Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐSTÆÐUR til knatt- spyrnuiðkunar á Akureyri og reyndar víðar á landsbyggð- inni hafa verið frekar erfiðar í vetur, svo ekki sé meira sagt. Eftir að Sanavöllurinn á Akureyri var aflagður fyrir fáum árum versnaði æfinga- og keppnisaðstaða félaganna á Akureyri og Eyjafirði til muna, enda var völlurinn oft- ast sá eini brúklegi fram und- ir vor. Það hefur því verið lít- ið um æfingaleiki norðan heiða í vetur en þau félög sem þátt taka í deildarbik- arkeppni KSÍ eru spila sína leiki fyrir sunnan og þá oftast við ágætar aðstæður. Þess verður þó ekki langt að bíða að knattspyrnumenn komist undir þak á Akureyri, eftir að þriggja ára áætlun bæjarsjóðs árin 2002-2004 var samþykkt nýlega. Þar er gert ráð fyrir 300 milljónum króna í fjölnota íþróttahús, sem byggt verður á félagssvæði Þórs við Hamar og að auki settar 80 milljónir króna í þetta verkefni á yfirstandandi ári. Ekkert norðlenskt lið í efstu deild Eftir að Leiftur í Ólafsfirði féll úr efstu deild á síðasta keppnistímabili er ekki eitt einasta lið af Norðurlandi á meðal þeirra bestu og er orð- ið nokkuð langt síðan að sú staða var uppi. Hins vegar eru 6 norðlensk lið í 1. deild, Þór, KA, Dalvík, Leiftur, KS og Tindastóll og verður telj- ast nokkuð líklegt að eitt- hvert þeirra nái sæti í úrvals- deild að hausti. Aðstæður til knatt- spyrnuæf- inga erfiðar SYSTKININ Halldóra og Þorgils Gunnlaugsbörn frá Sökku urðu fyrstu heimsmeistararnir í brús, en keppnin var hluti af menningarhá- tíðinni Svarfdælskum marsi sem efnt var til um helgina í Dalvíkur- byggð. Brús er spil sem einkum og sér í lagi er spilað í Svarfaðardal og því þótti ekki úr vegi að efna til þess- arar heimsmeistarakeppni á menn- ingarhátíðinni, en spilað var í félagsheimilinu Rimum. Hjörleifur Hjartarson, einn þeirra sem stóðu að menningarhá- tíðinni, sagði að vel hefði tekist til í alla staði og því hefði fólk ekki séð ástæðu til annars en að endurtaka marsinn að ári. Spilað var á 10 borðum, þannig að 20 pör eða 40 manns tóku þátt í þessari fyrstu heimsmeistarakeppni og sagði Hjörleifur þátttöku framar vonum. Auk þess fór fram kennsla og settar voru upp æfingabúðir og þá fylgd- ist fjöldi fólks með spilamennskunni og skemmti sér hið besta. „Við ger- um því ráð fyrir mikilli aukningu á næsta heimsmeistaramóti sem verður að ári,“ sagði Hjörleifur. Yfir eitt hundrað manns sóttu málþing um svarfdælska menningu sem haldið var í Dalvíkurskóla á laugardag og þá var einnig mikið fjölmenni þegar svarfdælskur mars var stiginn á Rimum að kveldi þess dags. Í marsinum tóku þátt 45 núm- eruð pör, en Hjörleifur sagði að drifið hefði að fólk úr öðum sveit- um, m.a. Bárðardal en þar tíðkast einnig sá gamli siður að taka mars- inn. Brottfluttir íbúar voru einnig á meðal gesta menningarhátíðar- innar, m.a. tók Kór Svarfdæla sunn- an heiða þátt í kóramóti í Dalvík- urkirkju. Menningarhátíðin Svarfdælskur mars tókst einkar vel Systkinin á Sökku heimsmeistarar í brús Morgunblaðið/Gunnar Jónsson Hjörleifur Hjartarson afhendir Þorgilsi og Halldóru Gunnlaugsbörnum bikar til eignar en þau eru fyrstu heimsmeistararnir í brús. Morgunblaðið/Gunnar Jónsson Ábúðarmikið spilafólk og kynslóðabilið brúað. Þarna eru þau Þórarinn Eldjárn og Unnur Ólafsdóttir, sem fengu sárabótarverðlaun fyrir mestu klórningu, að spila við