konu, og geldur þess illilega. Þetta er fáguð og hæglát kvikmynd, sem jafnframt á mikið undir heillandi túlkun Anderson komið. Hér hefur verið einkar vel valið í hlutverkið, þar sem Anderson nær að skapa sterka persónu í túlkun sinni á Lily Bart. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Hæglát og fáguð FÉLAG Íslendinga í Finnlandi hélt á dögunum upp á 40 ára af- mæli sitt. Var veislan haldin á besta stað í Helsinki, í Villa Kivi og var hörkudagskrá í boði og það sem meira er, dýrindis þorra- matur. Því má segja að þorra- bragur hafi verið á afmælisveisl- unni. Nú eru um 120 Íslendingar bú- settir í Finnlandi, hluti þeirra námsmenn en flestir með fasta búsetu. Í síðarnefnda hópnum er Erlingur Sigurðsson sendikennari við Helsinkiháskólann en hann var gerður að sérstökum heiðurs- félaga Íslendingafélagsins í tilefni af stórafmæli þess. Afmælisveisla með þorrabrag Snorri Kristjánsson, formaður Íslendingafélagsins, og sviða- kjammi héldu tölu. Ljósmynd/Björgvin Björgvinsson Þessar eldhressu ungu námsmeyjar í Helsinki skemmtu sér konunglega en þær voru nýkomnar frá Íslandi. Snorri Kristjánsson, formaður Íslendinga- félagsins, afhendir Erlingi Sigurðssyni heið- ursfélaga blómvönd. Íslendingafélagið í Finnlandi 40 ára Glataðar sálir (Lost Souls) H r o l l v e k j a Leikstjórn Janusz Kaminski. Hand- rit Pierce Gardiner. Aðalhlutverk Winona Ryder, Ben Chaplin. (95 mín.) Bandaríkin 2000. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. SÆRINGARMAÐURINN er ein- hver magnaðasta hrollvekja kvik- myndasögunnar og því svo sem ekk- ert undarlegt að menn rói á nálæg mið þegar þeir vilja reyna að skapa viðlíka hrylling. Glataðar sálir er nýj- asta tilraunin til þessa. Myndin segir frá ungri konu (Ryder) sem eitt sinn hafði lent í klónum á kölska en náði að hrekja hann á brott með aðstoð sær- ingarmanna kaþ- ólsku kirkjunnar. Nú finnur hún á sér að kölski sé enn eina ferðina kominn á kreik og ætli sér nú að taka sér ból- festu í ungum fræðimanni (Chapl- in) sem hefur sér- hæft sig í að rann- saka sálarlíf fjöldamorðingja. Myndin er fyrsta leikstjórnarverk hins magnaða kvikmyndatökumanns Kaminzki sem skotið hefur allar myndir Spielberg frá Shindler’s List og hlotið fyrir tvenn Óskarsverðlaun, einmitt Shindler’s List og Saving Private Ryan. Þótt margt gott sé að finna í þessu jónfrúarverki hans í leik- stjórastólnum á hann enn eftir að læra meira af samstarfsmanni sínum til þess að geta snúið sér frekar að hinni nýju iðju. Skarphéðinn Guðmundsson Í klóm kölska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.