Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 75
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 75 Heimsferðir bjóða flug til London alla föstudaga í sumar á hreint frábærum kjörum og þú getur valið um úrval hótel í hjarta heimsborgarinnar. Flug út á föstudögum. Heim á mánudögum. Flogið með Go. London í sumar frá kr. 17.855 Verð kr. 17.855 M.v. hjón með 2 börn, með sköttum. Verð kr. 20.690 Flugsæti fyrir fullorðinn með sköttum. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377 4507-4500-0030-3021                                  !  "# "$% & '    ()( )$$$ Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Tilboð! Verðdæmi: King áður kr. 155.600 nú kr. 108.900 Queen áður kr. 113.900 nú kr. 79.700 Full XL áður kr. 85.300 nú kr. 59.700 Twin XL áður kr. 73.600 nú kr. 51.500 Í NÆSTA mánuði verður frum- sýnd kvikmynd sem margir bíða með óþreyju. Hún nefnist Last Orders og er fyrsta verk ástralska leikstjórans Freds Schepisi í tæp- an hálfan áratug. Schepisi er eitt af stóru nöfnunum sem stóðu á bak við áströlsku nýbylgjuna á árunum uppúr 1970 og hefur oftast verið að gera eftirtektarverðar myndir síð- an. Hins vegar er tæpur hálfur áratugur aíðan hann lauk við Fierce Creatures og menn orðnir spenntir að sjá hvað hann er með uppí erminni. Last Orders er byggð á kunnri skáldsögu eftir Graham Swift, sem sjálfur annast handritsgerðina. Með helstu hlut- verk fer blóminn úr framvarðar- sveit enskra stórleikara; Michael Caine, Tom Courtenay, Bob Hosk- ins, Helen Mirren, Ray Winston og David Hemmings. Gafst upp á guðfræðinni Schepisi er af ítölsku bergi brot- inn, fæddur Frederici Alan, í Mel- bourne árið 1936. Faðir hans seldi notaða bíla en vildi greinilega ætla syninum betra hlutskipti og skráði hann, 13 ára gamlan, í kaþólskan prestaskóla. Líklega hefur saltar- inn verið einsog bögglað roð fyrir brjósti stráksa, því Schepisi gafst upp á guðfræðinni eftir tveggja ára nám. Vann um skeið við að koma bílum í söluhæft ástand hjá föður sínum en gerðist sendill á auglýs- ingastofu árið 1955. Schepisi stik- aði stórum skrefum upp metorða- stigann á stofunni og var von bráðar farinn að semja auglýsinga- texta. Því næst var honum treyst fyrir leikstjórn sjónvarpsauglýs- inga og þar komst Schepisi fyrst í snertingu við kvikmyndagerð. Áð- ur en langt um leið var Schepisi farinn að gera heimildarmyndir fyrir ástralska sjónvarpið, fram- leiddar af The Film House, hans eigin fyrirtæki, sem ávann sér þeg- ar gott orð og nýtur mikillar virð- ingar. Ein þeirra er People Make Papers, sem færði höfundi sínum áströlsku Golden Reel-verðlaunin, sem veitt eru af kvikmyndastofnun landsins, AFI. Áhugi Schepisi á gerð langra bíómynda, var löngu vaknaður. Fyrsta skrefið í þá átt er stutt- myndin The Priest, einn af fjórum köflum Libido (’73), kvikmyndar í fullri lengd.. Hún flutti engin fjöll en næsta mynd Schepisi vakti því meiri athygli og rakaði að sér flest- öllum aðalverðlaunum AFI árið ’76. Þetta var hin sjálfsævisögulega The Devil’s Playground, þar sem Schepisi rifjar upp námsárin við prestaskólann. Þar sem ungt meyj- arhold freistaði meira en guðfræð- in. Þá var röðin komin að hinni mögnuðu The Chant of Jimmie Blacksmith (’78), sem