Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 55 uðu líka svolítið grænmeti, meira að segja skarfakál, sem við lærðum að borða á Reykjalundi. Merki SÍBS sýnir hvernig hlúð er að viðkvæmum gróðri og á því stend- ur: „Styðjum sjúka til sjálfsbjargar“. Þetta merki sýndi fröken Valgerður í verki. Ég held að sjaldan eða aldrei hafi borið að þann vanda í tíð fröken Val- gerðar á Reykjalundi, að henni tækist ekki að ráða fram úr honum. Skemmtilegt dæmi þar um er þeg- ar stofnað var Samband berklasjúk- linga á Norðurlöndum á tíu ára af- mæli SÍBS. Stóra húsið var um það bil fokhelt og þá komu tilmæli frá stjórn SÍBS, um að hátíðarveislan skyldi haldin á Reykjalundi. Í viðtali sem ég átti við fröken Snjáfríði, sagði hún mér að því hefði hún neitað og fært rök fyrir. Þá kom Oddur Ólafs- son yfirlæknir til skjalanna og sagði að engin efni væru til að halda slíka veislu nema hún og fröken Valgerður tækju það að sér. Þau fóru öll út í ný- bygginguna og könnuðu aðstæður. Konurnar tvær fundu að nú hvíldi allt á þeim og tóku til óspilltra málanna. Fröken Valgerður tók að sér að skreyta salinn, kom þar fyrir lang- borðum og stólum og lagði fallega á borð. Þegar fröken Snjáfríður kom svo með kræsingarnar úr eldhús- bragganum sínum, gekk hún inn í æv- intýraheim, veislusal skreyttan lyngi og blómum upp um veggi og utan um súlur. Þegar gestirnir, sem áður höfðu skoðað hráslagalega bygg- inguna, komu til veislunnar, urðu þeir orðlausir yfir þeim breytingum sem salurinn hafði tekið. Þeir spurðu hver töframaðurinn væri, en undir stjórn fröken Valgerðar var listaverkið skapað. Konurnar tvær björguðu þannig bæði fjárhag og sóma samtak- anna. Það leið ekki á löngu þar til sveit- ungarnir leituðu aðstoðar á Reykja- lundi ef þeir þurftu á læknishjálp eða hjúkrun að halda. Oddur og fröken Valgerður voru ætíð boðin og búin til að veita aðstoð. Fröken Snjáfríður sagði mér um þetta fallega sögu. Það var á myrku vetrarkvöldi í slagviðri og hálku, að þær fröken Valgerður bjuggust til hvíldar að loknum löngum vinnudegi. Fröken Snjáfríður bauð góða nótt og gekk til herbergis síns. Það leið dágóð stund og hún varð ekki vör við að fröken Valgerður gengi til náða. Hún leit því fram og sá að fröken Valgerð- ur var enn á fótum. Þegar fröken Snjáfríður spurði hverju þetta sætti, svaraði fröken Valgerður að hún þyrfti að skreppa af bæ og gefa sprautu um miðnættið. „Í þessu veðri og alein niður glerhála brekkuna? Kemur ekki til mála. Ég kem með þér,“ sagði hún. Konurnar bjuggu sig vel og studdu hvor aðra í storminum. Ferðin tókst vel, þótt erfið væri og þær luku er- indinu eins og til stóð. Þessi litla saga lýsir betur en löng ræða hugarfari og persónuleika þeirra sem valist höfðu til starfa á Reykjalundi. Í upphafi, þegar fröken Valgerður var spurð hvort hún vildi koma og hjálpa til við stofnun heimilisins að Reykjalundi, kynnti hún sér málið og lét að lokum til leiðast, þótt hún væri sjálf tæplega búin að ná sér eftir síð- ustu vist sína sem sjúklingur á berklahæli. Í viðtali við Halldór Valdimarsson, blaðamann, sagði hún: „Við höfðum enga fyrirmynd, við vissum ekkert hvernig þetta myndi takast. Í mínum huga var sú ákvörðun að þetta yrði að vera heimili og miðaði ég mín störf mikið við það.