Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Professionails naglaskólinn • Alþjóðlegur naglaskóli sem út- skrifar naglafræðinga með dipl- óma sem gildir í 20 löndum. • Nýir nemendur teknir inn á hverjum laugardegi. • Sveigjanlegur kennslutími. • Einstaklingskennsla. Upplýsingar í síma 588 8300 Sigríður Filippía stundaði nám í Förðunarskóla No Name í tísku- og ljósmyndaförðun og leikhús- förðun og naglaskóla Profession- ails árið 2000. Hún starfar nú hjá Íslensku óperunni við förð- un og á Hár Sögu á Hótel Sögu við naglaásetningar. Umsögn: Hnitmiðað, skemmtilegt fagnám sem skilar mér góðum atvinnumöguleikum. FörðunarskóliNO NAME * Útskrifar förðunarfræðinga. * Tísku- og ljósmyndförðun 6-12 vikur. * Kvikmynda- og leikhúsförðun13 vikur. * Kennarar okkar eru allir þrautreyndir snyrti- og förðunarmeistarar. * Metnaðarfull kennsla sem skilar hæfu starfsfólki út í atvinnulífið. * Nám fyrir konur á öllum aldri. * Sumarskóli byrjar 21. maí. Haustskóli 10. sept. Upplýsingar í síma 588 6525. Klapparstíg 40 Sími 552 7977. Handmálaðir grískir íkonar Falleg fermingargjöf Mývatnssveit - Hluthafafundur var haldinn í Kísiliðjunni hf. á Hótel Reynihlíð síðasta föstudag. Á fund- inum sagði stjórn félagsins af sér í framhaldi af sölu fyrirtækisins til Allied EFA.Undirritað var staðfest- ingarskjal milli stærstu núverandi eigenda, ríkissjóðs Íslands og World Minerals annarsvegar og Allied EFA, nýrra eigenda hinsvegar. Gerðar voru 7 breytingar á sam- þykktum félagsins og því kosin ný þriggja manna stjórn, sem í sitja: Gylfi Arnbjörnsson, Jón Fenger og Hákon Björnsson og í varastjórn Jón Sigurðsson og Jurgen Kroner og voru allir sjálfkjörnir. Í skýrslu Hreiðars Karlssonar, fráfarandi formanns, kom fram að síðasta ár hafi verið fjórða besta framleiðsluár og næstbesta söluár frá upphafi. Hann taldi að hér væri verið að stíga mikið heillaspor í sögu verksmiðjunnar og vonaði að það yrði fyrirtækinu og starfsmönnum þess til blessunar. Gunnar Örn Gunnarsson fram- kvæmdastjóri kynnti reikninga og gat hann þess að heimsmarkaðsverð á kísilgúr hefur farið lækkandi á undanförnum 6 árum. Mikil hækkun varð á orkukostnaði á árinu, einkum vegna olíuverðhækkana. Veik staða evrunnar hefur einnig komið fyrir- tækinu illa þar sem kísilgúrinn fer mest á Evrópumarkað. Heildartap ársins varð 47,2 milljónir króna. Eiginfjárstaða er mjög sterk eða 90,7%. Veltufjárhlutfall 5,1. Reikn- ingunum var vísað til aðalfundar án umræðu. Sigurjón Benediktsson, stjórnar- maður flutti hugvekju með tölfræði og benti á að Kísiliðjan væri í dag öflugt, sterkt og gott fyrirtæki sem á sl. 10 árum hafi greitt 1.280 milljónir fyrir þjónustu Eimskipa, 1.000 millj- ónir til sölufélags Celite, og 138 milljónir til Húsavíkurbæjar auk minni upphæða til annarra. Þorgeir Örlygsson þakkaði fyrir hönd iðnaðarráðuneytis, stjórn, eig- endum og starfsfólki ánægjulegt samstarf og bauð fundarmönnum og öllum starfsmönnum Kísiliðjunnar ásamt mökum þeirra til móttöku í Gamla bænum, Hótel Reynihlíð að loknum fundi. Gylfi Arnbjörnsson lýsti mikilli bjartsýni á framtíð fyrirtækisins. Leifur Hallgrímsson oddviti þakkaði fyrri eigendum gott samstarf og bauð nýja hjartanlega velkomna. Ör- lygur Hnefill Jónsson óskaði þess að starfsemi félagsins verði það öflug að eftir verði tekið. Sigurjón Bene- diktsson afhenti Gylfa Arnbjörns- syni íslenska fánaveifu til áréttingar því að nú væri Kísiliðjan komin al- farið í íslenska eigu, að hann taldi. Gunnar Örn Gunnarsson þakkaði gott samstarf við fyrri stjórn. Hann telur