vakti heims- athygli á hinum liðlega fertuga leikstjóra, opnaði hlið Hollywood, þar sem hann hefur unnið að mestu leyti síðan. Nelson í villta vestrinu Frumraun Schepisi í kvikmynda- borginni var Barbarosa (’82), minn- isstæður og harla óvenjulegur vestri um þjóðsagnakenndan út- laga (Willie Nelson), og áhrif hans á ungan sveitastrák (Gary Busey). Víðfeðmar tökur prýða myndina, þær áttu eftir að verða vörumerki leikstjórans, ásamt óhefðbundnu efnisvali, vandvirkni og áræðni. Stórsöngvarinn Nelson er feikna- sterkur karakter með óvenju að- laðandi útgeislun og ber myndina lipurlega uppi. Iceman (’84), önnur persónuleg, „öðruvísi“ mynd, fylgdi í kjölfarið. Vísindaskáldsöguleg, um frum- mann (John Lone), sem geymst hefur í ísaldarfreranum og er vak- inn til lífsins. Hvorug þessara mynda sló nein aðsóknarmet. Ekki frekar en Plenty (’85), athyglisverð mynd um konu (Meryl Streep), sem snýr til baka eftir að hafa tek- ið þátt í andspyrnuhreyfingu Frakka og heldur að fátt annað en auðn og tóm sé framundan. Streep og John Gielgud fara fremst í sterkum leikhópi. Það var síðan gamanmyndin Roxanne (’87), nútímaútgáfa sög- unnar um Cyrano de Bergerac (Steve Martin), sem var fyrsti smellur Schepisi á bandarískri grund. Fylgdi henni eftir með A Cry In the Dark (’88), réttarhalds- drama, byggt á raunverulegum at- burðum, sem vann til fjölmargra verðlauna og naut mikilla vinsælda um allan heim. Báðir aðalleikar- arnir, Meryl Streep og Sam Neill, fengu frábæra dóma, líkt og Schepisi, sem bæði leikstýrði og skrifaði handritið. Þess má til gam- ans geta að myndin var nánast sú eina sem þeir Bakkabræður kvik- myndanna, Menahem Golan og Globus frændi hans, framleiddu og sýndi verulegan hagnað og naut virkilega góðra dóma um heims- byggðina. Fyrirtæki þeirra, Cann- on Films, er löngu farið veg allrar veraldar og að því lítill sjónarsvipt- ir – þrátt fyrir veglegar áætlanir og draumórakenndar yfirlýsingar frændanna. Le Carre klúðrað Schepisi kom aftur niður til jarð- ar með The Russia House (’90), trylli, byggðum á frægri met- sölubók Johns Le Carre. Þrátt fyr- ir handrit eftir Tom Stoppard, mýgrút alþjóðlegra stórstjarna með Sean Connery í fararbroddi og ómælt fé, var myndin lítið meira en augnakonfekt. Mr. Baseball (’92), segir af æv- intýrum bandarískrar hafnabolta- hetju (Tom Selleck), sem reynir fyrir sér í Japan þegar hann er kominn af léttasta skeiðinu. Ekki slæm, en vinsældir Sellecks voru farnar mjög að þverra og myndin gekk illa. Besta mynd Schepisi síðari árin, Six Degrees of Seperation (’93), státar m.a. af stórstjörnunni Will Smith, í hans fyrsta, umtalsverða hlutverki á tjaldinu. Smith brást ekki, fer á eftirminnilegan hátt með hlutverk málglaðs lygalaups og óprúttins klækjarefs, sem lýgur sig inná blásaklausa auðmannsfjöl- skyldu við Park Lane á Manhatt- an. Hjónin eru í frábærum höndum Stockard Channing og Donalds Sutherland. Six Degrees of Seper- ation er einstaklega vel heppnuð kvikmyndagerð leikrits Johns Guare, sem einnig skrifar hand- ritið. Nafnið er frá þeirri kenningu komið að sex einstaklingar tengi hverja einustu persónu á byggðu bóli, en stórlygarinn Smith er ein- mitt að villa á sér heimildir og reynir að komast inná hjónin sem sonur Sidneys Poitiers. Brokkgengar gamanmyndir I.Q. (’94)’, er frekar í ætt við vonbrigði, þrátt fyrir fyrsta flokks mannskap frammi fyrir myndavél- unum. Tim Robbins er í farabroddi sem bifvélavirki sem gerir hosur sínar grænar fyrir ungri stúlku (Meg Ryan), frænku Alberts Ein- steins (Walther Matthau). Líst karli vel á ráðahaginn þó talsvert beri á milli á skala greindarvísitöl- unnar. 