“ Við starfslok fröken Valgerðar komst Þórður Benedikts- son, formaður SÍBS, svo að orði: „All- ir þeir sem komið hafa að Reykja- lundi hafa dáðst að höfðinglegu, en jafnframt ljúfu viðmóti fröken Val- gerðar. Þeir hafa hrifist af fáguðu yf- irbragði heimilisins sem birtist í hreinlæti, smekk og reglusemi. Hið fagra svipmót Reykjalundar var gjöf fröken Valgerðar til þessa heimilis sem hún unni og léði alla starfskrafta sína og hæfileika.“ Við sem enn lifum og nutum umhyggju fröken Valgerð- ar Helgadóttur, sem og allir félagar SÍBS, gerum orð Þórðar að okkar og kveðjum merka konu með virðingu og þökk. Rannveig I. E. Löve. ✝ Finnbogi Finn-bogason skip- stjóri fæddist í Reykjavík 11. sept- ember 1940. Hann lést um borð í skipi sínu, m/s Selfossi, að- faranótt 27. mars, þar sem það lá við bryggju í Rotterdam. Foreldrar Finnboga voru hjónin Finnbogi Kristjánsson skip- stjóri og Lovísa S. Elífasdóttir húsmóð- ir. Uppeldisfaðir hans var Einar G. Helgason. Systkini Finnboga eru Elín Rós, f. 1928, maki Kristján Guðmundsson, og Ólafur Einars- son. Eftirlifandi eiginkona Finn- boga er Friðgerður Bára Daníels- dóttir, f. 27.11. 1942, dóttir hjónanna Daníels Péturssonar og Jónínu Jóhannesdóttur. Börn þeirra eru: 1) Sigríður, f. 9.9. 1961, maki Jón Hrafn Guðjónsson, börn þeirra eru Hrafnhildur Karla, Guðjón Arngrímur og Stef- án Karl. 2) Lilja Björk, f. 20.3. 1963, maki Rúnar Kjart- ansson, börn þeirra eru Jónína Bára og Sigríður Sandra, af fyrra hjónabandi á Lilja þá Finnboga og Sævar Ríkharðssyni. 3) Kristján Finnbogi, f. 8.5.1971, maki María Bára Jónat- ansdóttir, börn þeirra eru Arnar Daníel og Kristín Ásta. Fram til 1958 sigldi Finnbogi m.a. sem háseti á togurum. Á árunum 1958 til 1963 starfaði Finnbogi sem viðvaning- ur og háseti hjá Eimskip samhliða námi í Stýrimannaskólanum það- an sem hann útskrifaðist sem stýrimaður 1963. Hann hefur síð- an starfað sem stýrimaður og síð- ar skipstjóri á skipum félagsins. Útför Finnboga fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Að lokinni sjóferðinni til erlendu hafnarinnar var vélsíminn settur á stopp þegar lagst var við bryggjuna og orð skipstjórans hljómuðu: „Binda svona og binda vel.“ Nokkr- um tímum síðar var lífsklukka skip- stjórans stoppuð af æðri máttarvöld- um, en skipið var vel bundið við bryggjuna eins og skipstjórinn hafði fyrirskipað. Finnbogi Finnbogason, skipstjóri hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands, er látinn. Við Bogi, eins og hann hét í mínum huga, vorum nátengdir á litlu skipi í nokkur ár þar sem ekki var alltaf siglt í spegilsléttum sjó, oft kvein og rauk úr sköflum en alltaf lægði að lokum. Samstarf okkar Boga hélt svo áfram til margra ára eftir að ég fór að naga blýanta á skrifstofunni, eins og hann orðaði það. Bogi var maður þéttur á velli og þéttur í lund, vinur vina sinna og raungóður á raunastund. Snillingur að meðhöndla skip, af- bragðs veðurfræðingur og mikill sjó- maður eins og hann átti ætt til en faðir Boga var Finnbogi Kristjáns- son skipstjóri sem féll í hendur Ægis þegar Bogi var aðeins á fyrsta ári. Vel lesinn, útsjónarsamur tækja- grúskari og afbragðs tölvumaður. Undir niðri var kímnigáfa Boga mik- il eins og sjá má á því netfangi sem hann valdi sér en það er hrollur@- simnet.is. Guð blessi minningu vinar míns, Finnboga Finnbogasonar skipstjóra, sem nú er kominn í austrið eilífa og situr þar við hlið föður síns eftir 60 ára aðskilnað. Elsku Fríða, börn og aðrir ætt- ingjar og skipshöfnin á Ms. Selfossi, megi Guð gefa ykkur styrk til að tak- ast á við sorg ykkar og missi. Hreinlyndi, traust og hjartagæzka, fróðleiksástin frábærasta, elskandi