að breytt eignarhald á verk- smiðjunni bjóði uppá sóknarfæri í rekstri hennar. Fundarstjórinn Jón Sveinsson sleit síðan fundinum, sem hlýtur að teljast merkur atburður í atvinnusögu Mývatnssveitar. Bjart- sýni og miklar vonir eru með heima- mönnum um að atvinnulíf þróist far- sællega í höndum nýrra eigenda Kísiliðjunnar. Stjórnar- skipti í Kís- iliðjunni hf. Morgunblaðið/BFH Hér voru engin rafræn hlutabréf á borðum og því töluverð vinna að undirrita pappíra að þessu tilefni. Á myndinni eru Þorgeir Örlygsson, Bruno van Herpen, Hákon Björnsson, Gylfi Arnbjörnsson, Gunnar Jóns- son og fundarstjórinn Jón Sveinsson. Fráfarandi stjórn Kísiliðjunnar hf., Örlygur Hnefill Jónsson, Sigurjón Benediktsson, Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri, Bruno van Herpen og Hreiðar Karlsson. Framkvæmdastjórinn mun starfa áfram með nýjum eigendum. SANNKÖLLUÐ skíðaveisla verð- ur í Hlíðarfjalli næstu daga, en þar verður haldið Skíðamót Ís- lands og alþjóðleg mót, svonefnd FIS-mót sem og „Icelandair Cup“ í alpagreinum og göngu. Móts- haldið er afar viðamikið og í engu er sparað að gera það sem veg- legast. Því sem næst allir bestu skíðamenn landsins og fjölmargir útlendingar mæta til leiks, sumir heimsþekktir. Alþjóðlega mótaröðin hefst í dag, þriðjudag, með keppni í stór- svigi kvenna og karla, 15 ára og eldri, og þá verður keppt í stór- svigi á miðvikudag. Skíðamót Ís- lands hefst svo á fimmtudag og verður þá keppt í göngu, en göngubrautin í Hlíðarfjalli hefur fengið alþjóðlega viðurkenningu. Sprettganga í göngugötu Formleg setning mótsins verð- ur sídegis á fimmtudag og af því tilefni verður efnt til sprettgöngu í göngugötunni á Akureyri, en þar er um nýmæli að ræða sem ef- laust margir hafa gaman af að fylgjast með. Mótið stendur fram á sunnudag. Um þrjátíu erlendir þátttak- endur hafa boðað koma sínu á al- þjóðlegu mótin í alpagreinum og göngu í Hlíðarfjalli, en m.a. má þar nefna Heddu Berntsen frá Noregi, Kristine Heggelund einn- ig frá Noregi, Kai Are Fossland, Stein Kristian Strand og Aane Saeter sem keppa í alpagreinum. Meðal göngumanna má nefna Odd-Björn Hjelmeset frá Noregi, landa hans Andres Aukland og Svíann Morgan Göransson og loks má nefna að sænsk-íslenska stúlk- an Emma Furuvik er einnig á meðal þátttakenda og mun keppa í göngu. Skíðaveisla í Hlíðarfjalli STARFSFÓLK Amtsbókasafnsins og gest- ir þess sjá nú fram á betri tíma, en um helgina var auglýst útboð á viðbyggingu við safnið. Þessa hefur nú verið beðið með stigvaxandi óþreyju allt frá því að tilkynnt var á hátíðarfundi bæjarstjórnar á 125 ára afmælisdegi Akureyrarbæjar árið 1987 að bæjarbúar fengju viðbygg- ingu þessa í afmælisgjöf. Á þeim 14 árum sem senn verða liðin hafa áform um við- bygginguna góðu vikið fyrir öðrum verk- um sem brýnni þóttu á hverjum tíma. Í tilefni þess að vart verður aftur snúið, nú þegar búið er að auglýsa útboðið gerði starfsfólk safnsins sér glaðan dag og splæsti í tertu. Hólmkell Hreinsson, for- stöðumaður safnsins, skar fyrstu sneiðina og skenkti hana að sjálfsögðu Gísla Jóns- syni sem um margra ára skeið hefur haft vinnuaðstöðu á safninu. Tilboðin verða opnuð í byrjun næsta mánaðar og eftir að verktaki hefur verið valinn verður hafist handa við að reisa bygginguna, en áætl- anir gera ráð fyrir að henni verið að fullu lokið um áramót 2003–4. Viðbygging við Amtsbókasafnið boðin út Terta í til- efni dagsins Morgunblaðið/Margrét Þóra Hólmkell sker fyrstu sneið kökunnar á disk Gísla Jónssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.