Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 27
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 27 VANSKIL korthafa hjá VISA Ís- landi hafa aukist lítillega saman- borið við sama tíma síðasta ár en nokkuð hefur dregið úr vanskilum korthafa Europay Ísland. „Fjöldi korthafa í vanskilum í febrúarbyrjun voru 8.243 sem er 6,62% af korthöfum með skuld í lok janúarmánaðar. Á sama tíma í fyrra var fjöldinn 7.389 sem var 6,65% af korthöfum með skuld,“ segir Anna Inga Grímsdóttir, for- stöðumaður hagsýslusviðs hjá VISA Íslandi. „Svo virðist sem van- skil aukist í febrúar í ár. Fjöldi kort- hafa í vanskilum eftir eindaga í mars er 8.970 sem er 7,29% af korthöfum með skuld í febrúarlok en sama hlut- fall í fyrra var 6,9%. Samkvæmt framansögðu er því ástæða til að fylgjast grannt með þróun vanskila og greiðsludreifingar næstu mánuði því ýmsilegt bendir til að þrengra sé í búi og minni bjartsýni ríkjandi en verið hefur að undanförnu.“ Að sögn Ragnars Önundarsonar, framkvæmdastjóra Europay Ísland, fara vanskil korthafa minnkandi. Í lok janúar árið 2000 námu vanskil 1,8% af korthöfum með skuld eða samtals 2.087 korthafar en í lok janú- ar í ár námu vanskil 1,5% eða samtals 2.237 korthafar. „Það er útbreiddur misskilningur að Íslendingar séu þjóða mestu skuldarar á kreditkortum, þeir eru þjóða mestir kortanotendur. Íslend- ingar eru fyrst og fremst debetkorta- þjóð. Ég hef spurt erlenda starfs- bræður af hverju debetkortið sé svona vinsælt í Evrópu, en 93% heimsviðskipta eru með debetkort- um, og svörin sem fást eru þau að hér séu þeir Marteinn Lúter og Kalvín að hafa áhrif,“ segir Ragnar og bætir við að þeir hafi kennt Evrópumönnum að skulda ekki og að eiga fyrir útförinni sinni. Greiðsludreifingar til fjögurra mánaða algengastar Aðspurð á hvaða aldri þeir séu sem lenda í vanskilum og hve lengi þeir séu að meðaltali að greiða skuldir sín- ar kemur fram að ekki er haldið utan um slíkar upplýsingar hjá fyrirtækj- unum. Eingöngu er haldið utan um fjölda korthafa í vanskilum sem og þær upphæðir sem þeir skulda hverju sinni. Greiðsluskipting gerir korthöfum kleift að jafna greiðslubyrði og sífellt fleiri nýta sér þá þjónustu fyrir- tækjanna. „Fjöldi greiðsludreif- inga í febrúar hjá VISA var 7.585 á móti 6.816 í fyrra. Aukningin er því 24%. Fjöldi greiðsludreifinga í mars var 3.991 á móti 3.332 í fyrra eða 27% aukning,“ segir Anna Inga og bætir við að hvað varðar fjölgreiðslur þá sé leyfilegt að dreifa skuldinni til tólf mánaða. Fjölgreiðslur til 4–6 mánaða eru algengastar. Þá segir hún bank- ana ákvarða vextina en þeir eru nú á bilinu rúmlega 20 til tæplega 22%. Ragnar segir að greiðsludreifingar á jólareikningum hafi fylgt aukningu á veltu, aukningin sé svipuð eða 36,6% milli ára. Í lok janúar, sem er stærsti greiðsludreifingarmánuður ársins, voru 6.236 korthafar með slíka dreifingu. Þá er greiðsludreifing að meðaltali í rúma fjóra mánuði algeng- ust. Hærri jólavelta Kreditkortavelta VISA Íslands innanlands í desembermánuði var 8,3 milljarðar eða 16% meiri en á sama tíma í fyrra. Debetkortavelta innan- lands var á sama tíma 9,3 milljarðar eða 11% meiri en í fyrra. Velta kredit- færslna í desember hjá Europay Ís- land var síðan 2,6 milljarðar og er það 24,8% aukning milli ára. Meðalvelta á mánuði var 1,8 milljarðar árið 2000. Velta debetkortafærsla var 3,8 millj- arðar en það er 12,3% aukning milli ára. Vanskil og greiðsluskipting hjá korthöfum VISA og Europay Sífellt fleiri nýta sér greiðsluskiptingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.