föður afbragðs ástríki, það var styrkur, staðfastur, sem ens farsæla feril skreytti. (Jón Thorarensen.) Ragnar Valdimarsson. Í dag er borinn til grafar Finnbogi Finnbogason, skipstjóri hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands en hann and- aðist um borð í skipi sínu, m/s Sel- fossi, aðfaranótt 27. mars, þar sem það lá við bryggju í Rotterdam. Finnbogi fæddist í Reykjavík 11. september 1940, yngra barn foreldra sinna Finnboga Kristjánssonar, skipstjóra og Lovísu S. Elífasdóttur, húsmóður en þau áttu einnig dótt- urina Elínu Rósu. Finnbogi missti föður sinn nokkurra mánaða gamall en faðir hans var skipstjóri á togar- anum Gullfossi Re 120 sem fórst sviplega í febrúar 1941 með allri áhöfn. Finnbogi hefur því, eins og fjölmörg önnur börn sinnar kynslóð- ar, alist upp án þess að hafa kynnst föður sínum. Bogi, eins og Finnbogi var ávallt kallaður, hefur ungur ákveðið að verða sjómaður. Hann fór einhverja veiðitúra á togurum en hóf störf hjá Eimskip í ágúst 1958. Fyrst sem viðvaningur og síðan háseti á flaggskipi félagsins, Gullfossi, og var þar einn í hópi margra ungra manna sem voru að hefja sinn sjómannsfer- il. Á árunum 1958–1963 starfaði Bogi sem viðvaningur og háseti samhliða námi í Stýrimannaskólanum þaðan sem hann útskrifaðist sem stýrimað- ur 1963. Bogi leysti af sem stýrimað- ur á Goðafossi haustið eftir að hann útskrifast. Hann er fastráðinn stýri- maður 1964 og hóf að leysa af sem skipstjóri 1972 á Ljósafossi og varð fastráðinn skipstjóri 1985 á Urriða- fossi og síðan á fleiri skipum Eim- skipafélgsins, nú síðast á Reykja- fossi, Dettifossi og Selfossi. Þau rúmlega 43 ár sem Bogi starfar hjá Eimskip eru einhver þau umbrota- mestu í okkar sögu. Á þessum tíma er gífurleg uppbygging í sjávarút- vegi og iðnaði. Hvert 5–20 þúsund manna íbúðarhverfið af öðru rís í Reykjavík og annar hvor maður eignast bíl. Ísland verður að vest- rænu iðnríki á stuttum tíma. Millj- ónir tonna af fiskafurðum og iðnað- arvörum voru fluttar frá landinu með kaupskipum. Álíka magn var flutt inn af byggingarvöru, vélbún- aði, bílum, raftækjum og öðrum bún- aði. Það er augljóst að að baki slíku afreki liggur mikil og fórnfús vinna. Farmenn voru oft á sjó í 11 mánuði á ári, fjarri heimili og ástvinum. Að giftast, eignast börn og koma sér upp heimili við slíkar aðstæður er eitthvað sem nútímasamfélag skilur ekki og mundi ekki samþykkja. Það er á þessum árum sem Bogi giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Friðgerði og eignast þrjú mannvænleg börn, Sigríði, Lilju og Kristján. Samúð okkar starfsfélaga Boga er til þeirra sem nú sjá á eftir eiginmanni og föð- ur. Eimskipafélag Íslands hefur misst einn af sínum bestu skipstjórum. All- ir starfsmenn Eimskips sem eitt- hvað koma eða hafa komið nálægt skiparekstri félagsins vita að Bogi var einstaklega laginn við stjórn skipa. Að horfa á þegar hann lagði stóru millilandaskipi fullu af vöru á nokkrum mínútum var unun. Bogi var einstaklega vel gefinn maður. Hann hafði skoðanir og gat styrkt þær með nákvæmri rökfærslu. Hann var mikill tæknimaður og hafði óbil- andi áhuga á tölvum og rafeindabún- aði. Oft var búnaður eins og ratsjá, siglingatölva og annað sem lofaði góðu sett um borð í skip hjá Boga til að fá hans umsögn. Ef hann taldi að búnaðurinn væri í lagi var öruggt að hægt væri að nota hann um borð í skipum Eimskips. Bogi var frekar þögull maður. Hann hreyfði sig ró- lega, talaði hægt en menn