Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 41 úr akrýli! • Níðsterkir, auðveldir að þrífa • Fást með loki eða öryggishlíf • Nuddkerfi fáanlegt • Margir litir, 10 gerðir, rúma 4-12 TREFJAR Hjallahrauni 2, 220 Hafnarfjörður. Sími: 555 1027 Fax: 565 2227 pottar Heitir Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, eða hringið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Verð frá aðeins kr. 94.860,- Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050, www.hofdi.is VERSLUNARHÚS ÓSKAST ! Erum að leita að vel staðsettu 2.000 til 3.000 fermetra verslun- arhúsi á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjársterkan aðila. Húsnæðið þarf að vera aðgengilegt og með nægum bílastæðum. Æskilegt er að húsnæðið sé að mestu á einni hæð. Bæði kaup og sala koma til greina. Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Ásmund Skeggjason á Höfða fasteignasölu í síma 533 6050 eða 895 3000. Í ATKVÆÐAGREIÐSLUNNI um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu flugvallar fyrir innan- landsflugið, sem fram fór fyrir skömmu, sýndu Reykvíkingar með eftirminnilegum hætti hug sinn til þess sjónarspils sem R-list- inn sviðsetti í tengslum við hana. Sjónarspil, þar sem ákveðið var að kjósa um mál eftir að búið var að taka bind- andi ákvörðun um það allt til ársins 2016. En borgarbúar sáu í gegn- um þetta og 63% kosn- ingabærra Reykvík- inga kusu að sitja heima og taka ekki þátt í þessum leik. Þetta gerðist þrátt fyrir gríð- arlega auglýsinga- og kynningarher- ferð, þar sem borgarstjórinn lagði allt undir og hvatti borgarbúa til að mæta vel. Niðurstaðan er því mikill ósigur fyrir borgarstjórann og R-listann og vonbrigðin leyna sér ekki. Af hverju atkvæðagreiðsla? Rétt er að rifja upp af hverju at- kvæðagreiðslan var á sínum tíma ákveðin. Í september 1999, rétt um tveimur vikum eftir að borgarstjóri skrifaði eigin hendi undir fram- kvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu flugvallar í Vatnsmýri, samþykktu borgarfulltrúar R-listans tillögu í borgarstjórn um að ganga til at- kvæðagreiðslu um framtíð flugvall- arins. Með þessari endurbyggingu upp á einn og hálfan milljarð var ekki verið að tjalda til einnar nætur. Það hlaut öllum að vera ljóst. Enda hafði áður verið samþykkt deiliskipulag til 2016 um flugvöllinn eftir mikla und- irbúningsvinnu. Þegar það hins veg- ar rann upp fyrir ýmsum stuðnings- mönnum R-listans að búið var að hnýta alla hnúta og festa flugvöllinn í sessi til langs tíma braust út óánægja meðal þeirra. Það var því fyrst og fremst til að friða þessar óánægju- raddir í baklandinu að samþykkt var að láta fara fram atkvæðagreiðslu. Tvískinnungurinn er augljós. Fyrst er tekin bindandi ákvörðun til 2016 og síðan er sagt – nú leyfum við fólk- inu að ráða! Þetta sáu Reykvíkingar í gegnum. Dýr skoðanakönnun Úrslit atkvæðagreiðslunnar sýna að sáralítill munur er á fjölda þeirra, sem kjósa að völlurinn fari, og þeirra, sem kjósa að hann veri. Rúmlega þrjú hundruð fleiri kjósa að hann fari. Þessi munur er ekki nema um 1%. Auk þess verður að hafa í huga að skoðanakann- anir hafa sýnt að stærsti hluti þeirra, sem vilja að völlurinn fari burt úr Vatnsmýri, vill ekki að innanlands- flug færist til Keflavík- ur. Með hliðsjón af þessu og jafnframt hinni dræmu þátttöku er ekki hægt að tala um marktæka niðurstöðu. Ljóst er að enn er mikið verk óunnið. Það er líka brýnt, ekki bara fyrir hagsmuni Reykvíkinga heldur landsmanna allra, að niðurstaða fáist, sem sátt geti orðið um. Það sem eftir stendur er að atkvæðagreiðslan er í raun ekk- ert annað en skoðanakönnun – sú dýrasta sem um getur. Allt bendir til þess að meira en 40 milljónum króna af almannafé hafi verið