Sigurlaugu Hönnu Hafliðadóttur frá Urðum, en hún var yngsti keppandinn á mótinu, á 13. ári, og Lilju Hannesdóttur, sem var í hópi þeirra elstu, en hún er frá Odda á Dalvík. ÞRJÁR stúlkur, framhaldsskóla- nemi, grunnskólanemi og verka- kona, hafa í Héraðsdómi Norður- lands eystra verið dæmar í 90 daga fangelsi en það er skilorðsbundið til tveggja ára. Stúlkurnar voru ákærð- ar fyrir líkamsárás á stúlku í júlí í fyrrasumar en árásin átti sér stað við Giljaskóla. Þá var stúlkunum gert að greiða fórnarlambi sínu um 78 þúsund krónur í skaðabætur ásamt dráttarvöxtum sem og þókn- un réttargæslumanns og annan sak- arkostnað. Stúlkurnar þrjár voru ákærðar fyrir að hafa í sameiningu með blekkingum fengið stúlkuna til að hitta sig við Giljaskóla á Akureyri þar sem þær veittust að henni, tóku hana hálstaki og börðu hana marg- sinnis í andlitið og víðar á líkamann, felldu hana í jörðina, spörkuðu í hana og lömdu liggjandi og síðar eft- ir að hún stóð upp haldið áfram að berja hana í andlit og sparka með hné í maga hennar með þeim afleið- ingum að hún hlaut bólgu og mar í kringum bæði augu, sár á neðri vör og eymsli. Sögusagnir, baktal og afbrýðisemi kveikjan að árásinni Játuðu stúlkurnar fyrir dómi að hafa sammælst um að blekkja stúlk- una til að hitta sig við skólann og við- urkenndu þær einnig að ætlan þeirra hafi verið sú að ganga í skrokk á henni. Af framburði þeirra var ráðið að meintar sögusagnir og baktal hennar í þeirra garð sem og afbrýðisemi vegna kærasta og „eitt- hvað svona smotterí“ eins og það er orðað hafi verið kveikjan að árásinni. Háttsemi þeirri þótti með játn- ingu þeirra nægilega sönnuð. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að stúlkurnar stóðu saman að atlög- unni samkvæmt fyrirframgerðu samkomulagi og var árásin að mati dómsins fólskuleg. Því þótti refsing þeirra hæfilega ákveðin 90 daga fangelsi en með hliðsjón af ungum aldri þeirra, hreinum sakaferli, hreinskilningslegum játningum svo og því að fyrir dómi hafi þær lýst yfir nokkurri iðran vegna verknaðarins þótti rétt að fresta fullnustu refsing- ar og mun hún falla niður að tveimur árum liðnum haldi þær almenn skil- orð. Blekktu stúlku til að hitta sig og gengu í skrokk á henni Þrjár stúlkur dæmdar fyrir fólskulega árás FULLTRÚAR Iðntæknistofn- unar voru á faraldsfæti um landið í febrúar og mars. Þeir heimsóttu alla landsfjórðunga og voru með kynningarfundi undir nafninu „Átt þú erindi við okkur?“ Fundirnir voru skipulagðir í samvinnu við atvinnuþróunar- félögin á hverjum stað en Iðn- tæknistofnun leggur ríka áherslu á samstarf við atvinnu- ráðgjafa í landinu. Á dögunum voru þeir á Akureyri og notuðu tækifærið til að veita Þórarni Kristjánssyni, Gúmmívinnsl- unni hf., brautryðjendaverð- laun Iðntæknistofnunar en þau voru veitt á hverjum stað. Hallgrímur Jónasson, for- stjóri Iðntæknistofnunar, veitir Þórarni Kristjáns- syni í Gúmmívinnslunni brautryðjendaverðlaunin. Brautryðj- endaverðlaun Iðntækni- stofnunar AÐALFUNDUR Knattspyrnu- félags Akureyrar verður haldinn í KA-heimilinu í kvöld, þriðjudags- kvöldið 3. apríl og hefst hann kl. 20. Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins auk þess sem fjallað verður um lagabreytingar. Tillögur til breytinga á lögum félagsins liggja frammi í KA-heimilinu. Aðalfundur KA ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.