hlustuðu ávallt þegar hann mælti. Bogi var lúmskur húmoristi, sagði ekki brandara en var oft með skemmti- lega sýn á hversdagsleikann og oft dálítið kaldhæðnislega en aldrei móðgandi. Hann gerði mikið grín að sjálfum sér og skemmtilegri skip- stjórnarfundargerðir en hans eru sjaldgæfar. Við starfsfélagar Boga kveðjum góðan vin og félaga. Við samhryggj- umst fjölskyldu hans og öllum vinum og óskum þeim alls hins besta. Haukur Már Stefánsson, skipa- rekstrardeild Eimskips. Eimskip hefur misst einn af sínum reyndustu skipstjórum. Það vekur okkur til umhugsunar þegar sam- ferðamönnum er kippt á þennan hátt út úr hringiðu hversdagsins. Ég kynntist Boga fyrst fyrir rúmum þremur árum þegar ég hóf störf í Skiparekstrardeild Eimskips. Starf mitt fólst m.a. í mikilli samvinnu við skipstjóra og aðra á skipum félags- ins og kom á margan hátt inn á dag- leg störf og starfshætti starfsmanna á skipunum. Starfið fólst í því að inn- leiða einskonar gæðastjórnunarkerfi á skipum félagsins með sérstakri áherslu á öryggismál. Bogi var einn af reyndustu skip- stjórunum og slíkan mann hlaut maður að nálgast með nokkurri var- úð og virðingu þegar kom að því að breyta og hugsanlega bæta hluti í þeirra starfsháttum. Það kom fljótt í ljós að hjá Boga kom maður ekki að tómum kofunum. Þar fór maður með yfirgripsmikla reynslu og sem hafði lifað tímana tvenna í starfi sínu hjá félaginu. Bogi var hinsvegar ekki fastur í gamla „góða“ tímanum, hann hafði tileink- að sér vel þá nýju tækni sem í raun hefur steypst yfir á síðustu árum. Bogi hafði t.d. sett sig mjög vel inn í tölvutæknina, svo vel að mun yngri menn máttu hafa sig alla við að fylgja honum eftir. Hann var ekki alltaf ánægður með þann búnað sem boðið var upp á um borð og þótti stundum heldur seint ganga við að uppfæra og endurnýja tækin enda var hann kominn talsvert á undan sjálfur. Bogi hefur alltaf tekið mér og því sem ég hef verið að innleiða í tengslum við öryggismálin o.fl. afar vel. Hann var maður sem sá vel hvaða hlutir horfðu til framfara og studdi þá með ráðum og dáð. Það þýddi ekkert að vera með moðreyk þegar hann var annars vegar, best að koma beint að málinu og nýta þá möguleika sem tölvutæknin býður upp á. Hann sá líka vel möguleikana sem bjuggu í kerfinu til að koma hlutum í betra horf. Ég fékk tækifæri til að sigla með Boga í fyrravor og bý að þeirri reynslu. Við áttum löng samtöl, oft uppi í brú, á siglingunni. Bogi spilaði á tækin í brúnni eins og þau hefðu verið til frá aldaöðli en ekki eins og raunin er að menn hafa varla getað ímyndað sér þau í framsæknustu vís- indaskáldsögum þegar hann fædd- ist. Hann var líka hafsjór af fróðleik t.d. um eðli sjávarins og ýmsa at- burði úr sögunni bæði innan Eim- skips og utan. Ég þakka Boga fyrir gott og upp- byggjandi samstarf á liðnum árum og sendi Fríðu eiginkonu hans og fjölskyldu innilegustu samúðar- kveðjur. Eyþór Haraldur Ólafsson. FINNBOGI FINNBOGASON                                              !"         #    #       $     % & $&   '    (       '  '     ) *))    ! "#$ %  & " '%   #  (#$   )%*  & * %    #$   + %   "" #$   , "   * % #$   ,-  . % / * #$   * ',#$ % 0"(1      #$ %  / 2 ."   '  '%'  '  '3         0 04!0 +  1 ' .. 563 *#., $(.    / 2 *    &* ** .   0" ** .   7 ( ** .   / 2 * ( ** .  3 '    "     + +-8 -0 + 9:+4; ,  +  - .  /     0  1   2  3+  $  4       *  % / (  ,+   / <)      *    %  .     %3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.