varið til henn- ar. Að sýna sitt rétta andlit Athyglisvert hefur verið að fylgj- ast með viðbrögðum ýmissa R-lista- manna í kjölfar þessarar háðulegu útreiðar, sem atkvæðagreiðslan var í raun fyrir þá. Að leik loknum er allt í einu farið að tala um siðferði. Nú á niðurstaðan að vera siðferðilega bindandi og ef ekki sé tekið mark á þessum niðurstöðum þá þjóni aldrei tilgangi að kjósa. Bíðum aðeins við. Voru ekki leikreglurnar settar fyr- irfram? Jú, það var ákveðið að kosn- ingin yrði aðeins bindandi að ákveðn- um skilyrðum uppfylltum. Borgarráð tók lýðræðislega ákvörðun um hvernig fara ætti með niðurstöður at- kvæðagreiðslunnar. Niðurstaðan skyldi verða bindandi fyrir borgar- stjórn ef 75% kosningabærra Reyk- víkinga tækju þátt eða ef 50% kosn- ingabærra manna kysu sama kostinn. Hvorugt gerðist og niður- staðan mjög fjarri því. Kosningin er því ekki bindandi. Það er því alveg dæmalaust af borgarstjóra að koma eftir á og segja kosninguna bindandi – siðferðilega bindandi! Þessi afstaða borgarstjóra, sem er studd af Helga Hjörvar og Hrannari B. Arnarssyni, hefur eðli- lega valdið usla í röðum R-listans. Þar er greinilega enn að finna ein- staklinga, sem telja eðlilegt að farið sé að leikreglum og athygli hefur vakið hversu framsóknarmenn hafa staðið fast á sínu. Viðbrögð borgarstjóra og annarra borgarfulltrúa R-listans hafa afhjúp- að þann hroka, sem einkennir stjórn- arhætti þessa meirihluta og jafn- framt sýnt lítilsvirðingu fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum. Óhætt er að segja að þríeykið, Ingi- björg, Helgi og Hrannar, hafi sýnt sitt rétta andlit. Ef niðurstaðan er þeim ekki að skapi þá hætta leikregl- urnar að gilda. Það vakna því fremur spurningar um siðferði þeirra, sem bregðast við með þessum hætti. Er atkvæðagreiðslan tilraunarinnar virði? Í opinberri umræðu hefur því verið haldið fram að óháð niðurstöðunni sé það þess virði að gera slíka tilraun með beint lýðræði, eins og hér hafi verið gert. Atkvæðagreiðsla, þar sem íbúar fá tækifæri til að segja skoðun sína og kjósa með beinum hætti, er alvörumál, sem stjórnmálamenn eiga að umgangast af virðingu. Þar skiptir öllu að heiðarlega sé að verki staðið, kostir þeir sem kosið er um séu skýr- ir og greinilegt hver áhrif niðurstað- an hafi. Slík atkvæðagreiðsla krefst vandaðs og málefnalegs undirbún- ings. Ef það er ekki gert er viðbúið að afleiðingin verði sú að almenningur missi trú á því mikilvæga tæki sem almenn atkvæðagreiðsla getur verið. Öll meðferð R-listans á þessu máli, tilurð þess, undirbúningur og við- brögð eftir á er vitnisburður um hvernig ekki á að standa að verki. Þessi atkvæðagreiðsla var því ekki tilraunarinnar virði. Atkvæðagreiðslan um framtíðar- nýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu flugvallar fyrir innanlandsflug hefur dregið fram í dagsljósið valdhroka og óskammfeilni þeirra, sem nú fara með völd í Reykjavík. Vopnin, sem áttu að gefa R-listanum yfirbragð lýðræðislegra stjórnarhátta hafa snúist í höndum fulltrúa hans. Því munu Reykvíkingar svara með við- eigandi hætti í fyllingu tímans. Þú breytir ekki eftir á Inga Jóna Þórðardóttir Borgarmálefni Óhætt er því að segja að þríeykið, Ingibjörg, Helgi og Hrannar, hafi sýnt sitt rétta andlit, segir Inga Jóna Þórðardóttir. Ef niðurstaðan er þeim ekki að skapi, þá hætta leikreglurnar að gilda. Höfundur er leiðtogi sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn. Cranio-nám Norðurland / Akureyri 28. 04 — 3. 05. 2001 Thomas Attlee, DO, MRO, RCST College of Cranio—Sacral Therapy Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara www.simnet.is/cranio 422 7228, 699 8064, 897 7469
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.