Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 67

Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 67 HOLLVINAFÉLAG lagadeildar Há- skóla Íslands hefur fært deildinni að gjöf skanna með matara til skjala- meðferðar í tölvukerfi deildarinnar eins og fram kemur í sérstöku gjafa- bréfi sem Halldór Jónatansson, stjórnarformaður félagsins, afhenti dr. Páli Sigurðssyni, prófessor, for- seta lagadeildar, við það tækifæri. Með gjöf þessari hefur félagið á rúmu ári bæði eitt sér og ásamt öðr- um látið af hendi rakna gjafir til lagadeildar Háskólans sem að verð- mæti nema alls rúmlega 1.000.000 kr. Eru þá auk fyrrnefndrar gjafar meðtaldar gjafir á tölvu, geisla- diskaþjóni, prentara og skjávarpa auk þess sem nokkrir aðilar hafa undanfarið fyrir atbeina félagsins kostað áskrift deildarinnar að er- lendum tímaritum um lögfræðilegt efni. Félagar í hollvinafélagi lagadeild- ar eru nú um 200 talsins og er nú- verandi stjórn þess skipuð þannig: Halldór Jónatansson, formaður, Hildur N. Njarðvík, gjaldkeri, Jónas Þ. Guðmundsson, ritari, Arnljótur Björnsson, meðstjórnandi, og Lilja Jónasdóttir, meðstjórnandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hildur Njarðvík, Lilja Jónasdóttir, Halldór Jónatansson, Kolbrún Linda Ísleifsdóttir, Páll Sigurðsson og Jónas Þór Guðmundsson. Hollvinir gefa lagadeild HÍ gjöf GUÐRÚN Kristinsdóttir, dósent við Kennaraháskóla Íslands, og Guð- mundur Páll Ásgeirsson, námstjóri við Iðnskólann í Reykjavík, munu stýra fræðslufundi á vegum Rann- sóknarstofnunar KHÍ miðvikudag- inn 4. apríl næstkomandi kl. 15:15– 17:00. Fundurinn verður haldinn í stofu M 301 í aðalbyggingu Kenn- araháskóla Íslands við Stakkahlíð og er öllum opinn. Þetta er annar fundur af þremur um eigindlega aðferðafræði rann- sókna og eru þeir sjálfstæðir hver um sig. Markmiðið er að ræða og efna til umræðu um þess háttar rannsóknir á sviði kennslu, þjálfun- ar, uppeldis og umönnunar. Á þess- um fundi verður fjallað um viðkvæm rannsóknarefni. Oft er erfitt að gera sér grein fyrir áhrifum rannsókna og á það við um allt ferlið frá upplýs- ingagjöf til væntanlegra þátttakenda til birtingar niðurstaðna og fram- vindu síðar meir. Gefinn verður rúmur tími til um- ræðna og fyrirspurna og vonast er til að líflegar umræður skapist. Fundur um við- kvæm rann- sóknarefni ♦ ♦ ♦ FYRIRLESTUR á vegum Sjálfs- bjargar lsf. verður haldinn í Safn- aðarheimili Háteigskirkju miðviku- daginn 4. apríl kl. 20. Sæmundur Hafsteinsson sál- fræðingur mun fjalla um árang- ursrík samskipti. Hann mun í fyr- irlestri sínum m.a. koma inn á ákveðni og óákveðni, feimni og hroka. Hann mun ræða um hvern- ig þessir þættir hafa áhrif í sam- skiptum fólks og hvernig má ná sem bestum árangri í mannlegum samskiptum. Sæmundur Hafsteinsson hefur undanfarna vetur staðið fyrir nám- skeiðum um árangursrík samskipti hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla Íslands ásamt Jóhanni Inga Gunnarssyni sálfræðingi. Að- gangseyrir er 500 kr. Fyrirlestur um árangursrík samskipti Fundur Félags kvenna í at- vinnurekstri FÉLAG kvenna í atvinnurekstri stendur fyrir mánaðarlegum morg- unverðarfundi félagsins sem hlotið hefur heitið Púltið, miðvikudaginn 4. apríl kl. 8.15–9.30 á Grand Hóteli Reykjavík. Að þessu sinni mun Árelía Eydís Guðmundsdóttir, vinnumarkaðs- fræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, fjalla um starfsmanna- stjórnun og starfsmannatryggð í minni fyrirtækjum. ♦ ♦ ♦ FORELDRAFÉLAG Hagaskóla boðar foreldra og forráðamenn nem- enda 10. bekkjar skólans til fundar Umræðufundur í Hagaskóla þriðjudaginn 3. apríl kl. 17.15-18.30 í samkomusal Hagaskóla. Tilefni fundarins er lok samræmdra prófa og tillaga og ákvörðun um skemmti- ferð fyrir nemendur 10. bekkjar í til- efni próflokanna. Hugmyndir eru um spennandi ferð með gistingu eina nótt. Starfs- menn Frostaskjóls hafa haft frum- kvæði að þessum viðræðum og munu fulltrúar þeirra mæta á fundinn og kynna tillögur sínar og samráðshóps nemenda. Allir foreldrar og forráða- menn eru hvattir til að mæta, taka þátt og koma með tillögur um hvern- ig þeir vilja hafa þennan dag barna sinna, segir í fréttatilkynningu.  AÐALFUNDUR Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum verður haldinn í Kennarahúsinu við Laufásveg þriðjudaginn 3. apríl kl. 17:30–19. Á fundinum verður m.a. ársskýrsla stjórnar kynnt og Steinunn Geirdal leikskólastjóri flytur fræðsluerindi um Búddatrú. Félagsmenn sem og aðrir áhugasamir um kennslu í þess- um fræðum eru boðnir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.