Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 67 HOLLVINAFÉLAG lagadeildar Há- skóla Íslands hefur fært deildinni að gjöf skanna með matara til skjala- meðferðar í tölvukerfi deildarinnar eins og fram kemur í sérstöku gjafa- bréfi sem Halldór Jónatansson, stjórnarformaður félagsins, afhenti dr. Páli Sigurðssyni, prófessor, for- seta lagadeildar, við það tækifæri. Með gjöf þessari hefur félagið á rúmu ári bæði eitt sér og ásamt öðr- um látið af hendi rakna gjafir til lagadeildar Háskólans sem að verð- mæti nema alls rúmlega 1.000.000 kr. Eru þá auk fyrrnefndrar gjafar meðtaldar gjafir á tölvu, geisla- diskaþjóni, prentara og skjávarpa auk þess sem nokkrir aðilar hafa undanfarið fyrir atbeina félagsins kostað áskrift deildarinnar að er- lendum tímaritum um lögfræðilegt efni. Félagar í hollvinafélagi lagadeild- ar eru nú um 200 talsins og er nú- verandi stjórn þess skipuð þannig: Halldór Jónatansson, formaður, Hildur N. Njarðvík, gjaldkeri, Jónas Þ. Guðmundsson, ritari, Arnljótur Björnsson, meðstjórnandi, og Lilja Jónasdóttir, meðstjórnandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hildur Njarðvík, Lilja Jónasdóttir, Halldór Jónatansson, Kolbrún Linda Ísleifsdóttir, Páll Sigurðsson og Jónas Þór Guðmundsson. Hollvinir gefa lagadeild HÍ gjöf GUÐRÚN Kristinsdóttir, dósent við Kennaraháskóla Íslands, og Guð- mundur Páll Ásgeirsson, námstjóri við Iðnskólann í Reykjavík, munu stýra fræðslufundi á vegum Rann- sóknarstofnunar KHÍ miðvikudag- inn 4. apríl næstkomandi kl. 15:15– 17:00. Fundurinn verður haldinn í stofu M 301 í aðalbyggingu Kenn- araháskóla Íslands við Stakkahlíð og er öllum opinn. Þetta er annar fundur af þremur um eigindlega aðferðafræði rann- sókna og eru þeir sjálfstæðir hver um sig. Markmiðið er að ræða og efna til umræðu um þess háttar rannsóknir á sviði kennslu, þjálfun- ar, uppeldis og umönnunar. Á þess- um fundi verður fjallað um viðkvæm rannsóknarefni. Oft er erfitt að gera sér grein fyrir áhrifum rannsókna og á það við um allt ferlið frá upplýs- ingagjöf til væntanlegra þátttakenda til birtingar niðurstaðna og fram- vindu síðar meir. Gefinn verður rúmur tími til um- ræðna og fyrirspurna og vonast er til að líflegar umræður skapist. Fundur um við- kvæm rann- sóknarefni ♦ ♦ ♦ FYRIRLESTUR á vegum Sjálfs- bjargar lsf. verður haldinn í Safn- aðarheimili Háteigskirkju miðviku- daginn 4. apríl kl. 20. Sæmundur Hafsteinsson sál- fræðingur mun fjalla um árang- ursrík samskipti. Hann mun í fyr- irlestri sínum m.a. koma inn á ákveðni og óákveðni, feimni og hroka. Hann mun ræða um hvern- ig þessir þættir hafa áhrif í sam- skiptum fólks og hvernig má ná sem bestum árangri í mannlegum samskiptum. Sæmundur Hafsteinsson hefur undanfarna vetur staðið fyrir nám- skeiðum um árangursrík samskipti hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla Íslands ásamt Jóhanni Inga Gunnarssyni sálfræðingi. Að- gangseyrir er 500 kr. Fyrirlestur um árangursrík samskipti Fundur Félags kvenna í at- vinnurekstri FÉLAG kvenna í atvinnurekstri stendur fyrir mánaðarlegum morg- unverðarfundi félagsins sem hlotið hefur heitið Púltið, miðvikudaginn 4. apríl kl. 8.15–9.30 á Grand Hóteli Reykjavík. Að þessu sinni mun Árelía Eydís Guðmundsdóttir, vinnumarkaðs- fræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, fjalla um starfsmanna- stjórnun og starfsmannatryggð í minni fyrirtækjum. ♦ ♦ ♦ FORELDRAFÉLAG Hagaskóla boðar foreldra og forráðamenn nem- enda 10. bekkjar skólans til fundar Umræðufundur í Hagaskóla þriðjudaginn 3. apríl kl. 17.15-18.30 í samkomusal Hagaskóla. Tilefni fundarins er lok samræmdra prófa og tillaga og ákvörðun um skemmti- ferð fyrir nemendur 10. bekkjar í til- efni próflokanna. Hugmyndir eru um spennandi ferð með gistingu eina nótt. Starfs- menn Frostaskjóls hafa haft frum- kvæði að þessum viðræðum og munu fulltrúar þeirra mæta á fundinn og kynna tillögur sínar og samráðshóps nemenda. Allir foreldrar og forráða- menn eru hvattir til að mæta, taka þátt og koma með tillögur um hvern- ig þeir vilja hafa þennan dag barna sinna, segir í fréttatilkynningu.  AÐALFUNDUR Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum verður haldinn í Kennarahúsinu við Laufásveg þriðjudaginn 3. apríl kl. 17:30–19. Á fundinum verður m.a. ársskýrsla stjórnar kynnt og Steinunn Geirdal leikskólastjóri flytur fræðsluerindi um Búddatrú. Félagsmenn sem og aðrir áhugasamir um kennslu í þess- um fræðum eru boðnir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.