1997 kom Fierce Creatures, síðasta mynd Schepisi fram á sjón- arsviðið. Myndin er framhald hinn- ar feykivinsælu A Fish Called Wanda, og þoldi illa samanburðinn. Hér var það handritið en ekki Schepisi né stjörnurnar hans (þær sömu og í Wöndu), sem stóð ekki undir væntingum. FRED SCHEPISI Meryl Streep og Sam Neill leika í hinni átakanlegu A Cry in the Dark. Fierce Creatures stóðst ekki samanburðinn við forverann. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Steve Martin í Rox- anne. The Chant of Jimmie Blacksmith (1978)  Ein minnisstæðasta og djarfasta mynd nýbylgjunnar segir sanna sögu af kynblend- ingnum Jimmie (Tommy Lewis), sem er að hálfu hvítur og að hálfu frumbyggi. Er því útskúf- aður meðal þeirra síðarnefndu og elst upp hjá hvítum klerki sem seinna meir útvegar honum vinnu hjá hvítri fjölskyldu í borg- inni. Þegar vinnukona verður þunguð firrir Jimmie hana vand- ræðum og gengst við barninu. Sem kemur síðan í ljós að er al- hvítt og Jimmie ásakaður um að vera að reyna að komast inní samfélag hvítra á fölskum for- sendum og brottrækur gerr. Hann á nú hvergi höfði sínu að halla. Hrakinn frá þeim sem hon- um þykir vænt um og gerir sína ofbeldisfullu og blóðidrifnu upp- reisn. Reið, grimm og grá ádeila á landlægt kynþáttahatur í Ástr- alíu og lítilsvirðinguna sem sýnd er frumbyggjum landsins: Vakti þjóðina til meðvitundar og vann til ýmissa alþjóðlegra viðurkenn- inga og athygli Hollywood á hæfileikamanni. Lewis fer á kostum í erfiðu titilhlutverkinu. A Cry In the Dark (1988)  Einstaklega áhrifa- mikil og stórmerkileg saga um móður í Ástralíu sem sökuð var um að hafa drepið barnið sitt og verður fórnarlamb illræmds gróusöguæðis sem fer um alla Ástralíu. Meryl Streep sýnir stórleik og sannar enn að hún getur breytt sér aðdáunarlega í hvern sem er. Myndin er eft- irminnileg deila á fjölmiðla sem hvergi skirrast við að skapa fár til að selja vöru sína og jafn- framt ádeila á almenning sem jafnan er tilbúinn að að grýta saklaust folk. Með Sam Neill. Vel gerð og leikstýrð og vakti mikla athygli á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Roxanne (1987) ½ Óaðfinnanleg nútíma- gerð sögunnar um hinn nefstóra aðalsmann Cyrano de Bergerac. Steve Martin leikur hinn hug- um- og nefstóra nútímariddara af kostgæfni en sverðaglamur 17. aldar breytist í banvæna leikni hans með tennisspaða. Lífvarðasveitin er samansett af fullkomlega vanhæfum und- irmönnum hans á slökkviliðs- stöðinni og draumadísin er ómótstæðileg Darryl Hannah. Martin hefur sannarlega tilfinn- ingu fyrir huggulegri rómantík, brandararnir eru á hverju strái, samtölin fyndin, hvergi er slegin feilnóta. Mynd með bein í nefinu. Besta myndin á ferli Hannah og Ricks nokkurs Rossovich, sem leikur vonbiðilinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.